Sign in to follow this  
Followers 0
Pro.Farnsworth

Nauðsynlegt að fara í aðildarviðræður við ESB

7 posts in this topic

Það er nauðsynlegt fyrir Íslendinga að fara í aðildarviðræður við ESB til þess að komast að því hvaða kjör við fáum í sambandinu.

Aðildarviðræður við ES nauðsyn til að fá svör við spurningum

Jónas H. Haralz fyrrum bankastjóri og efnahagsráðgjafi segir að það sé nauðsynlegt að fara í aðildarviðræður við Evrópusambandið til að fá skýr svör um hvað það hefði í för með sér.

Þetta kom fram í máli Jónasar í þættinum Silfri Egils í Sjónvarpinu í hádeginu. Jónas segir að umræðunni um aðildina að ES hafi verið haldið í herkví undanfarin ár og eilífu pexi án þess að menn vissu hvaða kjör væru í boði. Og hann telur að það myndi mjög fljótt koma í ljós í aðildarviðræðum hvort aðildin væri álitlegur kostur eða ekki.

Aðspurður um hvort hann teldi ekki að með aðild að ES væru Íslendingar að afsala sér fullveldi sínu. Hann svaraði því á þá leið hvort ekki mætti spurja þær þjóðir sem aðild eiga að ES hvort þær teldu sig hafa afsalað sér fullveldinu. "Myndum við ekki auka fullveldi okkar með auknu alþjóðlegu samstarfi?" spyr Jónas.

Fram kom í máli Jónasar að sjálft peningakerfið í landinu væri í uppnámi og við því þyrfti að bregðast. Spurningin væri hvort hægt væri að halda kerfinu áfram og þá í bættu formi en þeirri spurningu þyrfti Seðlabankinn að svara.

Jónas telur ljóst að skortur á samræmingu milli ríkisins og Seðlabankans væri stór hluti vandans og spurði hvort vilji væri fyrir því að endurskoða peningakerfið og ná fram nauðsynlegri samræmingu. Það væri eðlilegt að Seðlabankinn svaraði þeirri spurningu en það hefði bankinn ekki gert.

Jónas telur að það hafi verið mistök að leggja niður Þjóðhagsstofnun. Það hefði gerst vegna trúnaðarbrests milli sérfræðinga stofnunarinnar og stjórnmálamanna. "En í slíkum tilvikum leggur maður ekki stofnunina niður heldur skiptir um fólk," segir Jónas.

Jónas telur einnig að við núverandi aðstæður í efnahagslífinu sé það "afar varhugavert" að ætla að nota stóriðju og aðrar stórar framkvæmdir til að laga stöðuna. Að ná stöðugleika og góðri stjórn á efnahagslífinu væri hið eina rétta í stöðunni.

Vísir.is

Share this post


Link to post
Share on other sites

Við fáum þau "kjör" helst að þurfa að taka upp herskyldu, rétt eins og allar hinar þjóðirnar innan ESB. Gjörðu svo vel! Tími til kominn að við verðum þjóð meðal þjóða. Ekki rétt?

Share this post


Link to post
Share on other sites
Við fáum þau "kjör" helst að þurfa að taka upp herskyldu, rétt eins og allar hinar þjóðirnar innan ESB. Gjörðu svo vel! Tími til kominn að við verðum þjóð meðal þjóða. Ekki rétt?

Það er ekki nein þjóð með herskildu innan ESB svo að ég viti til (gæti verið rangt hjá mér). Herskilda hefur verið aflögð í flestum löndum Evrópu. Bæði utan ESB og innan þess.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Við fáum þau "kjör" helst að þurfa að taka upp herskyldu, rétt eins og allar hinar þjóðirnar innan ESB. Gjörðu svo vel! Tími til kominn að við verðum þjóð meðal þjóða. Ekki rétt?

Er þetta ekki dæmigert fyrir umræðuna. Satt best að segja hefur hún aldrei komist á hærra plan en þetta. Viðræður gefa einhverskonar niðurstöðu sem síðan þarf að taka afstöðu til. Ekki mjög flókið og hefur aldrei verið.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Er þetta ekki dæmigert fyrir umræðuna. Satt best að segja hefur hún aldrei komist á hærra plan en þetta. Viðræður gefa einhverskonar niðurstöðu sem síðan þarf að taka afstöðu til. Ekki mjög flókið og hefur aldrei verið.

Sammála við eigum að fara strax í aðilarviðræður og leggja svo samnigninn í þjóðaratkvæði þegar við vitum hvað okkur bíðst þá getum við fyrst tekið afstöðu. allt annað eru öfgar á báða bóa.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Það er gagnslaust að þrasa og þrefa um það hvað gæti hugsanlega eða gæti hugsanlega ekki gerzt. Hið eina rétta er að hefja nú þegar aðildarviðræður og bera niðurstöður þeirra svo undir þjóðina. Þurfi stjórnarskrárbreytingu ætti að hafa það tilbúið fyrir næstu kosningar, svo við gætum orðið aðilar að ESB strax eftir næstu kosningar - eða - ef mönnum líkar ekki niðurstaðan, þá farið að gera ráð fyrir því að þurfa að búa utan ESB-svæðisins og EMU-svæðisins með þeim tilkostnaði sem af því hlýzt í framtíðinni.

Upplýstir kjósendur eiga að axla þá ábyrgð.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Valkostirnir eru aðeins tveir: Óbreytt ástand með krónu sem gjaldmiðil eða ESB aðild til að taka upp evru og fá aðild að Seðlabanka Evrópu sem lánveitanda til þrautavara.

Óstöðugleiki krónunnar er óboðlegur og enginn hefur komið með tillögur um hvernig á að vinna bug á honum. Í mínum huga er því fráleitt annað en sækja um aðild strax og sjá hvað kemur út úr því. Þessar aðildarviðræður hefðu átt að eiga sér stað fyrir löngu. Það er alltaf slæmt að fara fyrst af stað þegar það er óhjákvæmiulegt. Við slíkar aðstæður er samningsstaðan ekki góð.

Allar aðrar þjóðir hafa fengið í gegn að tillit var tekið til sérstöðu þeirra. Það er því engin ástæða til að ætla annað en að við fáum það líka.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.