Sign in to follow this  
Followers 0
Dr. Lecter

Fjarar undan Baugsmiðlum, gjaldþrotahryna framundan

97 posts in this topic

Vísir, 01. sep. 2008 09:04

Nyhedsavisen gjaldþrota: Fjögurra milljarða tap Stoða Invest

Þórdís Sigurðardóttir, forstjóri Stoða Invest Stoðir Invest munu væntanlega þurfa að afskrifa um fjóra milljarða vegna gjaldþrots Nyhedsavisen. Þórdís Sigurðardóttir, forstjóri Stoða Invest, vildi ekki nefna neinar tölur í því sambandi.

„Við erum mjög undrandi á því að þetta hafi farið svona, sérstaklega í ljósi að við töldum verkefnið vera fjárhagslega tryggt eftir síðsutu samninga " segir Þórdís um gjaldþrot Nyhedsavisen sem greint var frá í gærkvöld.

Aðspurð um ástæður gjaldþrotsins segir Þórdís að Morten Lund, sem átti 85% í blaðinu, hafi skuldbundið sig til að koma með nýja fjárfesta inn í reksturinn í júlí en það hafi því miður ekki gengið eftir í því erfiða árferði sem verið hefur í Danmörku og víðar á undanförnum mánuðum.

Stoðir Invest hafa eytt miklum fjármunum í rekstur blaðsins og er fjárhagslegt tjón félagsins samkvæmt útreikningum Vísis ekki undir þeim fjórum milljörðum sem félagið hefur lánað blaðinu í útgáfutíð þess. Þórdís vildi ekki staðfesta töluna.

Heimildir Vísis herma að Stoðir Invest vonist til að fá eitthvað af peningum til baka þar sem það er með veð í öllum eignum Mortens Lund.

http://www.visir.is/article/20080901/VIDSKIPTI06/881457118

Share this post


Link to post
Share on other sites

Einhvernveginn hef ég á tilfinningunni að þú myndir fagna "gjaldaþrotahrinu" alls sem tengist Baugi, svo ég einfaldi umræðuna, dr. Lecter. Þú ættir að setja rekstur Árvakurs undir sama mæliker og skoða tölur þar. Það er bara enginn áhugi á því, miklu meira spennandi að bíta í hæla "vonda auðvaldsins."

Share this post


Link to post
Share on other sites

Er Gunnar Smári Egilsson ennþá með puttana í rekstri 365, eða er hann alfarið farinn til borgarinnar til að leiðbeina þeim þar ?

Share this post


Link to post
Share on other sites
Einhvernveginn hef ég á tilfinningunni að þú myndir fagna "gjaldaþrotahrinu" alls sem tengist Baugi, svo ég einfaldi umræðuna, dr. Lecter. Þú ættir að setja rekstur Árvakurs undir sama mæliker og skoða tölur þar. Það er bara enginn áhugi á því, miklu meira spennandi að bíta í hæla "vonda auðvaldsins."

Moran komdu endilega með þráð um Arvakur, þessi þráður hér er um stjarnfræðilegt tap baugsmiðla. Arðsemi er ekki tilgangur baugsmiðla, samningur um þögn fyrir tugi milljarða væri nær lagi.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Moran komdu endilega með þráð um Arvakur, þessi þráður hér er um stjarnfræðilegt tap baugsmiðla. Arðsemi er ekki tilgangur baugsmiðla, samningur um þögn fyrir tugi milljarða væri nær lagi.

Takk fyrir ábendinguna, ég er hinsvegar ekki viss um "samningur um þögn fyrir tugi milljarða" sé nær lagi.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Takk fyrir ábendinguna, ég er hinsvegar ekki viss um "samningur um þögn fyrir tugi milljarða" sé nær lagi.

Viðskipti | mbl.is | 1.9.2008 | 09:41

Gunnar Smári: Samdráttur á markaði gerði útslagið

„Ég tel að þetta sé að þetta sé vegna samdráttar á efnahagsmarkaði og auglýsingamarkaði," sagði Gunnar Smári Egilsson fyrrum forstjóri Dagsbrún Media sem gaf út danska dagblaðið Nyhedsavisen sem lagt var niður í dag.

Gunnar Smári sagðist ekki hafa komið að rekstri blaðsins síðan á síðasta ári og sagðist eiga bágt með að meta stöðuna á auglýsingamarkaði í Danmörku.

Gunnar Smári sem ráðinn var til að gera heildarúttekt á upplýsingamálum Reykjavíkurborgar sagðist ekki hafa trú á því að danskur fjölmiðlamarkaður hafi verið of fjandsamlegur en taldi fremur að samdráttur í efnahagslífinu hefði gert útslagið í rekstri Nyhedsavisen.

http://www.mbl.is/mm/vidskipti/frettir/200...gerdi_utslagid/

Share this post


Link to post
Share on other sites

Umfjöllun DO um fjölmiðla á landsfundi í október 2005, samhljómur í þankagangi dr. Lecters:

"Öll þjóðin hefur fylgst með hvernig fjölmiðlasamsteypa hefur verið notuð til að þjóna hagsmunum aðaleigenda sinna, sem standa í ströngu á öðrum vettvangi. Slíka notkun auðhrings á fjölmiðlum hef ég hvergi séð í þessum mæli og fylgist þó víða vel með.

Óvægnum árásum og slúðri úr stolnum gögnum hefur verið beint gegn einstaklingum sem auðhringnum hefur verið í nöp við. Árásum hefur einnig verið beint að mér, oftast þó undir rós og með endalausum dylgjum. Ég læt mér það í léttu rúmi liggja. Hver leigupenninn af öðrum heldur því fram að ég sé andvígur tiltekinni samþjöppun umsvifa í viðskiptalífinu af því að mér líki ekki eigendahópurinn. Þegar ég var 30 ára gamall hélt ég ræðu í Valhöll, ræðu sem síðar hefur verið gefin út í ritinu Uppreisn frjálshyggjunnar. Þar fjallaði ég um hringamyndun með þessum hætti: „Alþýðuflokkurinn boðaði í kosningabaráttunni, að herör skyldi skorin upp gegn þeim einokunarhringjum, sem eru að verða til í landinu, meðan sjálfstæðismenn létu kyrrt liggja. Hvers vegna sveigja Alþýðuflokksmenn svo að stefnu, sem öll lögmál segja að sjálfstæðismenn hljóti að berjast fyrir?“ 30 ára gamall segi ég sem sagt á fundi með mörg hundruð sjálfstæðismönnum, þar sem gjörvöll forysta flokksins sat fyrir svörum, að það væri hrein sjálfstæðisstefna, hrein frjálshyggja, að skera upp herör gegn einokunarhringum.

Þegar ég flutti ræðu mína á landsfundi 1991, sem ég vitnaði í áðan sagði ég: „Andstæðingarnir segja: Sterkur Sjálfstæðisflokkur er aðeins fyrir hina sterku. Þeim skjátlast enn. Slíkur flokkur á ekkert erindi með sjálfstæðisstefnuna í farteskinu. Sjálfstæðisflokkurinn verður að vera sterkur flokkur, nógu sterkur til þess að þeir, sem verr kunna að vera settir, finni þar öflugasta skjólið. Nógu sterkur til þess að þurfa aldrei að láta einstaka hópa, öfl eða áhrifaaðila segja sér fyrir verkum.“ Þegar ég svo 43 ára gamall myndaði mína fyrstu ríkisstjórn var í stjórnarsáttmála hennar eindregið stefnt að „löggjöf gegn einokun og hringamyndum“ eins og þar sagði. Það skipti mig sem sagt engu árið 1978, og engu árið 1991, rétt eins og það skiptir mig engu árið 2005 hverjir eru í forsvari fyrir auðhringana sem yfir öllu vilja gína. Ég er andvígur því að heilbrigð samkeppni snúist upp í andhverfu sína, vegna þess að ég trúi því og hef alltaf trúað því að heilbrigð samkeppni sé góð fyrir fólkið í landinu. Ég hrósaði Alþýðuflokknum sáluga 1978 fyrir rétta afstöðu í þessu máli þá. Því er enn dapurlegra að ekki aðeins formaður Samfylkingarinnar, heldur einnig sumir þingmenn hennar, eins og ömurlegt uppistand í þinginu síðastliðinn þriðjudag sýndi, virðast naumast líta lengur á Samfylkinguna sem flokk en fremur sem tiltölulega léttvægt dótturfélag auðhrings. Við sjálfstæðismenn getum því ekki vænst stuðnings úr þessari átt. En það þarf ekki að koma á óvart. Samfylkingin hefur gefist upp á því að hafa nokkra sannfæringu eða stefnu. Í staðinn leggur sá flokkur nú áherslu á svokölluð umræðustjórnmál. Og þegar komið er í innihaldslaus umræðustjórnmál þá eru dylgjurnar á næsta Leiti. Hún Gróa sem þar bjó bað menn þess lengstra orða að bera sig ekki fyrir því sem hún hafði eftir ónefndum ólygnum manni. Nú geta Gróurnar ekki lengur vitnað í ónefndan, því þá halda húsbændurnir að það sé ég.

Við skulum ekki láta þessi ósköp sem nú eru uppi og er ætlað að rugla fólk í ríminu og skelfa lögreglu og dómstóla, hafa nein áhrif á okkar störf hér á landsfundinum. Eftir fáein ár verður þessi ljótasti blettur í sögu íslenskrar fjölmiðlunar kominn í sitt skot í sögunni. Sama má segja um þá árás sem gerð var á þingræðið í landinu og lengi verður í minnum höfð. Sjálfstæðisflokkurinn mun hins vegar áfram berjast fyrir frjálsu samfélagi, þar sem að fölskvalaus samkeppni ríkir, allir eiga jafnan rétt til náms og heilbrigðisþjónustu, þar sem tækifærin eru fjöldans og allir teljast jafnir fyrir lögunum. "

Share this post


Link to post
Share on other sites

það mætti ætla að Gunnar Smári Egilsson eða rimryts hafi átt innleggið hér að ofan, enda báðir með Davíð Oddsson á heilanum. Annars athyglisverðar pælingar hjá Davíð.

Þegar FL-Enron hefur lokið sinni blekkingargöngu í Öskjuhlíðinni "taka 2", þá mun Davíð kannski reynast sannspár?

http://www.mbl.is/mm/folk/frettir/2008/08/...nd_um_fl_group/

Share this post


Link to post
Share on other sites
það mætti ætla að Gunnar Smári Egilsson eða rimryts hafi átt innleggið hér að ofan, enda báðir með Davíð Oddsson á heilanum. Annars athyglisverðar pælingar hjá Davíð.

Þegar FL-Enron hefur lokið sinni blekkingargöngu í Öskjuhlíðinni "taka 2", þá mun Davíð kannski reynast sannspár?

http://www.mbl.is/mm/folk/frettir/2008/08/...nd_um_fl_group/

Nei, það var Moran, allsóviðkomandi GSM og rimryts. Mjög athyglisverð ummæli DO á þessum landsfundi og að sumu leyti hafa þau ræst eða hvað?

Share this post


Link to post
Share on other sites
Þetta hefur Björn Bjarnason um málefni Nyhedsavisen að segja:

http://bjorn.is/dagbok/2008/09/#d01

Það er sagt að hundurinn elski eigandann skilyrðislaust:

http://dv.is/sandkorn/2008/9/1/hlakkar-i-r...a-nyhedsavisen/

Er þetta sæmandi ráðherra að draga menn og fyrirtæki í dilka? Athugaðu í hvaða stöðu hann er gagnvart þessu fólki í ljósi fyrri ummæla, hver rak málið áfram og hvatti.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Baugsmenn standa nú frammi fyrir því vali, hvaða fyrirtæki í samsteypunni skal styrkt með verðinu á Bónusbrauðinu. Rökréttast væri að leyfa Baugstíðindunum að flakka, enda tókst þeim að nýta brauðpeninga almennings til að forðast dóma í sakamálum, og því hafa þeir í raun lokið tilgangi sínum, í bili að minnsta kosti.

Þetta vita pennarnir á ritstjórn DV, og sleikja því óæðri endan eigenda sinna eins og aldrei fyrr með "frétt" um glaðhlakkandi Björn Bjarnason yfir gjaldþroti Nyhedsavisen.

Með því reyna þeir að minna eigandann á að þeir séu rakkar sem vert að halda á lífi, en ekki lóga. Ef Baugsmenn eiga enga rakka, þá hafa þeir engum til að siga. Nema kannski Rimryts og Moran.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Finnst nú menn vera full viðkvæmir fyrir þessum skrifum hans og í raun gera sér og sínum óleik að blanda gjaldþroti AB bókafélagsins í málið.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Baugsmenn standa nú frammi fyrir því vali, hvaða fyrirtæki í samsteypunni skal styrkt með verðinu á Bónusbrauðinu. Rökréttast væri að leyfa Baugstíðindunum að flakka, enda tókst þeim að nýta brauðpeninga almennings til að forðast dóma í sakamálum, og því hafa þeir í raun lokið tilgangi sínum, í bili að minnsta kosti.

Þetta vita pennarnir á ritstjórn DV, og sleikja því óæðri endan eigenda sinna eins og aldrei fyrr með "frétt" um glaðhlakkandi Björn Bjarnason yfir gjaldþroti Nyhedsavisen.

Með því reyna þeir að minna eigandann á að þeir séu rakkar sem vert að halda á lífi, en ekki lóga. Ef Baugsmenn eiga enga rakka, þá hafa þeir engum til að siga. Nema kannski Rimryts og Moran.

Ég er ekki "rakki". Þú hefur líklega komið upp um sjálfan þig, sannar hið gamalkveðna "margur heldur mig sig"

að menn þurfi að vera á mála hjá einhverjum ef menn fylgja ekki "línunni" í skoðunum. Hverra rakki ert þú annars?

Share this post


Link to post
Share on other sites
Baugsmenn standa nú frammi fyrir því vali, hvaða fyrirtæki í samsteypunni skal styrkt með verðinu á Bónusbrauðinu. Rökréttast væri að leyfa Baugstíðindunum að flakka, enda tókst þeim að nýta brauðpeninga almennings til að forðast dóma í sakamálum, og því hafa þeir í raun lokið tilgangi sínum, í bili að minnsta kosti.

Þetta vita pennarnir á ritstjórn DV, og sleikja því óæðri endan eigenda sinna eins og aldrei fyrr með "frétt" um glaðhlakkandi Björn Bjarnason yfir gjaldþroti Nyhedsavisen.

Með því reyna þeir að minna eigandann á að þeir séu rakkar sem vert að halda á lífi, en ekki lóga. Ef Baugsmenn eiga enga rakka, þá hafa þeir engum til að siga. Nema kannski Rimryts og Moran.

Hvaða rakki er hér að tala?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Fleiri snilldar afrek GSE á fjölmiðlasviði:

Frá síðasta sumri:

"Sirkus ævintýrinu er lokið í þeirri mynd sem það hófst. Sirkus blaðið rennur inn í Fréttablaðið. Minn Sirkus verður yfirtekinn af D3 og Sirkus TV felur undir stjórn forstöðumanns Stöðvar 2; Pálma Guðmundssonar."

Fannst alltaf fyndið að maður sem hafði lýst því opinberlega yfir að hann ætti ekki sjónvarp, skyldi hafa verið ráðinn til að leiða sjónvarpsfélag, NFS, Sirkus og hvað þetta allt saman hét nú..

Share this post


Link to post
Share on other sites

Eina frjálsa pressan á landinu sem segir okkur sanleikann um Baug og FL er Youtube.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Nú eru fréttir í Danmörku sem segja að gjaldþrot Nyhedsavisen er mun stærra en fyrr hefur verið skýrt frá.

Share this post


Link to post
Share on other sites

24 stundir 4. september 2008 bls 8

Nyhedsavisen í Danmörku

Tapaði 13 milljörðum króna

Reikningarnir vegna útgáfu Nyhedsavisen

í Danmörku virðast

fara hækkandi og fullyrðir Berlingske

Tidende í gær, að tap á starfsemi

blaðsins þau tvö ár sem það

kom út sé komið í um 800 milljónir

danskra króna, jafnvirði 13,1

milljarðs íslenskra króna.

Af skuldunautum blaðsins mun

tjón prentsmiðjunnar og danska

skattsins vera mest.

Bú útgáfufélags Nyhedsavisen

hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta

og segir Berlingske Tidende

að Peter Krarup, skiptaráðandi,

leiti að eignum í búinu.

Krarup segir við blaðið að tryggingasjóður

launa muni væntanlega

greiða blaðamönnum, blaðberum

og skrifstofufólki þau laun, sem

það á inni, samtals um 30 milljónir

danskra króna.

Berlingske fullyrðir að Baugurog Stoðir Invest

hafi lagt Nyhedsavisen

samtals til 700 milljónir

danskra króna. Þá hafi Morten

Lund lagt blaðinu samtals til 95

milljónir. Bandaríski fjárfestingarsjóðurinn

Draper Fisher Jurvetson

hafi einnig lagt blaðinu til einhverjar

milljónir.

Þá segir Berlingske að ef tap á

rekstri annarra fríblaða, sem stofnuð

voru til höfuðs Nyhedsavisen,

sé reiknað með hafi fríblaðastríðið

kostað um 1,5 milljarða danskra

króna, jafnvirði nærri 25 milljarða

íslenskra króna. Þá sé ekki talið

með tap áskriftarblaða sem hlotist

hafi af stríðinu.

mbl.is

http://www.mbl.is/bladidnet/2008-09/2008-09-04.pdf

Ég er ekki "rakki". Þú hefur líklega komið upp um sjálfan þig, sannar hið gamalkveðna "margur heldur mig sig"

að menn þurfi að vera á mála hjá einhverjum ef menn fylgja ekki "línunni" í skoðunum. Hverra rakki ert þú annars?

Moran, hvernig væri að ræða málefnið, en sleppa persónulegum svívirðingum? Þú minnir orðið talsvert á rimryts og Gunnar Smára Egilsson.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Moran , hvernig væri að þú ræddir málefnið, en slepptir persónulegum svívirðingum? Þú minnir talsvert á rimryts og Gunnar Smára Egilsson?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.