Sign in to follow this  
Followers 0
Kondór1

Atburðir undanfarinnar viku

63 posts in this topic

Fyrir um viku síðan tóku gildi breytt málverjaboðorð og nýr stjórnandi, þ.e. ég. Stjórnendur gerðu sér grein fyrir því strax í upphafi að þessar breytingar ættu eftir að kosta deilur og átök, af ýmsum ástæðum. Þar eð við blasti að ég yrði virkastur stjórnenda um sinn þurfti ég að gera upp við mig hvernig taka þyrfti á málum, eftir atvikum í samráði við aðra stjórnendur. Ég íhugaði þann möguleika að gefa aðlögunartíma, þannig að nýju reglunum yrði ekki framfylgt nema á mjög vægan hátt í byrjun og taka svo fastar á með tímanum. Ég komst fljótlega að þeirri niðurstöðu að slíkt myndi ekki verða til gæfu fyrir málefnin. Með því að taka vægt á einum og síðar strangt á öðrum yrði opnað fyrir alls kyns ásakanir um hlutdrægni, og hætta væri á að nýju reglurnar yrðu aldrei teknar alvarlega. Því einsetti ég mér að beita eins hörðum viðurlögum og þyrfti strax í byrjun, en slaka frekar á þegar frá liði.

Allnokkrir málverjar gerðust því miður brotlegir, ekki síst við hið títtnefnda 2.11. Það kom ekki á óvart. Brotin gerðust svo ört og voru svo gróf á ákveðnu tímabili, þrátt fyrir að búið væri að aðvara aðra um sömu hlutina á sömu þráðum með áberandi hætti, að ég ákvað að líta svo á að búið væri að gefa út aðvörun jafnvel þótt um fyrsta brot sumra væri að ræða, og setja viðkomandi í bann - mislangt eftir eðli málsins. Um leið ákvað ég að láta hjá líða að tilkynna um bann nokkurra málverja sem tóku gildi á stuttu tímabili. Það var meðvituð ákvörðun sem ég tók vegna þess að ég hafði áhyggjur af því að annars gæti skapast e-k panikk hjá öðrum málverjum. Þeir aðilar sem voru bannaðir án tilkynningar þar um voru eftirfarandi:

Hawk12;

Threshy;

france;

Bronstein;

Hrafnkell Daníels;

(ég vona að ég sé ekki að gleyma neinum, ég leiðrétti það þá síðar ef til kemur)

Allir ofangreindir eru nú komnir úr banni. Bent skal á að ekki er skylt að tilkynna um bönn, þótt venja sé að gera það.

Hver getur haft sína skoðun á þessum ráðstöfunum sem ég hef hér lýst. Eftir á að hyggja tel ég sjálfur að rétt hafi verið að bregðast við eins og ég gerði, miðað við kringumstæður. Rétt er að taka fram að þessi vinnubrögð eru ekki hugsuð sem almenn regla til frambúðar. Gripið var til þeirra vegna ástands sem ætla verður að sé óvenjuleg uppákoma.

Í millitíðinni hafa efnisumræður á málefnunum farið almennt vel fram, og málverjar hafa verið duglegir við að tilkynna um það sem úrskeiðis hefur farið, svo sem þegar móðgandi ummæli hafa verið látin falla. Fyrir það er ég þakklátur, og svo verður vonandi áfram.

Að lokum vil ég taka fram að ég tel boðorð 2.11, og að því sé framfylgt í hvívetna, algera forsendu fyrir því að hægt sé að stjórna umræðum á efnisflokkunum, svo þær fari ekki út í skítkast. Þess vegna er lögð slík ofuráhersla á að það festist í sessi.

Vonandi eru flestir eða allir málverjar nú orðnir meðvitaðir um hvernig hátta á málum hér í framtíðinni og sáttir við það.

Kondór1

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ég lýsi yfir fullu trausti á nýjum stjórnanda Kondór. það er ekki auðvelt verk að koma inn og eiga að taka á vandamálum sem hafa skapast hér. Ég hef verið ein undanfarna mánuði, einmitt vegna þess að stjórnendur hafa hreinlega gefist upp að vinna sitt verk, vegna sífeldra ásakana og leiðinda.

Um leið og ég vona að flestir stjórnendur komi til baka, þegar um fer að hægjast, vona ég að við getum sæst á betri og kurteisari umræður. Við getum nefnilega komið okkar málstað miklu betur til skila með því að ræða málefnalega um hlutina, heldur en með upphrópunum og því að niðurlægja aðra málverja.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Fyrir um viku síðan tóku gildi breytt málverjaboðorð og nýr stjórnandi, þ.e. ég. Stjórnendur gerðu sér grein fyrir því strax í upphafi að þessar breytingar ættu eftir að kosta deilur og átök, af ýmsum ástæðum. Þar eð við blasti að ég yrði virkastur stjórnenda um sinn þurfti ég að gera upp við mig hvernig taka þyrfti á málum, eftir atvikum í samráði við aðra stjórnendur. Ég íhugaði þann möguleika að gefa aðlögunartíma, þannig að nýju reglunum yrði ekki framfylgt nema á mjög vægan hátt í byrjun og taka svo fastar á með tímanum. Ég komst fljótlega að þeirri niðurstöðu að slíkt myndi ekki verða til gæfu fyrir málefnin. Með því að taka vægt á einum og síðar strangt á öðrum yrði opnað fyrir alls kyns ásakanir um hlutdrægni, og hætta væri á að nýju reglurnar yrðu aldrei teknar alvarlega. Því einsetti ég mér að beita eins hörðum viðurlögum og þyrfti strax í byrjun, en slaka frekar á þegar frá liði.

Allnokkrir málverjar gerðust því miður brotlegir, ekki síst við hið títtnefnda 2.11. Það kom ekki á óvart. Brotin gerðust svo ört og voru svo gróf á ákveðnu tímabili, þrátt fyrir að búið væri að aðvara aðra um sömu hlutina á sömu þráðum með áberandi hætti, að ég ákvað að líta svo á að búið væri að gefa út aðvörun jafnvel þótt um fyrsta brot sumra væri að ræða, og setja viðkomandi í bann - mislangt eftir eðli málsins. Um leið ákvað ég að láta hjá líða að tilkynna um bann nokkurra málverja sem tóku gildi á stuttu tímabili. Það var meðvituð ákvörðun sem ég tók vegna þess að ég hafði áhyggjur af því að annars gæti skapast e-k panikk hjá öðrum málverjum. Þeir aðilar sem voru bannaðir án tilkynningar þar um voru eftirfarandi:

Hawk12;

Threshy;

france;

Bronstein;

Hrafnkell Daníels;

(ég vona að ég sé ekki að gleyma neinum, ég leiðrétti það þá síðar ef til kemur)

Allir ofangreindir eru nú komnir úr banni. Bent skal á að ekki er skylt að tilkynna um bönn, þótt venja sé að gera það.

Hver getur haft sína skoðun á þessum ráðstöfunum sem ég hef hér lýst. Eftir á að hyggja tel ég sjálfur að rétt hafi verið að bregðast við eins og ég gerði, miðað við kringumstæður. Rétt er að taka fram að þessi vinnubrögð eru ekki hugsuð sem almenn regla til frambúðar. Gripið var til þeirra vegna ástands sem ætla verður að sé óvenjuleg uppákoma.

Í millitíðinni hafa efnisumræður á málefnunum farið almennt vel fram, og málverjar hafa verið duglegir við að tilkynna um það sem úrskeiðis hefur farið, svo sem þegar móðgandi ummæli hafa verið látin falla. Fyrir það er ég þakklátur, og svo verður vonandi áfram.

Að lokum vil ég taka fram að ég tel boðorð 2.11, og að því sé framfylgt í hvívetna, algera forsendu fyrir því að hægt sé að stjórna umræðum á efnisflokkunum, svo þær fari ekki út í skítkast. Þess vegna er lögð slík ofuráhersla á að það festist í sessi.

Vonandi eru flestir eða allir málverjar nú orðnir meðvitaðir um hvernig hátta á málum hér í framtíðinni og sáttir við það.

Kondór1

Hvað gerði ég af mér, ég er engu nær, þú mættir þá benda mér á hvar mín yfirsjón liggur, í hvaða innleggi.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Hvað gerði ég af mér, ég er engu nær, þú mættir þá benda mér á hvar mín yfirsjón liggur, í hvaða innleggi.

Það mun hafa verið þegar þú kallaðir tiltekna aðila "vanvita". Rekur þig minni til þess?

Það innlegg hefur nú verið falið.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Það mun hafa verið þegar þú kallaðir tiltekna aðila "vanvita". Rekur þig minni til þess?

Það innlegg hefur nú verið falið.

Enga fékk ég tilkynningu um það, hefði svo verið þá myndi þetta vera ljósar í minningunni sem og háttvísin í heiðri höfð.

Edited by Hawk12

Share this post


Link to post
Share on other sites
Enga fékk ég tilkynningu um það, hefði svo verið þá myndi þetta vera ljósar í minningunni sem og háttvísin í heiðri höfð.

Það má áreiðanlega bæta ferli tilkynninga og upplýsingagjafar. Sjálfur lít ég björtum augum til framtíðarinnar um þá hluti sem og aðra.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Í fljótu bragði get ég ekki séð annað en að umræðurnar hér hafi batnað töluvert undanfarið, vægast sagt.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Það er lengra síðan að fór að birta til hér á málefnum en þegar kontor mæti á svæðið.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Sprite:

Þú ert á hálum ís er þú uppnefnir stjórnendur.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Sprite:

Þú ert á hálum ís er þú uppnefnir stjórnendur.

????

Share this post


Link to post
Share on other sites

Hvernig er það með almenna umræðu um aðila utan málefnanna.... er í lagi að kalla þá nöfnum?

Ég t.d. nefndi Baugsmenn "alþjóðlega glæpamenn" í innleggi. Eða beinist athygli stjórnenda að innanhúss erjum?

Þetta hlítur að vera mikil vinna að breyta framkomu málverja í hvers annars garð.

Edited by Víðförli

Share this post


Link to post
Share on other sites
Hvernig er það með almenna umræðu um aðila utan málefnanna.... er í lagi að kalla þá nöfnum?

Ég t.d. nefndi Baugsmenn "alþjóðlega glæpamenn" í innleggi. Eða beinist athygli stjórnenda að innanhúss erjum?

Þetta hlítur að vera mikil vinna að breyta framkomu málverja í hvers annars garð.

Þetta er ágæt spurning.

Svarið er að ekki eru sömu reglur um þetta tvennt. Krafist er kurteisi í garð viðmælenda og málverja almennt, og er það til að umræður geti farið vel fram og snúist um málefni sem ræða á. Þegar kemur að einstaklingum úti í þjóðfélaginu eru önnur sjónarmið uppi. Almennt teljum við ekki að þótt talað sé um einhvern utan málefnanna með niðrandi hætti sé það til þess fallið að hleypa umræðunni upp og því eru ekki reistar eins þröngar skorður við því. Þumalputtareglan er sú að forðast það sem dómstólar myndu telja meiðyrði, og þá er meira leyfilegt ef opinber persóna á í hlut (td. stjórnmálamaður) en "venjulegur" einstaklingur. Þá ber að líta til boðorða 2.2 og 2.3 sem taka sérstaklega til þessa.

Þetta er vonandi nógu greinargott svar.

PS: nei það er reyndar ekki svo mikil vinna að "breyta" framkomu málverja, þeas á efnisflokkkunum. Það hefur verið miklu minna þar sem þurft hefur að gera athugasemdir við en ég gerði fyrirfram ráð fyrir. Mín tilfinning er sú að langflestir málverjar vilji hafa málefnin í því horfi sem við stefnum að. Margir sem hafa látið eftir sér að láta ýmislegt flakka í garð viðmælandans í gegnum tíðina hafa ekki gert það vegna þess að þeir vilji almennt hafa hlutina þannig, heldur vegna þess að þeir og aðrir hafa komist upp með það. Það er mín tilfinning.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Það er lengra síðan að fór að birta til hér á málefnum en þegar kontor mæti á svæðið.

Nei, algerlega ósammála því.

Var bara á niðurleið.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Víðförli, mér finnst ekki rétt að setja svona slúður hér inn. Ég lít ekki á það sem brot á reglum, en ég bið um að svoleiðis sé ekki gert.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Víðförli, mér finnst ekki rétt að setja svona slúður hér inn. Ég lít ekki á það sem brot á reglum, en ég bið um að svoleiðis sé ekki gert.

Hér er Víðförli að geta sér til um samhengi hlutanna, sem er allt annað en slúður.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Hér er Víðförli að geta sér til um samhengi hlutanna, sem er allt annað en slúður.

Hvað er slúður?

Share this post


Link to post
Share on other sites
Hvað er slúður?

Þetta er góð spurning, kannski ættir þú að beina henni til stjórnanda vors, til Kondórs1.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Mega stjórnendur breyta undirskrift notenda að þeim forspurðum?

Share this post


Link to post
Share on other sites
Þetta er góð spurning, kannski ættir þú að beina henni til stjórnanda vors, til Kondórs1.

Nei ég var að spyrja þig af því að þú varst að túlka slúður.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Nei ég var að spyrja þig af því að þú varst að túlka slúður.

Nei, nei en aftur á móti var Kondór1 stjórnandi vor að geta sér til um að Víðförli væri að fara með slúður, en ég var að geta mér til að Víðförli væri hér að benda á samhengi hlutanna.

Edited by Hawk12

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.