Sign in to follow this  
Followers 0
Gangleri

Lántaka ríkissjóðs á frábærum vaxtakjörum -

8 posts in this topic

Innlent | mbl.is | 4.9.2008 | 14:47

Lán ríkisins verður 37 milljarðar

Nýtt gjaldeyrislán sem íslenska ríkið er að taka verður 300 milljónir evra eða um 37 milljarðar króna á núvirði.

Fram kom hjá Geir H. Haarde, forsætisráðherra, á Alþingi á þriðjudag að lánið yrði að minnsta kosti 250 milljónir evra eða um 30 milljarðar króna en hann segir nú ljóst að 300 milljónir evra verði teknar að láni á mun hagstæðari kjörum en svokallað skuldatryggingarálag á ríkissjóð gefi til kynna.

Geir sagði að þetta væri ánægjuleg niðurstaða, sem sýndi, að þrátt fyrir erfiðleika á alþjóðlegum lánamörkuðum gæti íslenska ríkið nálgast lánsfé á góðum kjörum. Hann vildi ekki upplýsa nánar um kjörin en sagði að um væri að ræða sambankalán.

Umsögn.

Það er 100% öruggt að vaxtakjör á láni ríkissjóðs eru öllum kunn sem láta sig slíkt varða - utan Íslands.

En það er ekkert til að skammast sín fyrir að hafa herjað út frábær vaxtakjör - að sögn.

Í þessum efnum er þó ekki allt sem sýnist.

Sambankalán vekur strax spurningu um það hvort andvirði lánsins eigi að hluta að geymast á innlánsreikningum þeirra banka sem veittu lánið?

Og þá hvort vaxtakjörin séu svo frábær sem af er látið.

Ef bankar A, B, C, ... X, Y, Z veita 300 milljón evra lán til íslenzka ríkisins með þeim skilyrðum að ákveðinn hluti lánsfjárhæðarinnar skuli leggjast inn á reikning í A, B, C, ... X, Y, Z - segjum 25-50-100% af lánsfjárhæðinni, þá væri hér um að ræða window-dressing-lán.

Þ.e.a.s., bókhaldsfærslu hjá viðkomandi bönkum, þar sem raunveruleg fjármögnun þeirra af láninu er 25-50-100% minni en virðist við fyrstu sýn.

En... vitaskuld myndu íslenzk stjórnvöld ekki grípa til örþrifaráða af þessu tagi - að þykjast hafa sterka stöðu þegar alþjóðlegir bankar væru að hafa þau að fíflum.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Það er ekki beint traustvekjandi að leyna kjörunum. Það vekur með manni grunsemdir um að kjörin séu ekki svo frábær. Þau geta auðvitað verið miklu betri en skuldatryggingarálagið endurspeglar án þess að geta talist góð.

Kannski að ríkistjórnin vilji leyna því að kjörin séu verri en þegar skuldatryggingarálagið var í lágmarki fyrir fáeinum mánuðum.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Sérstakt. Leynimakkið er alveg gígantískt hjá þessari ríkisstjórn.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Bíddu nú við... við eigum heimtingu á því að vita á hvað kjörum þessi lán voru tekinn! Það erum við sem þurfum að borga þau á endanum!

Maður skilur ekki hverslags vinnubrögð líðast í þessari ríkisstjórn og að minn flokkur sem hefur ætíð talað um samræðustjórnmál skuli vera partur af þessu er mikil vonbrigði! Ef engin breyting verður á þessu að þá segi ég mig úr flokknum.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Bíddu nú við... við eigum heimtingu á því að vita á hvað kjörum þessi lán voru tekinn! Það erum við sem þurfum að borga þau á endanum!

Maður skilur ekki hverslags vinnubrögð líðast í þessari ríkisstjórn og að minn flokkur sem hefur ætíð talað um samræðustjórnmál skuli vera partur af þessu er mikil vonbrigði! Ef engin breyting verður á þessu að þá segi ég mig úr flokknum.

Þú átt ekki heldur rétt á því að vita hvað Landsvirkjunin okkar er að selja álverunum rafmagnið okkar á.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Bíddu nú við... við eigum heimtingu á því að vita á hvað kjörum þessi lán voru tekinn! Það erum við sem þurfum að borga þau á endanum!

Maður skilur ekki hverslags vinnubrögð líðast í þessari ríkisstjórn og að minn flokkur sem hefur ætíð talað um samræðustjórnmál skuli vera partur af þessu er mikil vonbrigði! Ef engin breyting verður á þessu að þá segi ég mig úr flokknum.

þetta er frjálshyggjan og opna bókhaldið sem xD boðaði upp úr 1990, allt átti að vera opið og gegnsætt var kjörorðið, en nú er allt lokað undir formerkjum TRÚNAÐARMÁL, ,því miður eru stjórnmála menn ekki þeim gáfum gefnir að átta sig á því að þeir eru í vinnu hjá fólkinu og leyna eigendunum og þeim sem ráða þá í vinnu er algjör skandall, þetta er eitthvað sem DOStalin og Geir hafa bakað undanfarin 18 ár að fólkið á ekki að vita í hvað það er að borga með peningunum sínum, ef þetta verður ekki gert opinbert og hverjir eigi að fá þessa peninga er ekkert annað en að kæra það til Strassburg, fara með þetta í alþjóðadómstóla, ef ekki verður gert opinbert á Íslandsgrund...............

Geir er orðin eins og Jekill, hvað gerir góður bóndi við búfénað sitt til öflunar stofns og býlis ??? kannski ætti "G" að læra af bændum fyrst áður en hann hafði tekið að sér heilt land og fénað.................

Share this post


Link to post
Share on other sites

Hverju á þetta lán að breyta?

Samkvæmt fréttum dagsins var viðskiptahallinn á öðrum ársfjórðungi 128 milljarðar. Það gerir 1.4 milljarðar á dag. Þetta lán ést þannig upp á nákvæmlega 21 dögum, eða hvað?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Vaxtakjör á fyrirhuguðu gjaldeyrisláni ríkissjóðs eru sögð vera góð.

Í þessu sambandi rifjast upp atvik úr starfi Ganglera sem fulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Kambódíu og Suður Víet-Nam 1970-1975 þar sem erlendir bankamenn buðu stjórnvöldum gjaldeyrislán á lágum vöxtum til að styrkja gjaldeyrisstöðu og tiltrú á gjaldmiðlum landanna.

Tilboð um US$500 milljóna lán sem barst forsetaskrifstofu Suður Víet-Nam er dæmigert.

Andvirði lánsins skyldi lagt inn á reikning Seðlabanka Suður Víet-Nam hjá lánveitanda.

Þar sem lánið átti að styrkja gjaldeyrisstöðuna, þá skyldi sá reikningur vera bundinn.

Lánveitandi myndi því bóka US$500 milljóna útlán og US$500 milljóna innlán!

M.ö.o., gjaldeyrislánið var 100% window-dressing og lánveitanda kostnaðarlaust.

Gangleri fékk tilboðið til umsagnar, og taldi það ekki svaravert.

Vitaskuld myndu íslenzk stjórnvöld vera á sama máli.

Hins vegar má færa alls kyns “rök” fyrir t.d. 25% bindingu láns til eflingar gjaldeyrisvarasjóði.

Ef fyrirhugað lán er með hliðstæðum skilmálum, þá segja vaxtakjörin ekki söguna alla.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.