Sign in to follow this  
Followers 0
Lalli-Oni

Stækkun álversins í Straumsvík

70 posts in this topic

Eftir því sem ég kemst næst er Straumsvíkur álverið nú í eigu Rio Tinto, þeir starfsmenn sem hafa virk netföng hafa fengið ný, eru ekki lengur at alcan heldur at riotinto. Straumsvíkur álverið sýnist mér ganga undir nafninu Rio Tinto Alcan, en þegar rætt var við forstjórann í fréttum í gær gætti hann þess vel að nefna aldrei Rio Tinto á nafn.

Mín pæling er án þess að taka efnislega afstöðu til stækkunar í bili er, skyldi það slæma orðspor sem af Rio Tinto fer út í heimi hafa eitthvað með það að gera að Rannveig forðast að nefna fyrirtækið með nafni. Eftir því sem mér skilst er fátt sem kveikir meira upp í umhverfisverndarfólki í heiminum meira en Rio Tinto.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Lalli:

Mér er ekki sama um iðnaðarmenn. En mér finnst bara skrítið að öll atvinnusköpun hins opinbera snýst um að finna vinnu fyrir þá við að byggja hús. Er ekki til hugmyndaflug til að gera neitt annað fyrir þá og alla verkfræðingana sem þú talar um en að byggja álver og stíflur? Ég er viss um að þá langar að gera eitthvað annað.

Það virðist enginn hafa áhyggjur af því að skapa störf fyrir fólk sem er með annars konar menntun. Það á bara að bjarga sér sjálft (og gerir yfirleitt) en um starfsmenn í byggingarframkvæmdum gilda greinilegar aðrar reglur.

Nú í niðursveiflunni er einmitt tíminn til að auka við nýsköpun. Íslenskt vinnuafl ódýrt miðað við erlendis og margir peningar fást fyrir útfluting á vörum þeirra.

Hvað var ekki sagt þegar Kárahnjúkvirkjun var byggð? Að hún og álverið fyrir austan myndi koma í veg fyrir sveiflur í hagkerfinu og skjóta fleiri stoðum undir atvinnulífið? Hvar erum við núna þegar hún er tilbúin?

Er ekki bara nóg af álverum eins og er, er það sem ég er að segja. Ég er alveg sáttur við þau sem eru hér fyrir, en ef á að bæta við meira erum við ekki að fjölga stoðum atvinnulífsins, við erum að búa til eina stoð á kostnað allra annara. Gera okkur háðari áli en við vorum fiski.

Edited by plebius

Share this post


Link to post
Share on other sites

Háski: Rio Tinto keypti upp Alcan en þó er rekstur fyrirtækisins að miklu leiti í höndum fyrrverandi starfsmanna Alcan (spurning hvort að það sé einungis lykilstöðurnar sem notaðar eins og þú segir sem PR trick, tel það vel líklegt). Þó verð ég að játa þá hef ég lítið séð í skrifum um það sem RioTinto hefur gert og ekki eins og ég hafi verið fjarri umræðunni þar sem að mikið var talað um þetta á kaffistofum álversins. Var talað um að þeir hefðu verið í samstarfi við vopnaframleiðendur, væri til í að heyra meira um það.

Plebius: Það er nú gott að heyra, það er nú líklega nóg að gera fyrir þá iðnaðarmenn sem eftir eru á landinu eftir að margir af innflytjendunum eru flúnir. En ég á erfitt með að sjá hvaða menntun er ekki þörf á í þessari stækkun og tengslum við hana. Jú ég gleymdi forriturum og tölvufræðingum í upptalningu minni en álverið á held ég stóran hlut í ANZA (ef ekki að það sé bara dótturfyrirtæki) er mig minnir að það heitir sem að sér um að búa til forrit og sjá um tölvukerfi álversins sem að er ekki einfalt. Spurning hve mikið stækkun myndi merkja í forritun.

Kárahnjúkavirkjun ein og sér er ekki mikil hækkun á tekjum landsins, það er sú starfsemi sem að kaupir þessa orku sem að gefur frá sér enn meiri pening og störf. Álverin sem að voru sett á laggirnar nýlega þurfa smá tíma til að koma á reglulegum rekstri en er mér skilst er þar nóga vinnu að fá og voru fyrirtækin að auglýsa mikið eftir starfsfólki. Skítadjobb eður ei þá er það eitthvað.

Ég er fullkomlega sammála þér að nýsköpun og sprotafyrirtæki > ál í mörgum þáttum en hvað varðar tekjur til Íslands þá er þetta mjög augljóst. Íslenskt vinnuafl er ekki ódýrt ennþá og jú það væri að vísu mjög ákjósanlegt verð á íslenskum vörum en það þyrfti stóra framleiðslu til þess að erlend fyrirtæki myndu sjá það sem ákjósanlegt að kaupa frá okkur. Til þess að koma með nógu stóra framleiðslu þarf fjármagn til að koma þessu af stað. Áhættufjárfesting er varla eitthvað sem að við ættum að vera að leita að.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Varðandi tekjurnar af álverinu var margfarið yfir það hérna á málefnunum í tengslum við kosninguna í fyrra. Álverið skilaði þá um 1% af heildartekjum Hafnarfjarðar - það var nú allur gróðinn sem bærinn fékk út úr þessu. Ég nenni ekki að leita að þessu aftur, finndu umræðuna bara sjálfur.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Bendi hér á frétt frá því fyrir um mánuði síðan:

http://www.visir.is/article/20080912/VIDSK.../721080781/1099

Þar kemur meðal annars fram:

Kristin Halvorsen fjármálaráðherra Noregs segir á heimasíðu norska fjármálaráðuneytisins að siðanefnd olíusjóðsins hafi komist að þeirri niðurstöðu að Rio Tinto sé ábyrgt fyrir viðamiklum umhverfisspjöllum í tengslum við rekstur Grasberg námunnar í Indónesíu. Því hafi sjóðurinn ákveðið að losa sig við öll hlutabréf sín í Rio Tinto.

Er þetta virkilega það sem við viljum, að auka enn áhrif Rio Tinto hér á landi?

Share this post


Link to post
Share on other sites
Bendi hér á frétt frá því fyrir um mánuði síðan:

http://www.visir.is/article/20080912/VIDSK.../721080781/1099

Þar kemur meðal annars fram:

Kristin Halvorsen fjármálaráðherra Noregs segir á heimasíðu norska fjármálaráðuneytisins að siðanefnd olíusjóðsins hafi komist að þeirri niðurstöðu að Rio Tinto sé ábyrgt fyrir viðamiklum umhverfisspjöllum í tengslum við rekstur Grasberg námunnar í Indónesíu. Því hafi sjóðurinn ákveðið að losa sig við öll hlutabréf sín í Rio Tinto.

Er þetta virkilega það sem við viljum, að auka enn áhrif Rio Tinto hér á landi?

Sjáflstæðismenn eru svo einfaldir, þeir halda að Rio Tinto muni ekki gera neitt slæmt hér á landi. Rannveig Tinto hjálpar þeim svo að ljúga. Átti ekki annars að flytja sjoppuna eftir að stækkunin var felld?

Share this post


Link to post
Share on other sites
Mér líst mjög vel á að álverið í Straumsvík verði stækkað, skapar mörg störf sem er hið besta mál því við getum átt von á atvinnuleysi á komandi árum

Já vonandi fer þessi Andri Snær að fá sér alvöru starf! Hann væri örugglega ánægður að vinna í Straumsvík í stað þess að vinna gegn Straumsvík.

:rolleyes:

Edited by drCronex

Share this post


Link to post
Share on other sites
Já vonandi fer þessi Andri Snær að fá sér alvöru starf! Hann væri örugglega ánægður að vinna í Straumsvík í stað þess að vinna gegn Straumsvík.

:rolleyes:

... þú ert óvitlaus drCronex, ertu ekki til í að reikna út fyrir okkur hve mikili verðmæti verða til hér og hve mikið verður eftir innanlands í þessum áliðnaði, hve miklu hefur verið tilkostað að skapa þessi störf og hver er raunverulega að græða á öllu saman? Andri Snær hefur eitthvað fengist við það, er sem sagt ekkert að marka hann? Bættu nú um betur og upplýstu mannskapinn.

Share this post


Link to post
Share on other sites
... þú ert óvitlaus drCronex, ertu ekki til í að reikna út fyrir okkur hve mikili verðmæti verða til hér og hve mikið verður eftir innanlands í þessum áliðnaði, hve miklu hefur verið tilkostað að skapa þessi störf og hver er raunverulega að græða á öllu saman? Andri Snær hefur eitthvað fengist við það, er sem sagt ekkert að marka hann? Bættu nú um betur og upplýstu mannskapinn.

Hann getur alveg eins og hagfræðingar skáldað einhver framtíðarverðmæti.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Varðandi tekjurnar af álverinu var margfarið yfir það hérna á málefnunum í tengslum við kosninguna í fyrra. Álverið skilaði þá um 1% af heildartekjum Hafnarfjarðar - það var nú allur gróðinn sem bærinn fékk út úr þessu. Ég nenni ekki að leita að þessu aftur, finndu umræðuna bara sjálfur.

Þessari staðreynda þarf að halda á lofti, þ.s. að Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú sannað að þeir hafa akkurat ekkert fjármálavit. Við þetta bætist að hafnfirðirðingar þurfa að standa straum af kostnaði v. færslu Reykjanesbrautar?

Og hver skyldi nú gróðinn á Kárahnjúkavirkjun vera m.v. stórlækkað heimsmarkaðsverð á áli? Mikið rosalega hefur þetta lið samið af sér, sorglegt. Enn eitt dæmi um lélegt peningavit Sjálfstæðismanna.

Share this post


Link to post
Share on other sites

... fróðlegt væri líka að sjá hvernig skuldir okkar vegna Kárahnjúkavirkjunar standa nú, þegar gengishrun er kaldur raunveruleiki.

Edited by púki

Share this post


Link to post
Share on other sites

Hiddaj: Úff, náttúrulega eru það beinu greiðslurnar til Hafnarfjarðar, meira fer í fyrirtæki og íbúa en 1%, yipes. En já, það hlýtur að vera sanngjarnt fyrir alla að hækka nú eitthvað þessi gjöld stórfyrirtækja.

Orville: Úffx2, blöskraði nú við að heyra þetta. Mig langar nú að vita hve mikil tenging er á milli RioTintoAlcan og RioTinto. Las mér til um að stjórn RioTintoAlcan sé bara gamla Alcan stjórnin. Mér þykir það heldur óábyrgt af stjórninni að líta ekki etur á þetta eins og frændur okkar hafa gert. En það er jú spurning hvort að við ættum að fara að bíta í höndina sem að borgar launin. Skilst mér einnig að RioTinto (námufyrirtækið sem að fréttin snýst um) og RioTintoAlcan sé mjög ólík fyrirtæki þó að jú, maður hefur heyrt að þeir selji til vopnaframleiðanda.

Ég kom aðeins inn á styrki álversins til samfélagsmála og einmitt var verið að úthluta þá í enda síðasta mánaðar og voru þeir allt í allt 10,36 milljónir króna. Einnig er styrkur álversins til íþróttamála í Hafnarfirði 12 milljónir á ári ef að ég skil fréttina rétt. En starfsmenn fyrirtækisins eru 500 talsins. Launin eru nú komin heldur eftir á en held ég að verkalýðsfélagið er komið að samningaborðinu. Einnig samkvæmt heimasíðu álversins er þessi upptalning á starfsfólki: vélvirkjar, verkfræðingar, stóriðjugreinar (skóli sem að álverið rekur sem að borgar starfsmönnum fyrir að læra á tölvur, stærðfræði, eðlis og efnafræði osfrv. aðallega ætluð fólki í almennum störfum), rafvirkjar, verkafólk, tæknifræðingar, málarar, skrifstofufólk, bifvélavirkjar, viðskiptafræðingar, múrarar, matreiðslumenn, rafeindavirkjar, smiðir o.fl. Hljómar kannski frekar propaganda-legt en ég get ekki séð neitt rangt við þetta. 22,36milljónir kr. í styrki á ári.

Eftir því sem að hér hefur komið fram þá finnst mér rétt að fara varlegar í þetta og skoða frekar hvað stækkunin myndi þýða fyrir samfélagið. Hve mörg störf, skattar, raforkusala, verkefni fyrir önnur fyrirtæki, mögulegur hagnaður fyrirtækisins og annar ávinningur þetta myndi hafa í för með sér. En þó að ágóðinn af þessari leið verði kannski minni en vonast er til þá eru fáar aðrar leiðir sem liggja í burtu frá þessu efnahagsbraki. Nú er tími á að draga okkur niður úr skýjunum og hugsa um að halda okkur á floti frekar en að fljúga of nærri sólinni.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Hiddaj: Úff, náttúrulega eru það beinu greiðslurnar til Hafnarfjarðar, meira fer í fyrirtæki og íbúa en 1%, yipes. En já, það hlýtur að vera sanngjarnt fyrir alla að hækka nú eitthvað þessi gjöld stórfyrirtækja.

Orville: Úffx2, blöskraði nú við að heyra þetta. Mig langar nú að vita hve mikil tenging er á milli RioTintoAlcan og RioTinto. Las mér til um að stjórn RioTintoAlcan sé bara gamla Alcan stjórnin. Mér þykir það heldur óábyrgt af stjórninni að líta ekki etur á þetta eins og frændur okkar hafa gert. En það er jú spurning hvort að við ættum að fara að bíta í höndina sem að borgar launin. Skilst mér einnig að RioTinto (námufyrirtækið sem að fréttin snýst um) og RioTintoAlcan sé mjög ólík fyrirtæki þó að jú, maður hefur heyrt að þeir selji til vopnaframleiðanda.

Ég kom aðeins inn á styrki álversins til samfélagsmála og einmitt var verið að úthluta þá í enda síðasta mánaðar og voru þeir allt í allt 10,36 milljónir króna. Einnig er styrkur álversins til íþróttamála í Hafnarfirði 12 milljónir á ári ef að ég skil fréttina rétt. En starfsmenn fyrirtækisins eru 500 talsins. Launin eru nú komin heldur eftir á en held ég að verkalýðsfélagið er komið að samningaborðinu. Einnig samkvæmt heimasíðu álversins er þessi upptalning á starfsfólki: vélvirkjar, verkfræðingar, stóriðjugreinar (skóli sem að álverið rekur sem að borgar starfsmönnum fyrir að læra á tölvur, stærðfræði, eðlis og efnafræði osfrv. aðallega ætluð fólki í almennum störfum), rafvirkjar, verkafólk, tæknifræðingar, málarar, skrifstofufólk, bifvélavirkjar, viðskiptafræðingar, múrarar, matreiðslumenn, rafeindavirkjar, smiðir o.fl. Hljómar kannski frekar propaganda-legt en ég get ekki séð neitt rangt við þetta. 22,36milljónir kr. í styrki á ári.

Eftir því sem að hér hefur komið fram þá finnst mér rétt að fara varlegar í þetta og skoða frekar hvað stækkunin myndi þýða fyrir samfélagið. Hve mörg störf, skattar, raforkusala, verkefni fyrir önnur fyrirtæki, mögulegur hagnaður fyrirtækisins og annar ávinningur þetta myndi hafa í för með sér. En þó að ágóðinn af þessari leið verði kannski minni en vonast er til þá eru fáar aðrar leiðir sem liggja í burtu frá þessu efnahagsbraki. Nú er tími á að draga okkur niður úr skýjunum og hugsa um að halda okkur á floti frekar en að fljúga of nærri sólinni.

Ég heyrði að þetta væri það sem þeir greiddu fyrir auglýsingar hjá íþróttafélögunum, fyrir auglýsingar á leikjum og fyrir að fá merki sitt á búninga. Gæti þó verið misskilningur hjá mér, en gaman væri þó að fá sundurliðun á styrkjum þeirra annars vegar og auglýsinga kaupum hins vegar.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Mér líst mjög vel á að álverið í Straumsvík verði stækkað, skapar mörg störf sem er hið besta mál því við getum átt von á atvinnuleysi á komandi árum

Já, en bara Hafnfirðingar kusu gegn stækkun þessa álvers fyrir fáum misserum.

Kæmi ekki á óvart ef Alcan er algerlega búið að afskrifa stækkun þarna á þessu

svæði. Gaflararnir geta sjálfir kennt sér um. Bæjarstjórinn líka, um að fara þá leiða

að láta bæjarbúa kjósa um þetta. Alcan er farið 'í burtu í fýlu' og mun stækka álver

sitt annars staðar.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Já, en bara Hafnfirðingar kusu gegn stækkun þessa álvers fyrir fáum misserum.

Kæmi ekki á óvart ef Alcan er algerlega búið að afskrifa stækkun þarna á þessu

svæði. Gaflararnir geta sjálfir kennt sér um. Bæjarstjórinn líka, um að fara þá leiða

að láta bæjarbúa kjósa um þetta. Alcan er farið 'í burtu í fýlu' og mun stækka álver

sitt annars staðar.

Alcan heitir reyndar Rio Tinto í dag en þeir eru í fullri vinnu við að stækka á núverandi svæði. Þeir ætla að mæta aukinni mengun með því að hækka strompana. Mér hefur nú frekar fundist þungt hljóðið í Hafnfirðingum fyrir það að þeir hunsa svona vilja bæjarbúa heldur en að það sé einhver eftirsjá yfir að hafa neitað stækkun.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Hækka strompana? Þeir eru að auka straumin sem að far í gegnum kerin sem að merkir breyting á tækjum. Jú það eykur mengun en ef ég skil það rétt ætti það einungis að vera í beinni tengingu við aukna framleiðslu og aukning á risum (gerist þegar kerin fara í fokk (fræðilegt term) sem að eyðileggur framleiðslu og eykur mengun).

Rio Tinto er námufyrirtæki sem að hefur enga starfsemi á Íslandi. Rio Tinto Alcan er álversfyrirtæki sem að einnig sér um báxíð framleiðslu og skautgerð.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Alcan heitir reyndar Rio Tinto í dag en þeir eru í fullri vinnu við að stækka á núverandi svæði. Þeir ætla að mæta aukinni mengun með því að hækka strompana. Mér hefur nú frekar fundist þungt hljóðið í Hafnfirðingum fyrir það að þeir hunsa svona vilja bæjarbúa heldur en að það sé einhver eftirsjá yfir að hafa neitað stækkun.

Já alveg rétt, það var víst Rio Tinto sem keypti Alcan. Ég held mikið uppá Rio og hef grætt mikið á viðskiptum við þá undanfarin misseri og það er gott að eiga hlut í þessu fyrirtæk því að þeir borga alltaf góðan arð á ársfjórðungs fresti. Þar verður enginn svikinn. Og það er bara tap þeirra Hafnarfjarðarbúa að hafna frekari viðskiptum við Rio.

Skil ekki alveg seinni setninguna þína, getur þú orðað hana betur? Eða skil ég þetta rétt: Þungt hljóð í Hafnfirðingum yfir að hafna stækkun álvers, en samt ekki eftirsjá í að neita stækkun?

Share this post


Link to post
Share on other sites
Já alveg rétt, það var víst Rio Tinto sem keypti Alcan. Ég held mikið uppá Rio og hef grætt mikið á viðskiptum við þá undanfarin misseri og það er gott að eiga hlut í þessu fyrirtæk því að þeir borga alltaf góðan arð á ársfjórðungs fresti. Þar verður enginn svikinn. Og það er bara tap þeirra Hafnarfjarðarbúa að hafna frekari viðskiptum við Rio.

Skil ekki alveg seinni setninguna þína, getur þú orðað hana betur? Eða skil ég þetta rétt: Þungt hljóð í Hafnfirðingum yfir að hafna stækkun álvers, en samt ekki eftirsjá í að neita stækkun?

Hvað segirðu er soldið gott að eiga bréf í Rio Tinto, the world´s most brutal company? Nrski olíusjóðurinn seldi sín í RT þar sem ofbauð sóðaskapurinn í fyrirtækinu. Kaus gegn stækkun og er enn ákveðnari en áður að kjósa á móti ef aftur á að kjósa.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Já alveg rétt, það var víst Rio Tinto sem keypti Alcan. Ég held mikið uppá Rio og hef grætt mikið á viðskiptum við þá undanfarin misseri og það er gott að eiga hlut í þessu fyrirtæk því að þeir borga alltaf góðan arð á ársfjórðungs fresti. Þar verður enginn svikinn. Og það er bara tap þeirra Hafnarfjarðarbúa að hafna frekari viðskiptum við Rio.

Skil ekki alveg seinni setninguna þína, getur þú orðað hana betur? Eða skil ég þetta rétt: Þungt hljóð í Hafnfirðingum yfir að hafna stækkun álvers, en samt ekki eftirsjá í að neita stækkun?

Nei, Hafnfirðingar eru ekki ánægðir með að fyrirtækið skuli ekki virða vilja bæjarbúa um að stækka ekki. Ég hef ekki heyrt í neinum sem hafnaði stækkun en hefur síðan skipt um skoðun. Þér finnst kannski Rio Tinto fyrirmyndarfyrirtæki en sumir gera meiri kröfur.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Nei, Hafnfirðingar eru ekki ánægðir með að fyrirtækið skuli ekki virða vilja bæjarbúa um að stækka ekki. Ég hef ekki heyrt í neinum sem hafnaði stækkun en hefur síðan skipt um skoðun. Þér finnst kannski Rio Tinto fyrirmyndarfyrirtæki en sumir gera meiri kröfur.

Það eru allt aðrar forsendur í gangi núna heldur en þá. Ég veit nú um einhverja sem eru búnir að skifta um skoðun. Hvort að Rio Tinto hafi brotið á fólki í öðrum heimshlutum þá er það eitthvað sem að á að kíkja í en hefur ekki beina tengingu í áætlanir um stækkun. Mér finnst nú að ríkið ætti að kanna betur þær ásakanir sem að hafa verið lagðar á hendur Rio Tinto og tengingu þeirra við Rio Tinto Alcan og útibú þess hér á Íslandi. En þetta er ekki spurning um persónulegar 'vendettur', það er meira í húfi heldur en persónulegar gremjur. Við munum öll þurfa að fórna ýmsu á næstu árum.

Mér fannst það nú helvíti skondið að undirskriftalistinn umtalaði var á afgreiðsluborði N1 í Hafnarfirði. Til gamans má geta að Rio Tinto Alcan er í málaferlum við N1 út af tapi fyritækisins við eldsneytissamræðið. Einnig er N1 með skemmtilegt PR trikk með að flagga íslenska fánanum.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.