Sign in to follow this  
Followers 0
Óradís

Að sjóða hangikjötið

20 posts in this topic

Ég keypti hangilæri á beini þetta árið. Hér áður fyrr fékk ég svona hangilæri stundum gefið fyrir jól og eldaði það í ofnpotti en man ekki lengur hversu lengi. Nú er hangilærið mitt komið í ofnpottinn og í ofninn en ég velti fyrir mér hvort ég á að hafa það lengur en í tvo tíma eða svo. Ég er svo gleymin að ég man þetta ekki nægilega vel.

Hvaða málverji veit þetta vel?

Share this post


Link to post
Share on other sites
Ég keypti hangilæri á beini þetta árið. Hér áður fyrr fékk ég svona hangilæri stundum gefið fyrir jól og eldaði það í ofnpotti en man ekki lengur hversu lengi. Nú er hangilærið mitt komið í ofnpottinn og í ofninn en ég velti fyrir mér hvort ég á að hafa það lengur en í tvo tíma eða svo. Ég er svo gleymin að ég man þetta ekki nægilega vel.

Hvaða málverji veit þetta vel?

Ég á við þetta sama vandamál að stríða. Við systkynin hittumst einu sinni á ári til að borða hangikjöt. Tvö undanfarin ár hefur systrum mínum þótt úrbeinaða lærið mitt best. Núna keypti ég hinsvegar læri á beini. Hingaðtil hef ég verið svo heppinn að ráðagóður vinur minn hefur rekið inn nefið og leiðbeint mér með suðuna. Það sem ég man er, sjóða lengi á lágum hita og láta svo liggja í vatninu. Hversu lengi og hversu lágur hiti, man ég ekki.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Ég á við þetta sama vandamál að stríða. Við systkynin hittumst einu sinni á ári til að borða hangikjöt. Tvö undanfarin ár hefur systrum mínum þótt úrbeinaða lærið mitt best. Núna keypti ég hinsvegar læri á beini. Hingaðtil hef ég verið svo heppinn að ráðagóður vinur minn hefur rekið inn nefið og leiðbeint mér með suðuna. Það sem ég man er, sjóða lengi á lágum hita og láta svo liggja í vatninu. Hversu lengi og hversu lágur hiti, man ég ekki.

Ég var að tala við mömmu. Hún leggur til að kjötið sé haft í ofninum í eina og hálfa klukkustund eftir að vatnið er farið að sjóða og sé svo látið kólna í einhvern tíma í soðinu. Það er bara dálítið erfitt að ákvaðra hvenær suðan kemur upp í ofnpottinum því það er eihvernvegin þannig að það bullar ekkert í ofnpotti. Kannski maður bara sirki á þetta. Það er svosem venjan hjá mér í matseld, að sirka á allt. :)

Share this post


Link to post
Share on other sites
Ég var að tala við mömmu. Hún leggur til að kjötið sé haft í ofninum í eina og hálfa klukkustund eftir að vatnið er farið að sjóða og sé svo látið kólna í einhvern tíma í soðinu. Það er bara dálítið erfitt að ákvaðra hvenær suðan kemur upp í ofnpottinum því það er eihvernvegin þannig að það bullar ekkert í ofnpotti. Kannski maður bara sirki á þetta. Það er svosem venjan hjá mér í matseld, að sirka á allt. :)

Þú náttlega stillir á einhvern hita og treystir á að það sé eitthvað að marka.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ég hef barasta aldrei soðið hangikjöt - alveg einu sinni eldað jólamat og fengið gesti. Það sló alltaf út rafmagnið og ég gat ekki eldað á öllum hellum og haft ofninn í gangi. Því varð ég að hita gular baunir, malla sósu, steikja kartöflur og eitthvað annað sem ég man ekki hvað var á tveim hellum. Ég er líka með ör eftir sykurbráðina :)

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ég er með tæplega 4kg læri á beini. Set það í risa pott og læt það soðna í ró og næði í. Venjulega eldhúshella nær tæplega upp suðu á 30+ lítra pott sem er fullur, en mér þykir ágætt að láta þetta soðna í 4 til 5 tíma, sem er tímin frá því að vatnið og lærið fer fyrst í pottinn. Ég læt lærið ekki kólna í soðinu.

Share this post


Link to post
Share on other sites

já já. Lærið er komið út úr ofninum og hefur nú kólnað lítið eitt. Ég sé ekki betur en að þetta sé bara frábært hjá mér. :) Jólat´reð er skreytt en þvílíkur haugur sem er til af jólaskrauti á þessu heimili! Ég ætla að sleppa að nota nema bara svona 10% af því. Heimilið mitt er í eðli sínu svo jólalegt, allan ársins hring að það má ekki við meiru. Nú er bara að fara að koma þessu aftur ofan í kassa og ganga frá því. Síðar í kvöld verður jólaísinn græjaður og í fyrramálið er meiningin að viðra sængur, ef veðrið verður ekki snælduvitlaust og pressa og hreinsa spariföt sonanna. Gá svo hvort ég á ekki einhver jólaföt sjálf. Bara man það ekki.

Hey. Hvernig eldið þið hamborgarhrygg, góðgætið í soðið til að búa til góða sósu og svona?

Edited by Óradís

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ég keypti reyndar frampart núna, á beini að sjálfsögðu, en hef oftast verið með beinlausar rúllur. Þær hef ég bara bullsoðið á háum hita, látið sjóða í svona hálftíma þrjú kortér, slökkt undir og látið suðuna líða út og svo geymt rúlluna í soðinu í pottinum þangað til daginn eftir...

Share this post


Link to post
Share on other sites

Var að fá smakk.. búið að sjóða í klst.

Hef keypt tvíreykt og étið fyrst ósoðið en soðið síðan restina um jólin, núna er það kofareykt.. vitkilega gott!!

Share this post


Link to post
Share on other sites

Mikið er hangikjöt annars hrikalega gott. Ég var að smakka mitt og það er unaðslegt hreint út sagt. Vel reykt og æðislegt. Feu hvernig er þetta tvíreykta? Er það það sem gerir þetta frábæra bragð til að borða kjötið hrátt?

Share this post


Link to post
Share on other sites
Mikið er hangikjöt annars hrikalega gott. Ég var að smakka mitt og það er unaðslegt hreint út sagt. Vel reykt og æðislegt. Feu hvernig er þetta tvíreykta? Er það það sem gerir þetta frábæra bragð til að borða kjötið hrátt?

Hljómar eins og þú þurfir að prófa, fyrst hrátt og svo soðið eins og Feu sagði. Ég smakkaði tvíreykt hrátt um daginn og var ekki hrifinn. Kunningi minn mælti hinsvegar með sauðakjöti, sagði lambakjötið ofmetið.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Hljómar eins og þú þurfir að prófa, fyrst hrátt og svo soðið eins og Feu sagði. Ég smakkaði tvíreykt hrátt um daginn og var ekki hrifinn. Kunningi minn mælti hinsvegar með sauðakjöti, sagði lambakjötið ofmetið.

Það er rétt að sauðakjötið er betra. Meðan ég fékk kjöt úr sevitinni forðum var það alltaf af veturgömlu fé og það var unaðslegt. Held ég hafi samt aldrei smakkað tvíreykt kjöt.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Mikið er hangikjöt annars hrikalega gott. Ég var að smakka mitt og það er unaðslegt hreint út sagt. Vel reykt og æðislegt. Feu hvernig er þetta tvíreykta? Er það það sem gerir þetta frábæra bragð til að borða kjötið hrátt?

Tvíreykt er mjög gott hrátt, sérstaklegs yðst. Þegar búið er að skafa af því, þá passar að sjóða restina.

Þetta kofareykta var mjög dökkt á litinn.. mikið reykt, en ég rúmfastur og það því soðið beint nûna, ég hefði freystast til að skera mér flís annars..

Lærið er mjög stórt.. grunar að það sè af veturgömlu.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Tvíreykt er mjög gott hrátt, sérstaklegs yðst. Þegar búið er að skafa af því, þá passar að sjóða restina.

Þetta kofareykta var mjög dökkt á litinn.. mikið reykt, en ég rúmfastur og það því soðið beint nûna, ég hefði freystast til að skera mér flís annars..

Lærið er mjög stórt.. grunar að það sè af veturgömlu.

Líklega af veturgömlu og þá er það líklega mjög gott. Ég veit ekki hvað veldur en kjöt af veturgömlu fé er alls ekki síðra en lambakjötið, líka þegar það er óreykt. Jafnvel betra, bragðmeira. Það þarf bara aðeins aðra meðhöndlun. Láta það þiðna lengi og taka sig vel og svo steikja það lengi við lágan hita. Moðsjóða það jafnvel. Það er dásemd og bráðnar í munni.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Jólahangiketið er að sjálfsögðu af veturgömlu. Annað kemur ekki til greina. Þetta fær maður með beini í flestum betri kjötborðum.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Ég keypti reyndar frampart núna, á beini að sjálfsögðu, en hef oftast verið með beinlausar rúllur. Þær hef ég bara bullsoðið á háum hita, látið sjóða í svona hálftíma þrjú kortér, slökkt undir og látið suðuna líða út og svo geymt rúlluna í soðinu í pottinum þangað til daginn eftir...

Hangikjötið mitt er alltaf frampartur á beini ... borðað heitt. Bullsoðið er bara bull ... ;)

Share this post


Link to post
Share on other sites

Settu lærið í stóran pott, fylla yfir það með köldu fersku vatni.

Byrja suðu á lágum hita.

Þegar suðan byrjar (getur tekið klukkutíma)

Slekkur þú á hellunni, og skilur pottinn eftir á hellunni yfir nótt.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Hangikjötið mitt er alltaf frampartur á beini ... borðað heitt. Bullsoðið er bara bull ... ;)

Mér finnst nú framparturinn alltaf betri, hvort sem hann er hanginn eður ei. Þetta með bullsuðuna, ég geri það bara ef ég er með beinlaust. Þá slekk ég undir eftir svona 30-40 mínútur en læt kjötið vera áfram í pottinum og suðuna deyja út. Þannig sýður kjötið auðvitað lengur, þannig séð. En ég geri þetta bara ef það á að snæða kjétið kallt.

Ég keypti frampart núna, en elda hann ekki sjálfur. Ekki í þetta sinn, við stórfjölskyldan komum alltaf saman um jólin, foreldrar mínir systkini og börnin þeirra og borðum á aðfangadagskvöld. Svo höfum ég og strákarnir mínir stundum borðað með foreldrum mínum á jóladag, eftir að ég varð einstæður pabbi. Ég kaupi kjétið, mútta eldar. Næs díll. Og ég býst ekki við öðru en heitum framparti. Mmmmm... ;)

Share this post


Link to post
Share on other sites
Ég keypti hangilæri á beini þetta árið. Hér áður fyrr fékk ég svona hangilæri stundum gefið fyrir jól og eldaði það í ofnpotti en man ekki lengur hversu lengi. Nú er hangilærið mitt komið í ofnpottinn og í ofninn en ég velti fyrir mér hvort ég á að hafa það lengur en í tvo tíma eða svo. Ég er svo gleymin að ég man þetta ekki nægilega vel.

Hvaða málverji veit þetta vel?

Sæl.

Kanntu þetta ekki?? Allar upplýsingar geturðu fengið á lambakjot.is rétt eins og ég hef þaðan mikinn fróðleik.

kv

Spinni.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Hangikjöt er alveg ómissandi á jóladag. Ég sauð hangikjöt sjálfur í fyrsta sinn núna, kofareykta rúllu og það tókst bara vel. gerði líka uppstúfinn sjálfur (eftir leiðbeiningum á jútúb) og meir að segja frómas, svona eins og mamma gerði alltaf (þessi með blönduðu ávöxtunum). Allt heppnaðist þetta vel og allir voru sáttir og saddir.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.