Sign in to follow this  
Followers 0
Gangleri

Aðsteðjandi hagstjórnarvandi - Hvað er til ráða...

26 posts in this topic

Eftirfarandi grein, sem var send Mbl. til birtingar fyrir tveimur vikum, setur fram mynd af aðsteðjandi hagstjórnarvanda byggða á hagtölum Seðlabanka Íslands sem er í veigamiklum atriðum dekkri en sú sem stjórnvöld telja sig greina í stöðunni.

Gangleri

****

Hvað er til ráða?

Alþingismennirnir Bjarni Benediktsson og Illugi Gunnarsson tjáðu sig um aðsteðjandi efnahagsvanda í blaðaviðtali fyrir stuttu (Markaðurinn, 23. júlí).

„Það er vá fyrir dyrum og það er mjög mikilvægt að það taki að birta til," sagði Bjarni. „Þetta eru ekki hagsmunir sem eru einangraðir við einhverja tiltekna atvinnustarfsemi og óháðir hagsmunum almennings, heldur er gríðarlegt hagsmunamál fyrir allt þjóðfélagið að okkur takist að vinna okkur út úr þeirri stöðu sem nú er uppi."

Illugi var sama sinnis. „Við búum við þær aðstæður að stýrivextir eru yfir 15 prósentum, verðbólgan er mikil og við erum lent í þeirri stöðu að fyrirtækin í landinu, sem gátu áður fjármagnað sig með erlendum lánum, hafa engin tækifæri til þess í dag. Af þessum sökum stefnir í mjög alvarlegar þrengingar í atvinnulífi þjóðarinnar á næstu mánuðum.”

Í Mbl. grein undirritaðs 30. maí 2006, Hvar liggur ábyrgðin?, var vikið að rótum vandans eins og hann kom sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) fyrir sjónir við heimsókn hennar til skrafs og ráðagerða við íslenzk stjórnvöld frá 8.-15. maí 2006:

„Hrikaleg útþensla hefur verið á efnahagsreikningum íslenzku bankanna bæði innanlands og utan.” („The balance sheets of the Icelandic banks have been growing at a staggering pace, both at home and abroad.”).

Í skýrslu sendinefndarinnar voru heildarútlán innlánsstofnana sögð hafa aukist um 28.6%, 41.1% og 68.6% árin 2003, 2004 og 2005, og í maí 2006 virtist stefna í 44.3% aukningu fyrir árið allt.

Útlánaþenslan var að stórum hluta fjármögnuð með erlendum lántökum innlánsstofnana sem endurspegluðust m.a. í hreinni erlendri skuldastöðu þjóðarbúsins sem jafngilti 115% af vergri landsframleiðslu í árslok 2004 og fór stighækkandi í 154%, 208% og 246% í árslok 2005, 2006 og 2007. Í júnílok 2008 var hlutfallið 309%.

Þetta var fimmfalt hlutfall hreinna erlendra skulda þjóðarbúsins af vergri landsframleiðslu 1993 (61%) sem hafði haldist óbreytt frá 1984.

Eins er athyglisvert m.a. með hliðsjón af helmingslækkun hlutabréfa í Kauphöll Íslands á skömmum tíma að útlán innlánsstofnana til eignarhaldsfélaga voru um þriðjungur (1.277 milljarðar) af útistandandi innlendum lánum þeirra í júnílok 2008 (3.963 milljarðar).

Árlegar hreinar erlendar vaxtagreiðslur þjóðarbúsins voru 27 milljarðar 2004, en jukust stig af stigi í 40 milljarða 2005, 94 milljarða 2006 og 154 milljarða 2007. Á fyrsta ársfjórðungi 2008 námu þær 42 milljörðum miðað við 30 milljarða á sama tíma 2007 – og jafngiltu hátt í andvirði einnar Grímseyjarferju (500 milljónir) hvern einasta dag.

Í ágúst 2005 taldi Fitch matsfyrirtækið erlendar lántökur íslenzkra banka hafa keyrt hreinar erlendar skuldir þjóðarbúsins langt umfram skuldastig sambærilegra hagkerfa og því stæði Ísland nánast berskjaldað fyrir óvæntum áföllum.

Í marz 2007 var það mat fyrirtækisins að vegna óhóflegrar skuldsetningar væri íslenzka hagkerfið ekki í stakk búið til að þola breytingar á alþjóðafjármagnsmörkuðum af því tagi sem nú hafa orðið.

Á sama tíma var það yfirlýst stefna íslenzkra stjórnvalda að grípa ekki í taumana gagnvart hömlulausri ásókn íslenzku bankanna í erlent lánsfjármagn. Afleiðingarnar blasa nú við – og réttlæta þann áfellisdóm sem fólst í lokaorðum Mbl. greinar höfundar 30. maí 2006:

„Þetta er verra en grunnfærni – þetta er atlaga að almannahag.”

Áframhaldandi erlend skuldsetning, sem var grundvöllur velmegunar síðustu ára, er ekki valkostur á komandi tíð.

En hvað er þá til ráða svo „að íslenskt hagkerfi horfi ekki fram á langvarandi stöðnunarskeið heldur sé það þvert á móti trúverðugt og líklegt til að braggast skjótt, eflast á ný og viðhalda vexti,” eins og Illugi Gunnarsson komst að orði?

Eitt er víst: Áframhaldandi hávextir á útlánum í mynd nafnvaxta og verðbóta eru á góðri leið með að eyðileggja starfsgrundvöll fjölda fyrirtækja og leggja í rúst fjárhag þúsunda heimila sem horfa fram á minnkandi atvinnutekjur og vaxandi útgjöld vegna nauðþurfta.

Íslenzku bankarnir bera ábyrgð á stórum hluta aðsteðjandi hagstjórnarvanda og munu e.t.v. þurfa á fyrirgreiðslu stjórnvalda að halda á komandi tíð. Ef ekki verður horfið frá ríkjandi hávaxtastefnu liggur í augum uppi að slík fyrirgreiðsla myndi ekki leysa vanda atvinnufyrirtækja og heimila landsins.

„Við núverandi aðstæður tel ég afar mikilvægt að frá pólitíkinni komi alveg skýr rödd um hvert ferðinni sé heitið,” sagði Bjarni Benediktsson um aðrar hliðar þessa máls. „Hik og hálfkák er það síðasta sem við þurfum á að halda," bætti hann við - og á það ekki síður við um stefnu stjórnvalda og lánastofnana í vaxtamálum.

Lækkun stýrivaxta Seðlabanka Íslands og endurfjármögnun lánakerfisins á verðtryggðum lánum fyrirtækja og heimila á nafnvöxtum svipuðum þeim sem ríkja í nágrannalöndum Íslands er algjör forsenda þess að aðrar aðgerðir stjórnvalda skili viðunandi árangri.

------------------------------

Höfundur er hagfræðingur

Share this post


Link to post
Share on other sites

Sammála flestu sem þarna kemur fram, ágætis grein en umleið aðeins í raun lýsing á ástandinu eins og það er í dag.

Finnst hins vegar ráðin vera af fátækara taginu, að lækka vexti og krossa fingur að allt lagist er ekki alveg að gera sig í mínum kokkabókum.

Fyrsta skrefið sem þarf að stíga er að sundurgreina og benda á nákvæmlega hvað fór úrskeiðis síðustu 15 árin.

Eftir að menn hafa nákvæmlega áttað sig á hvað var rangt og hvar mistökin voru gerð, þá fyrst er hægt að segja hvað ber að forðast og hvað ber að varast. Fyrr ekki.

Á meðan menn eru í afneitun, þá verða úrræðin aldrei neitt annað en sprikl og í besta falli ágiskun.

Það er á hreinu að hvers konar peningaprentun er höfuðástæða þess vanda sem við er að etja og fabrikerun á veðum er höfuð forsenda þess að menn gátu tekið lán ofan á önnur lán. Verðbréfakerfið, Gjafakvótinn, EES og opnun hagkerfisins er síðan annar þáttur sem ber að skoða með gagnrýnu hugarfari. Það að opna fjármagnsflæði óhindrað úr þessu landi með einkavinavæddum bönkum stjórnuðum af guttum, er fásinna.

Svo mætti lengi telja. En á meðan menn viðurkenna engin mistök, kenna Kárahnjúkavirkjun um, erlendu falli íbúðalána og lánakrísu um, þá er ljóst að menn eiga eftir langt í land með að öðlast þá lágmarks þekkingu á hagkerfi okkar sem nauðsynleg er til að geta leyst einhver vandamál.

Augljóslega.

Edited by feu

Share this post


Link to post
Share on other sites
Finnst hins vegar ráðin vera af fátækara taginu, að lækka vexti og krossa fingur að allt lagist er ekki alveg að gera sig í mínum kokkabókum.

Meiningin var ekki að setja fram tæmandi lista yfir úrræði, sbr. lokasetninguna:

Lækkun stýrivaxta Seðlabanka Íslands og endurfjármögnun lánakerfisins á verðtryggðum lánum fyrirtækja og heimila á nafnvöxtum svipuðum þeim sem ríkja í nágrannalöndum Íslands er algjör forsenda þess að aðrar aðgerðir stjórnvalda skili viðunandi árangri.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Meiningin var ekki að setja fram tæmandi lista yfir úrræði, sbr. lokasetninguna:

Lækkun stýrivaxta Seðlabanka Íslands og endurfjármögnun lánakerfisins á verðtryggðum lánum fyrirtækja og heimila á nafnvöxtum svipuðum þeim sem ríkja í nágrannalöndum Íslands er algjör forsenda þess að aðrar aðgerðir stjórnvalda skili viðunandi árangri.

Sá það.. var í raun að kommentera á fyrirsögnina á greininni, "Hvað er til ráða?"

Share this post


Link to post
Share on other sites

Mín ráð eru að stofna ríkisbanka með hluta af 500 miljörðunum og tryggja þar með

eðlilega lána fyrirgreiðslu.

Sparifjáreigendur geta síðan flutt sig í öryggi ríkisbankans meðan

einkabankarnir geta svo eftir atvikum farið á hausinn eða kláraðsig sjálfir.

Ég tel reyndar að minnstakosti Landsbankinn og Glitnir verði gjaldþrota á næstu 2 árum

sama hvað reynt verður að gera.

Edited by King Midas

Share this post


Link to post
Share on other sites

Kannski við verðum að viðurkenna að engin ráð eru til.

Ríkisstjórnin búin að hafa nægjan tíma undanfarna mánuði til að gera eitthvað, en nú er hún eiginlega búin að viðurkenna að ekkert sé hægt að gera.

Kominn tími til að borga skuldirnar.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ef ég er farinn að endurtaka mig of oft þá biðst ég velvirðingar, hvað er til ráða er spurt? Það sem ég myndi gera ef ég væri alráður í þessum málum þá fyrstu vikuna gerði ég eftirfarandi:

1. dagur, taka gengið af floti og miða við myntkörfu sem endurspeglar utanríkisviðskipti.

2. dagur, Lækka stýrivexti niður í 5%

3. dagur, hefja aðildarviðræður við ESB og tjá umheiminum að markið væri sett á inngöngu í EMU

4. dagur, afnema verðtryggingu

5. dagur, lækka skatta á almenning og afnema stimpilgjöld

6. dagur, afnema tolla á matvælum og afnema aðflutningsgjöld.

7. dagur, hvíla mig að hætti háttsettra.

Eftir þetta tæki við að minnka ríkisumsvif, auka gagnsæji í viðskiptum, styrkja samkeppnisstofnun, styrkja fjármálaeftirlitið, stuðla að samkeppnishæfara viðskiptaumhverfi almennt. það tæki sennilega þrjá daga í viðbót.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Ef ég er farinn að endurtaka mig of oft þá biðst ég velvirðingar, hvað er til ráða er spurt? Það sem ég myndi gera ef ég væri alráður í þessum málum þá fyrstu vikuna gerði ég eftirfarandi:

1. dagur, taka gengið af floti og miða við myntkörfu sem endurspeglar utanríkisviðskipti.

2. dagur, Lækka stýrivexti niður í 5%

3. dagur, hefja aðildarviðræður við ESB og tjá umheiminum að markið væri sett á inngöngu í EMU

4. dagur, afnema verðtryggingu

5. dagur, lækka skatta á almenning og afnema stimpilgjöld

6. dagur, afnema tolla á matvælum og afnema aðflutningsgjöld.

7. dagur, hvíla mig að hætti háttsettra.

Eftir þetta tæki við að minnka ríkisumsvif, auka gagnsæji í viðskiptum, styrkja samkeppnisstofnun, styrkja fjármálaeftirlitið, stuðla að samkeppnishæfara viðskiptaumhverfi almennt. það tæki sennilega þrjá daga í viðbót.

já það er reyndar alveg ótrúlegt að enginn pólitíkus skuli nefna þann möguleika að taka gengið af floti. Gengi krónunnar stýrist ekki lengur af eðlilegum markaðslögmálum og þá er alveg ástæðulaust að láta hana fljóta.

Dagur no. 4 kemur sennilega ekki meðan við lifum. Verðtryggingin er orðin jafn Íslensk eins og Þingvellir.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Ef ég er farinn að endurtaka mig of oft þá biðst ég velvirðingar, hvað er til ráða er spurt? Það sem ég myndi gera ef ég væri alráður í þessum málum þá fyrstu vikuna gerði ég eftirfarandi:

1. dagur, taka gengið af floti og miða við myntkörfu sem endurspeglar utanríkisviðskipti.

2. dagur, Lækka stýrivexti niður í 5%

3. dagur, hefja aðildarviðræður við ESB og tjá umheiminum að markið væri sett á inngöngu í EMU

4. dagur, afnema verðtryggingu

5. dagur, lækka skatta á almenning og afnema stimpilgjöld

6. dagur, afnema tolla á matvælum og afnema aðflutningsgjöld.

7. dagur, hvíla mig að hætti háttsettra.

Eftir þetta tæki við að minnka ríkisumsvif, auka gagnsæji í viðskiptum, styrkja samkeppnisstofnun, styrkja fjármálaeftirlitið, stuðla að samkeppnishæfara viðskiptaumhverfi almennt. það tæki sennilega þrjá daga í viðbót.

Ef tekin væri upp fastgengisstefna eins og þú talar um með 5% vöxtum

myndu bankarnir soga til sín allan gjaldeyrisforðann og gott betur.

Það má ekki vera ódýrara fyrir bankana að fjármagna sig innanlands meðan erlenda

skuldir þeirra eru á þessum kjörum sem eru núna.

Þess vegna eru stýrivextir svona háir og dugir ekki til.

Bankarnir eru meinsemdin.

Taka upp einhverskonar fast gengi með samstarfi

við seðlabanka Evrópu er eina mögulega fast gengis leiðin.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Ef tekin væri upp fastgengisstefna eins og þú talar um með 5% vöxtum

myndu bankarnir soga til sín allan gjaldeyrisforðann og gott betur.

Það má ekki vera ódýrara fyrir bankana að fjármagna sig innanlands meðan erlenda

skuldir þeirra eru á þessum kjörum sem eru núna.

Þess vegna eru stýrivextir svona háir og dugir ekki til.

Bankarnir eru meinsemdin.

Taka upp einhverskonar fast gengi með samstarfi

við seðlabanka Evrópu er eina mögulega fast gengis leiðin.

Ef þú leggur saman 1. dag og 3.ðja þá er það í raun það sem ég er að leggja til. Þessir vextir sem er boðið upp á í dag er atlaga við allt atvinnulíf í landinu sem og atlaga við efnahag allra íslendinga. Við þetta ástand sem nú er verður ekki búið öllu lengur nema með gersamlega skelfilegum afleiðingum.

Edited by doddi

Share this post


Link to post
Share on other sites
Ef þú leggur saman 1. dag og 3.ðja þá er það í raun það sem ég er að leggja til. Þessir vextir sem er boðið upp á í dag er atlaga við allt atvinnulíf í landinu sem og atlaga við efnahag allra íslendinga. Við þetta ástand sem nú er verður ekki búið öllu lengur nema með gersamlega skelfilegum afleiðingum.

Ég held að þetta fari illa það er ekki verið að gera réttu hlutina.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Það má ekki vera ódýrara fyrir bankana að fjármagna sig innanlands meðan erlenda

skuldir þeirra eru á þessum kjörum sem eru núna.

Þess vegna eru stýrivextir svona háir og dugir ekki til.

Nettó skuldastaða innlánsstofnana við Seðlabanka Íslands var 226 milljarðar í júlílok.

Heildarútlán innlánsstofnana í júnílok námu 6.817 milljörðum - jafngildi 3.3% skuldastöðu þeirra við SÍ í júlílok.

M.ö.o., stýrivextir SÍ hafa nánast engin áhrif á fjármagnskostnað innlánsstofnana.

Af hverju skipta þeir þá máli?

Vegna þess að þeir eru skálkaskjól fyrir vaxtaokur innlánsstofnana.

Vaxtaokur sem veltir öðrum fjármagnskostnaði þeirra yfir á herðar lántakenda í skjóli einokunaraðstöðu á innlendum lánamarkaði.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Nettó skuldastaða innlánsstofnana við Seðlabanka Íslands var 226 milljarðar í júlílok.

Heildarútlán innlánsstofnana í júnílok námu 6.817 milljörðum - jafngildi 3.3% skuldastöðu þeirra við SÍ í júlílok.

M.ö.o., stýrivextir SÍ hafa nánast engin áhrif á fjármagnskostnað innlánsstofnana.

Af hverju skipta þeir þá máli?

Vegna þess að þeir eru skálkaskjól fyrir vaxtaokur innlánsstofnana.

Vaxtaokur sem veltir öðrum fjármagnskostnaði þeirra yfir á herðar lántakenda í skjóli einokunaraðstöðu á innlendum lánamarkaði.

"nánast engin áhrif á fjármagnskostnað innlánsstofnana" Skrítin Hagfræið það.

Viltu lækka stýrivexti í 5% strax án öruggs fastgengis.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Hef verið að lesa öll þessi innlegg og birja næstum því að skjálfa. Eins og ég sé þetta þá eru það aðeins undirstöðu atvinnuvegirnir sem geta haldið hlutunum gangani, vandamálið bara að verðið á til dæmis á fiski og áli gæti hrunið á fyrirvara. Hættulegt að biggja efnahaginn á fáum stoðum.

Eitt sem verður að hafa í huga, þessi gífurlega ógurlega framleiðslugeta nútímans. fyrir bara nokkrum vikum var talað um uppskerubrest á maís í Bandaríkjunum. Núna síðuðut tvo daga er birjað að tala um metuppskeru. Málið að metuppskera á maís í Bandaríkjunum eru stórar tölur, það stórar tölur að þær hafa áhrif á efnahag heimsins. Verðið á svínakótelettunum í Bónus ráðast af maís uppskerunni í USA.

Það mætti alveg íminda sér að svar nútímans við háu olíuverði verði gífurleg offramleiðsla á olíu og verðhrun. Ekki óhugsandi.

Tökum bara dæmi, þegar ég var í sveit upp úr 1960 var níjasta tæknin hliðarsátturvélin á dráttavélinn með hlaupastelpu og alles, tæknin beint upp úr hestaslátturvélinni. Breiddin á slægunni líklega 1 metri, kannski 120 cm. Þegar ég byrjaði að búa hér Bandaríkjunum komst ég ifir slátturvél sem biggði á sömu tækni nema að slægjan var orðin 3 metrar og hraðin meiri. Vélin dregin aftan í. Örfáum árum seinna fékk ég sláttur vél sem var upp á 3 metra en slegið með diskum með áföstum hnífum, allt miklu einfaldara og hægt að fara hraðar.

Í síðustu virku var ég að skoða slátturvél sem slær líklega um 10 metra í einu og miklu hraðar. Ein slátturvél framan á dráttarvélinni og tvær aftan í, ein til hægri og önnur til vinstri. Það sem ég er að reyna að segja, framleiðin orðin svo gífurleg og hagkerfið svo afkastamikið þess vegna, verðmætasköpun svo mikil. Væri gaman að sjá pælingar ikkar á hvernig hagkerfið tekur á allri þessari framleiðni. Verðum við ekki öll ríkari??

Share this post


Link to post
Share on other sites

Í þessari umræðu þá verðum við að gera okkur grein fyrir hvernig peningar fara í umferð.

Allir peningar í umferð verða til vegna þess að einhver tók lán.

Öll lán bera vexti.

Ef vextir eru hærri en hagvöxtur þá skapast verðbólga.

Stýrivextir á Íslandi verða að stórlækka og það strax. Alþjóðleg bankakreppa hefur einangrað íslenska hagkerfið og það verður að verja sig innan frá. Okurvextir eru eins og heimatilbúin drepsótt.

Share this post


Link to post
Share on other sites

2. Hvaða áhrif hafa stýrivextir ef krónan er ekki lengur á floti?

2. dagur, Lækka stýrivexti niður í 5%

Share this post


Link to post
Share on other sites
Í þessari umræðu þá verðum við að gera okkur grein fyrir hvernig peningar fara í umferð.

Allir peningar í umferð verða til vegna þess að einhver tók lán.

Öll lán bera vexti.

Ef vextir eru hærri en hagvöxtur þá skapast verðbólga.

Stýrivextir á Íslandi verða að stórlækka og það strax. Alþjóðleg bankakreppa hefur einangrað íslenska hagkerfið og það verður að verja sig innan frá. Okurvextir eru eins og heimatilbúin drepsótt.

Er þetta ekki öfugt við það sem ég hef lært, að ef vextir eru of lágir verður verðbólga. Vegna þess að of lágir vextir samsvarar því að prenta og mikið af peningum. Mátuleg verðbólga er góð, of lítil verðbólga er kreppa. Þetta hélt ég að væri viðurkennt. Ég man eftir viðtali við hagfræðing í sjónvarpinu held ég að þegar vextir væru mjög háir, virkaði þetta öfugt, man ekki hvers vegna.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Banks Create Money & Lend at Interest - Inflation & Bankruptcy Result

Banks create money out of nothing and lend it to people (18). The people are deceived that they will make a profit, but all they will end up doing is paying the bank the interest, and often all their property, which the bank claims upon bankruptcy. Being given easy loans for some things is encouraging people to waste money and to get into debt and lose property to the bank. On the other hand, banks are not lending money to many people who need it for a good or practical purpose. Companies with potential are often forced into bankruptcy, so the bank ends up with everything.

To destroy small businesses and gain more assets, banks even close some companies down when they are on the brink of success (19).

Governments are printing little of the money put into circulation. Instead it is mostly put into circulation by banks, as interest bearing debt. They demand the money they create back, together with interest. Banks are therefore owning a greater percentage of the property and money in circulation, and hence are getting a greater share of the world's wealth and power. It can be said that banks are creating money for themselves. The fact that banks are creating more for themselves with our money is giving most of us less and less. It is also a major contributor towards inflation.

Banks are spending enormous sums on money on advertising to create a good image and to get customers (20). They are hurting the poor by charging them excessive bank fees. In the case of many banks you can actually lose money in a small savings account. Staff reductions, automatic teller machines and charges for over the counter service are making the cost to the banks less. At the same time the rich executives are claiming pay rises at the community's expense (21).

The chief economists, government and banks deceive the people that we need their corrupt economic policies. They say that they have to raise interest rates if inflation or employment increases. They never mention the obvious solution of cutting unnecessary costs and taxes, or acknowledge that increasing interests rates will increase costs. If banks stopped creating money for themselves, we would have much less damaging inflation. All that the increase of interest rates will do, is to send more citizens broke and cause them to lose their properties to banks and multinationals. Unnecessarily high interest rates are giving corrupt lenders, central banks and communists central power over people's lives.

Instead of the current private banks creating money and charging high interest rates, the government should create low interest loans for honest, practical small businesses or people with projects used to help others. This would cause less inflation. The media or politicians who say this is not a good idea are probably controlled by, and have interests in, the banks. (22)

http://www.trueconspiracies.com/banks.htm

Hvernig geta bankar verið að lækka í verði ef þeir geta prentað peninga til að eignast allt í heiminum.

Þvílíkt bull.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Hvernig geta bankar verið að lækka í verði ef þeir geta prentað peninga til að eignast allt í heiminum.

Þvílíkt bull.

Þó svo að fjármálakerfi heimsins sé fyrir löngu orðið geggjað og að það sé í sjálfu sér orðið yfirþjóðlegt vandamál sem framleiðir skuldapappíra á færibandi og rústi þar með peningamálastjórnun þjóðríkja.

- Þá þýðir það ekki að sama kerfi sé ónæmt fyrir eigin mistökum.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ítreka fyrra innlegg mitt.

Það þarf að sundurgreina og síðan viðurkenna raunverulega vandamálið.

Það t.d. að menn eru búnir að prenta fjöll af krónum þýðir einfaldlega að menn eru svo gott sem búnir að eyðileggja gjaldmiðilinn krónuna.

Og það að taka krónuna af floti leysir í sjálfu sér engan vanda. Ekki nokkurn. Ef hagkerfið er sterkt, þá verður gengið sterkt, ef hagkerfið veikist, þá veikist gengið. Gengið endurspeglar m.ö.o. styrkleikann. Gengið er þess vegna aðeins mælir sem mælir ástand hagkerfisins.

Það sem hefur gerst er að menn hafa fabrikerað fjöll af veðum og tekið lán út á þau, reyndar allt saman gerviveð eins og í óveiddum fiski og marg- marg dobbluðum veðum í gegnum hlutabréf. Þessi óraunverulegu veð hafa skapað falskan styrkleika. Þannig hefur krónan styrkst vegna þessa veða og erlendra lántekna. Ekkert óeðlilegt þar á ferðinni, því gengið er afleiðing þessa. Hið óeðlilega í þessu er þessi tilbúningur á veðum.

Nú lækkun vaxta þýðir aukin þensla. Þá verður hagkvæmara að nýta ónýtt veð. Slík þensla þýðir aftur aukinn kaupmátt og á endanum, aukinn innflutning sem kallar á gengissig sem aftur þýðir aukin verðbólga. Og verðbólgan í dag er um 14%. Þessi verðbólga er fyrir löngu komin upp fyrir rautt og ef menn halda að það sé einhver lausn fyrir okkur eða atvinnulífið að hleypa verðbólgunni í 20-30-50% þá eru menn á villigötum.

ESB og EMU. Kannski er þetta þrautalendingin. Kannski er það eina svarið að láta útlendinga sjá um fjármálin okkar. Taka þetta vald af illa gefnum stjórnmálamönnum og framselja stóran hluta af ráðstöfunarrétt okkar í hendur þeirra. Þannig munu svona þjófar ekki fá jafn góð tækifæri til að stela um hábjartan dag eins og þeir hafa gert í skjóli einkavinavæðingar. Nokkuð ljóst.

Eftir stendur mýmörgum spurningum ósvarað. Þetta sjálfstæði sem við höfum barist fyrir með kjafti og klóm mun heyra söguni til. Nú landið er ríkt en auðlindir þess eru komnar að drjúgum hluta í einkahendur. Í mínum huga er þetta langt í frá lengur einfalt mál að þjóðin njóti góðs af þessum auðlindum og hvernig þjóðin geti notað þær sem ása í inngöngu inn í ESB. Enn á þjóðin að einhverju leiti fallvatnið en menn eru jafnt og þétt að koma þeim í einkahendur, frumvarpið um þjóðlendur og Hitaveita Suðurnesja eru til marks um það. Hvað mun Brussel vilja og hvað er ásættanlegt að þeirra mati varðandi auðlindir okkar? Og svo er það náttúran, hreina og ósnortna landið okkar. Viljum við endilega sökkva því öllu undir vatn og leðju, selja ódýra orku og skapa örfáum atvinnu í verksmiðjum?

Það er ekki nokkur spurning að menn fóru alltof geyst með frjálshyggjuna, neituðu allri umræðu og gagnrýni. Þess stað óðu áfram og völtuðu yfir allt og alla til að koma þessu kerfi á. Niðurstaðan er sviðin jörð. Það að rjúka af stað í einhverja aðra átt án umræðna og skoðanaskipta er í raun sama dellan. Þjóðin á heimtingu á því að öll spil verði sýnd og flett upp á borð í umræðu um kosti og galla ESB og EMU.

Hvernig geta bankar verið að lækka í verði ef þeir geta prentað peninga til að eignast allt í heiminum.

Þvílíkt bull.

Ha?

Prentun eykur ekki verðmæti eitt né neitt. Það er fals. Hið nýja hagkerfi er plat. Menn sem halda að hagkerfið sé að græða þegar verið er að "græða" á hlutabréfum, eru ekki að græða eitt né neitt, því það á sér engin aukning á verðmætum stað.

Það má hins vegar segja að með slíkri prentun þá séu þeir að stela verðmætum af öðrum með því gjaldfella þeirra peninga með prentuninni.

Bankastarfssemi eins og hún er í dag riðar á barmi falls. Ég vona bara að fallið verði það mikið að menn skoði önnur kerfi og 100% reserve kerfi er það sem koma skal. Umleið og það er gert, þá hrynja svona prentunarvélar eins og Verðbréfakerfið af sjálfu sér.

Edited by feu

Share this post


Link to post
Share on other sites
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.