Sign in to follow this  
Followers 0
Barði

Iðnaðarráðherra hræðist olíuævintýrið

3 posts in this topic

Það ráku margir upp stór augu er þeir sáu alllanga grein í Fréttablaðinu í gær, sunnudag eftir iðnaðarráðherra, undir fyrirsögninni "Ísland verði leiðandi í orkuviðskiptum bílaflotans". - Þarna ræddi ráðherrann fram og aftur um orkuskipti í bíla- og skipaflotanum íslenska, en gat komist hjá því að minnast á olíu einu orði. Stendur þó sjálfur í stafni fyrir mikilli olíuleit á svokölluðu Drekasvæði við Jan Mayen, í samfloti við Norðmenn.

allir sem til þekkja segja að á því sérstaka svæði sé borin von um að vinna olíu vegna mikils dýpis, vinda, staruma og þoku sem er afar tíð á þeim slóðum. - Á nýlegri ráðstefnu hér á landi kom þetta m.a. fram hjá sérfræðingnum Arneberg, sem taldi mikil tormerki á að þarna yrði yfirleitt nokkur olía unnin, þótt hún fyndis.

Iðnaðarráðherra hefur ekki viljað minnast einu orði á gas- og olíuvinnslu í "heimagarði" Íslands sjálfs, svo sem í Flatey á Skjálfanda og út af nálægri strönd norðausturlands, þar sem afar þykk setlög fundust fyrir tilstilli Shell Intl. og hefur verið farið með sem "mannsmorð" af mörgum stjórnmálamönnum, sem hræðast umræðuna og beinlínis "uppþot" innan náttúruverndarsinna og annarra slíkra úrtölumanna.

Iðnaðarráðherra hefur hins vegar skrifað sig algjörlega frá olíuævintýri sínu á Drekasvæðinu. Hverjir skyldu hafa lagst að ráðherranum að taka skyndilega annan pól í hæðina - frá Drekasvæðinu til metangass og rafvæðingar, sem á sér enga framtíð á næstu áratugum a.m.k?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Iðnaðarráðherra hefur ekki alltaf átt sjö dagana sæla í þessu embætti. Hvers vegna ætti ekki að kanna til fullnustu alla raunhæfa möguleika á orkuvinnslu, hvort sem það eru virkjanir, jarðorka eða jafnvel olía eða gas vinnsla? Framtíð landsins kallar á slíkt, það þýðir ekki þó að alls staðar þurfi að framkvæma, við eigum bara að vita hverju við eigum kost á.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Mér finnst í meira lagi skrítið að Barði er eini aðilinn á Íslandi sem virðist hafa áhuga á meintri olíu út af norðausturlandi, dáldið eins og restin af þjóðinni sé vangefin eða eitthvað. En svo þegar ég hugsa um það, geri ég mér grein firir að þessi vangefni er á fleiri stöðum. Hér í Bandaríkjunum hefur þjóðfélagið rekið inn í orkukreppu sem gæti jafnvel sett Bandaríkin á hnéin meðan lög voru til staðar sem bönnuðu borun eftir olíu við strendurnar. Mest að því að virðist vegna þess að vel efnuð "coastal elite" vildi ekki láta eiðileggja útsínið hjá sér.

Þess vegna gæti alveg verið að Barði sé sá eini á Íslandi með fullu viti, aparnir tekið völdin í díragarðinum og Össur einn þeirra. Það væri þó ekki að einu sinni enn hafi ég hitt naglann beint akkúrat á höfuðið.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.