Sign in to follow this  
Followers 0
Kondór1

Tilgangur málefnanna

12 posts in this topic

Það væri ekki úr vegi að við rifjuðum öll upp hver er tilgangurinn með því að halda málefnunum starfandi. Hann er þessi:

A. - Að skapa vettvang þar sem fólk getur komið saman til að ræða hugðarefni sín, rökræða um lífins undur, deila um stjórnmál, slúðra um dægurmál, og alls konar sambland af framangreindu og ýmislegt annað og skylt.

Tilgangur málefnanna er EKKI:

B. - Að veita tækifæri til að skammast og þrasa í stjórnendum.

Þær breytingar sem hafa verið gerðar hér nýlega eru til þess ætlaðar að þjóna markmiðinu A. Þær koma óumflýjanlega niður á getu málverja til að stunda B, en sem fyrr segir eru málefnin ekki ætluð til þess.

Það væri best ef málverjar gerðu upp við sig í hvaða tilgangi þeir sækja málefnin, hvort það er helst A eða B. Flestir munu ekki einu sinni þurfa að hugsa sig um til að svara þessu, að ég tel. Þeir sem þurfa að hugsa sig um ættu að gera það vandlega, og þeir sem komast að niðurstöðunni B ættu að hafa það í huga að það er enginn vilji til þess lengur hjá stjórnendum að þjóna því markmiði. Að keppast við markmið B er mjög líklegt til að enda á einn ákveðinn veg. Þetta ber ekki að skilja sem hótun, þetta er einfaldlega því sem næst óumflýjanlegt í ljósi aðstæðna.

Áfram verður hægt að ræða stjórn vefjarins með þeim takmörkunum sem áður hafa verið kynntar. Margir hafa sýnt að þeir kunna að virða þær, og sumum hefur orðið hált á svellinu. Til lengri tíma hef ég engar áhyggjur af að málverjar sem eru komnir hingað til að þjóna markmiðið A nái ekki að aðlaga sig. Sumir virðast ekki geta það, eins og ákveðinn málverji sem kom hingað inn í dag undir enn nýju nikki. Hann var upphaflega settur í bann fyrir að kasta skít ítrekað í viðmælendur sína og tók þeirri ráðstöfun vægast sagt illa. Ég fjarlægði flest innlegg hans en lét einstaka standa til þess að sýna muninn á málverjum sem sækjast eftir markmiðum A annars vegar og B hins vegar.

Ég tel að það sé orðið ljóst hvernig málefnin eiga að vera til frambúðar, og ekki eru allir ánægðir með það, sem kemur ekkert á óvart. Margir hafa einnig látið í ljós ánægju sína.

Sjálfur tel ég að ótvírætt sé að málefnin séu þegar orðin betri vettvangur til að skiptast á skoðunum um hugðarefni sín. Þá má spyrja: er eitthvað við málefnin sem er mikilvægara en það?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Þegar stjórnendur trufla verulega A þá getur B verið nauðsynlegt.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Sjálfur tel ég að ótvírætt sé að málefnin séu þegar orðin betri vettvangur til að skiptast á skoðunum um hugðarefni sín.

Þessu er ég hjartanlega sammála.

Málefnin urðu mun betri vettvangur til skoðanaskipta eftir að harðar var tekið á brotum en áður.

Vonandi helst núverandi stefna sem lengst og vonandi hrökklast Kondór1 ekki úr starfi.

Þegar stjórnendur trufla verulega A þá getur B verið nauðsynlegt.

Getur þú vísað á dæmi þar sem Kondór1 truflar eðlilegar umræður á þessum vef?

Ég hef ekki orðið var við neitt slíkt.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Getur þú vísað á dæmi þar sem Kondór1 truflar eðlilegar umræður á þessum vef?

Ég hef ekki orðið var við neitt slíkt.

Já það get ég auðveldlega.

Hér var stofnaður þráður sem stjórnandi lokaði: http://www.malefnin.com/ib/index.php?showtopic=121134

Hér er annar þráður sem stjórnandi lokaði: http://www.malefnin.com/ib/index.php?showtopic=121124

Skil einfaldlega ekki hvað það var sem gerði það að verkum að þessum þráðum var lokað. Á öðrum þræðinum var verið að ræða um stjórnmál og á hinum eitthvað slúður sem öðru hvoru er rætt á kvennaklósettinu.

Ég stofnaði þráð um eitthvað sem ég má ekki nefna, en ég myndi telja að væri hófstillt gagnrýni á núverandi fyrirkomulag (að stjórnandi sé eingöngu á stjórnendanotendanafni). En hann var tekinn út. Ég bjó til einn mildari útgáfu af honum og fékk hana ekki birta heldur.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Í fyrra dæminu er greinilega verið að setja út á núverandi stjórn með óviðeigandi hætti.

Ég skil vel að þeim þræði hafi verið lokað.

Í seinna dæminu hefði átt að nægja að taka þín innlegg úr umræðunni auk þeirra sem voru beint svar við árásum þínum á aðra málverja. Vonandi hættir þú að tala niður til annarra héðan í frá þannig að umræðan geti verið á málefnalegum nótum.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Jæja þá erum við ósammála um hvað er eðlileg umræða og hvað ekki.

Við sjáum hvernig málin þróast. En það stendur það sem ég sagði, ef stjórnandi fer að trufla of mikið A þá verður B nauðsynlegt. Ert þú kannski ósammála því?

Eða getur stjórnandi ekki haft of mikil afskipti af umræðu að þínu mati og þar með getur gagnrýni á stjórnendur aldrei átt rétt á sér?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Vissulega getur stjórnandi haft of mikil áhrif á umræðu.

Þín dæmi bentu þó ekki til þess að stjórnandi færi offari.

Ég vona að núverandi stjórnun haldi áfram því ég er fullviss um að þannig sé þessum vettvangi best borgið.

Málefnaleg gagnrýni er nú þegar leyfð, þetta er bara spurning um að fara að reglum.

Allir gera gloríur, sjálfur á ég íslandsmet í því og mér sýnist Kondór1 bregðast vel við slíku, hann fer eftir fyrirfram gefnum reglum í stað þess að bregðast við hópþrýstingi, almenningsáliti eða tísku.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Vissulega getur stjórnandi haft of mikil áhrif á umræðu.

Þín dæmi bentu þó ekki til þess að stjórnandi færi offari.

Ég vona að núverandi stjórnun haldi áfram því ég er fullviss um að þannig sé þessum vettvangi best borgið.

Málefnaleg gagnrýni er nú þegar leyfð, þetta er bara spurning um að fara að reglum.

Allir gera gloríur, sjálfur á ég íslandsmet í því og mér sýnist Kondór1 bregðast vel við slíku, hann fer eftir fyrirfram gefnum reglum í stað þess að bregðast við hópþrýstingi, almenningsáliti eða tísku.

Nei það gerir hann reyndar ekki, ég hef sýnt fram á það á öðrum þræði.

Og fékk 'mod preview' bann fyrir vikið. Getur fundið umræðu um það hér: http://www.malefnin.com/ib/index.php?showtopic=121075

Ég nenni annars ekki að vera að eltast meira við þetta. Það er lítið mál að fara eftir settum reglum, það er bara bjánalegt að vera settur á 'mod preview' fyrir að benda á reglur sem hafa verið í gildi. Viðbrögðin voru svo heiftarleg að maður gat ekki annað en gagnrýnt það. Ég vona samt að til lengri tíma litið þá verði þetta búbót fyrir málefnin.

Edited by Timoshenko

Share this post


Link to post
Share on other sites
Nei það gerir hann reyndar ekki, ég hef sýnt fram á það á öðrum þræði.

Og fékk 'mod preview' bann fyrir vikið. Getur fundið umræðu um það hér: http://www.malefnin.com/ib/index.php?showtopic=121075

Ég nenni annars ekki að vera að eltast meira við þetta. Það er lítið mál að fara eftir settum reglum, það er bara bjánalegt að vera settur á 'mod preview' fyrir að benda á reglur sem hafa verið í gildi. Viðbrögðin voru svo heiftarleg að maður gat ekki annað en gagnrýnt það. Ég vona samt að til lengri tíma litið þá verði þetta búbót fyrir málefnin.

Það verður það.

Menn verða bara að kunna sér hóf; þú, ég og aðrir málverjar.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Það verður það.

Menn verða bara að kunna sér hóf; þú, ég og aðrir málverjar.

Já kunna sér hóf... og þegja þegar maður sér stjórnanda brjóta reglur.

Og ef maður vogar sér að láta vita þér eru bæði reglurnar og innleggið manns tekið út, og ef maður vogar sér að setja hluta af innlegginu aftur inn þá fer maður beint í mod preview bann.

Framtíðin er björt, engin spurning.

Ég bíð annars spenntur eftir því að fá leyfi til að stofna umræðu um það að stjórnendur séu hér eingöngu á einu notendanafni. Ég setti inn þannig þráð og hann var tekinn strax út, ég sendi inn sérstaka fyrirspurn til Kondór1 með nýjum texta og það er víst verið að ræða það á milli stjórnenda hvort ég megi ræða þetta viðkvæma mál.

Virkilega björt framtíð.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Já kunna sér hóf... og þegja þegar maður sér stjórnanda brjóta reglur.

Og ef maður vogar sér að láta vita þér eru bæði reglurnar og innleggið manns tekið út, og ef maður vogar sér að setja hluta af innlegginu aftur inn þá fer maður beint í mod preview bann.

Framtíðin er björt, engin spurning.

Ég bíð annars spenntur eftir því að fá leyfi til að stofna umræðu um það að stjórnendur séu hér eingöngu á einu notendanafni. Ég setti inn þannig þráð og hann var tekinn strax út, ég sendi inn sérstaka fyrirspurn til Kondór1 með nýjum texta og það er víst verið að ræða það á milli stjórnenda hvort ég megi ræða þetta viðkvæma mál.

Virkilega björt framtíð.

Vona að þú eignist líf Timo :)

Share this post


Link to post
Share on other sites
Já það get ég auðveldlega.

Hér var stofnaður þráður sem stjórnandi lokaði: http://www.malefnin.com/ib/index.php?showtopic=121134 <<<<<

Hér er annar þráður sem stjórnandi lokaði: http://www.malefnin.com/ib/index.php?showtopic=121124

Skil einfaldlega ekki hvað það var sem gerði það að verkum að þessum þráðum var lokað. Á öðrum þræðinum var verið að ræða um stjórnmál og á hinum eitthvað slúður sem öðru hvoru er rætt á kvennaklósettinu.

Ég stofnaði þráð um eitthvað sem ég má ekki nefna, en ég myndi telja að væri hófstillt gagnrýni á núverandi fyrirkomulag (að stjórnandi sé eingöngu á stjórnendanotendanafni). En hann var tekinn út. Ég bjó til einn mildari útgáfu af honum og fékk hana ekki birta heldur.

>>> Ég hélt nú eiginlega að þessi þráður væri dæmigert kvennaklósettsgrín.

Vona að þú eignist líf Timo :)

Fyrir langa langa löngu, í árdaga netsins var ég bannaður af ákveðinni spjallrás fyrir kjaftagang og eitthvað sem mér fannst nú smávægilegt. Lærði þá að það getur nú verið þannig að bönnuðum mönnum finnist þeir lenda í töluverðri neitun. Þá mótaði ég með mér þá skoðun að net-ritskoðun ætti rétt á sér en að hún þyrfti að vera afar varfærin og vandvirk.

Það má nefnilega vera að umræðan á málefnum sé einn af örfáum frjálsum virkum umræðupöllum á landinu, og það til margra ára. Það er vandmeðfarið að stjórna frelsinu. Enda er það stundum dónó og tabú.

Skoðum eyjuna t.d. Hún er uppfull af lesendakommentum sem fara langt yfir strikið og þó ýmislegt sé gott sé inn á milli, þá er þorri innleggjanna furðulegir sleggjudómar og oft röð bullukolla.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.