Sign in to follow this  
Followers 0
Einn gamall en nettur

Stjórnmálaskoðun

8 posts in this topic

Stjórnmál og pólitík stórlega leiðast mér

stefnulaus er í þeim málum gervöllum.

Flestir spá aðeins í framan hjá sjálfum sér

fávitar sinna best peningaköllum.

Skriffinska öll þýðir helvítis hausverkur

og hamingja fólks getur verið að veði.

Þó aldrei ég mun teljast maður neitt stórmerkur

mun ég samt fegin því á dánarbeði.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Svo má einnig af visku nokkurri mæla

að menn sem spá mest yfir eigin hag

Segjast æðri þeim sem karpa og stæla

sýnast meiri og yrkja undir brag

Þeir eru engu síðri í því að skæla

þreyttari við það í gær en í dag

Jafnvel munu sumir meinfýsnir smæla

er mokað verður yfir þá moldu lag

Edited by feu

Share this post


Link to post
Share on other sites

Þú ert víst ágætur þar hló ég dátt

það er svo gaman að yrkja.

Núna er mér heldur mjög svarafátt

mikið þarf rökfræði´ að styrkja.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Vissulega er það gaman þótt ekki valdi því allir og undirritaður frekar illa, þú sýnu betur..

Svo er það hin hliðin, ekki þurfa allir að vera stórsöngvarar til að hafa gaman af því að syngja.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Vissulega er það gaman þótt ekki valdi því allir og undirritaður frekar illa, þú sýnu betur..

Svo er það hin hliðin, ekki þurfa allir að vera stórsöngvarar til að hafa gaman af því að syngja.

Margur syngur sýnist mér

þó söngvari teljist eigi.

En karlinn varla kona er

þó komi hann úr legi. :rolleyes:

Share this post


Link to post
Share on other sites

(smá klúður hér áðan)

Margt er þér til lista lagt,

ljóðin frá þér streyma.

Sjálfur get ég um þau sagt,

að sárt er þeim að gleyma.

Share this post


Link to post
Share on other sites
(smá klúður hér áðan)

Margt er þér til lista lagt,

ljóðin frá þér streyma.

Sjálfur get ég um þau sagt,

að sárt er þeim að gleyma.

Þetta er fínt - fyrir utan það að of langt er á milli stuðla í þriðju línunni. Aldrei má vera nema ein kviða á milli stuðla.

Þetta væri hins vegar bragfræðilega rétt:

Margt er þér til lista lagt,

ljóðin frá þér streyma.

Um þau get ég sjálfur sagt,

að sárt er þeim að gleyma.

(Ef þriðja línan væri hins vegar Um þau sjálfur get ég sagt, þá myndi hún brjóta þá reglu að báðir stuðlarnir mega ekki vera í lágkveðu. Önnur hver kveða er hákveða, og önnur hver lágkveða - og ljóðlínurnar byrja á hákveðu. Það er í góðu lagi að annar stuðullinn sé í lágkveðu, en ekki báðir)

Share this post


Link to post
Share on other sites

Takk fyrir þetta, ég var í tómu tjóni með þriðju línuna. Tók lengsta tímann að setja hana saman. Þetta hljómar mikið betur svona en eins og ég gerði þetta.

Annars bjó ég þetta til fyrir mörgum árum og hef haft þetta í hausnum síðan þá, datt í hug að skella þessu á Gamla því eg hef gaman að því að lesa þennan kveðskap hans.

Edited by Timoshenko

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.