Sign in to follow this  
Followers 0
Svarthol

Tilgangurinn

5 posts in this topic

Ég tók mér göngu um heiminn

hitti gamlan mann og spurði hann:

"Hver er tilgangurinn í lífinu?"

Það er allt til sölu en ekki tilgangurinn

hann er hvergi að finna

Þú getur keypt bækur um tilganginn

en þú finnur hann ekki þar

Þú getur leitað til trúarbragða

en þú finnur hann ekki þar

Þú getur leitað í sjálfum þér

en þar finnur þú aðeins lítinn part af honum

Tilgangurinn dó fyrir löngu

hann kemur kannski aftur

ef þú heldur áfram þinni kröfugöngu

Þetta sagði gamli maðurinn

sem bar ekkert nafn.

Share this post


Link to post
Share on other sites

líst engum á þetta? :)

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ég hef ekki vit á kveðskap. En finnst þetta bara ágætt þannig lagað.

En..

Ef ég þættist vita eitthvað um þetta, þá mundi gagnrýni mín hljóða eitthvað svona:

1) Finnst vanta hrynjanda í þetta. Ekki endilega endarím, stuðlun eða nákvæm talning atkvæða, heldur svona hrynjanda sér og samhljóða. Þannig fannst mér þetta vera frekar stirt til aflestrar.

2) Innihaldið er háheimspekilegt en finnst það frekar leim að nota kennin, "gamla manninn" og trúarbrögð sem er ofnotað í svona atom ljóðum.

3) Nú varðandi að tilgangurinn náist aðeins með kröfugöngu finnst mér ekki alveg ganga upp. Kröfugöngur í kreppunni þjóna fyrst og fremst þeim tilgangi að gæta réttar okkar í efnislegu tilliti. Seint kaupa heimspekiþenkjandi einstaklingar þann boðskap að eina tilganginn í okkar lífi sé að finna í munni mammons, svo að segja.

4) Loks, þá hefði ég stungið upp á við þig að nota orð eins og sannleikann í stað tilganginn. Og að menn mundu finna hluta af honum með kröfugöngu.

En ég endurtek, ég er algjör skúnkur og þetta er aðeins mitt persónulega mat á svona kveðskap.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Með kröfugöngu var ég nú að tala um að halda áfram með lífið og berjast fyrir því að lifa góðu lífi

Share this post


Link to post
Share on other sites
Með kröfugöngu var ég nú að tala um að halda áfram með lífið og berjast fyrir því að lifa góðu lífi

Ok..

Það kemur mun betur út svoleiðis.

Þá er það kannski spurning um að finna orð sem lýsa þessari hugmynd þinni betur?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.