Sign in to follow this  
Followers 0
Óradís

Getur svona lagað verið hættulegt?

70 posts in this topic

Ég hef ákveðnar áhyggjur af því sem mér sýnist ekki bara vera augljós áróðurssstarfsemi, heldur líka idiótísk gagnvirk múgsefjun og á sér stað frá morgni til kvölds á ákveðinni útvarpsstöð á Íslandi. Á þessari útvarpsstöð hringir fólk inn (aðallega afmarkaður hópur að vísu) og spjallar við þáttastjórnendur um þjóðmálin og það er frábært í sjálfu sér. En fyrirbærið er orðið þannig, í þessu viðkvæma ástandi í þjóðfélaginu, að þarna mæla þáttastjórnendur og innhringjendur upp í hverju öðru hverja vitleysuna á fætur annarri og spinna út og suður. Þarna argar fólk daginn út og inn og nóttina líka, ÚLFUR ÚLFUR!!!! og æsir upp hvert annað með því að sannfærast í sameiningu um sannindi allskonar lyga, útúrsnúninga og fullvissu um illvilja samborgara sinna. Skyndilegar hugdettur um óþverrahátt samborgaranna fá flug í þessum innhringiþáttum og ég er farin að hafa áhyggjur af að þetta sé hreinlega orðið stórhættulegt. Hvaða áhrif hefur svona lagað á skoðanamyndun í samfélaginu þegar upplýsingastreymið er svona einhliða og út í hróa hött?

Svona útvarpsstöð gæti verið svo frábær. -Hlustendur hringja inn og tala við þáttastjórnendur en þetta form krefst þess að þáttastjórnendur hafi ákveðinn hemil á sér í staðlausum ásökunum á aðra og annað hvort kynni sér málefnin rækilega, fái í meira mæli fólk sem vel þekkir til mála til að ræða þau og síðan gæta þess að tæta ekki þetta fólk sem þó kemur öðruhvoru, til skrafs á stöðinni, niður sem illa hugsandi lygara eða fífl.

Sem dæmi um útúrsnúninga og staðlausar fullyrðingar sem koma fram hjá aðalþáttastjórnanda útvarpsstöðvarinnar, heldur hann fram oft á dag að þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB verði virt að vettugi. Hann hreinlega fullyrðir að svo muni verða. Hann segir EKKI að það sé hugsanlegur möguleiki heldur hreinlega fullyrðir!!!

Allt þetta er vatn á myllu þeirra afla sem vilja blóðug átök á Íslandi án nokkurrar vitrænnar ástæðu og mér er nær að álíta að á þessari stöð sé hreinlega verið að hvetja hávært til þeirra. Mér finnst það mjög alvarlegt mál.

Þetta segir mér allavega að það sé rík þörf á mun meiri upplýsingu um hvað er raunverulega að gerast í samfélaginu annars staðar frá. Þetta þarf ríkisstjórnin virkilega að athuga og efla til mikilla muna upplýsingastreymi um hvað er að gerast. Við verðum að fá öflugt mótvægi við svona gríðarlega áróðursstarfsemi sem hreinlega er hvatning til alvarlegra átaka.

Ég nefni útvarpsstöðina eða þáttastjórnendur ekki á nafn hér enda má ég þá búast við málsókn vegna þessara skrifa. Ég tel það vera minn rétt að lýsa áhyggjum mínum af þessu og það er mín eina vörn þegar og ef kemur til málsóknar þar sem upptökur á þáttum á útvarpsstöðinni eru ekki til.

En til að létta fólki vinnuna sem vill leita að IP - tölu minni til að kæra mig fyrir þessi orð þá hef ég sett í notendaupplýsingar mínar, nafn mitt og mynd. Ég stend við það sem ég segi og geri það héðan af undir nafni.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Þessi stöð sem þú vilt ekki nefnaá nafn, er nauðsynlegt mótvægi við

þeim glæpaverkum sem ríkisstjórnin stendur fyrir.

Með réttu ætti fyrir löngu að vera búið að fangelsa þetta pakk fyrir óhæfu-

verk sín.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ég tek undir með þér Óradís.

Hvert orð.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Þessi stöð sem þú vilt ekki nefnaá nafn, er nauðsynlegt mótvægi við

þeim glæpaverkum sem ríkisstjórnin stendur fyrir.

Með réttu ætti fyrir löngu að vera búið að fangelsa þetta pakk fyrir óhæfu-

verk sín.

Þessi útvarpsstöð heldur á lofti einhliða áróðri og rakalausum fullyrðingum um illvilja annars fólks og óheiðarleika, aðallega stjórnvalda sem virðast því miður ekki hafa dug til að efla upplýsingaveitu sína sem mótvægi við þennan áróður. Þessi orð þín eru greinilega skilgetið afkvæmi þess sem fram kemur á þessari stöð. Það eigi að fangelsa fólk án dóms og laga og þá helst það fólk sem er að reyna, MEÐ LÖGUM, að bjarga því sem bjargað verður eftir að fyrri stjórnvöld hafa gengið hér um einsog fílar í postulínsbúð. Þeir sem höguðu sér einsog fílar virðast hins vegar friðhelgir í huga ykkar.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Þessi útvarpsstöð heldur á lofti einhliða áróðri og rakalausum fullyrðingum um illvilja annars fólks og óheiðarleika, aðallega stjórnvalda sem virðast því miður ekki hafa dug til að efla upplýsingaveitu sína sem mótvægi við þennan áróður. Þessi orð þín eru greinilega skilgetið afkvæmi þess sem fram kemur á þessari stöð. Það eigi að fangelsa fólk án dóms og laga og þá helst það fólk sem er að reyna, MEÐ LÖGUM, að bjarga því sem bjargað verður eftir að fyrri stjórnvöld hafa gengið hér um einsog fílar í postulínsbúð. Þeir sem höguðu sér einsog fílar virðast hins vegar friðhelgir í huga ykkar.

Stundum er fólk sett í gæsluvarðhald án þess að búið sé að

dæma í málum þess. Það er þekkt.

Veit ekki hvar þú getir fundið því stað, að ég sé að verja einhverja

stjórnmálastétt sem kom okkur á kaldan klaka.

Þætti gaman ef þú gætir bent á slík skrif.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Stundum er fólk sett í gæsluvarðhald án þess að búið sé að

dæma í málum þess. Það er þekkt.

Veit ekki hvar þú getir fundið því stað, að ég sé að verja einhverja

stjórnmálastétt sem kom okkur á kaldan klaka.

Þætti gaman ef þú gætir bent á slík skrif.

Jú fólk er stundum sett í gæsluvarðhald meðan verið er að rannsaka meinta glæpi. Það er gert ef hætta þykir á að það geti skaðað rannsóknarhagsmuni. Viltu benda mér á þá sem þér þykir að ætti að setja í gæsluvarðhald af þessum sökum?

Vegna seinni málsgreinarinnar hjá þér, hef ég ekki séð nokkra gagnrýni eða kröfur um að það fólk sem t.d. samkvæmt rannsóknarskýrslunni er klárlega meintir afbrotamenn séu settir í gæsluvarðhald. Eingöngu þeir sem nú eru í björgunarstörfum. Það fólk virðist hinsvegar klárlega eiga heima í gæsluvarðhaldi að mati sumra.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Hef nú ekki lesið stafkrók í nefndri rannsóknarskýrslu, svo ég á bágt með

að tjá mig um hana.

Ef það hefur ekki komið nægilega skýrt fram af minni hálfu, þá finnst mer

að ætti að sækja bankaræningjana í holur sínar og koma fyrir í þrælabúðum

Þið dýrkendur stjórnarinnar viljið hinsvegar ólm fá að greiða skuldir þeirra

upp í topp. Það er verðugt rannsóknarefni fyrir áhugasama.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Hef nú ekki lesið stafkrók í nefndri rannsóknarskýrslu, svo ég á bágt með

að tjá mig um hana.

Ef það hefur ekki komið nægilega skýrt fram af minni hálfu, þá finnst mer

að ætti að sækja bankaræningjana í holur sínar og koma fyrir í þrælabúðum

Þið dýrkendur stjórnarinnar viljið hinsvegar ólm fá að greiða skuldir þeirra

upp í topp. Það er verðugt rannsóknarefni fyrir áhugasama.

Ef íslendingar sem þjóð standa ekki við skuldbindingar gagnvart öðrum löndum komum við okkur endanlega út í horn og verðum ekki talin traustvekjandi meðal annarra þjóða. Veistu að Icsave er bara smáræði í samanburði við allt annað sem við skuldum eftir hrun bankakerfisins. Og allt var það í boði stjórnvalda þess tíma. Eftirlitsstofnanir voru hreinlega aflagðar til að koma þessu í kring. Þjóhagsstofnun var lögð niður!!!! Allt var í raun og veru rúinerað hér og nú þegar timburmennirnir herja á, er þeim sem gera allt sem í þeirra valdi stendur til að endurreisa þessa þjóð efnahagslega, kennt um að vera ekki göldróttir og ýta ekki bara á rewind. Því miður er það bara ekki hægt. Það er orðið sem orðið er og ef við ætlum að bjarga einhverju þá verðum við að leggja á okkur. Það er það eina sem við getum. Ef einhver brýst inn á heimilið þitt og brýtur allt og bramlar, ætlar þú þá að fangelsa þá sem hjálpa þér að laga það sem lagað verður af því þeir eiga ekki töfrasprota sem hægt er að beita til að segja "AKABRADABRA ekkert gerðist" Því miður skortur minn, þannig virkar víst veröldin ekki. Þeir sem reyna að bjarga málunum er ekki um að kenna.

Og NB. Það er gagnleg lesning að lesa það sem fram kemur í rannsóknarskýrslunni. Hér er linkur á hana: http://rna.althingi.is/ Rannsóknarskýrslan er líka til í upplestri einhversstaðar en ég finn ekki link á hana fyrir þig.

Edited by Óradís

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ég veit ekki, ég er sammála Óradísi að hluta, útvarp BRRRRRB er stundum með svolítið einhliða áróður, en ég spyr: Eru aðrir fjölmiðlar hótinu skárri? Hvernig var umfjöllun annarra fjölmiðla varðandi Magma málið? Jú, að ekkert væri hægt að gera, ekkert hægt að gera, ekkert hægt að gera...

Ég vil ekki taka einn fjölmiðil út, eins og t.d. útvarp BRRRRRB og rífa hann niður í gagnrýni. Tökum ALLA fjölmiðla á Íslandi og rýnum á þá gagnrýnum augum. Síðustu ár og jafnvel áratugi hafa íslenskir fjölmiðlar í raun ekki verið neitt annað en framlenging á valdinu. Bæði hinu pólitíska valdi, en sérstaklega valdi auðmanna. Í raun hafa fjölmiðlar starfað eins og ókeypis almannatengslaskrifstofur eigenda sinna og þeirra pólitísku afla sem standa að baki þeim. Útvarp BRRRRRB má þó eiga það, að þar á bæ eru sennilega minnstu hagsmunatengslin út í samfélagið.

Svo er það auðvitað þannig, að í samfélagi þar sem tjáningarfrelsi ríkir (allavega í orði), þá má stofna fjölmiðil og það má þessvegna vera áróðursfjölmiðill, ef eigendur vilja það. Fólki er nefnilega alveg í sjálfsvald sett, hvort það hlustar á áróður valdsins eða áróður annarra... ;)

Share this post


Link to post
Share on other sites

Reyni stundum að skipta yfir á svona stöð. Er hrifin af töluðu máli og málefnum í útvarpi.

Það kemur einstaka sinnum fyrir að það eru mætir menn með merka sjónarhóla þarna en því miður sjaldan. Oftast fæ ég aulahroll og flýti mér að slökkva. Held að svona yfirgengilegur málflutningur, byggður á fordómum, hafi lítið að segja í þjóðfélaginu. Þeir sem ala með sér svipaðar skoðanir eins og parið fara þarna inn til að staðfesta sig í trúnni en ég held varla að þau hafi mikil áhrif á hugsandi fólk.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Ég veit ekki, ég er sammála Óradísi að hluta, útvarp BRRRRRB er stundum með svolítið einhliða áróður, en ég spyr: Eru aðrir fjölmiðlar hótinu skárri? Hvernig var umfjöllun annarra fjölmiðla varðandi Magma málið? Jú, að ekkert væri hægt að gera, ekkert hægt að gera, ekkert hægt að gera...

Ég vil ekki taka einn fjölmiðil út, eins og t.d. útvarp BRRRRRB og rífa hann niður í gagnrýni. Tökum ALLA fjölmiðla á Íslandi og rýnum á þá gagnrýnum augum. Síðustu ár og jafnvel áratugi hafa íslenskir fjölmiðlar í raun ekki verið neitt annað en framlenging á valdinu. Bæði hinu pólitíska valdi, en sérstaklega valdi auðmanna. Í raun hafa fjölmiðlar starfað eins og ókeypis almannatengslaskrifstofur eigenda sinna og þeirra pólitísku afla sem standa að baki þeim. Útvarp BRRRRRB má þó eiga það, að þar á bæ eru sennilega minnstu hagsmunatengslin út í samfélagið.

Svo er það auðvitað þannig, að í samfélagi þar sem tjáningarfrelsi ríkir (allavega í orði), þá má stofna fjölmiðil og það má þessvegna vera áróðursfjölmiðill, ef eigendur vilja það. Fólki er nefnilega alveg í sjálfsvald sett, hvort það hlustar á áróður valdsins eða áróður annarra... ;)

Ég get tekið undir að fjölmiðlar almennt hafi ekki staðið sig sérlega vel en þessi tiltekni sker sig verulega úr hvað varðar stundum hreinar ofsóknir, útúrsnúninga og já ég segi það hreint út hvatningu til óeirða. Þar eru líka hreinar lygar bornar á borð stundum en ég held að hinir flötu fjölmiðlar hafi bara haldið sig við flatneskjuna, í það minnsta sleppt áróðrinum ógurlega. Og ef þú heldur að þessi fjölmiðill sé undanþegin því að vera styrktur af einhverjum sem hagsmuna eiga að gæta þá held ég að þú sért að binda fyrir augun.

Reyni stundum að skipta yfir á svona stöð. Er hrifin af töluðu máli og málefnum í útvarpi.

Það kemur einstaka sinnum fyrir að það eru mætir menn með merka sjónarhóla þarna en því miður sjaldan. Oftast fæ ég aulahroll og flýti mér að slökkva. Held að svona yfirgengilegur málflutningur, byggður á fordómum, hafi lítið að segja í þjóðfélaginu. Þeir sem ala með sér svipaðar skoðanir eins og parið fara þarna inn til að staðfesta sig í trúnni en ég held varla að þau hafi mikil áhrif á hugsandi fólk.

Já ég vona innilega að íslendingar almennt séu það glúrnir að þeir láti ekki segja sér hvað sem er eða heilaþvo sig. Áróðursaðferðin sem þarna er notuð er sérstök og ég held þetta sé ekkert í fyrsta sinn sem hún er notuð á hrjáða þjóð. Ég geri alveg eins ráð fyrir að það fólk sem hringist þarna á og mælir hvert upp í öðru vitleysuna geti verið varasamur minnihlutahópur þegar á hólminn er komið. Forheimskandi áróður hefur áhrif á besta fólk.

Vissulega má stofna útvarpsstöð og það má segja hvað sem er ef það er innan marka laga um meiðyrði. Ég vil ekki banna fjölmiðla en mér finnst mjög áríðandi að umræða sé uppi sem gagnrýnir fjölmiðla og ekki þá sýst svona fjölmiðla.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Ég get tekið undir að fjölmiðlar almennt hafi ekki staðið sig sérlega vel en þessi tiltekni sker sig verulega úr hvað varðar stundum hreinar ofsóknir, útúrsnúninga og já ég segi það hreint út hvatningu til óeirða. Þar eru líka hreinar lygar bornar á borð stundum en ég held að hinir flötu fjölmiðlar hafi bara haldið sig við flatneskjuna, í það minnsta sleppt áróðrinum ógurlega. Og ef þú heldur að þessi fjölmiðill sé undanþegin því að vera styrktur af einhverjum sem hagsmuna eiga að gæta þá held ég að þú sért að binda fyrir augun.

Áróður hefur margar birtingarmyndir. Hluti áróðurs getur líka verið það sem ekki er sagt frá og akkúrat það atriði er landlægur andskoti í íslenskri fjölmiðlun. Að áróðurinn sé meira falinn hjá öðrum fjölmiðlum en útvarps BRRRRRB gerir hann ekkert minni eða betri.

Svo sagði ég aldrei að útvarp BRRRRRB hefði engra hagsmuna að gæta út í samfélaginu. Ég orðaði þetta: Útvarp BRRRRRB má þó eiga það, að þar á bæ eru sennilega minnstu hagsmunatengslin út í samfélagið... ;)

PS. Ég hef reyndar aldrei heyrt þáttastjórnendur á útvarpi BRRRRRB hvetja til óeirða, en það ber að hafa í huga, að hlustun mín á þennan fjölmiðil hefur legið nær algjörlega niðri þetta sumarið...

Edited by jenar

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ég vil benda á í þessu sambandi, og auðvitað segja einhverjir að ég sé hysterísk en einhverjum mestu hryðjuverkum sögunnar var stjórnað gegnum útvarp á tímum þegar allt var í kalda koli og auðvelt að grafa sig inn í ringlaðan hugarheim almennings sem átti í vanda. Við getum svona í forbifarten minnst á bæði Hitler og Stalin sem komu sínum áróðri áfram fyrst og fremst gegnum útvarp en ekki síður og nýlegar manndrápin í Ruanda http://en.wikipedia.org/wiki/Rwandan_Genocide

Og jú. Ég hef áhyggjur af að fólkið sem stýrir þessari útvarpsstöð geri sér ekki minnstu grein fyrir hvað þau eru að gera. þau telja sig vera að tala í nafni gagnrýni og heilags réttlætis en nota nákvæmlega sömu aðferðir og hafa haft skelfilegar afleiðingar í sögu mannkyns. Það sama gæti gerst hér, Þó við séum mest og best þá eru blikur á lofti af því við höfum orðið fyrir skelfilegum hremmingum. Kannast einhver við afleiðingar svoleiðis í sögu mannkyns?

Já ég hef í alvöru áhyggjur af þessu og ég vildi óska að það fólk sem að þessari útvarsstöð stendur læsi þetta og tæki það til alvarlegrar íhugunar en færi ekki bara í árásarhug.

Bæti hérna við parti sem kemur fram um Medea Propaganda í Rwanda á ofangreindum link.

"Media propaganda

According to recent commentators, the news media played a crucial role in the genocide; local print and radio media fueled the killings while the international media either ignored or seriously misconstrued events on the ground.[11] The print media in Rwanda is believed to have started hate speech against Tutsis, which was later continued by radio stations. According to commentators, anti-Tutsi hate speech "...became so systemic as to seem the norm." The state-owned newspaper Kangura had a central role, starting an anti-Tutsi and anti-RPF campaign in October 1990. In the ongoing International Criminal Tribunal for Rwanda, the individuals behind Kangura have been accused of producing leaflets in 1992 picturing a machete and asking "What shall we do to complete the social revolution of 1959?" – a reference to the Hutu revolt that overthrew the Tutsi monarchy and the subsequent politically orchestrated communal violence that resulted in thousands of mostly Tutsi casualties and forced roughly 300,000 Tutsis to flee to neighboring Burundi and Uganda. Kangura also published the infamous "10 Hutu Commandments," which regulated all dealings with Tutsis and how Hutus are to treat them, and generally communicated the message that the RPF had a devious grand strategy (one feature article was titled "Tutsi colonization plan").[12]

Due to high rates of illiteracy at the time of the genocide, radio was an important way for the government to deliver messages to the public. Two radio stations key to inciting violence before and during the genocide were Radio Rwanda and Radio Télévision Libre des Mille Collines (RTLM). In March 1992, Radio Rwanda was first used in directly promoting the killing of Tutsi in Bugesera, south of the national capital Kigali. Radio Rwanda repeatedly broadcast a communiqué warning that Hutu in Bugesera would be attacked by Tutsi, a message used by local officials to convince Hutu that they needed to protect themselves by attacking first. Led by soldiers, Hutu civilians and members of the Interahamwe subsequently attacked and killed hundreds of Tutsi.[13]

At the end of 1993, the RTLM's highly sensationalized reporting on the assassination of the Burundi president, a Hutu, was used to underline supposed Tutsi brutality. The RTLM falsely reported that the president had been tortured, including castration of the victim (in pre-colonial times, some Tutsi kings castrated defeated enemy rulers). From late October 1993, the RTLM repeatedly broadcast themes developed by the extremist written press, underlining the inherent differences between Hutu and Tutsi, the foreign origin of Tutsi, the disproportionate share of Tutsi wealth and power, and the horrors of past Tutsi rule. The RTLM also repeatedly stressed the need to be alert to Tutsi plots and possible attacks and called upon Hutu to prepare to 'defend' themselves against the Tutsi.[13] After April 6, 1994, authorities used the RTLM and Radio Rwanda to spur and direct killings, specifically in areas where the killings were initially resisted. Both radio stations were used to incite and mobilize then give specific directions for carrying out the killings.[13]

The RTLM had used terms such as inyenzi (cockroach in Kinyarwandan) and Tutsi interchangeably with others referring to the RPF combatants and warned specifically that RPF combatants dressed in civilian clothes were mingling among displaced people fleeing combat zones. These broadcasts gave the impression that all Tutsi were necessarily supporters of the RPF force fighting against the government.[13] Women were part of the anti-Tutsi propaganda prior the 1994 genocide; for example, the "Ten Hutu Commandments" published in December 1990 by "Kangura" included four commandments which portrayed Tutsi women as tools of the Tutsi people and as sexual weapons that would be used by the Tutsi to weaken and ultimately destroy the Hutu men.[14] Gender-based propaganda also include cartoons printed in newspapers depicting Tutsi women as sex objects. Examples of gender-based hate propaganda used to incite war rape include statements by perpetrators such as "You Tutsi women think that you are too good for us" and "Let us see what a Tutsi woman tastes like ".[14]

There were 50,000 civilian deaths in Burundi in 1993.

International development agencies, in an effort to promote democracy in the country, had been involved in promoting the development of the media during the period leading up to the genocide[15]. This issue highlights the importance of how promoting one aspect of democracy (in this case the media) may, in fact, negatively influence other aspects of democracy or human rights. This suggests international development agencies must be highly sensitive to the specific context their programmes are implemented in and how democracy promotion should be done holistically[15]."

Þó þarna hafi stjórnvöld verið að verki þá er það nú svo að hjá okkur eru aðstæður þannig að.........Ehemm. Held þið vitið hvað ég ætla að segja næst.

Áróður hefur margar birtingarmyndir. Hluti áróðurs getur líka verið það sem ekki er sagt frá og akkúrat það atriði er landlægur andskoti í íslenskri fjölmiðlun. Að áróðurinn sé meira falinn hjá öðrum fjölmiðlum en útvarps BRRRRRB gerir hann ekkert minni eða betri.

Svo sagði ég aldrei að útvarp BRRRRRB hefði engra hagsmuna að gæta út í samfélaginu. Ég orðaði þetta: Útvarp BRRRRRB má þó eiga það, að þar á bæ eru sennilega minnstu hagsmunatengslin út í samfélagið... ;)

PS. Ég hef reyndar aldrei heyrt þáttastjórnendur á útvarpi BRRRRRB hvetja til óeirða, en það ber að hafa í huga, að hlustun mín á þennan fjölmiðil hefur legið nær algjörlega niðri þetta sumarið...

Jenar. Ég hef margoft heyrt hvatt til óeirða á þessari stöð. Kannski það verði dregið úr svoleiðis þegar þættirnir verða aðgengilegir á netinu eftir mánaðamótin.

Edited by Óradís

Share this post


Link to post
Share on other sites
Jenar. Ég hef margoft heyrt hvatt til óeirða á þessari stöð. Kannski það verði dregið úr svoleiðis þegar þættirnir verða aðgengilegir á netinu eftir mánaðamótin.

Ég þekki þig ekki fyrir að vera lygara, þannig að ég var ekki að rengja þetta, heldur einungis að segja að ég hef ekki heyrt þannig áróður á þessari tilteknu stöð. Hinsvegar hef ég heyrt þau hvetja fólk til að fara út og mótmæla. Reyndar ekki nýlega, því eins og ég sagði, þá hef ég eiginlega ekkert hlustað á útvarp BRRRRRB í sumar. Reyndar gildir það sama um aðrar útvarpsstöðvar, þannig að...

Ég deili áhyggjum þínum að vissu marki, en mínar áhyggjur liggja eiginlega hinumegin á peningnum; ég óttast þöggunina meira en að einhverjir fjölmiðlar séu að útvarpa einhverri misviturri speki...

Share this post


Link to post
Share on other sites
Ég þekki þig ekki fyrir að vera lygara, þannig að ég var ekki að rengja þetta, heldur einungis að segja að ég hef ekki heyrt þannig áróður á þessari tilteknu stöð. Hinsvegar hef ég heyrt þau hvetja fólk til að fara út og mótmæla. Reyndar ekki nýlega, því eins og ég sagði, þá hef ég eiginlega ekkert hlustað á útvarp BRRRRRB í sumar. Reyndar gildir það sama um aðrar útvarpsstöðvar, þannig að...

Ég deili áhyggjum þínum að vissu marki, en mínar áhyggjur liggja eiginlega hinumegin á peningnum; ég óttast þöggunina meira en að einhverjir fjölmiðlar séu að útvarpa einhverri misviturri speki...

Hér á málefnum eru mýmörg dæmi um hvatningu til fólks um að mótmæla.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Ég þekki þig ekki fyrir að vera lygara, þannig að ég var ekki að rengja þetta, heldur einungis að segja að ég hef ekki heyrt þannig áróður á þessari tilteknu stöð. Hinsvegar hef ég heyrt þau hvetja fólk til að fara út og mótmæla. Reyndar ekki nýlega, því eins og ég sagði, þá hef ég eiginlega ekkert hlustað á útvarp BRRRRRB í sumar. Reyndar gildir það sama um aðrar útvarpsstöðvar, þannig að...

Ég deili áhyggjum þínum að vissu marki, en mínar áhyggjur liggja eiginlega hinumegin á peningnum; ég óttast þöggunina meira en að einhverjir fjölmiðlar séu að útvarpa einhverri misviturri speki...

Þöggunin er líka til skaða ekki síst þegar svona áróður ríður húsum og þessi ríkisstjórn virðist ekki hafa neina almennilega upplýsingaveitu starfandi. Kannski er það vegna sparnaðar í kreppunni en eflaust líka vegna þess að fólk þar er ekki sérlega úthverft. það leggur greinilega metnað í að vinna vinnuna sína og vanrækir að auglýsa hvað það er að gera.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ég held það sé kjarkleysi sem veldur því að þessi þráður er ekki lengri en hann er. Ógnin, hótunin um málaferli er ferlegur þröskuldur. Ég hef tekið meðvitaða ákvörðun um að gefa dauðann og djöfulinn í það og segja bara það sem mér finnst þó aðrir þori ekki. Ég hef engu að tapa við að segja skoðun mína en ef ég segi ekki það sem mér finnst hef ég sjálfsvirðingunni að tapa. Mér misbíður allsvakalega hvernig þetta fólk heldur á spilunum og ég ætla að segja frá því og halda því á lofti. Ég er skíthrædd við það sem þarna er verið að ala á og ég hlýt að opna á mér munninn. Mér sýnist fáir þora að taka undir með mér nema Tímo. Fyrirgefið þið sem ég hef hugsanlega ekki tekið eftir en mér finnst þetta í alvöru mjög alvarlegt mál sem kallar á alvöru andsvar. Hugleysi þegar maður horfir á svona hættur er svakaleg synd.

Hér á málefnum eru mýmörg dæmi um hvatningu til fólks um að mótmæla.

Ég er ekki að tala um hvatningu til mótmæla. Ég er fylgjandi hvatningu til mótmæla ef fólk hefur eitthvað til að mótmæla og ég er fysrst til að taka þátt í mótmælum þegar svo háttar. En ég er hér að gagnrýna útvarpstöð sem leggur upp úr hvatningu til óeirða og eyðileggingar. Ég er að tala um lygar, skrumskælingu á sannleikanum og svívirðingar. Linnulausan áróður þar sem fólk mælir upp í hverju öðru tóma andskotans vitleysu og gerir öðrum upp illvilja og nánast satanisku.

Edited by Óradís

Share this post


Link to post
Share on other sites
Ég held það sé kjarkleysi sem veldur því að þessi þráður er ekki lengri en hann er. Ógnin, hótunin um málaferli er ferlegur þröskuldur. Ég hef tekið meðvitaða ákvörðun um að gefa dauðann og djöfulinn í það og segja bara það sem mér finnst þó aðrir þori ekki. Ég hef engu að tapa við að segja skoðun mína en ef ég segi ekki það sem mér finnst hef ég sjálfsvirðingunni að tapa. Mér misbíður allsvakalega hvernig þetta fólk heldur á spilunum og ég ætla að segja frá því og halda því á lofti. Ég er skíthrædd við það sem þarna er verið að ala á og ég hlýt að opna á mér munninn. Mér sýnist fáir þora að taka undir með mér nema Tímo. Fyrirgefið þið sem ég hef hugsanlega ekki tekið eftir en mér finnst þetta í alvöru mjög alvarlegt mál sem kallar á alvöru andsvar. Hugleysi þegar maður horfir á svona hættur er svakaleg synd.

Góðar pælingar hjá þér og vissulega má spyrja sig hvort þróunin sé hættuleg.

Veröldin er annað hvort svört eða hvít hjá sumum, engar málamiðlanir.

Annað skil ég ekki hjá þér, (feitletrað)

Share this post


Link to post
Share on other sites
Góðar pælingar hjá þér og vissulega má spyrja sig hvort þróunin sé hættuleg.

Veröldin er annað hvort svört eða hvít hjá sumum, engar málamiðlanir.

Annað skil ég ekki hjá þér, (feitletrað)

Það sem er feitletrað hjá þér úr kommentinu mínu merkir að ég velti fyrir mér af hverju gagnrýnin á málflutninginn á þessari útvarpsstöð er ekki háværari. Ég velti fyrir mér hvað það er sem fólk óttast.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Það sem er feitletrað hjá þér úr kommentinu mínu merkir að ég velti fyrir mér af hverju gagnrýnin á málflutninginn á þessari útvarpsstöð er ekki háværari. Ég velti fyrir mér hvað það er sem fólk óttast.

Ertu ekki full dramatísk?

...hef aldrei heyrt um Íslending sem er ekki tilbúinn að gagnrýna, sama hvað er.

En ég tek undir með þér í upphafsinnlegginu.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.