Sign in to follow this  
Followers 0
Lalli-Oni

Stækkun álversins í Straumsvík

70 posts in this topic

Jæja, ég er að fylgjast með útsendingunni á bæjarstjórnarfundi Hafnarfjarðarbæjar. Verið er að tala um áhuga á stækkun álversins og hefur Sjálfstæðisflokkurinn komið fram og beðið um að bærinn leiti opinberlega til forsvarsmanna álversins um hvort að virkilegur áhugi er á því að fara aftur í stækkun. Náttúrulega væri þetta mikil hjálp í að ná upp efnahagi Íslands. En í Maí 2007 var íbúakosning í Hafnarfirði um breytingu á deiliskipulagi til stækkunar þess. ÞEssi tillaga var felld af íbúum með 56% íbúa á móti því ef ég man rétt. Nú í sumar var álið mjög dýrt og náði í fyrsta skipti álið yfir fiskinn sem aðalútflutningsvara Íslands en nú hefur álverðið dottið niður þónokkuð. Rannveig Rist, forstjóri RioTintoAlcan á Íslandi hefur talað við bæjarstjóra Lúðvík Geirsson um það að fyrirtækið hafi áhugi að opna umræður um stækkun aftur. En nú þegar hefur verið byrjaður undirskriftalisti á móti stækkuninni en þarf 25% íbúa með kosningarétt að skrifa undir svo að þetta fari í íbúakosningu.

Samfylkingin er hrædd um að þeir hafi sagt opinberlega eftir íbúakosninguna í maí 2007 að þetta væri ekki tekið upp aftur á þessu kjörtímabili.

Sjálfstæðisflokkurinn er nú mjög með þessu og segir að þetta muni hjálpa mikið til við að koma efnahaginum í samt horf.

VG er ósammála með að Sjálfstæðisflokkurinn ætli að leysa efnahagsvandan á sama hátt og hann skapaðist. Einnig að Sjálfstæðisflokkurinn rétti fram hjálparhönd í þeim aðstæðum sem að þeir hafi lagt grunninn að.

Persónulega þá var ég ósammála mörgum þeim rökum sem að voru notuð við síðustu kosningar líkt og útlitsmengun og nálægð við íbúa. Allt í allt hefði ég kosið með stækkun en ekki af glöðu geði, þetta myndi bæta stöðu Íslands svo um munar og þrátt fyrir mengunina sem að sífellt minnkar með bættri stjórnun og tækjum í álverinu þá myndi þetta hafa góð áhrif allt í allt en núna þegar við horfumst í augu við þvílík vandræði fyrir heimilin, fyrirtæki og stofnanir þá er þetta að mínu mati ein besta hjálparhendin sem að við getum fengið á þessum tímum, þetta er ekki enn eitt lánið. Þetta eykur þjóðartekjur án þess að enda bara í vösum feitu bankagrísana. En sá sem að ritar þetta niður er starfsmaður álversins svo að ég er án efa hlutdrægur í þessum málum þó að stækkun myndi einungis bæta á mann verkum og gera erfitt starf verra. Það er bara meira í húfi heldur en minn eigin vasi eða minn eigin runni.

Eina gagnrýni sem að ég hef á þessar umræður er að VG eru alveg úti að aka (fann ekki vægari orð yfir þetta) þar sem að bæjarfulltrúinn er að segja að þetta sé flótfærni að byrja þessar umræður. Umræður sem að voru mjög ítarlegur og stór hluti af samfélaginu í fyrra við þá íbúakosningu sem þá fór fram. Í bókun hans minnist hann á að við séum að gefa erlendum álrisa okkar auðlindir en hvað höfum við í höndunum til þess að rífa okkur úr þessari krísu? Höfum við peninga til fjárfestinga? Það sem við höfum er fiskar og rafmagn. Hann einnig kemur inn á það að of mikið af rafmagninu fer í stóriðnað. Heldur hann að ekki hafi verið farið út í alla möguleika á notkun þessari orku? Eftir íbúakosningarnar tók við alveg frekar stór umræða um mögulega vistvænni notkun á þessari orku, eftir að hafa horft upp á þessa umræðu get ég ekki annað en að allir möguleikar hafi verið kannaðir. Þó að einhverjir möguleikar hafi ekki verið rannsakaðir þá er þetta rétti tíminn til þess að ganga í þannig tímafreka og kostnaðarsömu vinnu? Uppbygging vistvæns iðnaðs á sér stað og tíma, sem að er alls ekki nú.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Gat verið að þessi fjandans sjálfstæðisflokkur vilji nú ganga endanlega af landinu dauðu. þetta fólk hefur fjármálavit á við gamla geit. Hvar er þessi undirskriftarlisti? Sjálfstæðisflokkurin ætti að hafa vita á því að snarhalda kjafti núna! Það er hugmyndin um skyndigróða sem ber ábyrgð á því hvernig komið er fyrir landinu í dag. Ekki meir, takk.

Edited by salka

Share this post


Link to post
Share on other sites

Fyrirgefið en hvaða skyndigróða er verið að tala um?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Mér líst mjög vel á að álverið í Straumsvík verði stækkað, skapar mörg störf sem er hið besta mál því við getum átt von á atvinnuleysi á komandi árum

Share this post


Link to post
Share on other sites

Það væri nú gaman að spyrja hana Rannveigu hjá Rio Tinto hvaða hluta af NEI þau eigi svona erfitt með að skilja.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Þann hluta sem að svaraði nei þegar þörfin var ekki til staðar? Held nú að sá hluti fari ört vaxandi.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Mér líst mjög vel á að álverið í Straumsvík verði stækkað, skapar mörg störf sem er hið besta mál því við getum átt von á atvinnuleysi á komandi árum

Nú er Flokkurinn búinn að valta yfir fólkið og nú á að valta yfir landið.

Nei takk.

Af hverju heldur fólk alltaf að atvinnusköpun snúist bara um að útvega mönnum sem eiga gröfur og vörubíla verkefni?

Álið og virkjanaframkvæmdir hafa fengið forgang hérna svo árum saman.

Hvernig væri nú að efla frekar nýsköpun og sprotafyrirtæki? Virkja hugann. Það er hrúga af góðum hátæknifyrirtækjum hér á landi sem hafa ekkert með ál að gera sem munu bjarga okkur til lengri tíma litið. Mörg komast hins vegar aldrei af hugmyndastiginu vegna sinnuleysis yfirvalda. Af hverju verjum við miklu minna til að styrkja nýsköpun en önnur Vestur-Evrópulönd?

Edited by plebius

Share this post


Link to post
Share on other sites
Þann hluta sem að svaraði nei þegar þörfin var ekki til staðar? Held nú að sá hluti fari ört vaxandi.

Ætli það væri ekki nær að hækka orkuverðið og fara að rukka Rio Tinto um fasteignagjöld og lóðarleigu? Við höfum enn síður efni á því en áður að niðurgreiða rafmagn til stóriðju og úthluta ókeypis aðstöðu fyrir erlend stórfyrirtæki núna en í fyrra. Kannski Rannveig bjóðist til að borga hærra raforkuverð ef henni er svona umhugað um þjóðarhag.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Ætli það væri ekki nær að hækka orkuverðið og fara að rukka Rio Tinto um fasteignagjöld og lóðarleigu? Við höfum enn síður efni á því en áður að niðurgreiða rafmagn til stóriðju og úthluta ókeypis aðstöðu fyrir erlend stórfyrirtæki núna en í fyrra. Kannski Rannveig bjóðist til að borga hærra raforkuverð ef henni er svona umhugað um þjóðarhag.
Hjartanlega sammála þessu! Það lá við að ég ældi yfir sjónvarpið þegar ég heyrði blaðrið í henni!

Share this post


Link to post
Share on other sites
Fyrirgefið en hvaða skyndigróða er verið að tala um?

Skyndinnspýtingu af erlendum gjaldeyri sem kæmi til vegna stækkunarinnar.

Mér líst mjög vel á að álverið í Straumsvík verði stækkað, skapar mörg störf sem er hið besta mál því við getum átt von á atvinnuleysi á komandi árum

Svona hugsunarháttur er aumkunarverður, við eigum mikla möguleika á byggja hér upp öflugt þjóðfélga án skítaverksmiðja sem greiða slikk fyrir raforkuna.

Rannveig, plís haltu kjammanum á þér lokuðum, þú ert lygari!

Edited by salka

Share this post


Link to post
Share on other sites

Held að það ætti bara að drífa í því að stækka álverið í STraumsvík. Það veitir ekki af því að efla þann iðnað sem stendur best af þeim atvinnuvegum sem hér eru. Álverið í Straumsvík hefur verið rekið í áratugi og hefur rekstur þess verið til fyrirmyndar. Einnig hefur það stuðlað að þeirri velsæld og farsælu uppbyggingu sem hefur einkennt Hafnarfjörð og svo er svona gott og myndarlegt fyrirtæki þjóðhagslega hagkvæmt. Endilega að setja allt í gang og fara að byggja krakkar, við þurfum álver til að laga stöðuna.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Það er greinilegt að rökhugsun hefur hérmeð verið látin fjúka.

Í fyrsta lagi er stækkun á álveri engin 'skyndinnspýting' á erlendu fjármagni. Það mun jú komu gríðarlegir fjármunir utan frá til uppbyggingu en peningurinn heldur sér hér á landi. Öll byggingarvinna og nær allt sem að kemur ekki daglegum rekstri við er gert af verktökum, þeim verður náttúrulega borgað í öll þessi ár sem að verið verður að byggja þetta (já, það verður dágóður tími), framleiðslan heldur sér að miklu leiti hér heima í formi launa, verktaka, íslenskt dótturfyrirtækis og annara innkaupa sem að öll fyrir utan það sem að aðrar verksmiðjur RioTintoAlcan framleiða fyrir þessa starfsemi. Það er greinilegt að fólkið sem hér svarar hefur ekki upplifað uppbygginguna í Hafnarfirði við komu álversins. Sama hve miklir skúrkar þetta eru innan þess (þeir hafa jú gert og sagt ýmsa frekar 'óheppilega' hluti) þá hafa miklir peningar verið borgaðir út í formi styrkja til menningar, íþróttastarfsemi og viðskipta í Hafnarfirði.

"Rannveig, plís haltu kjammanum á þér lokuðum, þú ert lygari!"

Vinsamlegast útskýrið.

"Ætli það væri ekki nær að hækka orkuverðið og fara að rukka Rio Tinto um fasteignagjöld og lóðarleigu? Við höfum enn síður efni á því en áður að niðurgreiða rafmagn til stóriðju og úthluta ókeypis aðstöðu fyrir erlend stórfyrirtæki núna en í fyrra. Kannski Rannveig bjóðist til að borga hærra raforkuverð ef henni er svona umhugað um þjóðarhag."

Ég væri vel til í að sjá sundurliðun á því hvað RioTintoAlcan er að borga til sveitarfélagsins og ríkisins fyrir starfsemi sína hér. Hvort að við ættum ekki að hækka raforkuverð og aðra skatta þá er ég sammála því en það er enginn ástæða fyrir því að hækka það upp úr öllu valdi og reka í burtu aðra stæstu útflutningsafurð íslendinga og spóla aftur nokkur hundruði ára aftur í velmegnun. Þó að þetta hafi nú verið allgóður útúrdúr hjá þér, ekkert að gera við forsendur kosningana á síðasta ári.

"Nú er Flokkurinn búinn að valta yfir fólkið og nú á að valta yfir landið.

Nei takk.

Af hverju heldur fólk alltaf að atvinnusköpun snúist bara um að útvega mönnum sem eiga gröfur og vörubíla verkefni?

Álið og virkjanaframkvæmdir hafa fengið forgang hérna svo árum saman.

Hvernig væri nú að efla frekar nýsköpun og sprotafyrirtæki? Virkja hugann. Það er hrúga af góðum hátæknifyrirtækjum hér á landi sem hafa ekkert með ál að gera sem munu bjarga okkur til lengri tíma litið. Mörg komast hins vegar aldrei af hugmyndastiginu vegna sinnuleysis yfirvalda. Af hverju verjum við miklu minna til að styrkja nýsköpun en önnur Vestur-Evrópulönd?"

Ef að 'Flokkurinn' sem að þú ert að tala um er Sjálfstæðisflokkurinn þá er rétt að minna þig á að Samfylkingin er með hreinan meirihluta í Hafnarfirði og þar sem að þeir lofuðu við síðustu sveitastjórnarkosningar og hefur legið mikið undir höggi frá foreldrum í Holtinu varðandi afleggjara inn á Reykjanesbrautina er íbúalýðræði og það er sama hvað gerist þá ef að meira en 25% þeirra sem að geta kosið í Hafnarfirði skrifa undir þennan lista þá verður kosið um þessa ákvörðun. En þetta fer allt í gegnum Samfylkinguna, Sjálfstæðisflokkurinn er aðeins að koma með hugmyndina sem að er nú frekar augljós.

Það að þú talar um menn sem eiga gröfur og vörubíla sýnir bara vanþekkingu þína á þessum málum. Sjálfar byggingarframkvæmdirnar er bara svo mikill partur af þessu, það þarf verkfræðinga, stjórnendur, rafvirkja, rafeindafræðinga, eðlisfræðinga, efnafræðinga, vélvirkja og örruglega slatta af öðrum starfsstéttum fyrir utan þessa bévítans iðnaðarmannapakk sem að þér er greinilega svo sama um.

Nýsköpun? Ég veit nú ekki hvort að þú hafir lesið upprunalega póstin minn en ég hélt nú að þrátt fyrir það þá væri það sjálfgefið að krepputímabil er einmitt ekki tíminn fyrir útrás eða samkeppni við önnur erlend risafyrirtæki. Hátæknifyrirtæki hafa engan markað hér á landi og eru algerlega óhæf í að fara í útrás, sérstaklega þar sem að enginn vill líta við íslenskum fyrirtækjum nú til dags, sama hvort það séu bankar eður ei. Það sem að mér persónulega sé svo mikin styrk í áliðnaðinum er að þetta er frumvinnsla, við erum ekki að selja vöru, við erum ekki að selja ímynd. Ímyndin er erlend og munurinn á íslensku og bandarísku áli enginn. Áltekjur hverfa ekki svísvona eins og fiskurinn hefur gert og vildi ég að þið gætuð dregið upp raunsæja mynd af þjóðinni ef að álið hefði ekki verið okkur til halds og trausts þegar fiskurinn fór og nú þegar allt fór í bál og brand.

Auðvitað væri vistvænn, nýsköpunar og sprotafyrirtæki draumurinn en þau höfðu sinn tíma til að koma undir sér fótum og þau þurfa því að bíða betri daga hvort sem okkur líkar betur eða verr. Við erum ekki að lifa drauminn lengur, góðærið er búið. Þið verðið nú að opna augun og skilja að hurðirnar eru að skella á nefið okkar hver á fætur annari.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Það er greinilegt að rökhugsun hefur hérmeð verið látin fjúka.

Í fyrsta lagi er stækkun á álveri ...........

...

..

Auðvitað væri vistvænn, nýsköpunar og sprotafyrirtæki draumurinn en þau höfðu sinn tíma til að koma undir sér fótum og þau þurfa því að bíða betri daga hvort sem okkur líkar betur eða verr. Við erum ekki að lifa drauminn lengur, góðærið er búið. Þið verðið nú að opna augun og skilja að hurðirnar eru að skella á nefið okkar hver á fætur annari.

Það er nýbúið að reisa stórt íbúðarhverfi þarna við hliðina á Straumsvík. En þér er sjálfsagt alveg sama.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Holtið er miklu nær álverinu heldur en Vellirnir og bæði Holtið og iðnaðarhverfið hinum megin við vegin hefur verið þarna í áratugi. Fólk nýtur sín nú í gólfi nokkrum metrum fyrir utan girðinguna sem að umlykur álverið. Mér er ekki sama um eitt né neitt því að allt hefur áhrif á útkomuna en staðsetningin hefur lítið að gera við stækkunina.

Ef að þú ert ein af þeim manneskjum sem að trúir þessu urban myth með sprengingu í álverinu sem að rústar Hafnarfirði þá er þetta eitt hlægilegasta myth sem að ég hef heyrt og ég skil betur og betur hvaðan það propaganda varð til. Síðan voru einhverjar raddir sem að minntust á klórið sem notað var til að hreinsa álið en það hefur einnig verið tekið úr notkun eftir þau ummæli sem að einnig voru kjánaleg þar sem að eftir því sem ég best veit er álíka mikið klór í álverinu og venjulegri sundlaug og ekki skilst mér sundlaugar eigi að færa eitthvað vist fjærri íbúðarhverfum.

Ef að fólk fer að bera mengun úr álverinu sem eitthvað sem hefur áhrif á nálæg íbúðarhverfi þá finnst mér heldur fyndið að rekast á fiðrildi, flugur og jafnvel starrahreiður upp í rjáfrinu í kerskálanum (í stuttu máli þar sem að mengunin er hvað mest) og ef að þessi dýr sjá ekkert að lifa inn í álverinu skil ég varla hvernig mannfólkið sér að því að eiga sér híbýli nokkra kílómetra frá því.

Ég veit að það er erfitt að trúa en ég er ekkert slæm manneskja sem að spýti út eiturgufum, myrði ungabörn og drepi dýr mér til dægrarstyttingar, því miður. Ég hef einungis verið að bíða eftir einhverskonar rökfærslu gegn minni sem að hefur einhver tengsl við raunveruleikan.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Holtið er miklu nær álverinu heldur en Vellirnir og bæði Holtið og iðnaðarhverfið hinum megin við vegin hefur verið þarna í áratugi.

Það býr nú samt sem áður fólk þarna, líka lítið fólk, börn!

Share this post


Link to post
Share on other sites

Lítið fólk, börn búa líka nálægt Alþingi, sundlaugum, götum, sjó, öðru fólki, flugvöllum... úfff það er erfiðara að vera svo vænissjúkur yfir engu. Hlýtur að vera þreytandi.

EDIT: Fyrirgefið, óþarfa kaldhæðni hér fyrir ofan en svona í alvöru talað. Það er sama hvort það séu lítil börn eða rottur. Ef að engin hætta er fyrir höndum er óþarfi að búa hana til.

Edited by Lalli-Oni

Share this post


Link to post
Share on other sites
Lítið fólk, börn búa líka nálægt Alþingi, sundlaugum, götum, sjó, öðru fólki, flugvöllum... úfff það er erfiðara að vera svo vænissjúkur yfir engu. Hlýtur að vera þreytandi.

Fylgir Alþingi einhver önnur mengun en ákvarðanirnar um að menga? Þröngsýnir hafa tilhneigingu til vænissýki, opnaðu augun!

Share this post


Link to post
Share on other sites

plús það að hafnafjörður er á brókinni, allt þetta félagsmálakjaftæði var stílað á nýtt álver en svo klikkaði það og bærinn er á leiðinni á hausinn, ef félagsmálafólkið vill bjarga lúðvík bæjó þá kjósið með nýju álveri, annars dauði og djöfull hér í hafnafirði, en á góðu nótunum þá væri það mikil gæfa hér í hafnarfirði að reist væri nýtt álver og við gætum dekkað atvinnuleysið sem verður næstu 10 árin eða svo, plús þann gjaldeyrir sem okkur vantar

Share this post


Link to post
Share on other sites

svo hver er fyrstur til að tala um glopal warning núna? og að nóg atvinna sé í hafnarfirði og vilja ekki stækkun ísal? látið í ykkur heyra. áfram umhverfissinnar,

Share this post


Link to post
Share on other sites

Brecht: Þykur nú miður en það er ógerlegt að svara svona contradictions, ómarktækum myndlíkingum og þröngvaðri tilfinningavellu sem að allt einkennir það litla sem að þú hefur hér skrifað.

Sannur: Ég hef nú þurft að sitja í gegnum síðustu bæjarfundi Hafnarfjarðarbæjar og það hljómar nú ekki mjög slæmt. Allavega hefur umræðan lítið farið út í það. Eina breytingin sem ég tók eftir var frestun á gatnagerð og einhverjum framkvæmdum á nýju hverfi bæjarins sem að hefur ekki verið mikið sótt í.

Þeir sem hafa kveðið sér hljóðs hér áður hljóta nú að vera annaðhvort miklir umhverfissinnar eða bara mjög hart á móti sjálfstæðisflokkinum. Það er allavega eitthvað sem að er að blinda fólk hér í þessari umræðu.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.