Sign in to follow this  
Followers 0
Guest Siður

Hvaða menntun hafa íslenskir blaðamenn?

11 posts in this topic

Hvað menntun hafa íslenskir blaðamenn?

Skiptir það einhverju máli?

Þeir fjalla um ýmislegt. Þeir fjalla um stjórnmál. Eiga þeir þá að vera með próf í fjölmiðlafræði og stjórnmálafræði?

Þeir fjalla um viðskipti, eiga þeir þá að hafa gráðu í fjölmiðlafræði og í viðskiptafræði?

Þeir fjalla um fólk almennt eiga þeir þá að vera félagsfræðingar, sálfræðingar og með títtnefnt próf í fjölmiðlafræðum?

Þeir tjá sig á íslensku. Verða þeir þá að hafa próf í íslensku?

Það væri gaman að ræða þetta almennt. Það fór hátt að dýralæknir gæti ekki verið fjármálaráðherra. Menn geta sagt núna já sjáið bara hvernig fór fyrir Íslandi fyrst það var dýralæknir fjármálaráðherra.

Núna er fjármálaráðherra jarðfræðingur ef ég man rétt. Það er kannski gott ef náttúruvá er að sliga ríkiskassann. Við höfðum yfirmann efnahagsmála, sjálfan forsætisráðherran sem var hagfræðingur. Ætli maður verður þá ekki að segja að hafi verið lélegur hagfræðingur, mjög lélegur hagfræðingur af því að hann var að margra mati verri en enginn miðað við hvernig fór fyrir lita stórasta landi í Heimi.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Menntun almennt séð er afar mikilvæg. En í starfi fer eftir sérhæfninni hvernig hún kemur að notum.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ég átta mig ekki alveg í hverju fjölmiðlafræði felst. En mér finnst mikilvægt að blaðamenn hafi að öllu jöfnu háskólagráðu. Sérstaklega þegar verið er að fjalla um stærri málefni. Að vera íþróttafréttamaður krefst nú ekki háskólagráðu. Að vera blaðamaður sem fjallar um efnahagsmál, umhverfismál, stjórnmál kalla á háskólagráðu.

Kannski skiptir gráðan sem slík ekki mestu. Háskólanám byggir á gagnrýnni hugsun og á faglegri meðhöndlun.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Er það ekki upp og ofan hvaða menntun blaðamenn hafa.

Sumir með háskólapróf aðrir ekki.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Hvaða menntun sem blaðamenn hafa þá er sú menntun augsýnilega ekki nóg.

Það virðist sem blaðamenn og stjórnmálamenn séu menntaðir á sama stað, þar sem báðir hópar hafa lært að taka við “vinargreiðum”, skapa fullt af froðu um einskynsverða hluti og halda kjafti um það sem skiptir máli.

:B:

Share this post


Link to post
Share on other sites

Mjög margir sem að útskrifuðust úr fyrst 2 árunum af Fjölmiðlafræðinni í HA eru farnir að vera sýnilegir í fjölmiðlum undanfarin ár. Þannig að ég held að hlutfall þeirra sem að eru háskólamenntaðir eru í þessum geira sé farið að vera mjög hátt. Var mikið af erlent menntuðum hér fyrir þannig að menntunin var alveg til staðar.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Fólk er oft að rugla saman menntun og starfsþjálfun. Að vera góður blaðamaður hefur ekkert endilega með blaðamannamentun að gera.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Ég átta mig ekki alveg í hverju fjölmiðlafræði felst. En mér finnst mikilvægt að blaðamenn hafi að öllu jöfnu háskólagráðu. Sérstaklega þegar verið er að fjalla um stærri málefni. Að vera íþróttafréttamaður krefst nú ekki háskólagráðu. Að vera blaðamaður sem fjallar um efnahagsmál, umhverfismál, stjórnmál kalla á háskólagráðu.

Kannski skiptir gráðan sem slík ekki mestu. Háskólanám byggir á gagnrýnni hugsun og á faglegri meðhöndlun.

Fjolmidlafraedi sem slik kemur bladamennsku litid vid - heldur fjallar um fraedin a bakvid fjolmidla, auglysingar, hlutverk kynjanna, stereotypur, og svo audvitad mismunandi tegundir fjolmidla og hvad liggur thar a bakvid.

Bladamenn aettu ad hafa haskolagradu finnst mer personulega - her er kennt journalism, oftast tekid a mastersstigi, eftir gradu i hagfraedi, stjornmalafraedi, vidskiptafraedi og thviumlikt. Reyndar er kennt sports journalism herna lika, en Bretar mega eiga thad ad their kenna gjorsamlega allt; fra diplomu i thrifum til blomaskreytinga.

Tek undir sidustu setninguna thina.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Það vantar eitthvað í íslenska blaðamennsku.

- Fjármagn vantar, gæði kosta

- Reynslu vantar,

- Svo vantar bara gæði í íslenkst samfélag. Það eru of fáir til að ræða hlutina af alvöru. 

- Skólakerfið hefur ekki menntað þegna landsins þannig að þeir viti hvað er gott og hvað er slæmt. 

- Ætla að fara núna inn á miðlana og finna eitthvað rusl sem dæmi. 

Quote

Lögregla segir manninn tengjast Tom Hagen og er vitað að maðurinn þekki vel til á sviði upplýsingatækni og rafmynta.

Atli Ísleifsson skrifar. Eða kannski þýðir?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Málið er löngu komið upp og núna er eitthvað gerast. Reyndur blaðamaður mundi taka tillit til.

- Af hverju eitthvað að gerast núna? 

- Tengist það "upplýsingatækni" og "rafmynt"?

Fáir vita eitthvað um rafmyntir á Íslandi og aðrir vita lítið um upplýsingatækni. Blaðamðurinn veit ekkert um þetta, þekkir engan sem getur talað um þetta af viti. Og ef það væri einhver með viti þá eru þeir svo fáir. 

Þetta hentar sumum ágætlega að hafa lélega blaðamenn. Þeir veita sjálfum sér ekki aðhald, ekki valdhöfum, ekki fyrirtækjum og ekki þegnunum. Þetta er sorglegt. 

 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.