Sign in to follow this  
Followers 0
Wishbone

Myglusveppur

4 posts in this topic

Einhvers staðar las ég að finna megi myglusvepp í 40% heimila á Íslandi.

Er um að ræða stórt vandamál eða bara hysteria?

http://www.dv.is/frettir/2010/4/10/raki-he...eilsuspillandi/

Þetta getur verið stórvandamál ef sveppurinn nær mikilli útbreiðslu. Það gerir hann bara í miklum raka. Afleiðingarnar eru að heimilismenn verða slappir og veikir.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Þetta er ekkert alltaf neitt stórvandamál. Það er einsog þessir myglusveppir séu ekki alltaf eins. Þetta var vandi á einu minna heimila forðum, inni á baði, það kom svona svört mygla í loftið á baðherberginu. Það varð enginn veikur af þessu og ég brást við því með því að þrífa vel og svo keypti ég málningu sem mér var sagt að væri myglusveppadrepandi og málaði yfir allt. Ég seldi þá íbúð að vísu einhverju ári eða tveimur seinna og þá hafði ég bara alltaf blettað þetta svæði á baðherbergisloftinu með málningunni eftir þrif og veit ekkert hvernig þetta hefur þróast síðan þá. Í okkar tilviki veiktist enginn en það segir svosem ekkert. Það getur vel verið að í mínum myglusveppi hafi ekki verið eitur. Það er erfitt að alhæfa um svona.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Jú maður heyrir af og til um þetta og á að vera bráðdrepandi en það virðist vera ákveðið fólk sem er viðkvæmt fyrir myglu, hugsanlega ofnæmi og finnur meira fyrir þessu. Það voru myglusveppir þar sem ég bjó í Kanada og ég fann aldrei fyrir neinum veikindum. Í Þýskalandi er mygla algeng í húsum og fólki ráðlagt að lofta út tvisvar á dag til að sporna við henni.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.