Sign in to follow this  
Followers 0

Tölfræði Málefnanna


51 posts in this topic

Posted

Ég lofaði því fyrir nokkru að taka saman tölfræði Málefnanna, nú er ég loksins búinn að taka þetta saman og setja þetta upp þannig að það sé læsilegt í grafi. Ég lét borðið taka saman tölur fyrir hvern mánuð frá stofnun Málefnanna, þessu raðaði ég svo upp í töflureikni (Gnumeric) og lét forritið búa til þessi gröf.

Allar tölurnar eru hráar nema talan um hlutfallið á milli nýrra þráða og innleggja. Þar er einfaldlega innleggjafjöldi deildur með fjölda nýstofnaðra þráða í hverjum mánuði fyrir sig.

Ekkert hefur verið fiktað við tölurnar nema að einu leiti, í mars 2006 þá kom eitthvað fyrir gagnagrunninn og slatti af upplýsingum hurfu út. Í staðinn fyrir að skrá þann mánuð með nærri því núll innlegg þá interpóleraði ég á milli febrúar og mars til að fá nothæfa tölu.

Til hægðarauka hefur hvert ár verið litað með sérstökum lit, þetta er gert til að auðvelda okkur að rýna í gröfin.

Héreftir ætlum við að reyna að uppfæra þessi gröf á eins til þriggja mánaða fresti. Það er hægt að sækja meira af upplýsingum úr gagnagrunn Málefnanna, hugsanlega verður það gert síðar.

Athugið að þegar tölfræðin er uppfærð þá er upphafsinnlegginu breytt, það verður þó tilkynnt með innleggi á þennan þráð. Ykkur er velkomið að ræða tölfræðina á þessum þræði. Smellið á gröfin til að fá mynd með betri upplausn.

Þræðir
post-10379-1255277355_thumb.png


Innlegg
post-10379-1255277408_thumb.png


Innlegg/þræðir
post-10379-1255277426_thumb.png


Nýskráningar
post-10379-1255277443_thumb.png

Heimsóknir á sólahring, hlutfall af 100.
Prósentur á Y ás og tími sólahrings á X ás.
post-10379-1251482285_thumb.png

Share this post


Link to post
Share on other sites

Posted

Mér finnst þetta líta ágætlega út.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Posted

Mér finnst þetta líta ágætlega út.
Þetta er svona svipað og ég átti von á.

Það sem kemur kannski mest á óvart er þessi hægfara þróun að hver þráður er að fá færri svör en áður, þetta er búið að vera stöðugt að breytast frá stofnun. Fyrstu mánuðina voru að meðaltali um 30 svör á hvern þráð, en í dag eru þau um 20. Er ekki alveg að fatta hversvegna þetta þróast svona, kannski hefur einhver tilgátu til að varpa fram?

Annað sem kemur á óvart er þessi gríðarlegi fjöldi sem hefur skráð sig á Málefnin fyrsta árið. Þegar mest hefur verið þá hafa komið inn 500 nýskráningar á einum mánuði. Það sem af er þessu ári þá höfum við verið að fá rétt rúmlega þrjátíu að meðaltali á mánuði, það er um einn á dag. Síðasti toppur í nýskráningum var í október og nóvember í fyrra, þá fengum við um 75 á mánuði.

Í byrjun síðasta mánaðar þá grúskaði ég talsvert í þessum tölum og tók eftir einu sem kom mér talsvert á óvart. Við vorum ekki að fá inn í umræðuna nema 1/4 af þeim sem skráðu sig. Uppúr því þá tók ég mig til og einfaldaði skráningarferlið aðeins, er að vonast til að það skili sér þannig að við fáum að minnsta kosti 1/2 af þeim sem eru nýskráðir inn í umræðuna. Sú breyting lofar mjög góðu.

Svo er annað sem fer að detta inn og það er nýja 3.0 borðið, þá geta menn skráð sig með Fésbók. Ég er að vonast eftir því að við fáum slatta af skráningum og nýjum notendum þar. En til að fá menn úr Fésbókinni þá er það lykilatriði að mínu mati að taka á þessum fleymstríðum og orðbragði, menn skrifa undir nafni á Fésbók og því er mikilvægt að við tökum okkur á í orðbragði og fleym stríðum. Sandkassinn kemur þar sterkur inn.

En eftir því sem líður á þá getum við fylgst með því hvernig breytingarnar skila sér í innlegg og nýskráningar, ég er á þeirri skoðun að svona tölur eigi að vera opnar og aðgengilegar á svona samfélagsvef. Vona að menn hafi gaman að þessu.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Posted

Er ekki ráðið bara að tengja þetta að fullu við Facebook og afnema nafnleyndina?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Posted (edited)

Ástæðan fyrir því að ég sagði að þetta liti ágætlega út var til þess að gefa til kynna að mér fyndist þetta í rauninni ekki eins slæmt og tölurnar gætu gefið til kynna.

Nýskráningarnar til að mynda sé ég ekkert athugavert við ef maður gefur sér það að fjöldi nýskráninga við upphaf málefnana megi rekja til þess að fólk hafi komið hingað í stríðum straumi annarsstaðar frá eins og vitað er. Síðan megi skýra fækkandi nýskráningar í kjölfar sprengingarinnar í upphafinu. Eins er spurning hvort ýmsar hamlanir á nýskráningum sem hafa verið í gangi hafi haft einhver áhrif á þetta. Þið hafið verið að veita mikið aðhald í þessum efnum í langann tíma.

En það má eflaust útskýra mikið af þessu út frá vinsældum annarrskonar vefja eins og bloggi sem hafa mun meira aðdráttarafl í dag fyrir fólk en spjallvefir sem voru gríðarlega vinsælir til að byrja með eins og bloggið er að verða. Mér sýnist að árið 2005 hafi vaknað meiri áhugi á bloggi og að það hafi farið síaukandi, spurning hvort það sé ekki að taka sinn skerf af umfangi umræðna á málefnunum.

Það er dálítið umhugsunarefni í þessu samhengi að sjá ýmsa spjallvefi sem málverjar haft haft lengi að umfang umræðna hefur kolfallið á þeim síðustu árin. alvaran.com og hugsjon.com hafa báðir í kringum 30,000 innlegg en nýjar umræður eru practically engar og hafa verið lengi.

Spurning hvort vert væri að skoða möguleikann á að setja upp IP.Blog frá Invision á málefnunum. Þetta er alveg prýðilegt kerfi þó það nálgist ekki almennilegt kerfi eins og WordPress.org til að mynda. Það væri kannski hægt að athuga að setja upp WordPress MU í staðinn, þó það sé minna praktískara en IP.Blog þar sem það er mun stærra í sniðum og ekki endilega hagkvæmt að hafa ef það fær ekki almennilega nýtingu.

Edited by Heliospan

Share this post


Link to post
Share on other sites

Posted

Svo er annað sem fer að detta inn og það er nýja 3.0 borðið, þá geta menn skráð sig með Fésbók. Ég er að vonast eftir því að við fáum slatta af skráningum og nýjum notendum þar. En til að fá menn úr Fésbókinni þá er það lykilatriði að mínu mati að taka á þessum fleymstríðum og orðbragði, menn skrifa undir nafni á Fésbók og því er mikilvægt að við tökum okkur á í orðbragði og fleym stríðum. Sandkassinn kemur þar sterkur inn.

En eftir því sem líður á þá getum við fylgst með því hvernig breytingarnar skila sér í innlegg og nýskráningar, ég er á þeirri skoðun að svona tölur eigi að vera opnar og aðgengilegar á svona samfélagsvef. Vona að menn hafi gaman að þessu.

Vegna þeirra breytinga sem eru í vændum án þess að ég hafi í huga Facebook þá má gera ráð fyrir því að mögulegt verði að vinna bug á þessu orðbragði hérna á málefnunum án þess að þið þurfið að lyfta litla fingri og hljótið þið að vera að velta þessum möguleika vel fyrir ykkur nú þegar. Þetta gæti mögulega bætt andrúmsloftið hérna umtalsvert ef þessu verður hrint í framkvæmd. En þetta gæti líka dregið úr ákveðinni tegund umræðu og svörum sem getur stundum verið gaman að fylgjast með.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Posted

Ástæðan fyrir því að ég sagði að þetta liti ágætlega út var til þess að gefa til kynna að mér fyndist þetta í rauninni ekki eins slæmt og tölurnar gætu gefið til kynna.

...

Eins og þú segir þá held ég að nýskráningarnar séu nokkuð eðlilegar, auðvitað var sprengja í byrjun og svo smátt og smátt dregur úr. Ég held að það geti verið gott takmark hjá okkur að halda nýskráningum í ca. 1-2 á dag. Það væri eðlileg nýliðun.

Það sem ég hef verið að hafa fókus á undanfarið er að auka hlutfallið af nýskráðum sem skila sér í umræðuna, eins og ég nefndi þá gerði ég það með því að einfalda skráningarferlið. Ég bjó til einfalda en furðulega öfluga spam vörn, síðan þá hefur ekki komið ein einasta spam innskráning (vorum að fá 20-30 á dag áður). Það var talsverð vinna að sortera úr alvöru skráningar og spam skráningar, við höfum örugglega nokkrum sinnum óvart kastað út alvöru notendum fyrir mistök.

Að einn af hverjum fjórum af nýskráðum skili sér í umræðuna er að mínu mati alls ekki nógu gott. Maður hefði haldið að ef menn leggja það á sig á annað borð að skrá sig þá ættu þeir að minnsta kosti að setja eitt innlegg. Takmarkið er að fanga um helminginn af þeim sem skrá sig, það væri mjög gott að mínu mati.

Varðandi bloggið þá er það búið að taka talsvert af Málefnunum, en einnig erum við í samkeppni við vefi eins og Eyjan og Fésbók. Ég gæti td. trúað að þeir hjá blog.is væru að upplifa svipað og við, þeas eftir upphafssprenginguna þá er farið að draga verulega úr nýskráningum, bloggum og athugasemdum.

Margir eru farnir að nota Eyjuna eins og spjallborð, en standardinn á athugasemdunum þar er oft á tíðum mjög lár (og þá á málverjamælikvarða).

Ef að við ættum að setja okkur eitthvað takmark varðandi innlegg og þræði þá held ég að það væri ágætt að reyna að halda okkur yfir 10.000 innlegg á mánuði fram að vetri og svo reyna að auka það eitthvað eftir áramót, hugsanlega um ca. 25%. Varðandi þræði þá væri gott að halda okkur yfir 600 og svo reyna að komast upp í 800.

Málið er auðvitað að við erum að berjast á tveimur vígstöðvum, bæði erum við að reyna að bæta gæði umræðunnar og svo erum við að reyna að halda í horfið með innleggjafjölda. Það er klárt mál að það að taka á málfari og þessháttar mun koma að einhverju leiti niður á innleggjum. Mín von er að þetta muni hafa neikvæð áhrif á innleggjafjölda til að byrja með, en svo þegar gæðin koma upp þá mun það hafa mun jákvæðari áhrif.

Spurning hvort vert væri að skoða möguleikann á að setja upp IP.Blog frá Invision á málefnunum.
Það er vel hægt að skoða þetta ef áhugi er fyrir hendi. Spurning samt hvort við ættum að vera að berjast á of mörgum vígstöðvum. Ef þetta yrði sett upp sem tilraun þá þyrfti að búa til eitthvað takmark, td. að það þurfi að vera að minnsta kosti X margir virkir bloggarar.

Hægt að taka þessa umræðu á öðrum þræði ef menn hafa áhuga á þessu. Ég held að blog kerfið sé klárt, gæti alveg prófað að virkja það til að sjá hvernig þetta er.

Vegna þeirra breytinga sem eru í vændum án þess að ég hafi í huga Facebook þá má gera ráð fyrir því að mögulegt verði að vinna bug á þessu orðbragði hérna á málefnunum án þess að þið þurfið að lyfta litla fingri og hljótið þið að vera að velta þessum möguleika vel fyrir ykkur nú þegar. Þetta gæti mögulega bætt andrúmsloftið hérna umtalsvert ef þessu verður hrint í framkvæmd. En þetta gæti líka dregið úr ákveðinni tegund umræðu og svörum sem getur stundum verið gaman að fylgjast með.
Ég held ég skilji hvað þú átt við, þú ert að meina "bad word filter" er það ekki?

Það er vel hægt að skoða það, ég held samt að það sé erfitt að eiga við það. Þegar þetta er notað á erlendum spjallborðum þá er það yfirleitt til að koma í veg fyrir að menn noti orð eins og "fuck" "cunt" og álíka. Bölvið og orðbragðið er aðeins öðruvísi í íslensku en á ensku.

Td. er að mínu mati í lagi að segja hálfvitaskapur, en það er ekki í lagi að segja að einhver sé hálfviti. Þannig ef við bönnum orðið "hálfvit*" þá mun maður ekki geta sagt hálfvitaskapur.

Hvernig myndir þú annars útfæra þetta? (og er það ekki þetta sem þú átt við)?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Posted

Ég er búinn að vera að velta fyrir mér dálitlu.

Ég tek eftir því að fjöldi virkra gesta sem eru að skoða málefnin hefur hríðfallið frá því í vor og er munurinn mjög mikill. Þetta byrjaði þegar í vor.

Spurning hvað orsaki þetta. Þessi gestafjöldi þarf ekki endilega að þýða að það sé fólk að skoða vefinn því stór hluti af gestunum geta verið einhverskonar bottar. Spurning hvort gerðar hafi verið server breytingar sem takmarki aðgang bottanna.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Posted

Hmmm, hvar sérð þú fjölda gesta?

Ég er ekki búinn að taka þær tölur saman til að birta.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Posted

Aha, þú fylgist með fjölda gesta á forsíðunni. Auðvitað, sama og ég hef gert.

Það var gerð smá breyting í vor hvernig leitarvélar eru höndlaðar, það er líklega það. Ég prófaði að breyta því aftur til baka til að sjá hvort það sé ekki rétt.

Töff hjá þér að hafa tekið eftir þessu ;)

Ég er bráðum að verða búinn að taka saman tölur um innlit, birti það fljótlega. Þar kemur einmitt þetta "hrap" fram.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Posted

Frábært framtak hjá Haförn og stjórnendum að birta þessar tölur.

Það er í fínu lagi að ritskoða málfarið, það heldur sumum við efnið og eykur bara gæði innleggjana.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Posted

Takk fyrir það Brecht.

Við græðum ekkert á því að sitja á þessum tölum ein, þessi vefur er samfélag notenda og allt svona á að vera upp á borðinu að mínu mati.

En ef menn eru með hugmyndir um hvernig væri hægt að meðhöndla tölurnar þá væri gaman að heyra þær. Hvernig væri til dæmis að birta fyrir hvert tímabil heimsóknartölur með dags-upplausn? Nenni ekki að gera það langt aftur í tímann, en það er lítið mál að gera það héreftir.

Væri hugsanlega hægt að gera það ár aftur í tímann, gaman að sjá hvernig þróunin var í kringum hrunið og kosningarnar.

Annað sem væri hægt að taka saman er meðalfjöldi innleggja á mánuði yfir allt tímabilið, þannig væri hægt að sjá hugsanlegar sveiflur í kringum jól og sumarfrí.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Posted

Sjáanlegt er á þessum gröfum að vefurinn er að sofna.

Spái honum ári í viðbót og svo verður hann horfinn.

Ég lofaði því fyrir nokkru að taka saman tölfræði Málefnanna, nú er ég loksins búinn að taka þetta saman og setja þetta upp þannig að það sé læsilegt í grafi. Ég lét borðið taka saman tölur fyrir hvern mánuð frá stofnun Málefnanna, þessu raðaði ég svo upp í töflureikni (Gnumeric) og lét forritið búa til þessi gröf.

Allar tölurnar eru hráar nema talan um hlutfallið á milli nýrra þráða og innleggja. Þar er einfaldlega innleggjafjöldi deildur með fjölda nýstofnaðra þráða í hverjum mánuði fyrir sig.

Ekkert hefur verið fiktað við tölurnar nema að einu leiti, í mars 2006 þá kom eitthvað fyrir gagnagrunninn og slatti af upplýsingum hurfu út. Í staðinn fyrir að skrá þann mánuð með nærri því núll innlegg þá interpóleraði ég á milli febrúar og mars til að fá nothæfa tölu.

Til hægðarauka hefur hvert ár verið litað með sérstökum lit, þetta er gert til að auðvelda okkur að rýna í gröfin.

Héreftir ætlum við að reyna að uppfæra þessi gröf á eins til þriggja mánaða fresti. Það er hægt að sækja meira af upplýsingum úr gagnagrunn Málefnanna, hugsanlega verður það gert síðar.

Athugið að þegar tölfræðin er uppfærð þá er upphafsinnlegginu breytt, það verður þó tilkynnt með innleggi á þennan þráð. Ykkur er velkomið að ræða tölfræðina á þessum þræði. Smellið á gröfin til að fá betri upplausn.

Þræðir

Innlegg

Innlegg/þræðir

Nýskráningar

Share this post


Link to post
Share on other sites

Posted

Sjáanlegt er á þessum gröfum að vefurinn er að sofna.

Spái honum ári í viðbót og svo verður hann horfinn.

Síðan málefnin voru stofnuð þá hafa þau verið á niðurleið, eða það segja allavega sérfræðingarnir.

Ef málefnin sofna eða deyja þá er það bara þannig, þetta er vefur sem er algjörlega í höndum þeirra sem stunda hann. Ef enginn nennir að ræða neitt hér þá er enginn tilgangur í að reka vefinn. Þannig er hann mjög ólíkur öðrum vefum, td. Eyjunni og MBL, þeir geta haldið áfram þó ekki ein einasta manneskja lítur inn.

Við eigum í harðri samkeppni við vefi eins og blog.is og facebook.com, ekkert skrítið að það róist aðeins hér.

En við erum að vinna í því að gera vefinn betri og þar með kannski trekkja notendur að. Ef það lukkast ekki, og fólk hættir að ræða málin hér þá bara lokum við er það ekki?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Posted

Er ekki ráðið bara að tengja þetta að fullu við Facebook og afnema nafnleyndina?
Ekki vitlaus hugmynd og myndi vonandi bæta gæði innleggja.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Posted

Ég vil ekki afleggja nafnleyndina þó mér finnist tenging við facebook skemmtileg pæling.

Ég er með allskonar fólk sem vini mína á facebook. m.a. nemendur mína á unglingsárum og ég vanda mig á annan hátt á facebook en hér.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Posted

Síðan málefnin voru stofnuð þá hafa þau verið á niðurleið, eða það segja allavega sérfræðingarnir.

Ef málefnin sofna eða deyja þá er það bara þannig, þetta er vefur sem er algjörlega í höndum þeirra sem stunda hann. Ef enginn nennir að ræða neitt hér þá er enginn tilgangur í að reka vefinn. Þannig er hann mjög ólíkur öðrum vefum, td. Eyjunni og MBL, þeir geta haldið áfram þó ekki ein einasta manneskja lítur inn.

Við eigum í harðri samkeppni við vefi eins og blog.is og facebook.com, ekkert skrítið að það róist aðeins hér.

En við erum að vinna í því að gera vefinn betri og þar með kannski trekkja notendur að. Ef það lukkast ekki, og fólk hættir að ræða málin hér þá bara lokum við er það ekki?

Held það nú bara.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Posted

Það sem kemur kannski mest á óvart er þessi hægfara þróun að hver þráður er að fá færri svör en áður, þetta er búið að vera stöðugt að breytast frá stofnun. Fyrstu mánuðina voru að meðaltali um 30 svör á hvern þráð, en í dag eru þau um 20. Er ekki alveg að fatta hversvegna þetta þróast svona, kannski hefur einhver tilgátu til að varpa fram?

Mig grunar að það sé einfaldlega hluti af þessari hægu kyrkingu sem stjórnendur hafa sett á umræðuna.

Það virðast t.d. engin takmörk á því að fólk geti vitnað í 2.2 boðorðið til að ritskoða umræðu.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Posted

Mig grunar að það sé einfaldlega hluti af þessari hægu kyrkingu sem stjórnendur hafa sett á umræðuna.

Það virðast t.d. engin takmörk á því að fólk geti vitnað í 2.2 boðorðið til að ritskoða umræðu.

góður!!!!!!!!!!!! þetta er málið - punktur!

Share this post


Link to post
Share on other sites

Posted

Mig grunar að það sé einfaldlega hluti af þessari hægu kyrkingu sem stjórnendur hafa sett á umræðuna.

Það virðast t.d. engin takmörk á því að fólk geti vitnað í 2.2 boðorðið til að ritskoða umræðu.

Sæll.

Eru stjórnendur á málefnunum búnir að vera að kirkja umræðuna síðan málefnin voru stofnuð? Er þetta ekki svolítið langsótt kenning?

Kveðja.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0