Sign in to follow this  
Followers 0
Timoshenko

Marsibil segir sig úr Framsóknarflokknum

47 posts in this topic

Jæja, hún hefur sagt sig úr flokknum.

Sjaldgæft orðið að sjá heiðarlega stjórnmálamenn, ætli þetta hafi ekki verið síðasti heiðarlegi framsóknarmaðurinn?

18.8.2008

Yfirlýsing

Öllum ætti að vera ljós sú atburðarrás síðustu daga, sem leiddi til þess að sjálfstæðisflokkur og framsóknarflokkur í Reykjavík tilkynna myndun nýs meirihluta - þess fjórða á kjörtímabilinu.

Afstaða mín til þess meirihluta ætti einnig að vera ljós. Ég mun ekki taka þátt í starfi hans og í ljósi þess er augljóst að pólitísk staða mín er gjörbreytt. Ég er í raun munaðarlaus í mínum eigin flokki og óbreytt framhald er ekki gott fyrir neinn - hvorki fyrir mig né framsóknarflokkinn.

Ég hef því tekið þá óumflýjanlegu ákvörðun að kveðja framsóknarflokkinn. Ég mun hins vegar starfa áfram að borgarmálum sem óháð og mun sem slík starfa með minnihlutanum í borgarstjórn. Það var ekki á dagskrá hjá mér í síðustu viku að hætta í framsóknarflokknum né að hætta í pólitík. Mínar pólitísku áherslur hafa ekkert breyst en aðstæður hafa hins vegar breyst þannig að mína pólitík get ég ekki lengur rekið í framsóknarflokknum.

Ég hef þegar tilkynnt Óskari Bergssyni og skrifstofu framsóknarflokksins þessa ákvörðun mína.

Ákvörðunin er ekki auðveld þar sem ég á marga góða félaga í framsóknarflokknum - enda er þar eins og í öllum flokkum margt frábært fólk. Ég er þakklát öllum þeim sem hafa unnið með mér þar og óska þeim velfarnaðar.

Ég legg áherslu á að þessi ákvörðun er ekki tekin með það að markmiði að skaða framsóknarflokkinn, heldur er ég tilneydd í þetta skref í þeirri stöðu sem komin er upp. Ég mun áfram eins og hingað til, styðja góð mál, hvaðan sem þau koma - en sem betur fer er samstaða í borgarpólitíkinni um flest mál og ég vona að við sem vinnum að borgarmálum Reykvíkinga berum nú gæfu til að setja þau í forgang. Ég ítreka að ég mun ekki stunda tækifærismennsku og fella meirihlutann komi til þess að Óskar Bergsson forfallist tímabundið. Slík tækifærismennska þjónar ekki hagsmunum borgarbúa.

Ég vona að Óskari Bergssyni, framsóknarflokknum og nýjum meirihluta í Reykjavík gangi vel að vinna saman að mikilvægum málefnum borgarinnar. Það er einnig einlæg von mín að þessi meirihlutamyndun og því sem henni fylgir séu síðustu stórpólitísku tíðindin í Reykjavík þetta kjörtímabilið.

Reykjavík, 18. ágúst 2008

Marsibil Sæmundardóttir

http://marsibil.blog.is/blog/marsibil/entry/618230/

Share this post


Link to post
Share on other sites

Hvað verður um fylgi Framsóknarmanna þegar síðasti bærinn í dalnum fer í eyði?

Það er orðið spennandi að fylgjast með Marsibil.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Framsókn verður varla til,

vonarneistinn löngu dáinn.

Um miðjan næsta mars í byl

mun hann fjúka út í bláinn.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Hún á ekki breik í prófkjöri samfylkingarinnar.

En gott hjá henni að hætta í framsókn.

Hún var að ausa vatni í sökkvandi skip þar sem allir hinir voru að ausa úr.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Framsókn verður varla til,

vonarneistinn löngu dáinn.

Um miðjan næsta mars í byl

mun hann fjúka út í bláinn.

Brilljant!! :)

Share this post


Link to post
Share on other sites
Framsókn verður varla til,

vonarneistinn löngu dáinn.

Um miðjan næsta mars í byl

mun hann fjúka út í bláinn.

Snilld! :lol:

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ég ber virðingu fyrir Marsibil. Hún á enn eftir að sýna hvað í henni býr og hefur þó sýnt það áður svo um munar í öðrum störfum.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Voðalegur yfirgangur var í Svanhildi Hólm í Ísland í dag í kvöld.

Hún greip svo mikið fram í fyrir Marsibil að sú síðarnefnda fékk lengst af varla frið til að klára eina einustu setningu. Þrátt fyrir það komst Marsibil ágætlega frá viðtalinu.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Það var óttalegur fautagangur í henni meðan á viðtalinu stóð.

Svipað gjamm og fum og var hjá Helga Seljan í viðtali við Ólaf borgarst.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Voðalegur yfirgangur var í Svanhildi Hólm í Ísland í dag í kvöld.

Hún greip svo mikið fram í fyrir Marsibil að sú síðarnefnda fékk lengst af varla frið til að klára eina einustu setningu. Þrátt fyrir það komst Marsibil ágætlega frá viðtalinu.

Svanhildur er líka sjálfstæðiskona í gegn.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Voðalegur yfirgangur var í Svanhildi Hólm í Ísland í dag í kvöld.

Hún greip svo mikið fram í fyrir Marsibil að sú síðarnefnda fékk lengst af varla frið til að klára eina einustu setningu. Þrátt fyrir það komst Marsibil ágætlega frá viðtalinu.

Horfðir þú á þetta viðtal yfirleytt? Þetta var skelfilegt. Hvað finnst þér t.d. um ástæðurnar sem hún gaf upp af hverju hún hefði tekið þessa ákvörðun?

Share this post


Link to post
Share on other sites
Horfðir þú á þetta viðtal yfirleytt? Þetta var skelfilegt. Hvað finnst þér t.d. um ástæðurnar sem hún gaf upp af hverju hún hefði tekið þessa ákvörðun?

Hún er ekki leader hún Marsibil. En það hvaða ungi frambjóðandi er leader? Dagur er ungur, en hann er líka læknir. Við treystum læknum fyrir lífi okkar.

Hún Marsibil er kannski leader í samanburði við Gísla.

Gísli Marteinn segir að borgarstjórnarflokkur sjálfstæðisflokksins styðji hann i þessu skotlands kjaftæði. Umm já, ef þessi borgarstjórnarflokkur mundi styðja burðarvegg þá mundi hann hrynja strax.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Horfðir þú á þetta viðtal yfirleytt? Þetta var skelfilegt. Hvað finnst þér t.d. um ástæðurnar sem hún gaf upp af hverju hún hefði tekið þessa ákvörðun?

Mér fannst þær eiga fullan rétt á sér. Hún neitaði að taka þátt í þessum sirkus. Alveg frá því að meirihlutinn með Ólafi F var myndaður vissi hún að hann yrði ekki langlífur. Hún var þátttakandi í samkomulagi við hina minnihlutaflokkana og vildi ekki svíkja það eins og Óskar.

Flestir telja að meirihlutinn með Ólafi F hafi aðeins verið myndaður til bráðabirgða til að sæta seinna lagi. Ég virði Marsibil fyrir að neita að styðja slík vinnubrögð.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Mér finnst nú þessi marsbúi vera að vanrækja hlutverk sitt. Hún var kosinn í borgarstjórn á sínum tíma til þess að sinna þeim málefnum sem flokkurinn stóð fyrir... Og nú þegar henn gefst kostur á að vinna að þeim málefnum sem hún var kosin út á þá vill hún ekki styðja.

Borgarfulltrúum BER að mynda starfhæfa borgarstjórn... Marsibil (?) er augljóslega með eitthvað allt annað í huga.

Svo er nú sérkennilegt að "mótmæla" einhverjum vinnubrögðum með því að auka hættuna á 5. stjórnarskiptunum!!!!!!!!

Ég held að hún ætti nú að hugsa sinn gang aðeins og spá í hvað hún er eiginlega að gera í bæjarmálunum.... Svona sólóistar er EKKI að hjálpa til. Og þó svo að margir vona eflaust að allt klikki sem klikkað getur þá er þetta orðið ágætt og RVK hefur ekki efni á meira rugli.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Mér finnst nú þessi marsbúi vera að vanrækja hlutverk sitt. Hún var kosinn í borgarstjórn á sínum tíma til þess að sinna þeim málefnum sem flokkurinn stóð fyrir... Og nú þegar henn gefst kostur á að vinna að þeim málefnum sem hún var kosin út á þá vill hún ekki styðja.

Borgarfulltrúum BER að mynda starfhæfa borgarstjórn... Marsibil (?) er augljóslega með eitthvað allt annað í huga.

Svo er nú sérkennilegt að "mótmæla" einhverjum vinnubrögðum með því að auka hættuna á 5. stjórnarskiptunum!!!!!!!!

Ég held að hún ætti nú að hugsa sinn gang aðeins og spá í hvað hún er eiginlega að gera í bæjarmálunum.... Svona sólóistar er EKKI að hjálpa til. Og þó svo að margir vona eflaust að allt klikki sem klikkað getur þá er þetta orðið ágætt og RVK hefur ekki efni á meira rugli.

marsbúi, gastu ekki gert neitt betra en þetta ?

Ef hún hefur ekki trú á að þetta sé starfhæf borgarstjórn, eins og kom fram í máli hennar, þá ber henni að hafna henni og leita annara leiða

Share this post


Link to post
Share on other sites
marsbúi, gastu ekki gert neitt betra en þetta ?

Ef hún hefur ekki trú á að þetta sé starfhæf borgarstjórn, eins og kom fram í máli hennar, þá ber henni að hafna henni og leita annara leiða

Er það?

Þeim ber skylda til að mynda starfshæfa stjórn og þá er algert lágmark að láta á það reyna.

Marsbúi á ágætlega við, hún er amk ekki með neina jarðtengingu við raunveruleikann.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Er það?

Þeim ber skylda til að mynda starfshæfa stjórn og þá er algert lágmark að láta á það reyna.

Marsbúi á ágætlega við, hún er amk ekki með neina jarðtengingu við raunveruleikann.

Jájá bara láta á það reyna, alveg sama hvaða bull það er og alveg sama hvernig staðið er að því, bara ekki láta það bregðast að elta foringjann.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Voðalegur yfirgangur var í Svanhildi Hólm í Ísland í dag í kvöld.

Hún greip svo mikið fram í fyrir Marsibil að sú síðarnefnda fékk lengst af varla frið til að klára eina einustu setningu. Þrátt fyrir það komst Marsibil ágætlega frá viðtalinu.

Svanhildur fékk afar slæma útreið nýlega hjá dómenfd sem gerði úttekt á spyrlum í sjónvarpi. Þetta hefur greinilega fengið á hana því hún er byrjuð að æsa sig upp af engu tilefni við viðmælendur, grípa fram í fyrir þeim og leggja fyrir þær langar og torskildar spurningar. Svanhildur bætir ekki ímynd sína sem spyrils með þessu heldur á hún á hættu að síga ennþá neðar á skalanum. Hvassyrti frekjustíllinn fer henni einfaldlega ekki, hún var ágæt eins og hún var - bauð af sér heimilislegan þokka eins og þriflega húsmóðir í vesturbænum. Marsibil stóð sig hinsvegar mjög vel, heilindin geisluðu af þessari fríðu og föngulegu Framsóknarsnót. Veri hún velkomin í Samfylkinguna :inlove:

Share this post


Link to post
Share on other sites
Er það?

Þeim ber skylda til að mynda starfshæfa stjórn og þá er algert lágmark að láta á það reyna.

Marsbúi á ágætlega við, hún er amk ekki með neina jarðtengingu við raunveruleikann.

Það hefði verið hægt að mynda stjórn með Tjarnarkvartettinum og FF. Marsibil hefði stutt slíka stjórn. Eðlilegast hefði verið að Sjálfstæðisflokkurinn færi frá eftir allar hrakfarirnar. Með því að styðja ósköpin hefði Marsibil orðið meðábyrg.

Stjórnmálamenn eiga fyrst og fremst að fylgja samviskiu sinni.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Jájá bara láta á það reyna, alveg sama hvaða bull það er og alveg sama hvernig staðið er að því, bara ekki láta það bregðast að elta foringjann.

er ekki kominn tími til að átta sig á að þetta er eini vitræni möguleikinn ?. Og já hún er VARAMAÐUR, auðvitað á hún að styðja sinn mann.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.