Sign in to follow this  
Followers 0
Búkolla

Ruslfæðiskynslóðin

15 posts in this topic

Það er alls ekki óalgengt að fólk fái nánast alla vökvainntöku í gegnum gosdrykki, þannig að margir eru í kringum 2 lítrana.

Það sem pirrar mig mest við ungt fólk í dag, já mína kynslóð þar á meðal, er hvað það er lítið fyrir gamla góða heimilismatinn. Ef maður nær að koma þeim inn í hefðbundna matvöruverslun þá er samt oft bara farið beint í tilbúnu réttina. Það er fullt af ungu fólki sem kann ekki einu sinni að sjóða kartöflur eða pasta.

Unglingar eru oft að fá heilan þúsundkall með sér í skólann á dag vegna þess að þeir vilja ekki taka með sér nesti eða borða heita mötuneytismatinn, þetta verður að fá sjoppumatinn sinn. Svo kvarta foreldrarnir yfir því að ná ekki endum saman vegna kreppunnar :lol:

Share this post


Link to post
Share on other sites

Já, ég hef heyrt fólk segja að það drekki ekki vatn því það sé svo vont á bragðið.

Það er svo auðvelt að þurfa ekki að hafa fyrir hlutunum og éta bara það sem er tilbúið. En af hverju þarf allt að vera svona auðvelt? Kálfan er einmitt erfið með þetta, æfir fótbolta og gortar sig af því að borða ekki hollt en vera samt góð. Hér á boðstólum er skyndibiti einu sinni í mánuði, við erum lummur og eigum ekki sælgætisskúffu, aldrei til kex, sykraður morgunverður í boði um helgar en samt hefur hún alltaf fengið mikið af draslmat - vinir hennar eru aldir upp á þessu.

Þetta er mín helsta tilfinning fyrir þessu :crying:

Hér eru annars öll brotin:

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ég held að algengasta ástæðan fyrir því að fólk geti ekki drukkið vatn sé sykurfíkn á háu stigi. Heilinn venur sig á það að fá vökva og sætindi á sama tíma eftir mikla gosdrykkju í langan tíma, maður nær ekki lengur að svala þorstanum með vatnsglasi. Þetta er svona eins og að láta reykingamanneskju allt í einu fá nikótínslausa sígarettu.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Mér skilst að síðan 1990 hafi allt mannkyn þyngst. Líka svöngu börnin í Afríku.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Ég held að algengasta ástæðan fyrir því að fólk geti ekki drukkið vatn sé sykurfíkn á háu stigi. Heilinn venur sig á það að fá vökva og sætindi á sama tíma eftir mikla gosdrykkju í langan tíma, maður nær ekki lengur að svala þorstanum með vatnsglasi. Þetta er svona eins og að láta reykingamanneskju allt í einu fá nikótínslausa sígarettu.

Já eða sígarettu án reyks :)

Ég tók eftir hjá einni fjölskyldunni að eftir heila viku af hollum mat þá fengu þau sér skyndibita. Mamman gaf litla stráknum extra mikið af frönskum af því að hann hafði ekki fengið franskar í heila viku (aumingja barnið :(, engar franskar) og hún spurði barnið í sífellu hvort það væri ekki ánægt að fá loksins svona drasl í matinn. Þvílík hvatning fyrir barnið að borða hollt :)

Margt í þessu sem sló mig, aldrei hefði mér dottið í hug að fólki lifði svona.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Að gefa litlu barni 3000+ kaloríur á dag er náttúrulega bara misnotkun á háu stigi.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Að gefa litlu barni 3000+ kaloríur á dag er náttúrulega bara misnotkun á háu stigi.

Þegar ég var 17 ára þá var inntakan milli 5000-10000 kaloríur á dag og öllu brennt.

http://pediatrics.about.com/library/bl_cal...el=3&page=4

Here are the results of the Calorie Calculator:

Age: 9-13 years old

Gender: Male

Activity Level: Active

Estimated Calorie Requirements: 2,000-2,600 kilocalories per day

Edited by Agent Smith

Share this post


Link to post
Share on other sites
Mér skilst að síðan 1990 hafi allt mannkyn þyngst. Líka svöngu börnin í Afríku.

Það fer að verða spurning hvort Jörðin þoli þessa þyngdaraukningu!? Ef hver jarðarbúi þyngist um 1 kíló á ári, þá er er þyngdaraukningin 7 milljón tonn! :o

Share this post


Link to post
Share on other sites
Það fer að verða spurning hvort Jörðin þoli þessa þyngdaraukningu!? Ef hver jarðarbúi þyngist um 1 kíló á ári, þá er er þyngdaraukningin 7 milljón tonn! :o
Vatnið í Þingvallavatni er 2900 milljón tonn :B:

Share this post


Link to post
Share on other sites
Ég held að algengasta ástæðan fyrir því að fólk geti ekki drukkið vatn sé sykurfíkn á háu stigi. Heilinn venur sig á það að fá vökva og sætindi á sama tíma eftir mikla gosdrykkju í langan tíma, maður nær ekki lengur að svala þorstanum með vatnsglasi. Þetta er svona eins og að láta reykingamanneskju allt í einu fá nikótínslausa sígarettu.

Veistu, Chrolli, þetta er alveg rétt hjá þér. Sykurát er svakaleg fíkn.

Málið er að fá sykurinn úr ávöxtum og sykurríkum hráafurðum, ekki íbættum í kex og súkkulaði. Það er alveg gefið mál að sykurfíknin er eins skemmandi fyrir heilsuna og áfengi og kókaín. Hegðanabreytingar koma fram strax hjá ungum börnum, unglingum og fullorðnum. Líkamlegar skemmdir birtast samstundis í skemmdum tönnum og offitu, sem og á efri árum, til dæmis mætti skoða heilarýrnun vel í þessu sambandi.

Þetta er eins og venjulega bara mín skoðun og ég tek fram að ég er hvorki næringarfræðingur né læknir.

Já eða sígarettu án reyks :)

Ég tók eftir hjá einni fjölskyldunni að eftir heila viku af hollum mat þá fengu þau sér skyndibita. Mamman gaf litla stráknum extra mikið af frönskum af því að hann hafði ekki fengið franskar í heila viku (aumingja barnið :(, engar franskar) og hún spurði barnið í sífellu hvort það væri ekki ánægt að fá loksins svona drasl í matinn. Þvílík hvatning fyrir barnið að borða hollt :)

Margt í þessu sem sló mig, aldrei hefði mér dottið í hug að fólki lifði svona.

Það gera börnin sem fyrir þeim er haft. Og þeirra börn líka.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Vatnið í Þingvallavatni er 2900 milljón tonn :B:

Já er það!? :D ...þá ættum við kannski að hafa eitthvað enn upp á að hlaupa! :P

En er þetta ekki þannig að við Íslendingar viljum vera stærstir og bestir í öllu...af hverju ekki að verða þyngstir líka!? :lol:

Share this post


Link to post
Share on other sites

Í þáttunum þar sem Jamie Oliver tók skólamötuneytin í Bretlandi í gegn, þá hitti hann fyrir einn lítinn gaur sem var ekki til í að prófa neinn mat sem ekki flokkaðist undir ruslfæði. Hann fór og heimsótti mömmu hans og gaf henni innkaupalista og eftir vikuna á holla mataræðinu sagðist hún hafa tekið eftir því að strákarnir hennar sváfu betur og voru betri í skapinu og rólegri, rifust minna. Þá ákvað hún að verðlauna þá með ruslfæði og sagði að þeir hefðu strax orðið dýrvitlausir. Sömuleiðis sögðu kennarar þar sem skólamötuneytin höfðu skipt yfir í hollt að börnin hefðu betri einbeitingu.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Barn mitt fær bara að vita sannleikann: Ef maður borðar McDonalds, franskar og of mikið nammi, þá skemmir maður heilsuna.

Þegar við löbbum framhjá skyndibitastað segi ég við hana, "æ sjáðu aumingja fólkið. Það veit ekki hvað það er að gera sjálfu sér."

Share this post


Link to post
Share on other sites
Í þáttunum þar sem Jamie Oliver tók skólamötuneytin í Bretlandi í gegn, þá hitti hann fyrir einn lítinn gaur sem var ekki til í að prófa neinn mat sem ekki flokkaðist undir ruslfæði. Hann fór og heimsótti mömmu hans og gaf henni innkaupalista og eftir vikuna á holla mataræðinu sagðist hún hafa tekið eftir því að strákarnir hennar sváfu betur og voru betri í skapinu og rólegri, rifust minna. Þá ákvað hún að verðlauna þá með ruslfæði og sagði að þeir hefðu strax orðið dýrvitlausir. Sömuleiðis sögðu kennarar þar sem skólamötuneytin höfðu skipt yfir í hollt að börnin hefðu betri einbeitingu.

Ruslfæðifíkn er eins og hver önnur fíkn.

Manni líður (yfirleitt) súpervel þegar maður hámar í sig skyndibita, nammi og sötrar sykrað gos.

En einmitt þetta atriði skiptir máli: sykur rústar möguleikanum á góðum nætursvefni. Fyrir utan allar hinar afleiðingarnar, þá hefur slæmur nætursvefn neikvæð keðjuverkandi áhrif á líðan manns, og því minnka líkur á góðum nætursvefni nóttina eftir slæman nætursvefn, nema maður taki sérstaklega til málanna.

Þetta er ömurlegur vítahringur sem þarf að rjúfa.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.