Sign in to follow this  
Followers 0
skeggi

"Ekki skynsamlegt að virkja núna"

11 posts in this topic

"Ásta Þorleifsdóttir, varaformaður stjórnar OR, segir ekki skynsamlegt að ráðast í Bitruvirkjun í bráð. Fyrst þurfi að finna leiðir til að draga úr mengun frá jarðvarmavirkjunum. Óskar Bergsson, borgarfulltrúi Framsóknar, lýsti því yfir í Útvarpsfréttum í gær að hann vilji að ráðist verði í Bitruvirkjun. Hann vill þó ekki svara því beint hvort nýi meirihlutinn láti verða af því.

Ásta segir að OR hafi næg verkefni. Þá verði að greina á milli þeirra svæða sem eigi að vernda og þeirra sem megi nýta. Bíða skuli með framkvæmdir þar til fundin hafi verið lausn á þeim vandamálum sem fylgja jarðvarmavirkjunum.

Það er að segja finna út með hvaða hætti skal ganga frá affalls vatninu því þegar jarðhitavatnið kemur upp er það gríðarlega mengað, þó það sé af náttúrunnar völdum, og getur valdið miklum skaða í vötnum og lækjum. Nú sé spurningin hvað sé hægt að gera við vatnið, og hversu langt þurfi að dæla því niður aftur svo það skaði ekki náttúruna. Einnig fylgir loftmengun jarðvarmavirkjunum vegna brennisteinsvetnis.

Ásta segir stjórn Orkuveituna hafa samþykkt í vor að setja umtalsverða fjármuni í tilraunaverksmiðju til að finna lausn á mengun vegna brennisteinsvetnis. Brýnt sé að ljúka þeim rannsóknum.

F-listinn hefur verið andvígur Bitruvirkjun. Ólafur F. Magnússon, fráfarandi borgarstjóri, lýsti því yfir í lok júlí að Bitruvirkjun hefði verið slegin af til framtíðar. Í maí þegar ljóst var að Skipulagsstofnun legðist gegn Bitruvirkjun sagði Ásta í Útvarpsfréttum að virkjunin væri óásættanleg á grundvelli umhverfissjónarmiða og því komi hún ekki til framkvæmda. En núna segir Ásta að hugsanlega verði einhvern tímann að virkja við Bitru. Þá þurfti tæknin að vera með þeim hætti að hún valdi ekki skaða og sá tími geti komið að virkjunin verði nauðsynleg."

Af ruv.is

Sem sagt:

1) Orkuveitan hefur næg verkefni, eru t.d. enn með í athugun Hverahlíðarvirkjun best ég veit

2) Mengunarmál háhitavirkjana þarf að rannsaka og finna viðunandi lausnir á

2) Orkuveitan er í þannig fjárhagsstöðu núna og lánskjör erlendis slæm, að þeir geta hvort eð er ekki bætt við tug-milljarða framkvæmd

3) Hvergerðingar vilja ekki Bitruvirkjun í hálsmálið á sér

4) Skipulagsstofnun tali Bitruvirkjun ekki ásættanlega

5) Nokkur þúsund athugasemdir bárust stofnuninni í matsferli

Þannig að yfirlýsingar Óskars um að nú verði farið af stað í Bitru eru pólitísk vindhögg til að skora stig hjá þeim sem óttast samdráttinn og til að færa sig frá vinstra-"Saving Iceland"-VG lopapeysuliðinu sem er á móti því að bjarga landinu frá yfirvofandi svelti og heimskreppu.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Af hverju vindhögg?

Share this post


Link to post
Share on other sites
Hversu lengi er Henglinum ætlað að standa undir þessari orkufrekju (ágengri orkuvinnslu) í þágu stóriðju ?

Að hvaða leyti er hitaveita fyrir höfuðborgarsvæðið inni í myndinni ?

Share this post


Link to post
Share on other sites
Lítil og nett "græn" virkjun":

bild2_liten.jpg

Tekið af www.hengill.nu

Við komumst aldrei hjá því að fá svona svæði þar sem virkjunin er staðsett.

Mér finnst svona svæði vel ásættanlegt ef röskun á umhverfi annars staðar á svæðinu væri lágmörkuð.

Þegar virkjanir við Kröflu, Svartsengi og á Nesjavöllum voru reistar heyrðist nánast ekkert um mengunarvandamál vegna jarðvarmavirkjana. Menn töldu þá jarðvarmavirkjanir áhugaverðar vegna minni umhverfisáhrifa en vatnsaflsvirkjanir með sínum miðlunarlónum.

Svolítil hveralykt var ekki talin mengun. Þetta hefur breyst mjög mikið.

Ég vil taka undir þá skoðun sem kemur fram frá Ástu í upphafsinnleggi að mjög mikilvægt sé að lögð sé mikil áhersla á að koma í veg fyrir að brennisteinsvetni fari út í andrúmsloftið í þeim mæli sem virðist vera raunin á Hellisheiði.

Einhvern vegin trúi ég ekki að það sé flókið mál að leysa þetta en það kostar auðvitað talsverða fjármuni.

M.a. þess vegna er mikilvægt að þetta sé gert strax þ.a. sá kostnaður liggi fyrir áður en menn setja raforkuna á útsölu.

Væri ekki Bitruvirkjun ásættanleg ef reglurnar væru að engar pípur sæust ofanjarðar og landinu skilað í ásættanlegu ástandi og útblástur yrði ekki mikið meiri en hann var á svæðinu áður en virkjun hófst.

Síðan geta menn valið blett fyrir svona netta "græna" virkjun.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Lítil og nett "græn" virkjun":

bild2_liten.jpg

Tekið af www.hengill.nu

Þetta er eldgömul mynd, allvegana 1,5 árs gömul ef ekki eldri. Miklu fleiri byggingar og pípur þarna núna :)

Annars er samt frekar ósanngjarnt að melda inn myndir á byggingarstiginu, en þetta á samt alltaf eftir að vera hræðilegt lýti á náttúrunni þarna. Sorglegt því þetta var helvíti fallegt svæði.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Þetta er eldgömul mynd, allvegana 1,5 árs gömul ef ekki eldri. Miklu fleiri byggingar og pípur þarna núna :)

Annars er samt frekar ósanngjarnt að melda inn myndir á byggingarstiginu, en þetta á samt alltaf eftir að vera hræðilegt lýti á náttúrunni þarna. Sorglegt því þetta var helvíti fallegt svæði.

Óspillt náttúra er ljót

vel hönnuð mannvirki gefa náttúrunni gildi.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Við komumst aldrei hjá því að fá svona svæði þar sem virkjunin er staðsett.

Mér finnst svona svæði vel ásættanlegt ef röskun á umhverfi annars staðar á svæðinu væri lágmörkuð.

[...]

Væri ekki Bitruvirkjun ásættanleg ef reglurnar væru að engar pípur sæust ofanjarðar og landinu skilað í ásættanlegu ástandi og útblástur yrði ekki mikið meiri en hann var á svæðinu áður en virkjun hófst.

Síðan geta menn valið blett fyrir svona netta "græna" virkjun.

Það er nefnilega málið. Ég og eflaust fleiri sem erum mótfallin Bitruvirkjun erum alls ekki alfarið á móti háhitavirkjunum! Þetta er mjög spennandi valkostur. Nú þegar er OR að styrkja rannsóknir á þvi hvernig draga megi úr menguninni. Sjón- og hljóðmengun er svo annað mál, og ólíkklegt að hægt sé að fela virkjanirnar neðanjarðar.

Annað mál er svo að þessar virkjanir skila mögulega ekki fullum afköstum nema í nokkra áratugi, eins og Fjalldrapi benti á með krækju.

Þess vegna er algjör óþarfi og mesta firra að ana útí að gjörnýta allt Hengilssvæðið með 4-5 virkjunum og eyðileggja í leiðinni sérstakt og vinsælt útivistarsvæði.

Orkufrekjur og "framfarasinnar", þ.m.t. Óskar Bergsson, hafa ekki komið með nein rök fyrir því að hundsa skuli álit Skipulagsstofunnnar. Bitruvirkjun er ekkert á leiðinni "aftur inná kortið" á þessu kjörtímabili að minnsta kosti. Óskar getur svo gasprað um þetta að vild, eflaust fær hann atkvæði einhverra fyrir vikið, ekki kýs ég hann.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Hér skrifar blaðamaður, sem nú er oft fenginn í ljósvakamiðla sem álitsgjafi, um andstæð sjónarmið í þessu.

Á Hellisheiði er ekkert verið að nýta heita vatnið til hitaveitu fyrir Reykvíkinga. Til þess þyrfti líka að dæla upp köldu grunnvatni til að hita upp, því háhitavatn er ekki hægt að nota beint í hitaveitu eins og lághitavatnið í Laugarnesi.

Þetta orð "affallsvatn" er villandi. Megnið af því sem kemur upp úr háhitaholunni er heitt rennandi vatn. Það er aðeins gufan sem nýtist til rafmagnsframleiðslu. Sem sagt mjög lítill hluti.

Það er hægt að sjá í hendi sér að jarðhitavirkjanir fyrir stóriðju, sem þarf gífurlegt rafmagn í stórum stökkum, byggir á blóðmjólkun jarðhitageymanna og sóun.

Og skammtímagræðgi eins og fyrri daginn.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Óspillt náttúra er ljót

vel hönnuð mannvirki gefa náttúrunni gildi.

.. flokkast þetta ekki undir tilfinningarök?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Hér er frétt um að Hitaveita Siglufjarðar anni ekki eftirspurn eftir heitu vatni.

Hvenær skyldi koma að því að Orkuveita Reykjavíkur anni ekki eftirspurn íbúa á höfuðborgarsvæðinu ?

Share this post


Link to post
Share on other sites
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.