Sign in to follow this  
Followers 0
Haförn1

Hvernig býr maður til könnun?

1 post in this topic

Ég endurnýtti þráð sem ég stofnaði fyrir löngu um hvernig maður býr til könnun og lagaði hann aðeins til. Ég hafði fyrir mistök eytt út öllum skjámyndunum, svo nú hef ég sett þær aftur inn og þessar leiðbeiningar ættu að vera nothæfar.

Svona býr maður til könnun.

1) Stofnaðu nýjan þráð og smelltu á "Click here to manage this topic's poll"

post-10379-1221397334_thumb.png

2) Skrifaðu titilinn á könnuninni inn undir "Poll Title"

post-10379-1221397339_thumb.png

3) Smelltu á "Add Poll Question"

post-10379-1221397344_thumb.png

4) Skrifaðu undir "Poll Content" spurningu númer eitt

post-10379-1221397348_thumb.png

5) Ef þú vilt að þetta verði fjölsvarakönnun, hakaðu þá vil "Multible choice question"

post-10379-1221397353_thumb.png

6) Smelltu á "Add Poll Choice"

post-10379-1221397359_thumb.png

7) Skrifaðu svar 1 í gluggann þar sem það á við.

post-10379-1221397363_thumb.png

8) Endurtaktu skref 6 og 7 þar til öll svör eru komin.

post-10379-1221397369_thumb.png

9) Smelltu á "Add Poll Question" ef þetta á að vera fjölspurningakönnun og endurtaktu skref 4 til 8

post-10379-1221397374_thumb.png

Þegar könnunin er tilbúin er nýr þráður stofnaður á hefðbundinn hátt. Athugið að fara vel yfir spurningarnar og svarmöguleikana, því ekki er hægt að laga til skoðanakönnunina eftir að búið er að setja þráðinn inn.

Varðandi efni spurninganna þá þarf að gæta sín á því að fólk eigi alltaf einn svarmöguleika, hvað sem það svaraði í annari spurningu. Þannig gæti spurningin "reykir þú - já - nei" sett mann í klemmu ef spurningin á eftir er svona "reykir þú vindla eða sígarettur" með svarmöguleikana "vindla", "sígarettur". Seinni spurningin verður að innihalda "ég reyki ekki" eða álíka sem svarmöguleika.

Athugið einnig að velja ekki fjölsvarakönnun nema þið ætlið að gefa möguleika á að velja meira en eitt svar. Sem dæmi ef spurt er um hvaða tegund af sígarettum fólk hefur reykt í gegnum æfina, þá þarf að vera hægt að velja fleiri en einn möguleika.

Kveðja.

Edited by Haförn1

Share this post


Link to post
Share on other sites
Guest
This topic is now closed to further replies.
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.