Sign in to follow this  
Followers 0
Sigurjón Þórðarson

Feimnismál sem reynt er að þagga niður

14 posts in this topic

Í Mogganum í dag er mikill kálfur til minningar um að hálf öld er liðin frá útfærslu landhelginnar í 12 sjómílur. Þjóðin sameinaðist einarðlega í baráttu fyrir yfirráðum fiskveiðiauðlindarinnar enda var litið á baráttuna sem forsendu efnahagslegs sjálfstæðis nýfrjálsrar þjóðar. Helsti andstæðingur Íslendinga var Bretland sem hafði ráðið heimshöfunum um langt skeið. Þrátt fyrir að Íslendingar ættu við ofurefli að etja höfðu Íslendingar betur í þeirri skák sem ekki var síður leikin á tafli alþjóðlegra stjórnmála en á fiskimiðunum við strendur landsins.

Á þessum tímamótum er rétt að fara með gagnrýnum hætti yfir það hvað sigurinn í þorskastríðinu færði þjóðinni - sigurinn sem svo margir færðu fórnir til að vinna.

Árið 1958 var þorskafli sem kom í hlut Íslendinga liðlega tvöfalt meiri en það sem heimilt er að veiða á Íslandsmiðum nú. Heildarþorskafli á Íslandsmiðum árið 1958 var fjórfalt meiri en hann er í ár en það sem kom í hlut útlendinga einna var heldur minna magn en Íslendingar fiskuðu.

Árið 1958 var miklum mun meira atvinnufrelsi en nú fyrir Íslendinga til að stunda fiskveiðar. Lögreglan og Landhelgisgæslan voru þá ekki í þeim verkum að elta uppi öldunga sem vilja renna færi fyrir fisk eins og nú.

Nú 50 árum eftir að hetjur Íslands börðust um yfirráð yfir fiskimiðunum sitjum við uppi með kvótakerfi sem brýtur í bága við mannréttindi og býður upp á þann möguleika að sameiginleg auðlind verði seld úr landi ef opnað verður á erlenda fjárfestingu í sjávarútvegi en raddir þess efnis koma úr ólíklegustu áttum.

Helsta hetja Íslendinga, að þeim Gretti og Ólafi Stefánssyni meðtöldum, Guðmundur Kjærnested, lét hafa eftir sér í viðtali við sjávarútvegsritið Ægi fyrir nokkrum árum að hann hefði ekki staðið í baráttunni um landhelgina svo árum skipti ef hann hefði getað séð fyrir hvert þetta óheillafiskveiðistjórnunarkerfi hefði þróast.

Ábyrg stjórnvöld ættu auðvitað að heiðra minningu fjölmargra stjórnmálaskörunga, s.s. Lúðvíks Jósepssonar, Ólafs Jóhannessonar og Matthíasar Bjarnasonar, og frægra skipherra, s.s. Eiríks Kristóferssonar og Guðmundar Kjærnested.

Með því að halda áfram með óbreytt kvótakerfi er verið að sverta áralanga baráttu Íslendinga sem framangreindir sómamenn stóðu um skeið í fylkingarbrjósti fyrir.

Það væri gríðarlegur áfellisdómur yfir íslenskum stjórnmálamönnum, s.s. Þorsteini Pálssyni, Halldóri Ásgrímssyni, Einari Kristni Guðfinnssyni og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, ef sagnfræðingar framtíðarinnar komast að því að viðkomandi stjórnmálamenn hafi gjörtapað þorskastríðinu eftir á.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Í Mogganum í dag er mikill kálfur til minningar um að hálf öld er liðin frá útfærslu landhelginnar í 12 sjómílur.

..

..

Góð grein hjá þér og endilega haltu áfram á þessari braut, að gagnrýna kvótakerfið.

Samt vill ég benda þér á að efnahagslegu áhrifin af Gjafakvótanum eru slík að í raun eru aðeins rjúkandi rústir eftir, "and you ain't seen nothing yet"

Share this post


Link to post
Share on other sites
Árið 1958 var þorskafli sem kom í hlut Íslendinga liðlega tvöfalt meiri en það sem heimilt er að veiða á Íslandsmiðum nú. Heildarþorskafli á Íslandsmiðum árið 1958 var fjórfalt meiri en hann er í ár en það sem kom í hlut útlendinga einna var heldur minna magn en Íslendingar fiskuðu.

Um 1970 hófust loðnuveiðar hérlendis, síðan hefur þorskafli íslendinga minnkað um helming, en á vesturströnd USA snerta bandaríkjamenn ekki loðnu, þar sem hún er undirstöðu fæða fjölda verðmætari tegunda, t.d. Þorsks, alska ufsa ofl. USA færði út landhelgina í 200 mílur 1976. Við kvörtunum infæddra fiskimanna vegna erlendra togara (japanskra) sögðu stjörnvöld: "put up or shut up" eða "komiði ykkur upp flota eða þegiði"

1990 voru síðustu útlendingar horfnir úr lögsögu USA, sem allan tíman skammtaði innlendum sem erlendum kvótum eftir "the Magnusson act", sem byggðist á 8 svæðisbundum lýðræðislegum ráðum heimamanna.

http://wildlife.alaska.gov/index.cfm?adfg=...articles_id=228

Share this post


Link to post
Share on other sites
Um 1970 hófust loðnuveiðar hérlendis, síðan hefur þorskafli íslendinga minnkað um helming, en á vesturströnd USA snerta bandaríkjamenn ekki loðnu, þar sem hún er undirstöðu fæða fjölda verðmætari tegunda, t.d. Þorsks, alska ufsa ofl. USA færði út landhelgina í 200 mílur 1976. Við kvörtunum infæddra fiskimanna vegna erlendra togara (japanskra) sögðu stjörnvöld: "put up or shut up" eða "komiði ykkur upp flota eða þegiði"

1990 voru síðustu útlendingar horfnir úr lögsögu USA, sem allan tíman skammtaði innlendum sem erlendum kvótum eftir "the Magnusson act", sem byggðist á 8 svæðisbundum lýðræðislegum ráðum heimamanna.

http://wildlife.alaska.gov/index.cfm?adfg=...articles_id=228

Að mínu viti snýst þetta ekki um loðnu en það eru dæmi um að loðnuveiðar og þorskveiðar hafi gengið ágætlega samhliða um árabil.

Eitt er víst í mínum huga að það safnast ekki upp einhver lífmassi af þorski í hafinu þó svo við hættum eða minnkum verulega veiðar - Reynslan hefur einfaldlega sýnt það.

Það þarf að endurskoða þessar aðferðir en svo ég vitni í orð Guðmundar Kjærnested: „Mér sýnist að það hljóti að vera eitthvað mikið að. Aflaheimildirnar hafa verið að minnka undanfarin ár, þótt nú berist fréttir af einhverjum bata. Með fullri virðingu fyrir fiskifræðingunum okkar, sem ég átti ágætt samstarf við í mörg ár, þá eru þeir ennþá að notast við bók Bjarna Sæmundssonar, sem var eini fiskifræðingur landsins þegar hann skrifaði bókina, og hafa sáralitlu við hana bætt“,

Share this post


Link to post
Share on other sites

Mitt mat er að þó þetta óstjórnlega óréttláta kerfi sé til ama, þá er það ekki helsti skaðvaldurinn. Botnvörpuveiðar, Hvalastofninn, loðnuveiðar og skilgreining Hafró á því hvað þarf til að stækka stofninn eru miklu meiri skaðvaldar heldur en nokkurt brottkast getur orðið valdur að.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Að mínu viti snýst þetta ekki um loðnu en það eru dæmi um að loðnuveiðar og þorskveiðar hafi gengið ágætlega samhliða um árabil.

Eitt er víst í mínum huga að það safnast ekki upp einhver lífmassi af þorski í hafinu þó svo við hættum eða minnkum verulega veiðar - Reynslan hefur einfaldlega sýnt það.

Núverandi ástand hérlendis er vegna aðstæðna, sem svelta þorskinn, svo hann étur undan sér í staðinn fyrir t.d. loðnu.

Kynntu þér rannsóknir bandarískra sjávarlíffræðinga á vesturströnd USA.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Aflaheimildirnar hverju sinni eiga ekki neitt skylt við það magn af fiski sem er í hafinu á sama tíma/kvótaári.

Held að það sé eingöngu Hafró sem mælir ár hafsins í 365 dögum.

Það á að hlusta meira á gömlu karlana sem þekkja nátturuna og sveiflurnar í henni.

7 góð ár, á eftir 7 verri ár í fiskgegnd.

Mikill fiskur á íslandsmiðum, þá er minni fiskur í Barentshafinu á sama tíma og öfugt.

El Ninjo hefur einnig áhrif á lífríkið í sjónum þegar hans verður vart.

Ótalmargtt má tína til ef safnað er saman frásögnum þeirra manna sem sótt hafa sjó og fylgst með ástandinu í gengnum áratugi.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Aflaheimildirnar hverju sinni eiga ekki neitt skylt við það magn af fiski sem er í hafinu á sama tíma/kvótaári.

Held að það sé eingöngu Hafró sem mælir ár hafsins í 365 dögum.

Það á að hlusta meira á gömlu karlana sem þekkja nátturuna og sveiflurnar í henni.

7 góð ár, á eftir 7 verri ár í fiskgegnd.

Mikill fiskur á íslandsmiðum, þá er minni fiskur í Barentshafinu á sama tíma og öfugt.

El Ninjo hefur einnig áhrif á lífríkið í sjónum þegar hans verður vart.

Ótalmargtt má tína til ef safnað er saman frásögnum þeirra manna sem sótt hafa sjó og fylgst með ástandinu í gengnum áratugi.

banna loðnuveiðar í 3-5 ár, beita skipunum meira á línuveiðar, svo eru aðrar veiðar til sem Íslendingar nenna ekki að vera í td Túnfiskur suður og suðaustur af landinu, dýrasti fiskurinn í sjónum í dag og margar aðrar tegundir sem má veiða, en það er kannski skuldabagginn í Bankakerfinu sem ræður!!!!!!!

Share this post


Link to post
Share on other sites
banna loðnuveiðar í 3-5 ár, beita skipunum meira á línuveiðar, svo eru aðrar veiðar til sem Íslendingar nenna ekki að vera í td Túnfiskur suður og suðaustur af landinu, dýrasti fiskurinn í sjónum í dag og margar aðrar tegundir sem má veiða, en það er kannski skuldabagginn í Bankakerfinu sem ræður!!!!!!!

Ahugaverður punktur, er bankakerfið eigandi og stjórnandi gjafakvótans með kviksetta og skulduga útgerðarmenn, sem sína fulltrúa á vettvangi?

Share this post


Link to post
Share on other sites
Ahugaverður punktur, er bankakerfið eigandi og stjórnandi gjafakvótans með kviksetta og skulduga útgerðarmenn, sem sína fulltrúa á vettvangi?

Er þetta ekki búið að vera svona í mörg ár? Nú síðast var það í fréttum af nýju kvótakaupum á nýju fiskveiðiári. Þar kom fram að lítil viðskipti og eftirspurn væri eftir heimildum og einu kaupendurnir hingað til væru í raun bankarnir. Man bara ekki hvar ég sá þessa frétt og get því ekki linkað á hana.

Svo má líka segja að þeir útgerðarmenn sem eru að reyna að byggja upp sína útgerð með kvótakaupum og leigu eru algjörlega á framfæri bankanna. Það þarf engan snilling til að sjá að t.d kaup á þorskkílói á segjum 3500-4000 kr/kg eru ekki framkvæmanleg öðruvísi en með massívum lántökum. Hvað gerist svo þegar kvótinn skerðist?

Share this post


Link to post
Share on other sites
Er þetta ekki búið að vera svona í mörg ár? Nú síðast var það í fréttum af nýju kvótakaupum á nýju fiskveiðiári. Þar kom fram að lítil viðskipti og eftirspurn væri eftir heimildum og einu kaupendurnir hingað til væru í raun bankarnir. Man bara ekki hvar ég sá þessa frétt og get því ekki linkað á hana.

Svo má líka segja að þeir útgerðarmenn sem eru að reyna að byggja upp sína útgerð með kvótakaupum og leigu eru algjörlega á framfæri bankanna. Það þarf engan snilling til að sjá að t.d kaup á þorskkílói á segjum 3500-4000 kr/kg eru ekki framkvæmanleg öðruvísi en með massívum lántökum. Hvað gerist svo þegar kvótinn skerðist?

Kvótaleiga hefur undanfarið verið 250 kr/kg, en markaðir hafa oft verið að borga minna, t.d. undir 200 kr/kg eftir stað og stærðar samsetningu afla.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Kerfið er ekki að ganga upp og flestir sem starfa í greininni eru með mjög miklar efasemdir um ráðgjöf Hafró.

Það er helst Geir Haarde sem hefur enn fulla trú á því að niðurskuður nú gefi meira seinna en hann virðist ekkert læra af reynslunni.

Share this post


Link to post
Share on other sites

í þessari umræðu rugla menn öllu saman eins og oft áður. ég er allveg sammál að auka þarf ´ransóknir og hafró er ekki á réttri leið.

en þegar´búið er að ákveða hámarksafla á hverju tíma (getur verið breitilegur eftir árferði í sjónu) eigum við að notast við núverandi kerfi.

ég mann þá tíð að öll sjávarútvegsfyrirtæki voru á hausnum nú er þau miklu betur rekin og menn græða á að gera út og veiða og vinna fisk.

helst vandamálið er að þá er víst bannað að græða á þessu að margar áliti það er í mínum huga grundvalar atriði að kvótakerfið sé þanig að menn græða á því að starfa í greinini.

ég vil meina að kvótakerfið ´sé eitt það besta sem Halldót Ásgrímsson gerði á sínum glæsilega ferli sem stjórnmálamaður.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Er þetta ekki búið að vera svona í mörg ár? Nú síðast var það í fréttum af nýju kvótakaupum á nýju fiskveiðiári. Þar kom fram að lítil viðskipti og eftirspurn væri eftir heimildum og einu kaupendurnir hingað til væru í raun bankarnir. Man bara ekki hvar ég sá þessa frétt og get því ekki linkað á hana.

Svo má líka segja að þeir útgerðarmenn sem eru að reyna að byggja upp sína útgerð með kvótakaupum og leigu eru algjörlega á framfæri bankanna. Það þarf engan snilling til að sjá að t.d kaup á þorskkílói á segjum 3500-4000 kr/kg eru ekki framkvæmanleg öðruvísi en með massívum lántökum. Hvað gerist svo þegar kvótinn skerðist?

Bankar og upphafnir eigendur þeirra s.s. blóðsugur og afætur á þjóðfélaginu?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.