Sign in to follow this  
Followers 0
Brodd-Helgi

Stelpurnar okkar sigra Svartfjallaland á HM í Brasil.

19 posts in this topic

22-21.

Fyrsti sigur ísl. kvennaliðsins á stórmóti

546453.jpg

Karen Knúts með 6 mörk.

Hrafnhildur með 5.

Guðný Jenný Ásmundsdóttir varði 16. skot.

Varnaleikurinn virðist hafa verið feykisterkur hjá íslensku stelpunum.

Edited by Brodd-Helgi

Share this post


Link to post
Share on other sites

Flottar :)

Share this post


Link to post
Share on other sites

Áfram Ísland. :love:

Share this post


Link to post
Share on other sites

Stelpurnar eru að tapa gegn Angóla að því er virðist nokkuð örugglega. Angóla búið að leiða allan seinnipart leiksins og íslenska liðið virðist alltaf vera að elta. þetta er skiljanlegt og lagast eftir 2-3 stórmót. Samt eru sæmilegir möguleikar til staðar í næstu leikjum, að ég tel.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Stelpurnar eru að tapa gegn Angóla að því er virðist nokkuð örugglega. Angóla búið að leiða allan seinnipart leiksins og íslenska liðið virðist alltaf vera að elta. þetta er skiljanlegt og lagast eftir 2-3 stórmót. Samt eru sæmilegir möguleikar til staðar í næstu leikjum, að ég tel.

Hrmph...tapa fyrir Angóla! Hvað næst tapa fyrir Syðri-Jómfrúreyjum!?

Nei smá djók...freaubært hjá þeim að vinna Svartfellingana!

Share this post


Link to post
Share on other sites

Sennilega er ekki allt sem sýnist með Angóla og kvennahandboltann. Að ef litið er á árangur Angóla í boltanum þá hafa þær nú barasta orðið Afríkumeistarar 5X frá 1991. þar á meðal 2007 og 2011. þessu fylgir að þær hafa verið á HM mestanpart frá 1990 og besta árangri náðu þær 2007 er þær urðu í 7 sæti.

þetta sínir þá þegar að um sýnda veiði en ekki gefna er að ræða. Ísland er í fyrsta skipti á HM. Reynslan skiptir svo risamáli í þessum bisness.

þar fyrir utan veit eg ekki hvað oft maður hefur séð svona hjá kallaliðinu. Standa sig vel gegn í sterkum liðum en svo eins og verði spennufall og eru ekki nema svipur hjá sjón gegn slakari liði á pappírnum. Að vísu hefur borið lítið á þessu uppá síðkastið hjá karlaliðinu en þetta var regla hérna í gamla da.

Edited by Brodd-Helgi

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ég heyrði ekki betur en í viðtali við þjálfarann í gær hafi hann einmitt sagt að Angóla væri sannarlega ekki gefin veiði. Mun sterkari en margir teldu. Frábær sigur hjá þeim á Svartfjallalandi, það verður spennandi að sjá áframhaldið ... :)

Share this post


Link to post
Share on other sites

Jú, þær eru sterkar þær angólsku.

Hefði samt verið betra að tapa fyrir þeim Svarfellingunum en vinna Angóla. Ísl. gæti endað með 4 stig og þá er Angóla með 4 stig líka og innbyrðis viðureign gildir.

Ísland tapar sennilega fyrir Noregi. Á að vinna Kína. þær þurfa eiginlega að vinna þá þjóðverja til að vera öruggar áfram. Gæti alveg orðið snúið.

Umfjöllun um íslenska liðið:

Women’s training programme in Iceland shows great results

,,High up in the North Atlantic, where the weather is rough and the people are silent, climate seems to be perfect to grow good handball players. This has always been well known for the Icelandic men, but now also Iceland’s women caused a surprise at their first WCh participation and prevailed in their first game against one of the joint favourites.

In Iceland women’s handball is not as new as it might seem. “Our girls have already been playing in an organized system since 1957”, says Einar Porvardarson. But they were always in the shadow of the Icelandic men’s team, which has been particularly successful in the past years. By winning the silver medal at the 2008 Olympic Games in Beijing – the third Olympic medal for Iceland ever in the 110 years of Olympic history – the men’s team has gained a piece of handball immortality.

Late, but obviously not too late, the federation reacted on the growing popularity of Handball and implemented a women’s training programme. This has only been six years ago, but has already shown first great results, which now cumulate in the participation of the Icelandic women’s team at the WCh. “This is up to now the greatest confirmation that our work pays off”, says coach Agust Johansson. "

http://www.ihf.info/IHFCompetitions/WorldC...ult.aspx?ID=911

þarna kemur fram að fyrir 6 árum var sett í gang sérstakt þjálfunarprógram.

Edited by Brodd-Helgi

Share this post


Link to post
Share on other sites
Sárafáir áhorfendur hafa sótt leikina á heimsmeistaramóti kvenna í handknattleik sem stendur yfir í Brasilíu. 24 leikjum er lokið í keppninni og hafa samtals 14.400 áhorfendur verið á þeim sem er minna en á úrslitaleiknum 2007 þegar Rússar lögðu Norðmenn í París. 14.600 áhorfendur voru á þeim leik.

Jan Pytlick landsliðsþjálfari Dana segist ekkert skilja í því hvers vegna mótshaldarar og Alþjóða handknattleikssambandsins vinni ekkert í því að fá fleira fólk í hallirnar en hann segist hafa talið 49 áhorfendur á leik Dana og Argentínumanna.

Í aðeins þremur leikjum hafa áhorfendur verið 1000 eða fleiri en flestir áhorfendur hafa verið á leikjum heimaliðsins, en þeir hafa flestir verið 3000 talsins.

http://www.mbl.is/sport/hm_handbolta/2011/...ur_a_hm_kvenna/

Share this post


Link to post
Share on other sites

Sáu aldrei til sólar gegn Noregskonum. 27-14.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Vekur athygli að Þjóðverjar unnu Kína aðeins naumlega á síðustu mínútum. Verður samt erfitt fyrir Ísland í gegn þeim í kvöld að mínu mati. Ísland þarf að eiga toppleik og jafnframt rífa sig uppúr niðursveiflunni í síðustu tveim leikjum. Verður mjög erfitt.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Bravissimo! Frábært.

Ísland er að vinna þýskaland í ótrúlegum leik. 26-20.

Lentu undir 4-11 og 7-12 en höfðu yfir 13-12 í hálfleik.

Karen Knúts enn markahæst með 9. þar af 6 úr vítum. Hrafnhildur með 5. Guðný var að verja stórkostlega í restina auk þess sem vörnin var massíf með Önnu Úrsúlu í farabroddi auk þess sem Úrsúla var afar drjúg í sókninni. Náði að fá 3 víti í röð á krítísku tímabili undir lok leiks.

569122.jpg

Anna Úrsúla.

Edited by Brodd-Helgi

Share this post


Link to post
Share on other sites

Þumalinn upp fyrir ,,Stúlkunum okkar"! ;)

Share this post


Link to post
Share on other sites

Þær eru bara 'stúlkurnar okkar' þegar þær vinna.

Sama með 'strákana okkar'.

Share this post


Link to post
Share on other sites

það verður náttúrulega að teljast ákv. afrek af stelpunum ef þær komast uppúr riðlinum. Málið er nefnilega að kvennahandboltinn er að stimpla sig sí sterkar inn. þó eg hafi ekki seð þess leiki núna vegna þess að þeir eru læstir inni, þá hefur glöggt má sjá í sumum landsleikjum sem sýndir hafa verið á undanförnum misserum að mikill stigandi er í þessu. það eru nokkrir afar öflugir handboltamenn þarna. þeim skortir að vísu reynslu á svona stórmótum sem karlalandsliðið er búið að fá. Að vísu. það kom vel fram í Angólaleiknum. Nuna þarf eiginlega að vinna Kína eða allavega að fá stig. það er ekki sjalfgefið að svo verði. Ekki sjálfgefið. Kínversku stelpurnar hafa verið að standa sig nokkuð vel. Ef þær eru að spila eitthvað óhefðbundið þá gætu orðið erfileikar. Virðist henta ísl. liðinu best að spila hefðbundið. Í þessu lenti karlaliið nokkrum sinnum fyrr á árum. Spiluðu afar vel og náðu góðum úrslitum gegn sterkum þjóðum sem spiluðu þennan hefðbundna evrópska handbolta. En misstu svo einbeitinguna og rythmann gegn óhefðbundnum eða villtum handbolta. það var bara reynsluleysi.

Edited by Brodd-Helgi

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ps. Ok. þau tíðindi gerðust að Angóla vann þýskaland.

þar af leiðir að úrslitin gegn Kína skipta engu máli. Niðurstaðan verður alltaf 4. sæti og það eru Rússarnir í 16 liða úrslitum.

Breitir því ekki að slæmt var að tapa fyrir Angóla. Ef þær hefðu unnið Angóla líka hefði verið léttari andstæðingur í 16 liða úrslitum.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Öruggt. 23-16. þrátt fyrir tasvert um mistök í leik Íslendinga. Dagný Skúla með 8 mörk. Karen Knúts lét lítið á sér bera að þessu sinni.

þa eru það bara Rússarnir í 16 liða úrslitum. Heimsmeistararnir. Hafa verið sterkir núna. Unnu meðal annars Ástralíu 45-8.

þess má geta að einn besti leikmaður Íslands Rakel Dögg Bragadóttir er ekki með á mótinu. Meiddist rétt fyrir mót. Sleit krossbönd í hné.

444415.jpg

Rakel þegar hún lék með Stjörnunni. Anna Úrsúla í baksýn.

Edited by Brodd-Helgi

Share this post


Link to post
Share on other sites

Frábært hjá þeim, óska þeim til hamingju.

Held reyndar að þær eru að lenda í klípu HSÍ varðandi það að leikir þeirra eru læstir inni og þar af leiðandi er almenningur ekki að ná að sjá þessa leiki þeirra, því missir þessi árangur þeirra marks.

Ég sá reyndar einn leik sem var opin og fannst mjög vel gert hjá stöð 2, en held að þeir séu að skjóti sig í fótinn þar sem almenningur hefur ekki aðgang að þessu og því náist ekki þessi almenni "fílingur" fyrir þessu. Sá þetta "nánast" gerast síðast líka með karlana, þeir redduðu þessu fyrir horn þá, veit ekki með næst, giska á að momentið verði búið þá.

KSÍ ætti að þekkja þetta með útileikina sína..;)

Share this post


Link to post
Share on other sites

Rússar of stór biti. En íslenska liðið stóð sig samt ágætlega lengst af en í restina kom samt fram hve gífurlegur þungi er í rússunum enda er þeim spáð enn einum heimsmeistaratitlinum.

Breitir því ekki að Ísland stóð sig vel og vonum framar á sínu fyrsta HM móti.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.