Sign in to follow this  
Followers 0
cesil1

Gleðilegt ár.

9 posts in this topic

Kæru Málverjar senn líður þetta ár á enda. Við höfum þraukað lengi og stöndum enn keik. Margir nýjir félagar, en miklu fleiri gamlir vinir sem hafa verið ég jafnvel frá upphafi.

Við höfum gengið saman gegnum súrt og sætt, stundum rifist og jafnvel hatast, en samt ríkir þessi vænt um þykja með okkur, því ef á okkur er ráðist af einhverjum utanaðkomandi þá stöndum við saman sem einn maður. Við erum nánast sem ein stór fjölskylda, sem leyfu okkur að rífast í sandkassanum, en viljum samt ekki hvors án annars vera.

Mig langar til að senda ykkur mínar innilegustu kveðjur um gleðilegt nýtt ár og óska ykkur öllum gæfu og gengis á því nýja.

Ég hef sjálf tekið þá ákvörðun að segja starfi mínu lausu sem ég hef gegnt í 30 ár. Ég geri það með ákveðnum söknuði, en framundan eru ævintýri sem ég ætla að njóta. Ég get loksins verið sjálfs mín herra (Frú) og gert það sem mér sjálfri finnst skemmtilegast og best. Það hefur tekið talsverðan tíma að taka þessa ákvörðun og þegar maður er orðin svona gamall eins og ég, þá vill maður festast í ákveðnu munstri.

Ég hef því ákveðið að stökkva og brjóta það munstur upp og sjá hvað framtíðin ber í sínu skauti. Ég vil að þið vitið þetta því þið eru flest miklu yngri en ég, og mig langar til að deila þessu með ykkur til að sýna að lífið er aldrei búið, nema maður ákveði það sjálfur.

Það er mín gjöf til ykkar upp á framtíðina. Lifið heil og hafið það sem allra best.

post-6841-1293814849_thumb.jpg

Share this post


Link to post
Share on other sites
Kæru Málverjar senn líður þetta ár á enda. Við höfum þraukað lengi og stöndum enn keik. Margir nýjir félagar, en miklu fleiri gamlir vinir sem hafa verið ég jafnvel frá upphafi.

Við höfum gengið saman gegnum súrt og sætt, stundum rifist og jafnvel hatast, en samt ríkir þessi vænt um þykja með okkur, því ef á okkur er ráðist af einhverjum utanaðkomandi þá stöndum við saman sem einn maður. Við erum nánast sem ein stór fjölskylda, sem leyfu okkur að rífast í sandkassanum, en viljum samt ekki hvors án annars vera.

Mig langar til að senda ykkur mínar innilegustu kveðjur um gleðilegt nýtt ár og óska ykkur öllum gæfu og gengis á því nýja.

Ég hef sjálf tekið þá ákvörðun að segja starfi mínu lausu sem ég hef gegnt í 30 ár. Ég geri það með ákveðnum söknuði, en framundan eru ævintýri sem ég ætla að njóta. Ég get loksins verið sjálfs mín herra (Frú) og gert það sem mér sjálfri finnst skemmtilegast og best. Það hefur tekið talsverðan tíma að taka þessa ákvörðun og þegar maður er orðin svona gamall eins og ég, þá vill maður festast í ákveðnu munstri.

Ég hef því ákveðið að stökkva og brjóta það munstur upp og sjá hvað framtíðin ber í sínu skauti. Ég vil að þið vitið þetta því þið eru flest miklu yngri en ég, og mig langar til að deila þessu með ykkur til að sýna að lífið er aldrei búið, nema maður ákveði það sjálfur.

Það er mín gjöf til ykkar upp á framtíðina. Lifið heil og hafið það sem allra best.

post-6841-1293814849_thumb.jpg

Óska þér og þínum Gleðilegs árs og þakka fyrir það liðna.

Hér er klukkan 01:22 á nýju ári.

:redwine::beer:

:band:

Edited by Tembe

Share this post


Link to post
Share on other sites

Gleðilegt ár Cesil, mega allir góðir vættir vaka yfir þér og þínum.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Elsku Cecil, knús frá mér til þín og þinna :love:

Share this post


Link to post
Share on other sites

Gleðilegt nýtt ár kæra Cesil. Megi ævintýrin í framtíðinni þinni verða frábær. Njóttu tilverunnar :love:

Share this post


Link to post
Share on other sites

Gleðilegt nýtt ár Cesil og aðrir málverjar. Sérstakar kveðjur fá 7kr og fleiri sem eru duglegastir að þræta við mig um hin ýmsu málefni. :)

Share this post


Link to post
Share on other sites

Gleðilegt nýtt ár Cesil, megi þér vegna vel í framtíðinni við nýjar áskoranir.

Einnig langar mig að óska öðrum Málverjum velgengni á nýju ári, með þökk fyrir málefnalega umræðu, sem fram fór á árinu sem nú er liðið. Vonandi verður umræðan enn málefnalegri á nýju ári :)

Share this post


Link to post
Share on other sites

Gleðilegt ár.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Sælir.

Nú er helv stjórnin að fara frá vonandi svo þetta gæti orðið gleðilegt ár.

kv

Spinni.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.