Sign in to follow this  
Followers 0
jóhannes björn

Gull

1.058 posts in this topic

goldbars.jpg

Síðan íslenska bankakerfið hrundi og tók krónuna með sér í fallinu hefur umræða um gull og hugsanlega gulltryggingu gjaldmiðilsins verið nokkuð áberandi. Þessi umfjöllun hefur á köflum verið býsna ruglingsleg, sem bendir til þess að sumir sem hafa tjáð sig um málið hafi ekki kynnt sér sögulegt hlutverk góðmálma nógu vel. Eða hvernig gull tengjast tæknilegum hliðum nútíma peningakerfisins. Hnattvæðingin í sinni núverandi mynd—algjörlega stjórnlaust klúður sem örfáir hagsmunaaðilar hafa grætt mest á—hefði t.d. verið óhugsandi ef gullmyntfóturinn (tenging dollara við gull) hefði ekki verið afnuminn 1971.

Við upphaf líðandi aldar var ljóst að gullverð átti eftir að hækka mikið og síðan vald.org fyrst mælti með því http://vald.org/greinar/040323.html hefur únsan hækkað um nær 300%. Flest bendir til þess að gullverðið eigi enn eftir að hækka mikið á næstu mánuðum og árum. Það er auðvelt að færa rök fyrir því að gullúnsan ætti að vera komin vel yfir $2000 í dag. Seðlabankar og pappírsgullsalar hafa hins vegar með stöðugum árásum komið í veg fyrir eðlilega verðþróun á þessum markaði.

* Fólk leitar á náðir gulls þegar peningakerfið byrjar að skapa óhólegt magn pappírsverðmæta (peningamagn í umferð, bólu á fasteignamarkaði, afleiðuflóð o.s.frv.) og víðtæk verðbólga blasir við.

* Þegar bólur springa, eins og þegar bankakerfið riðar til falls eða fasteignir hríðfalla í verði, rígheldur fólk í beinharða peninga sem halda verðgildi sínu (þetta á ekki við um minni hagkerfi sem fella gengið þegar á mósti blæs). Vegna þess að það er löng hefð fyrir að líta á gull sem vissa tegund peninga frekar en málm, þá heldur gullið verðgildi sínu á tímum verðhjöðnunar og hækkar þannig óbeint.

* Gull hækkar í verði á miklum óvissutímum, þegar styrjaldir geisa, hagkerfið er óútreiknanlegt eða val fjárfesta stendur á milli veikra gjaldmiðla sem sveiflast mikið og erfitt er að reiða sig á.

* Gull lækkar hins vegar í verði þegar blómlegt hagkerfi dafnar eðlilega á friðartímum og býður upp á háa raunvexti.

Við lifum á miklum óvissutímum þar sem helstu gjaldmiðlar heimsins eru í kapphlaupi niður á botninn. Skuldabagginn sem hvílir á herðum hagkerfanna sem framleiða dollara, evrur, jen og fleiri gjaldmiðla er að knésetja kerfið eins og það leggur sig. Ofurskuldum elítu bankakerfisins hefur verið velt yfir á skattgreiðendur og nú blasir við hrikalegur niðurskurður sem bitnar á öllum nema þeim sem settu kerfið á hausinn. Á sama tíma er trilljónum ausið í tilgangslaus stríð—ófrið sem virðist endalaus vegna þess að óvinurinn skiptir litum eins og kamelljón þegar hann er aðeins skilgreindur sem hugtak (terror)—og allar líkur á að fleiri stríð séu í uppsiglingu. Við þessar aðstæður getur gull ekki annað en hækkað.

Þegar fólk almennt áttar sig á að skuldir margra ríkja verða "peningavæddar"—seðlabankar landanna kaupa ríkisskuldabréf í stórum stíl—þá hækkar gull eins og annað sem heldur verðgildi sínu. Ef Íran verður fyrir loftárásum stórhækka bæði olía og gull. Þegar nógu margir setja spurningarmerki við áframhaldandi sérstöðu dollarans, en það er aðeins er spurning um tíma, þá stórhækkar gullverðið.

Sannleikurinn er einfaldlega sá að pappírspeningar eru nær verðlausar þynnur, búnar til úr jurtatrefjum, sem búið er að sletta á bleki og fólki er skipað að nota í skiptum fyrir vinnu, vörur eða þjónustu. Það er ekkert á bak við þessa seðla og fólk notar þá af gömlum vana. Reynslan hefur sýnt því að aðrir taka líka við þessum pappírum—það er allt of sumt. Áður en bankamönnum tókst að slá ryki í augu fólks með nútíma gullgerðalist var hægt að skipta flestum pappírspeningum fyrir ákveðið magn gulls eða silfurs.

Vegna þess að peningakerfi nútímans byggist á sjónhverfingum, bókhaldsbrellum þar sem lán verða til úr engu og fáir útvaldir eru í aðstöðu til þess að græða vexti á þeim, þá lítur elítan á gull sem stöðuga ógnun. Ekker minnir fólk meira á fáránleika pappírspeninga heldur en hækkandi gullverð. Ekkert sýnir veikleka viðmiðunargjaldmiðilsins, dollarans, betur en hækkandi gullverð. Það eru líka pratískar ástæður fyrir stríðinu gegn gulli. Eins og bent er á í ritgert Larry Summers, valdamesta manns í fjármálaráðuneyti stjórnar Obama, og Robert B. Barsky, Gibson's Paradox and the Gold Standard þá eru bein tengsl á milli gullverðs og vaxtastigs ríkisskuldabréfa. Með öðrum orðum, gullið þvælist fyrir þeim sem reyna að stjórna skuldabréfamarkaðinum með handafli og þess vegna verður líka að reyna að stjórna gullverðinu með handafli.

Gullstríðið er vonlaust, eins og 300% hækkun á innan við sjö árum sýnir, en pappírskóngarnir gefast ekki upp fyrr en risastór pappírsgullmiðlari rúllar á hausinn. Það gerist fyrr en síðar. Seðlabankar hafa lánað þessum milligönguaðilum gull á gjafavöxtum, gagngert til þess að skapa framboð sem heldur verðinu í skefjum. Þessir miðlarar virðast hafa selt miklu meira gull í pappírsformi heldur en þeir eiga og þeir ráðast reglulega á markaðinn með skortsölum til að lækka heimsmarkaðsverðið.

Undanfarnar vikur hefur gullmarkaðurinn, tæknilega séð, verið að reyna að brjótast í gegnum $1260. Frekar óvæntar og glannalegar skortsölur hafa hvað eftir annað varið þetta mikilvæga vígi (hæðsta dollaraverð allra tíma þegar verðbólgunni er sleppt). Nýjasta útspil pappírsliðsins var að láta sjálfan seðlabanka seðlabankanna, Bank for International Settlements (gamla nasistabankann í Sviss sem er nokkurs konar fríríki og svissnesk lög ná ekki yfir!) taka veð í 380 tonnum gulls í ónefndum seðlabanka í skiptum fyrir gjaldeyri. Þessi tíðindi keyrðu gullverðið niður um yfir $60 á stuttum tíma, en til þess var leikurinn sennilega gerður.

Samkvæmt Bretton Woods samkomulaginu frá 1944 var gengi Bandaríkjadals fest við gull og hver únsa kostaði $35. Seðlabankar utan Bandaríkjanna gátu skipt dollurum fyrir gull á ákveðnu verði og hugmyndin með þessu kerfi var að koma í veg fyrir óeðlilega mikla eða einhliða peningaframleiðslu einstakra ríkja, t.d. vegna þráláts ríkis- eða viðskiptahalla. Í þessu kerfi var dollarinn einfaldlega staðgengill gulls.

Frá lokum seinni heimstyrjaldarinnar og þar til 1971 ríkti mikill stöðugleiki á helstu viðskiptamörkuðum heimsins og lífskjör fólks fóru almennt batnandi. Öll vel rekin hagkerfi kappkostuðu að viðhalda eðlilegu jafnvægi á milli inn- og útflutningstekna. Varasjóðir í dollurum (gulli) þóttu líka sjálfsagðir. Vegna þess að gull (dollarar) skiptu um hendur gátu einstök ríki ekki fylgt einhliða stefnu og t.d. flutt út vörur án þess að kaupa nokkuð til baka eða stundað innflutning án teljandi útflutnings. Gullskortur (mældur í dollurum) kom fljótt í veg fyrir að mikið ójafnvægi myndaðist á milli inn- og útflutningstekna.

Bretton Woods samkomulagið hafði marga kosti, en það dugði samt ekki í nema í aldarfjórðung vegna þess að kjölfesta kerfisins brást. Bandaríkin voru í þeirri einstöku aðstöðu að geta borgað útlendingum með því einu að herða á prentvélunum og nýtt ójafnvægi byrjaði að myndast. Ríkisstjórnir, og þá sérstaklega sú franska undir handleiðslu Charles de Gaulle, byrjuðu að ókyrrast og skiptu sífellt fleiri dollaraseðlum í gull.

Sumarið 1971 var orðið ljóst að gullbirgðirnar að Fort Knox myndu fljótlega klárast ef viðskiptahættir breyttust ekkert. Virtasti hagfræðingur landsins, Paul Samuelson, sem nýlega hafði fyrstur Bandaríkjamanna fengið Nóbelsverðlaun í hagfræði, mælti með gengisfellingu dollarans. Gullforðinn hafði rýrnað um meira en helming og nú var ekkert annað að gera en að hækka gullúnsuna úr $35 í einhverja raunhæfari tölu.

Flestum til mikillar furðu kaus Nixon að virða Samuelson að vettugi. Þess í stað gekk hann í smiðju til hræðilegasta hagfræðings allra tíma, Milton Friedman, sem fékk Nixon til þess (eins og það kom mörgum fyrir sjónir) að lýsa yfir óformlegu gjaldþroti Bandaríkjanna. Dollarinn var tekinn úr sambandi við gull með einu pennastriki og allar fyrri skuldbindingar um að skipta þessum pappír í eitthvað annað en meiri pappír voru látnar sigla sinn sjó.

Gull, reiknað í dollurum, var kjölfestan sem hélt hagkerfi heimsins stöðugu á milli 1944 og 1971. Ríkisstjórnir urðu að reiða sig á raunveruleg verðmæti í viðskiptum sín á milli og óraunhæfur viðskiptahalli leiðréttist sjálfkrafa. Eftir að kjölfestan var farin gátu bankar og fjölþjóðafyrirtæki hafið hömlulausa hnattvæðingu og elítan gat þanið peningakerfið margfalt. Hrunið sem hófst 2007 var beint framhald á kerfisbreytingunni sem Milton Friedman hvíslaði í eyra Nixon í ágústmánuði 1971.

Bandaríska hagkerfið hefur lengi verið rekið með krónískum viðskiptahalla, sem þýðir að dollarainnistæður hlaðast upp út um allan heim. Vegna þess að það er ekki hægt að breyta þessum innistæðum í gull á föstu verði þá umhverfast þær í það sem sumir hagfræðingar kalla fjárfestingarkapítal eða umframsparnað. Þegar öllu er á botninn hvolft eru þetta aðeins dollarar sem hafa hlaðist upp vegna viðskiptahalla.

Allt gull sem hefur verið grafið úr jörðu s.l. 6000 ár kæmist fyrir í gámi sem er rétt rúmir 20 metrar á hvern veg. Tuttugu rúmmetrar, það er allt of sumt, eða samtals 165.000 tonn. Málpípur bankaelítunnar sem græðir mest á taumlausri peningaframleiðslu—t.d. skóli Milton Friedman í Chicago sem stöðugt prédikar bæði nýfrjálshyggju og venjulegan fasisma—halda því stíft fram að það sé ekki til nægilegt gullmagn til þess að reka nútíma hagkerfi.

Þessi hugmynd, sem líka er kennd í hagfræðideildum flestra háskóla, er algjör fásinna og það eru tvær ástæður fyrir því. Í fyrsta lagi kennir lögmálið um framboð og eftirspurn okkur að skortur eða offramboð séu aldrei fyrir hendi í eðlilegu hagkerfi. Fast gullverð (ef t.d. karfa gjaldmiðla væri miðuð við gull) yrði að ráðast af framboði og eftirspurn og vera nógu hátt til þess vega á móti pappírsverðmætum í umferð. Það er verð en ekki magn sem segir til um hvort fullnægjandi gullmagn sé fyrir hendi í hagkerfinu til þess að tengja það gjaldmiðlum. Þetta er hagfræði 101.

Enn mikilvægara í þessu sambandi er sú staðreynd að gulltrygging gjaldmiðla, þegar henni er stýrt í gegnum greiðslujöfnunarstöð, útheimtir hlutfallslega mjög lítið gullmagn. Á milli 1944 og 1971 varð gulltrygging dollarans (og þar með óbein gulltrygging allra helstu gjaldmiðla) til þess að koma á betra jafnvægi á milli út- og innflutningstekna helstu iðnríkja heims. Þess vegna þurfti greiðslujöfnunarstöðin í London, Global Clearing House, aldrei að liggja með meira en nokkur hundruð tonn gulls. Þetta gerðist á mestu uppgangstímum allra tíma, þegar vinnuvikan var stytt og lífskjör venjulegs fólks bötnuðu til muna.

Eftir að fallið var frá gulltryggingu dollarans og allir gjaldmiðlar urðu um leið aðeins lögboðnir peningar—ótryggður pappír—þá byrjuðu bankar og peningafyrirtæki skiljanlega að tútna út. Í Bandaríkjunum, sem dæmi, þá runnu 3% þjóðartekna til fjármálafyrirtækja 1965. Árið 2007 var peningageirinn orðinn svo stór að hann sogaði til sín 7,5% þjóðartekna. Þróunin var svipuð í öðrum iðnþróuðum ríkjum.

Aukið ríkidæmi færði peningageiranum líka meiri völd og keyptir pólitíkusar breyttu leikreglunum elítunni í hag. Stærstu sigrarnir komu þegar fallið var frá Glass-Steagall (lög sem komu í veg fyrir að fjárfestingabankar gætu braskað með sparifé almennings) og leynileg (óskráð) afleiðuviðskipti voru leyfð.

Það tók elítuna áratug og hundruð milljóna dollara að losa sig við Glass-Steagall. Leiguliðar (launaðir fulltrúar þrýstihópanna), með Sanford Weil frá Citibank í fararbroddi, mokuðu peningum í þingmenn. Alan Greenspan, Robert Rubin, Larry Summers og fleiri strengjabrúður elítunnar lögðu lóð sín á vogarskálarnar til þess að þagga niður alla gagnrýni. Öflugasti talsmaður fjármálageirans, öldungadeildarþingmaðurinn Phil Gramm, lék þó aðalhlutverkið. Hann sagði nýlega að helsta vandamál bandarísku millistéttarinnar væri að hún samanstæði af væluskjóðum (bunch of whiners).

Eftir að gullið var tekið úr beinu sambandi við pappírspeninga upphófst stríð sem aðallega hefur verið verið háð að tjaldabaki. Í stuttu máli þá hafa margir seðlabankar, sérstaklega breski seðlabankinn og bandaríski alríkisbankinn, reynt að hafa neikvæð áhrif á gullverðið. Aðilar sem framleiða gervipeninga vilja skiljanlega ekki að fólk sé minnt á þá staðreynd að mannkynið notaði alvörupeninga í þúsundir ára.

Helsta vopn pappírsmanna í "stríðinu gegn gulli", eins og Antony Sutton kallaði það í samnefndri bók (War on Gold), hefur verið pappírsgull! Góðmálmadeildir Morgan, Goldman og annarra slíkra (Sir Eddie George, bankastjóri Englandsbanka, kallaði þá "miðlara") leigja gull af seðlabönkum og braska síðan með pappíra sem eiga að vera dekkaðir með þessu sama gulli. Pappírsflóðið virðist þó oft hafa keyrt úr hófi og "miðlararnir" stundum verið nálægt því að rúlla. 1998 og 1999 voru erfið ár.

"Hyldýpi blasti við ef gullverðið hefði hækkaði enn frekar. Hærra verð hefði sett einn eða fleiri miðlara á hausinn, sem í kjölfarið hefði getað sett þá alla á hausinn. Þess vegna urðu seðlabankarnir að halda gullverðinu í skefjum, stjórna því, alveg sama hvað það kostaði. Það var mjög erfitt að ná stjórn á gullverðinu, en okkur hefur nú tekist það. Bandaríski seðlabankinn var mjög stórtækur við að ná gullverðinu niður. Líka breski seðlabankinn"

—Sir Eddie George (seðlabankastjóri Englandsbanka 1993–2003), september 1999.

"Seðlabankar eru tilbúnir leigja út gull í vaxandi magni ef verðið hækkar."

—Sir Alan Greenspan (bankastjóri bandaríska alríkisbankans 1987–2006), 24. Júlí 1998.

Það eru allar líkur á að seðlabankarnir tapi þessu stríði á næstu árum og gullverðið hækki mikið. Pappírsgull glóir ekki eins og það gerði. Sífellt fleiri eru að átta sig á að sá markaður er ekki eðlilegur og eftirspurn eftir beinhörðu gulli er að stóraukast. Árásirnar á gullverðið eru að verða of augljósar. Þær byrja venjulega á pappírsmarkaðinum í New York um leið og markaðurinn í London (sem verslar meira með alvöru gull) lokar.

options.png

Gullstríðið endar þegar nógu margir hætta að braska á þessum fáránlega pappírsmarkaði og heimta alvöru gull.

Edited by jóhannes björn

Share this post


Link to post
Share on other sites

That date, 1971, always sticks out to me because that is exactly when the lower 48 peaked in oil production, just like Hubbert had predicted 15 years prior.

I have observed increasing discussion over paper gold being over sold. That is, each ounce of gold in a vault has been sold many times over. So when investors demand physical gold, the banks have to scramble to locate it. And then there were the stories of gold covered tungsten a few years back and resistance to having a independent audit of Ft. Knox.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Takk fyrir greinargóða samantekt um glórulausar forsendur ríkjandi peningahagfræði (e. mainstream monetary economics). Ég vil þó undirstrika að framvinda mála í alþjóðapeningakerfinu eftir kollsteypu Bretton Woods kerfisins hefur orðið allt önnur en sú sem bæði Milton Friedman og Paul Samuelson sögðu fyrir um.

Gulltenging dollars hafði virkað sem hemill á nýsköpun kaupmáttar (peningaprentun) innan bandaríska fjármálakerfisins og stóð því í vegi fyrir fjármögnun Víetnamstríðsins m.m. Ákvörðun Nixons um afnám gulltryggingar dollars byggðist á praktískum forsendum, en bæði Milton Friedman og Paul Samuelson og akademískir fylgismenn þeirra brugðust skjótt við til að eigna sér "heiðurinn" af þeirri nýbreytni í skipan alþjóðapeningamála sem varð með kollsteypu Bretton Woods kerfisins.

Friedman hafði mælt með nýbreytni af þessu tagi um tuttugu ára skeið á þeirri forsendu að hún myndi auka fjármálalegan stöðugleika í hagkerfum heims. Forsenda Friedmans kom heim og saman við kennisetningu Samuelsons í Foundations of Economic Analysis (1942) að markaðshagkerfi heims væru "systems in 'stable' equilibrium or motion" þannig að tilhneiging til ójafnvægis myndi kalla fram sjálfvirk viðbrögð kerfisins í jafnvægisátt.

Reyndin varð önnur, sbr. umsögn Alan Greenspan í október 2008: "The whole intellectual edifice collapsed in the summer of [2007]".

Edited by Gangleri

Share this post


Link to post
Share on other sites

Góð grein.

Án viðunandi aðhalds í peningakerfinu þá mun það kerfi ekki endast lengi, sbr. íslensku krónuna, og aðra fallna gjaldmiðla. Gull veitir þetta aðhald, því enginn eða engir einstaklingar eru nægilega gáfaðir til að stýra peningakerfinu. Því má segja að í tilfelli gulls, þá er grjótið gáfaðra en mannskepnan.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Takk fyrir góðan og fræðandi pistil.

Verð þó að benda á eina villu; gámur sem er 20 metra á hverja hlið er töluvert meira en 20 rúmmetra því 20*20*20 = 8000 rúmmetra, svo stór gámur hefur aldrei verið smíðaður.

Sú tala passar nokkuð vel við tonnafjöldann 165 þús tonn en miðað við eðlismassann 19300 kg á rúmmetra þá vega 8000 rúmmetrar 154,4 þús tonn.

Vildi bara hafa þetta á hreinu :)

Share this post


Link to post
Share on other sites

Það er ekki eins og gull sé eina verðmætið á jörðinni svo hversvegna að binda allt hagkerfi við gull eingöngu. Mörg lönd eiga allskonar verðmæti annaað en gull og var þeim þjóðum haldið niðri, jafnvel talin fátæk af því að þau áttu ekki mikinn gullforða þótt þau ættu önnur vrðmæti. Nei, þessi 0furtrú á gullið hafði bara gengið of langt. Enda finnst mér dáldið langsótt að segja að ákvörðun Nixsons rá ´71 um að aftengja gullfótinn hafi valdið hruni 2007.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Það er ekki eins og gull sé eina verðmætið á jörðinni svo hversvegna að binda allt hagkerfi við gull eingöngu. Mörg lönd eiga allskonar verðmæti annaað en gull og var þeim þjóðum haldið niðri, jafnvel talin fátæk af því að þau áttu ekki mikinn gullforða þótt þau ættu önnur vrðmæti. Nei, þessi 0furtrú á gullið hafði bara gengið of langt. Enda finnst mér dáldið langsótt að segja að ákvörðun Nixsons rá ´71 um að aftengja gullfótinn hafi valdið hruni 2007.

Það sem hrundi 2007 var KERFIÐ sem skapaðist við aftengingu gullfótar.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Takk fyrir góðan og fræðandi pistil.

Verð þó að benda á eina villu; gámur sem er 20 metra á hverja hlið er töluvert meira en 20 rúmmetra því 20*20*20 = 8000 rúmmetra, svo stór gámur hefur aldrei verið smíðaður.

Sú tala passar nokkuð vel við tonnafjöldann 165 þús tonn en miðað við eðlismassann 19300 kg á rúmmetra þá vega 8000 rúmmetrar 154,4 þús tonn.

Vildi bara hafa þetta á hreinu :)

Rétt ... Ég gerði mistök varðandi gáminn. Þetta eru 20 rúmmetrar frá upphafi vega.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Það er ekki eins og gull sé eina verðmætið á jörðinni svo hversvegna að binda allt hagkerfi við gull eingöngu. Mörg lönd eiga allskonar verðmæti annaað en gull og var þeim þjóðum haldið niðri, jafnvel talin fátæk af því að þau áttu ekki mikinn gullforða þótt þau ættu önnur vrðmæti. Nei, þessi 0furtrú á gullið hafði bara gengið of langt. Enda finnst mér dáldið langsótt að segja að ákvörðun Nixsons rá ´71 um að aftengja gullfótinn hafi valdið hruni 2007.

Heiðarleiki er líka verðmætur en erfitt að vigta hann og ennþá erfiðara að geyma hann einhverstaðar læstan niðri.

:)

Share this post


Link to post
Share on other sites
Heiðarleiki er líka verðmætur en erfitt að vigta hann og ennþá erfiðara að geyma hann einhverstaðar læstan niðri.

:)

Já, ég er nú aðallega að tala um náttúruauðlindir sem hafa verið að koma upp sem verðmæti í seinni tíð.

Áður, þegar þjóðarauður miðaðist nánast eingöngu við gullforða safnaðist gullforðinn á fá lönd sem einangruðu nánast hagkerfin.

Nú í seinni tíð hafa lönd sem eiga aðrar verðmætar auðlindir en kannski lítið gull getað komið sér upp og skapað sér þjóðarauð með sínum eigin úrræðum.

Enda sýnir sig að mörg stórveldin riða.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Alltaf sama þvaður sem kemur fram þegar talað er um gull. Hef gefist upp á að rökræða um gull við fólk, það fer alltaf að ímynda sér einhverja hluti og einblína á ókosti gulls, og algjörlega hunsa kosti þess fram yfir núverandi peningamálafyrirkomulag.

Til eru nægar vísbendingar um að núverandi peningafyrirkomulag er ómögulegt, þær eru allsstaðar í kringum okkur. Íslendingar EIGA að vita þetta.

Bandaríkin eru komin fram á vonarvöl vegna gífurlegrar skuldsetningar. Hrun dollars vofir yfir í náinni framtíð. Búið er að skuldsetja ríkið of mikið, þessar skuldir er ekki hægt að greiða til baka miðað við óbreytt gengi bandaríkjadollars. Eyðilegging heimsgjaldmiðilsins mun hafa í för með sér miklar afleiðingar fyrir ýmis lönd.

Hrun dollarsins mun líkjast hruni Sovétríkjanna.

Svo eru sumir sem þvætta og þvaðra um málið.

Auðvitað er gull málið. Að eiga ekkert gull í dag er einsog að vera í klettaklifri án öryggisbúnaðar.

Edited by appel

Share this post


Link to post
Share on other sites

Þeir sem eiga gull í dag vilja auðvitað gullbólu, er það ekki?

Share this post


Link to post
Share on other sites
Þeir sem eiga gull í dag vilja auðvitað gullbólu, er það ekki?

Það kallast ekki bóla þegar gjaldmiðill hrynur.

T.d. tvöfaldaðist verð á gulli hér haustið 2008, þ.e. í íslenskum krónum. Er þá gullbóla?

Þetta er allt afstætt. Kjarninn er sá að raunvirði gulls helst tiltölulega stöðugt, en það eru gjaldmiðlarnir sem eru að "flúkta", þá niður á við til langs tíma.

Miklu nær væri að tala um pappírspeningabólu.

Edited by appel

Share this post


Link to post
Share on other sites
Það kallast ekki bóla þegar gjaldmiðill hrynur.

T.d. tvöfaldaðist verð á gulli hér haustið 2008, þ.e. í íslenskum krónum. Er þá gullbóla?

Þetta er allt afstætt. Kjarninn er sá að raunvirði gulls helst tiltölulega stöðugt, en það eru gjaldmiðlarnir sem eru að "flúkta", þá niður á við til langs tíma.

Miklu nær væri að tala um pappírspeningabólu.

uuuu ég held að kaffi hafi líka tvöfaldast í krónum..... og plast.... og....

Hey.... já og krónan lækkaði um 50%!

Hvort var það þá gullið eða krónan sem tók þessum breytingum?

Jú aðallega krónan.

Og eins og ég hef oft bent þér á þá hefðu verðtryggð bandarísk ríkisskuldabréf skilað þér meira en gull.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Það kallast ekki bóla þegar gjaldmiðill hrynur.

T.d. tvöfaldaðist verð á gulli hér haustið 2008, þ.e. í íslenskum krónum. Er þá gullbóla?

Þetta er allt afstætt. Kjarninn er sá að raunvirði gulls helst tiltölulega stöðugt, en það eru gjaldmiðlarnir sem eru að "flúkta", þá niður á við til langs tíma.

Miklu nær væri að tala um pappírspeningabólu.

Eruð þið gullmenn ekki oft að tala um að gullið eigi efti að hækka umtalsvert, eigið þið þá í raun við að gjaldmiðillinn eigi eftir að lækka?

Share this post


Link to post
Share on other sites

"Áður fyrr var mjög algengt að gjaldmiðlar væru á gullfæti. Af ýmsum ástæðum hefur verið horfið frá því. Helsti kosturinn við gullfót er ósveigjanleikinn sem til dæmis kemur í veg fyrir óhóflega seðlaprentun. Þessi ósveigjanleiki er jafnframt einnig helsti gallinn við gullfót. Einnig er það galli að gull er í eðli sínu gagnslítill málmur, einna helst nytsamlegur í skrautmuni og erfitt að sjá hvers vegna verðmæti slíkra muna ætti að vera hornsteinn allrar efnahagsstarfsemi. Þá geta sveiflur í framboði á gulli, til dæmis þegar nýjar námur finnast, valdið óþarfa sveiflum í verðlagi. "

Gylfi Magnússon

dósent í hagfræði við HÍ og viðskiptaráðherra

Share this post


Link to post
Share on other sites
"Áður fyrr var mjög algengt að gjaldmiðlar væru á gullfæti. Af ýmsum ástæðum hefur verið horfið frá því. Helsti kosturinn við gullfót er ósveigjanleikinn sem til dæmis kemur í veg fyrir óhóflega seðlaprentun. Þessi ósveigjanleiki er jafnframt einnig helsti gallinn við gullfót. Einnig er það galli að gull er í eðli sínu gagnslítill málmur, einna helst nytsamlegur í skrautmuni og erfitt að sjá hvers vegna verðmæti slíkra muna ætti að vera hornsteinn allrar efnahagsstarfsemi. Þá geta sveiflur í framboði á gulli, til dæmis þegar nýjar námur finnast, valdið óþarfa sveiflum í verðlagi. "

Gylfi Magnússon

dósent í hagfræði við HÍ og viðskiptaráðherra

Gylfi er grunnur ... að vanda.

Það er mjög erfitt og dýrt að grafa eftir gulli, og því alltaf ákaflega sjaldgæft að nýjar námur hafi nokkur áhrif á heimsmarkaðsverðið. Eina virkilega verðbólguskotið sem hægt er að rekja beint til gulls kom á sextándu öld þegar Spánverjar stálu miklu magni í Ameríku og fluttu til Evrópu. Það varð til þess að „peningamagn í umferð“ æddi upp. En þetta var undantekning.

Það er ekki fullkomin aðferð að binda einn eða fleiri gjaldmiðla við gull – vera með gullfót – en reynslan sem fékkst á milli 1944 og 1971 sýnir að þetta er miklu betra kerfi heldur en það sem við nú búum við. Eina sem vantaði í Bretton Woods var samningsatriði sem hefði sett hömlur á allt of mikla peningaframleiðslu Bandaríkjamanna. Það þurfti ekki einu sinni svo mikið gullmagn til þess að styðja kerfið því greiðslujöfnunarstöðiin í London, Global Clearing House, þurfti aðeins að leiðrétta mismun á út- og innflutningi ríkjanna.

Share this post


Link to post
Share on other sites
"Áður fyrr var mjög algengt að gjaldmiðlar væru á gullfæti. Af ýmsum ástæðum hefur verið horfið frá því. Helsti kosturinn við gullfót er ósveigjanleikinn sem til dæmis kemur í veg fyrir óhóflega seðlaprentun. Þessi ósveigjanleiki er jafnframt einnig helsti gallinn við gullfót. Einnig er það galli að gull er í eðli sínu gagnslítill málmur, einna helst nytsamlegur í skrautmuni og erfitt að sjá hvers vegna verðmæti slíkra muna ætti að vera hornsteinn allrar efnahagsstarfsemi. Þá geta sveiflur í framboði á gulli, til dæmis þegar nýjar námur finnast, valdið óþarfa sveiflum í verðlagi. "

Gylfi Magnússon

dósent í hagfræði við HÍ og viðskiptaráðherra

Nokkuð fyndið hvað hann er yfirborðskenndur, og svarar eftir formúlu pappírsgjaldmiðlaprestastéttarinnar.

Ég er ekki að sjá að framleiðsla á gulli hafi verið sveiflukennd undanfarna áratugi, heldur hefur hún verið tiltölulega stöðugt. S-Ameríku gullið olli ekki það mikilli verðbólgu á Spáni, þetta var svona lítil verðbólga á íslenskan mælikvarða. Þar að auki þá færðist gullið bara frá S-Ameríku til Spánar, þetta var ekki "nýtt" gull í þeim skilningi að ný náma fannst sem auðvelt var að vinna mikið gull úr, heldur var þetta stríðsgóss.

gull er í eðli sínu gagnslítill málmur

Það er alrangt. Gull er notað í allskyns raftækjum, t.d. sjónvörp, tölvur, farsíma, o.fl. enda er það einstaklega góður leiðari. Einföld Google leit gefur nánari upplýsingar um önnur not, t.d. læknisfræði, skartgripi já, geimtækni, og jafnvel í byggingar. Ekki er erfitt að ímynda sér fleiri not fyrir gull, þar sem gull eyðist ekki og hefur marga eiginleika. Sennilega mun iðnaðarnotkun á gulli aukast mjög mikið á næstu árum og áratugum, með aukinni tækni sem kallar eftir eiginleikum gulls.

Einnig virðist hann ekkert hafa íhugað það hví fólk telur gull svo verðmætt. Mannskepnan er bara dýr, og sem dýr þá erum við mjög heilluð af gulli. Þetta er í eðli okkar. Gull hefur ákveðið intrinsic virði í huga okkar allra. Það er sjaldgæft, það glóir, og við vitum að það er verðmætt. Þetta er inngrafið í okkur öll. Af þessum sökum treysta flestir gulli, og reyna að eignast þegar hættur vofa yfir. Mannskepnusagan hefur sýnt og sannað að hægt er að treysta þessum málmi, og svo einnig sýnt og sannað að allir pappírsgjaldmiðlar hrynja.

Edited by appel

Share this post


Link to post
Share on other sites
Mannskepnan er bara dýr, og sem dýr þá erum við mjög heilluð af gulli. Þetta er í eðli okkar. Gull hefur ákveðið intrinsic virði í huga okkar allra.

Frekari rökstuðningur óskast. Ég myndi segja að þetta væri algerlega menningarbundið og komi eðli mannsins ekkert við.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Góð grein.

Án viðunandi aðhalds í peningakerfinu þá mun það kerfi ekki endast lengi, sbr. íslensku krónuna, og aðra fallna gjaldmiðla. Gull veitir þetta aðhald, því enginn eða engir einstaklingar eru nægilega gáfaðir til að stýra peningakerfinu. Því má segja að í tilfelli gulls, þá er grjótið gáfaðra en mannskepnan.

Það þarf ekki að binda krónuna við gull. Krónan á að stýrast af viðskiptajöfnuðinum. Það er hægt að reikna út grófan viðskiptajöfnuð á eins til tveggja mánaðar fresti og síðan á að stilla gengið á krónunni þannig að viðskiptajöfnuðurinn sé nálægt núlli. Ef viðskiptajöfnuðurinn er jákvæður þá má styrkja gengið á krónunni og ef hann er neikvæður þá fellur gengið.

Svona er hægt að stjórna genginu á krónunni þegar búið er að grinnka á erlendum skuldum. Þannig mundi þjóðfélagið aldrei eyða meiru en það getur aflað og lífsstandardin mundi ráðast af framleiðslugetu landsins en ekki erlendum lántökum.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.