Sign in to follow this  
Followers 0
Fjalldrapi

Hræsnari, HRÆSNARI !

38 posts in this topic

Andri hefur líka skrifað um hvernig orðið LYGI getur verið notað skemmtilega.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Mér fannst grein Andra ágæt svosum en einmitt eins og DrCronex bendir á, þá fer Andri í sama farveg og Mogginn gerir, er með óþarfa skítkast og útúrsnúninga. Og tölfræðiútreikningarnir hjá honum eru eins og stundum áður, hafa akkúrat ekkert með málið að gera, bara verið að fabríkera rök til að hanga í.

Rökin hans í bókinni um hræddu þjóðina, kjaftæðið sem gripið var til til að sverta álframleiðslu vegna hergagnaframleiðslu, eru alltaf að koma upp aftur og aftur, nú síðast í sumar í máli Miriam Rose í fréttatíma. Þannig að þegar menn eru að tína hvaða kjaftæði til sem rök þá á það til að lifa ótrúlega lengi. Svona jafn lengi og t.d. að Saving Iceland fólkið séu auðnuleysingjar eða atvinnumótmælendur.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Mér fannst grein Andra ágæt svosum en einmitt eins og DrCronex bendir á, þá fer Andri í sama farveg og Mogginn gerir, er með óþarfa skítkast og útúrsnúninga. Og tölfræðiútreikningarnir hjá honum eru eins og stundum áður, hafa akkúrat ekkert með málið að gera, bara verið að fabríkera rök til að hanga í.

Rökin hans í bókinni um hræddu þjóðina, kjaftæðið sem gripið var til til að sverta álframleiðslu vegna hergagnaframleiðslu, eru alltaf að koma upp aftur og aftur, nú síðast í sumar í máli Miriam Rose í fréttatíma. Þannig að þegar menn eru að tína hvaða kjaftæði til sem rök þá á það til að lifa ótrúlega lengi. Svona jafn lengi og t.d. að Saving Iceland fólkið séu auðnuleysingjar eða atvinnumótmælendur.

Ég sé ekkert merkilegt við þessa bók Andra Snæs, skemmtilega skrifaður áróður með krónísku fixi á fyrirframákveðnum forsendum. fullt af svona bulli á ensku og ég geri sama við hana og hinar; legg þær frá mér og fer að lesa eitthvað af meira viti. :rolleyes:

Share this post


Link to post
Share on other sites
Skemmtilegt að fullyrða svona að við þetta eyðileggjist einhver laxastofn. Hvenær hefur þetta komið fram?

Leitið og þér munuð finna.

Og líka ýmislegt um Selvogsbanka þarna útfrá ósum.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Leitið og þér munuð finna.

Og líka ýmislegt um Selvogsbanka þarna útfrá ósum.

Hér er sú grein:

Visfræðingur óttast að laxastofninn í Þjórsá hrynji verði af Urriðafossvirkjun. Hún segir laxastofninn einn þann stærsta og sérstæðasta í landinu og ekki sé útlit fyrir að Landsvirkjun geti með nokkru móti komið í veg fyrir það, þrátt fyrir yfirlýstar mótvægisaðgerðir.

Urriðafossvirkjun er á aðalskipulagi Flóahrepps sem enn er ekki tilbúið. Skipulagið verður sent til Skipulagsstofnunar á næstu dögum. Fjallað hefur verið um þau áhrif sem fyrirhuguð virkjun í Þjórsá hefði í för með sér á lífríki árinnar, þar á meðal hinn sérstæða laxastofn. Ragnhildur Sigurðardóttir vistfræðingur hefur unnið að umhverfismati fyrir ýmis umhverfissamtök og kannað stöðu laxastofnsins í Þjórsá.

Ragnhildur segir landsvirkjun hafa greint frá því að komið verði fyrir svokölluðum seiðaveitum í ánni til að laxaseiðin komist í gegn þrátt fyrir virkjun. Sú tilraun bjargi ekki miklu.

Hvernig fór þetta í Elliðaánum? Þar var virkjað fyrir hvað? 70 árum. Getum við borið þetta saman? Já utan við að rennslið er svoldið ólíkt :rolleyes:

En eru ekki einhver ráð sem laga laxasundið? Þeir eru ekki alvitlausir þessir laxar.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Leitið og þér munuð finna.

Takk fyrir þetta.

Rek strax augun í það að orð Andra "Núna á að eyðileggja langstærsta laxastofn Íslands með stíflum í Þjórsá. " passa ekki alveg við þessar greinar, þar sem sagt er að það geti verið að slíkt gerist. Sem það sem er (ágiskun) 50/50 séns á að gerist er í orðum Andra 100% vissa.

Og eru menn hissa á því að orð aðila séu tekin með varnöglum og varúð? Orð andstæðinga og stuðningsmanna virkjanna og stóriðju?

En vissulega eru þarna varnaðarorð sem ber að fylgja eftir, Fjalldrapi. Takk kærlega fyrir þessar vísanir.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Menn sem hafa ekki sterkari rök en þetta, sem er auðvitað algjör rökleysa, hljóta að hafa rangt fyrir sér.

Ég er ekkert á móti álverum. Það er bara komið allt of mikið af þeim á Íslandi. Einu rökin fyrir fleiri álverum er framlenging á þenslunni. Það er hins vegar orðið brýnt fyrir Ísland að komast út úr þensluástandinu. Því lengur sem það dregst þeim mun dýpri verður kreppan.

Þessi ritstjórnargrein Moggans er dæmigerð fyrir umræðuna. Annað hvort ertu með álverum og þá á að byggja sem allra flest álver. Eða þú ert á móti álverum og þá eru öll álver, gömul sem ný, af hinu vonda.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Menn sem hafa ekki sterkari rök en þetta, sem er auðvitað algjör rökleysa, hljóta að hafa rangt fyrir sér.

Ég er ekkert á móti álverum. Það er bara komið allt of mikið af þeim á Íslandi. Einu rökin fyrir fleiri álverum er framlenging á þenslunni. Það er hins vegar orðið brýnt fyrir Ísland að komast út úr þensluástandinu. Því lengur sem það dregst þeim mun dýpri verður kreppan.

Þessi ritstjórnargrein Moggans er dæmigerð fyrir umræðuna. Annað hvort ertu með álverum og þá á að byggja sem allra flest álver. Eða þú ert á móti álverum og þá eru öll álver, gömul sem ný, af hinu vonda.

Hvað er of mikið af álverum? Mælirðu það í tonnum, fjölda álvera eða hvað? Hvar dregurðu mörkin? Niðurgreiðslu á erlendum skuldum?

Maður bara spyr: Eru álver þennslan eða lausnin á þenslunni?

(MBL linkur að ofan)

HVORT sem Íslendingum líkar það betur eða verr fer framleiðsla og útflutningur á áli vaxandi hér á landi ár frá ári. Nú er svo komið að þrjú álver eru í fullri notkun hér á landi, í Straumsvík, á Grundartanga og á Reyðarfirði. Ætla má að samanlögð framleiðsla þeirra á þessu ári muni nema um 770.000 tonnum.

Til samanburðar var heildarútflutningur síðasta árs tæp 450.000 tonn, og jókst um 48% frá árinu 2006, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Árið 2007 námu tekjur vegna álútflutnings 80,3 milljörðum króna, samanborið við 127,6 milljarða tekjur af sjávarafurðum. Eins og kunnugt er fer framleiðsla sjávarafurða minnkandi og var hún í fyrra aðeins þrír fjórðu af því sem var árið 2004.

Miðað við verðþróun á áli og 70% aukningu í framleiðslu er ráðgert að tekjur vegna álútflutnings verði nær 165 milljarðar króna á þessu ári. Áætlaðar tekjur af sjávarafurðum á árinu eru rúmir 130 milljarðar króna.

<h3 class="millifyrirs">Skiptir um sæti við sjávarútveginn</h3>Þar með hefur álið tekið við sem helsta útflutningsvara Íslendinga. Hlutfall áls af útflutningstekjum Íslands hefur vaxið úr því að vera um 19% árið 2002 í nær 45% á þessu ári, ef miðað er við skýrslu fjármálaráðuneytisins um þjóðarbúskapinn frá 15. apríl síðastliðnum. Á sama tíma hefur hlutur sjávarútvegs dregist saman úr 63% í 35%. Samanlagt eru þó fjórar af hverjum fimm krónum komnar frá þessum tveimur vörum, svo í útflutningskörfu Íslendinga eru að afar stórum hluta fiskur og ál. Hin gríðarlega framleiðsluaukning sem vænta má á þessu ári kemur annars vegar í kjölfar stækkunar álvers Norðuráls á Grundartanga, sem lauk seint á síðasta ári. Við það jókst framleiðslugetan úr 220.000 tonnum á ári í 260.000. Hins vegar var álver Alcoa á Reyðarfirði tekið í fulla notkun á þessu ári, en framleiðslugeta þess er 346.000 tonn. Í Straumsvík eru framleidd rúm 180.000 tonn.

Í apríl síðastliðnum voru öll ker álversins á Reyðarfirði tekin í notkun, enda jókst útflutningur í þeim mánuði um 51% milli ára. Séu bornir saman fyrstu fjórir mánuðir ársins er aukningin 35% milli ára.

„Vöxturinn hefur stöðugt verið að aukast," segir Ólafur Klemensson, hagfræðingur hjá Seðlabanka Íslands. „Framleiðslutölurnar gefa til kynna töluverða aukningu á fyrstu fjórum mánuðum ársins. Þær eru þó nokkuð hærri en útflutningstölurnar, en þessi mismunur liggur meðal annars í því hvenær flutningsskipin fara úr landi. Þegar aukningin er svona hröð er alltaf nokkur töf á milli talnanna."

Ólafur segir álframleiðsluna svo gott sem flutta út eftir hendinni, enda framleiðslan mikil og birgðahald dýrt og óhagkvæmt.

Á heimasíðu álvers Alcan í Straumsvík kemur fram að ál þaðan sé flutt út einu sinni í viku, um 4.000 tonn í senn.

<h3 class="millifyrirs">Dregur úr vöruskiptahalla</h3>Í undangengnum óróa á fjármálamörkuðum hefur myndast þrýstingur á alla helstu þátttakendur, einstaklinga, fyrirtæki, stofnanir og þjóðarbúin sjálf um að líta í eigin barm og taka til í rekstri sínum og fjármálum. Ýmsar íslenskar hagstærðir hafa vakið undrun og neikvæð viðbrögð undir alþjóðlegri smásjá, ekki síst vöru- og viðskiptahallinn. Ljóst er að álútflutningur, sem skilaði 26% af virði heildarútflutnings á síðasta ári, var þá þegar afar þýðingarmikill fyrir vöruskiptajöfnuðinn. Í ár má ennfremur vænta samdráttar í innflutningi, bæði einkaneyslu og fjárfestingarvöru. Hvort tveggja stuðlar þetta að minni vöruskipta- og þar af leiðandi viðskiptahalla.

Sú varð einmitt raunin í nýliðnum aprílmánuði þegar hallinn helmingaðist úr 14 milljörðum í 7,3. Bráðabirgðatölur Hagstofunnar fyrir maí gefa til kynna 0,6 milljarða króna halla miðað við 9,5 milljarða í maí í fyrra. Í fyrrnefndri spá fjármálaráðuneytisins er síðan gert ráð fyrir að viðskiptahallinn, sem í fyrra var um 15,5% af vergri landsframleiðslu, verði í ár um 13,2% af landsframleiðslu.

Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu má ætla að ef ekki væri vegna þessara framkvæmda myndi viðskiptahalli ársins 2010 nema 52 milljörðum, eða 8,4% af vergri landsframleiðslu, en ráðgert er að hann verði 6,7% m.a. vegna aukins álútflutnings.

<h3 class="millifyrirs">Álver ekki markmið í sjálfu sér</h3>Viðskiptahallann má að miklu leyti rekja til mikilla innfluttra fjárfestinga sem eru nú að skila sér í auknum útflutningi. Ólafur bendir á að þannig séu að skapast miklu betri forsendur til að halda vöruskiptum í jafnvægi heldur en áður. „Álið er ákveðin kjölfesta í útflutningi landsins, sem breytist lítið frá ári til árs þegar framleiðslan er komin á fullt," segir Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls, og bendir á gildi iðnaðarins fyrir atvinnulífið. „Iðnaður er orðinn ein af meginstoðum í útflutningi, ásamt sjávarútvegi og þjónustu, þar með talið fjármálaþjónustu."

Deilurnar sem hafa spunnist um álvæðingu íslensks iðnaðar og atvinnulífs hafa látið fáa ósnortna. Tölurnar tala þó sínu máli og möguleikinn á útflutningi orku hefur umtalsvert gildi fyrir þjóðarbúið, eins og Ólafur Klemensson bendir á.

„Auðvitað er ekki markmið í sjálfu sér að halda hér úti reykspúandi álverum. En notkun rafgreiningar til að framleiða ál úr súráli er enn sem komið er eina leiðin til að flytja út orkuna sem er hér á landi, að minnsta kosti þar til lagður hefur verið sæstrengur til meginlandsins."

Í hnotskurn

» Áætlaðar tekjur af álútflutningi á þessu ári eru um 165 milljarðar króna. Tekjur af sjávarafurðum má ætla að verði um 130 milljarðar.

» Álið hefur vaxið úr því að hafa 19% hlutdeild í útflutningstekjum Íslands árið 2002 í 45% á þessu ári. Hlutfall sjávarafurða dróst saman úr 63% árið 2002 í 35% í ár. Samanlagt eru fiskur og ál því 81%.

» Virði álútflutnings Íslendinga mun tvöfaldast á þessu ári frá því í fyrra vegna verðhækkana og 70% framleiðsluaukningar.

» Hátt í 1.300 manns starfa við álframleiðslu í þremur álverum á Íslandi. Auk þess skapast fjöldi afleiddra starfa í iðnaði og þjónustu.

» Allt að 40% starfsmanna iðn- eða háskólamenntaður. Um 85% starfsmanna Norðuráls á Grundartanga eru úr heimabyggð.

» Aðalhráefnið í álframleiðslu er súrál sem er klofið í frumefni sín, ál og súrefni, með rafgreiningu. Súrál er unnið úr báxíti sem er mest fengið úr námum í S-Ameríku.

» Ætla má að framleiðsla aukist um þriðjung næstu fjögur árin, miðað við að álver taki til starfa í Helguvík eftir 2-3 ár. Útflutningstekjur yrðu þá 230-240 milljarðar.

» Aukinn álútflutningur hefur ásamt samdrætti í innflutningi jákvæð áhrif á viðskiptajöfnuðinn. Ætla má að hann minnki úr 15,5% af VLF í 6,7% árið 2010.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Mjög góður pistill hjá Andra Snæ. Ég held samt að þjóðin sé á sama máli en eins og ætíð stjórnmálamenn hlusta ALDREI!

Hvað fékk aftur Íslandshreyfingin marga þingmenn kjörna?

Share this post


Link to post
Share on other sites
Hvað er of mikið af álverum? Mælirðu það í tonnum, fjölda álvera eða hvað? Hvar dregurðu mörkin? Niðurgreiðslu á erlendum skuldum?

Maður bara spyr: Eru álver þennslan eða lausnin á þenslunni?

(MBL linkur að ofan)

HVORT sem Íslendingum líkar það betur eða verr fer framleiðsla og útflutningur á áli vaxandi hér á landi ár frá ári. Nú er svo komið að þrjú álver eru í fullri notkun hér á landi, í Straumsvík, á Grundartanga og á Reyðarfirði. Ætla má að samanlögð framleiðsla þeirra á þessu ári muni nema um 770.000 tonnum.

Til samanburðar var heildarútflutningur síðasta árs tæp 450.000 tonn, og jókst um 48% frá árinu 2006, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Árið 2007 námu tekjur vegna álútflutnings 80,3 milljörðum króna, samanborið við 127,6 milljarða tekjur af sjávarafurðum. Eins og kunnugt er fer framleiðsla sjávarafurða minnkandi og var hún í fyrra aðeins þrír fjórðu af því sem var árið 2004.

Miðað við verðþróun á áli og 70% aukningu í framleiðslu er ráðgert að tekjur vegna álútflutnings verði nær 165 milljarðar króna á þessu ári. Áætlaðar tekjur af sjávarafurðum á árinu eru rúmir 130 milljarðar króna.

<h3 class="millifyrirs">Skiptir um sæti við sjávarútveginn</h3>Þar með hefur álið tekið við sem helsta útflutningsvara Íslendinga. Hlutfall áls af útflutningstekjum Íslands hefur vaxið úr því að vera um 19% árið 2002 í nær 45% á þessu ári, ef miðað er við skýrslu fjármálaráðuneytisins um þjóðarbúskapinn frá 15. apríl síðastliðnum. Á sama tíma hefur hlutur sjávarútvegs dregist saman úr 63% í 35%. Samanlagt eru þó fjórar af hverjum fimm krónum komnar frá þessum tveimur vörum, svo í útflutningskörfu Íslendinga eru að afar stórum hluta fiskur og ál. Hin gríðarlega framleiðsluaukning sem vænta má á þessu ári kemur annars vegar í kjölfar stækkunar álvers Norðuráls á Grundartanga, sem lauk seint á síðasta ári. Við það jókst framleiðslugetan úr 220.000 tonnum á ári í 260.000. Hins vegar var álver Alcoa á Reyðarfirði tekið í fulla notkun á þessu ári, en framleiðslugeta þess er 346.000 tonn. Í Straumsvík eru framleidd rúm 180.000 tonn.

Í apríl síðastliðnum voru öll ker álversins á Reyðarfirði tekin í notkun, enda jókst útflutningur í þeim mánuði um 51% milli ára. Séu bornir saman fyrstu fjórir mánuðir ársins er aukningin 35% milli ára.

„Vöxturinn hefur stöðugt verið að aukast," segir Ólafur Klemensson, hagfræðingur hjá Seðlabanka Íslands. „Framleiðslutölurnar gefa til kynna töluverða aukningu á fyrstu fjórum mánuðum ársins. Þær eru þó nokkuð hærri en útflutningstölurnar, en þessi mismunur liggur meðal annars í því hvenær flutningsskipin fara úr landi. Þegar aukningin er svona hröð er alltaf nokkur töf á milli talnanna."

Ólafur segir álframleiðsluna svo gott sem flutta út eftir hendinni, enda framleiðslan mikil og birgðahald dýrt og óhagkvæmt.

Á heimasíðu álvers Alcan í Straumsvík kemur fram að ál þaðan sé flutt út einu sinni í viku, um 4.000 tonn í senn.

<h3 class="millifyrirs">Dregur úr vöruskiptahalla</h3>Í undangengnum óróa á fjármálamörkuðum hefur myndast þrýstingur á alla helstu þátttakendur, einstaklinga, fyrirtæki, stofnanir og þjóðarbúin sjálf um að líta í eigin barm og taka til í rekstri sínum og fjármálum. Ýmsar íslenskar hagstærðir hafa vakið undrun og neikvæð viðbrögð undir alþjóðlegri smásjá, ekki síst vöru- og viðskiptahallinn. Ljóst er að álútflutningur, sem skilaði 26% af virði heildarútflutnings á síðasta ári, var þá þegar afar þýðingarmikill fyrir vöruskiptajöfnuðinn. Í ár má ennfremur vænta samdráttar í innflutningi, bæði einkaneyslu og fjárfestingarvöru. Hvort tveggja stuðlar þetta að minni vöruskipta- og þar af leiðandi viðskiptahalla.

Sú varð einmitt raunin í nýliðnum aprílmánuði þegar hallinn helmingaðist úr 14 milljörðum í 7,3. Bráðabirgðatölur Hagstofunnar fyrir maí gefa til kynna 0,6 milljarða króna halla miðað við 9,5 milljarða í maí í fyrra. Í fyrrnefndri spá fjármálaráðuneytisins er síðan gert ráð fyrir að viðskiptahallinn, sem í fyrra var um 15,5% af vergri landsframleiðslu, verði í ár um 13,2% af landsframleiðslu.

Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu má ætla að ef ekki væri vegna þessara framkvæmda myndi viðskiptahalli ársins 2010 nema 52 milljörðum, eða 8,4% af vergri landsframleiðslu, en ráðgert er að hann verði 6,7% m.a. vegna aukins álútflutnings.

<h3 class="millifyrirs">Álver ekki markmið í sjálfu sér</h3>Viðskiptahallann má að miklu leyti rekja til mikilla innfluttra fjárfestinga sem eru nú að skila sér í auknum útflutningi. Ólafur bendir á að þannig séu að skapast miklu betri forsendur til að halda vöruskiptum í jafnvægi heldur en áður. „Álið er ákveðin kjölfesta í útflutningi landsins, sem breytist lítið frá ári til árs þegar framleiðslan er komin á fullt," segir Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls, og bendir á gildi iðnaðarins fyrir atvinnulífið. „Iðnaður er orðinn ein af meginstoðum í útflutningi, ásamt sjávarútvegi og þjónustu, þar með talið fjármálaþjónustu."

Deilurnar sem hafa spunnist um álvæðingu íslensks iðnaðar og atvinnulífs hafa látið fáa ósnortna. Tölurnar tala þó sínu máli og möguleikinn á útflutningi orku hefur umtalsvert gildi fyrir þjóðarbúið, eins og Ólafur Klemensson bendir á.

„Auðvitað er ekki markmið í sjálfu sér að halda hér úti reykspúandi álverum. En notkun rafgreiningar til að framleiða ál úr súráli er enn sem komið er eina leiðin til að flytja út orkuna sem er hér á landi, að minnsta kosti þar til lagður hefur verið sæstrengur til meginlandsins."

Í hnotskurn

» Áætlaðar tekjur af álútflutningi á þessu ári eru um 165 milljarðar króna. Tekjur af sjávarafurðum má ætla að verði um 130 milljarðar.

» Álið hefur vaxið úr því að hafa 19% hlutdeild í útflutningstekjum Íslands árið 2002 í 45% á þessu ári. Hlutfall sjávarafurða dróst saman úr 63% árið 2002 í 35% í ár. Samanlagt eru fiskur og ál því 81%.

» Virði álútflutnings Íslendinga mun tvöfaldast á þessu ári frá því í fyrra vegna verðhækkana og 70% framleiðsluaukningar.

» Hátt í 1.300 manns starfa við álframleiðslu í þremur álverum á Íslandi. Auk þess skapast fjöldi afleiddra starfa í iðnaði og þjónustu.

» Allt að 40% starfsmanna iðn- eða háskólamenntaður. Um 85% starfsmanna Norðuráls á Grundartanga eru úr heimabyggð.

» Aðalhráefnið í álframleiðslu er súrál sem er klofið í frumefni sín, ál og súrefni, með rafgreiningu. Súrál er unnið úr báxíti sem er mest fengið úr námum í S-Ameríku.

» Ætla má að framleiðsla aukist um þriðjung næstu fjögur árin, miðað við að álver taki til starfa í Helguvík eftir 2-3 ár. Útflutningstekjur yrðu þá 230-240 milljarðar.

» Aukinn álútflutningur hefur ásamt samdrætti í innflutningi jákvæð áhrif á viðskiptajöfnuðinn. Ætla má að hann minnki úr 15,5% af VLF í 6,7% árið 2010.

Það skiptir minnstu máli hvar mörkin eru úr því að við erum augljóslega komin langt fram úr þeim. Álframleiðslan á Íslandi er komin langt fram úr því sem skynsamlegt getur talist. Að ál skuli vera orðið 45% af öllum útflutningi frá Íslandi er fráleitt. Útflutningstekjur álvera skipta okkur þó takmörkuðu máli vegna þess að allur hagnaðurinn fer úr landi. Það eina sem verður eftir í landinu eru laun, greiðslur fyrir aðkeypta þjónustu og opinber gjöld sem álverin eru þó með undanþágu frá að miklu leyti. Við seljum einnig rafmagn til álvera fyrir sorglega lágt verð sem almennir neytendur greiða niður með hærri rafmagnsreikningum, náttúruspjöllum og mengun.

Óvíst er hve miklu tekjutapi álversvæðingin veldur í ferðaþjónustu en ljóst er að ímynd Íslands sem ósnortið ferðamannaland fer illa saman við ímynd Íslands sem álbræðsluland. Er ekki Ísland orðinn langstærsti álframleiðandi í heimi á íbúa? Til lengdar ganga þessar ólíku ímyndir ekki upp saman og þess vegna er það bara spurning um tíma hvenær stóriðjuímyndin gengur að ferðamannalandsímyndinni dauðri.

Það er eins með álversvæðinguna og alkohólisma. Það er sjálfvirkni í gangi. Alkohólistar halda neyslunni sjálfvirkt áfram meðan ekki er gripið af festu í taumana. Eins er með álversvæðinguna. Hún heldur sjálfvirkt áfram til að koma í veg fyrir eðlileg samdráttaráhrif. Meðan landinu stjórnar flokkur sem lítur á aðgerðarleysið sem lausn á alvarlegum vandamálum getur þetta ekki endað öðruvísi en að allir firðir verða fullir af álverum. Því lengur sem það dregst að grípa í taumana þeim mun stjórnlausara verður þetta og erfiðara viðfangs.

Það eykur enn frekar á sjálfvirknina að það skuli alfarið vera ákvörðun sveitarfélaga hvort þau vilji álver í sína byggð. Það er auðvitað mjög freistandi að fá slíkt fyrirtæki til sín þegar þannig háttar til að það eru landsmenn allir sem taka skellin með ríkisábyrgð á lánum ef illa fer. Landsvirkjun vill umfram allt halda starfsemi sinni gangandi og freistast því gjarnan til að samþykkja orkuverð sem er alltof lágt.

Ef einhver hugsun og stjórnum væri á bak við þessa þróun væri löngu búið að stoppa hana af þó ekki væri nema vegna þess að menn með viti setja aldrei svona mörg egg í sömu körfuna. Og hvernig getur það gengið upp að Ísland selji orku til álvera á verði sem er aðeins 1/4 af verði til stóriðju í Evrópu skv nýjustu samningum?

Share this post


Link to post
Share on other sites
Hvað fékk aftur Íslandshreyfingin marga þingmenn kjörna?

...ég þykist nú vita að þú vitir svarið, en til að ekkert fari milli mála, þá fékk Íslandshreyfingin engan mann kjörinn.

Share this post


Link to post
Share on other sites
...ég þykist nú vita að þú vitir svarið, en til að ekkert fari milli mála, þá fékk Íslandshreyfingin engan mann kjörinn.
Já, en hefði átt að fá tvo ef ekki væri 5 % reglan.

Vinstri-grænir og Íslandshreyfingin fengu hátt í 20 % til samans. Samfylkingin gerðist græn og boðaði stóriðjustopp og meira að segja fálkinn hjá Sjálfstæðisflokknum varð grænn. Væntanlega til að ganga í augun á kjósendum.

graenifalki.jpg

Share this post


Link to post
Share on other sites
Já, en hefði átt að fá tvo ef ekki væri 5 % reglan.

Vinstri-grænir og Íslandshreyfingin fengu hátt í 20 % til samans. Samfylkingin gerðist græn og boðaði stóriðjustopp og meira að segja fálkinn hjá Sjálfstæðisflokknum varð grænn. Væntanlega til að ganga í augun á kjósendum.

graenifalki.jpg

....ef....

Share this post


Link to post
Share on other sites

Einu sinni var skrifuð önnur grein með þessari sömu yfirskrift : Hvenær er komið nóg ?

Ekki hefur sá hinn sami mjög hátt, 10 árum síðar, um að nóg sé komið.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Ég sé ekkert merkilegt við þessa bók Andra Snæs, skemmtilega skrifaður áróður með krónísku fixi á fyrirframákveðnum forsendum. fullt af svona bulli á ensku og ég geri sama við hana og hinar; legg þær frá mér og fer að lesa eitthvað af meira viti. :rolleyes:

Sammála.

Björk hefur og mun skila Íslandi meir "útflutningstekjum" en öll álverin samanlagt.

Geturðu rökstutt þetta betur?

Share this post


Link to post
Share on other sites
Útflutningstekjur álvera skipta okkur þó takmörkuðu máli vegna þess að allur hagnaðurinn fer úr landi.
Nákvæmlega.

Finnst fólki það nokkuð fáránlegt að smala orku með ágengum hætti af öllu Norðurlandi fyrir eina einustu verksmiðju ?

Share this post


Link to post
Share on other sites
Einu sinni var skrifuð önnur grein með þessari sömu yfirskrift : Hvenær er komið nóg ?

Ekki hefur sá hinn sami mjög hátt, 10 árum síðar, um að nóg sé komið.

Hér skrifar einn, sem er held ég í Sjálfstæðisflokknum, greinina Er ekki komið nóg ?

Hann vill ekki að álfyrirtækið Century eignist Hitaveitu Suðurnesja. Vill að fyrirtækið sé í eigu íbúanna.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.