Sign in to follow this  
Followers 0
Barði

Launamál í aðsteðjandi vanda

8 posts in this topic

Í aðsteðjandi vanda þjóðarbúsins og sem flestir eru sammála um að sé verulegur og allsendis óvíst hvort hann verði leystur með venjubundum, íslenskum ráðum tel ég að brýnast sé að framkvæma eftirfarandi:

1. Í stað þess að ganga til samninga við hvert og eitt stéttarfélag eins og hiingað til hefur verið vaninn, þá verði það eitt látið ganga fyrir nú að hækka laun hinna lægri launuðu þjóðfélagshópa; allra umönnunarstétta, svo og aldraðra og öryrkja strax. Byrjað verði á ljósmæðrum.

2. Sett verði lög um verðstöðvun og kaupstöðvun sem felur m.a. í sér hækkun lægstu launa í kr. 300 á mán. og að hæstu laun megi ekki vera hærri en fimmföld þau laun. Lögin gildi út þetta kjörtímabil.

3. Skattleysismörk verði hækkuð verulega, t.d. í kr. 170 þús.

4. Skattur á lífeyristekjur verði 10%

Verði þetta framkvæmt strax, trúi ég að allur þorri þjóðarinnar verði sáttur í bili, þar sem þetta yrði flokkað undir neyðarúrræði á þessum óvissutímum. Og staðreyndin er sú að ekki verður komist hjá því að stjórnvöld geri EITTHVAÐ við þessar aðstæður. Og það einmitt það sem erlendir aðilar, svo sem lánastofnanir virða við okkur, en leiti ekki sífellt til þeirra með ráð.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Í aðsteðjandi vanda þjóðarbúsins og sem flestir eru sammála um að sé verulegur og allsendis óvíst hvort hann verði leystur með venjubundum, íslenskum ráðum tel ég að brýnast sé að framkvæma eftirfarandi:

1. Í stað þess að ganga til samninga við hvert og eitt stéttarfélag eins og hiingað til hefur verið vaninn, þá verði það eitt látið ganga fyrir nú að hækka laun hinna lægri launuðu þjóðfélagshópa; allra umönnunarstétta, svo og aldraðra og öryrkja strax. Byrjað verði á ljósmæðrum.

2. Sett verði lög um verðstöðvun og kaupstöðvun sem felur m.a. í sér hækkun lægstu launa í kr. 300 á mán. og að hæstu laun megi ekki vera hærri en fimmföld þau laun. Lögin gildi út þetta kjörtímabil.

3. Skattleysismörk verði hækkuð verulega, t.d. í kr. 170 þús.

4. Skattur á lífeyristekjur verði 10%

Verði þetta framkvæmt strax, trúi ég að allur þorri þjóðarinnar verði sáttur í bili, þar sem þetta yrði flokkað undir neyðarúrræði á þessum óvissutímum. Og staðreyndin er sú að ekki verður komist hjá því að stjórnvöld geri EITTHVAÐ við þessar aðstæður. Og það einmitt það sem erlendir aðilar, svo sem lánastofnanir virða við okkur, en leiti ekki sífellt til þeirra með ráð.

Sammála númer 1. og held að það sé algerlega gerlegt

Númer 2 verður helvíti erfitt að framkvæma þar sem ég efa að hálaunafólkið sætti sig við mikla launalækkun en í sjálfu sér styð ég þetta algerlega.

Styð númer 3. algerlega.

Númer 4.........Ég spyr mig og ykkur. Eru lífeyristekjur ekki í rauninni bara fjármagnstekjur ?

Share this post


Link to post
Share on other sites
Sammála númer 1. og held að það sé algerlega gerlegt

Númer 2 verður helvíti erfitt að framkvæma þar sem ég efa að hálaunafólkið sætti sig við mikla launalækkun en í sjálfu sér styð ég þetta algerlega.

Styð númer 3. algerlega.

Númer 4.........Ég spyr mig og ykkur. Eru lífeyristekjur ekki í rauninni bara fjármagnstekjur ?

Ég skil ekk afhverju Íslendingar viðurkenna ekki bara að þeir eru kommúnistar dauðans. Miklu verri og rauðari heldur gengur og gerist annars staðar í nágranaríkjunum. Danir viðurkenna bara að þeir séu kommar, samt eru þeir með að mörgu leiti miklu frjálsara samfélag heldur en Íslendingar. Nei það er miklu betra að bíta á jaxlinn og halda því fram að við séum harðir hægri kapítalistar,, og fá svo ekki rassgat af kökunni. :-)

Share this post


Link to post
Share on other sites
Ég spyr mig og ykkur. Eru lífeyristekjur ekki í rauninni bara fjármagnstekjur ?

Ekki nema að hluta. Þetta eru laun sem voru dregin af launþegum, framlag vinnuveitanda og ávöxtun þessa fjár.

Það er aðeins ávöxtunun sem er fjármagnstekjur.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Sammála öllu nema kannski 4.

Er ekki alveg að átta mig á tillögunni þar.

Lífeyristekjur eru í dag skattlagðar eins og aðrar tekjur.

Skatturinn er bara ekki greiddur fyrr en lífeyririnn er tekinn út.

Sem þýðir að öll ávöxtun lífeyris (vextir og önnur ávöxtun) er

skattlögð sem venjulegar tekjur en ekki fjármagnstekjur.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Sammála öllu nema kannski 4.

Er ekki alveg að átta mig á tillögunni þar.

Lífeyristekjur eru í dag skattlagðar eins og aðrar tekjur.

Skatturinn er bara ekki greiddur fyrr en lífeyririnn er tekinn út.

Sem þýðir að öll ávöxtun lífeyris (vextir og önnur ávöxtun) er

skattlögð sem venjulegar tekjur en ekki fjármagnstekjur.

Æ það var nú eiginlega það sem ég ætlaði að segja en orðaði óskiljanlega. <_<

Ávöxtunin af lífeyrinum ætti auðvitað að skattleggja sem fjármagnstekjur en ekki launatekjur enda eru það raunverulegar fjármagnstekjur svo það er virkilega ósanngjarnt að skattleggja þær öðruvísi.

Annars finndist mér líka í góðu lagi að skattleggja allan lífeyrinn sem fjármagnstekjur, enda lækka tekjur fólks verulega þegar kemur að töku lífeyris og í fínu lagi að lofa fólki sem hefur þrælað alla sína æfi til að halda samfélaginu uppi að fá smá ívilnum á eftir árum þegar þrengist um fjármálin.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Sé ekki betur en ríkisstjórnin VERÐI að líta til þessara þátta sem ég setti fram í upphafsinnlegginu og það hið fyrsta, því tíminn sem líður án aðgerða af þessu tagi safnar afar mikilli óvild í garð núverandi ríkisstjórnar, algjörlega að þarflausu.

Gallinn er sá, að ráðamenn hér eru einfaldlega afar mótfallnir því að taka ábendingar, hvað þá ráðleggingar, sem eru sýnilega til lausnar á aðsteðjandi vanda alvarlega, hvað þá að notfæra sér þær.

ÉG spyr nú bara: Hvaða ráð hefur Tryggvi okkar Þór Herbertsson, nýi ráðgjafi forsætisráðuneytisins á takteinum? Finnst hann ekki hafa haldið sig við sinn steðja frá því hann kom í nýja embættið (byrjaði á því að fara til Kína....?). Var hann e.t.v. að sækja ráð þangað?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ég giska á að þessar skattatillögur lækki tekjuskatt og útsvar um c.a. 50%

Fjárlög 2008 gerðu ráð fyrir 93 Milljarða tekjuskatti og útsvar er um 50 milljarðar

= 140 milljarðar. Helmingur af því er 70 milljarðar = það sem einstaklingar munu

greiða minna til samfélagsins til að greiða t.d. laun kennara og starfsfólks heilbrigðiskerfisins.

Félags- og tryggingaráðuneytið mun kosta c.a. 85 milljarða í rekstri 2008 samkvæmt fjárlögum

Er ekki bara best að lækka þau útgjöld niður í c.a. 15 milljarða

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.