Sign in to follow this  
Followers 0
drCronex

Inside Job, myndin

50 posts in this topic

Sýnd var myndin Inside Job í sjónvarpinu í gærkvöldi.

Hún er stórgott yfirlit yfir fjármálaglæpi verðbréfabraskara.

Kannski er einhver með link á hana á youtube?

En hvers vegna byrjar myndin á Kárahnjúkum? Inntak myndarinnar er hvernig regluverk fjármálageirans var fjarlægt og svindlurum leyft að knésetja eigin fyrirtæki og fá vel borgað fyrir.

Sami kjarni og margir okkar hér sjá sem vandann á Íslandi, einkavæðinguna sjálfa, niðurrif á kerfi sem var í heildina séð allt í lagi.

Svo er sýnd mynd af Kínversku verkafólki að missa vinnuna og ég hugsaði með mér; hvað ef Alcoa lokar álverinu fyrir austan, þá verða 500 manns atvinnulausir í 12,000 manna byggðarlagi.

Hvað pæla málverjar?

Edited by drCronex

Share this post


Link to post
Share on other sites
En hvers vegna byrjar myndin á Kárahnjúkum? Inntak myndarinnar er hvernig regluverk fjármálageirans var fjarlægt og svindlurum leyft að knésetja eigin fyrirtæki og fá vel borgað fyrir.

Skrítið að þetta tvennt skuli hafa byrjað á sama tímanum.

Mörgu og miklu rústað á sama tímanum.

Myndin

Edited by Fjalldrapi

Share this post


Link to post
Share on other sites
Skrítið að þetta tvennt skuli hafa byrjað á sama tímanum.

Mörgu og miklu rústað á sama tímanum.

Myndin

Ísland var í forgrunni myndarinnar, vegna þess að svæsnustu dæmin áttu sér stað þar. Bankarnir lánuðu sem nam 10x þjóðarframleiðsla...en ekkert land gat toppað þá geðveiki.

Annars mátti, í myndinni, sjá fullt af JónÁsgeirum þarna í útlöndum, sem fóru hamförum. En mesta spillingin var jú á hæstu stöðunum...hjá pólitíkusum og svol.

Góð grein og lýsandi fyrir ástandið eftir Ólaf Karvel Pálsson.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Og eins og ég hef alltaf sagt; hagfræðingar gera greiningar með fyrirframgreiddum niðurstöðum, eins og skýrsla Tryggva Ljóts og þessa Mishkins.

Skýrsla sem breytti um nafn á dularfullann hátt, hét upphaflega "FINANCIAL STABILTY" en breyttist í "FINANCIAL INSTABILTY" eftir hrun.

Hvað er að marka svona spékoppa?!

Share this post


Link to post
Share on other sites
Sýnd var myndin Inside Job í sjónvarpinu í gærkvöldi.

Hún er stórgott yfirlit yfir fjármálaglæpi verðbréfabraskara.

Kannski er einhver með link á hana á youtube?

En hvers vegna byrjar myndin á Kárahnjúkum? Inntak myndarinnar er hvernig regluverk fjármálageirans var fjarlægt og svindlurum leyft að knésetja eigin fyrirtæki og fá vel borgað fyrir.

Sami kjarni og margir okkar hér sjá sem vandann á Íslandi, einkavæðinguna sjálfa, niðurrif á kerfi sem var í heildina séð allt í lagi.

Svo er sýnd mynd af Kínversku verkafólki að missa vinnuna og ég hugsaði með mér; hvað ef Alcoa lokar álverinu fyrir austan, þá verða 500 manns atvinnulausir í 12,000 manna byggðarlagi.

Hvað pæla málverjar?

Kárahnjúkavirkjun er ágætis dæmi um vondar ákvarðanir.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Og eins og ég hef alltaf sagt; hagfræðingar gera greiningar með fyrirframgreiddum niðurstöðum, eins og skýrsla Tryggva Ljóts og þessa Mishkins.

Skýrsla sem breytti um nafn á dularfullann hátt, hét upphaflega "FINANCIAL STABILTY" en breyttist í "FINANCIAL INSTABILTY" eftir hrun.

Hvað er að marka svona spékoppa?!

Ekki baun í bala! En hvað þá með matsfyrirtækin Moody´s, S&P o.fl. Þau gáfu Lehmans bræðrum þrefalt A viku fyrir gjaldþrotið!?

Jóhanna og Steingrímur hafa verið að keppast við að fá góða lánshæfiseinkunn hjá þessum vesælu fyrirtækjum!

Edited by Skrolli

Share this post


Link to post
Share on other sites
Kárahnjúkavirkjun er ágætis dæmi um vondar ákvarðanir.

Kárahnjúkar eru ekki grunnurinn að heimskreppunni sem nú ríður yfir.

Ég veit að stundum byrgir fjörðurinn sýn, en vandinn fólst í einkavæðingu allra geira, margföld veðsetning og sala á einkavæddum eignum sem betur hefðu setið sem eignir. Það er fyrst og fremst tombóla á opinberum eignum og þessi 1920's style frjálshyggja -sem er vandinn.

Og já mér fannst gimmik í myndinni að sýna myndir af allsk fallegum stöðum og svo sýna sprenginguna. Flott klippirí en einföld áróðurstækni sem myndi líka virka á vegagerð ríkisins og svo margt annað. Hún hefur ekkert með inntak myndarinnar að gera en þrengir skilning útlendinga á hvað Ísland er.

Svo hélt ég að í lok myndarinnar væri útskýrt hvernig Kárahnjúkar tengdust þessu en það var eins og aulalegi prófessorinn með heilaskemmdina hefði gert það konsept, bara píp út í loftið. Hvers vegna kynna eitthvað í byrjun og svo er algert diskonnect við innihald myndarinnar. Hún hefði betur byrjað á að tala um einkavæðinguna sjálfa og/eða þeim 10-20 milljónum Bandaríkjamanna sem hafa lent á götunni vegna húsnæðislánabrasks eða siðferðisbrestinn sem veldur því að braskarar fá að taka slæmar ákvarðanir og hlunnfara almenning.

Ekki baun í bala! En hvað þá með matsfyrirtækin Moody´s, S&P o.fl. Þau gáfu Lehmans bræðrum þrefalt A viku fyrir gjaldþrotið!?

Jóhanna og Steingrímur hafa verið að keppast við að fá góða lánshæfiseinkunn hjá þessum vesælu fyrirtækjum!

Braskararnir sögðu það sjálfir, matsfyrirtækin eru "bara skoðanir."

Heilaskemmdi hagfræðingurinn segir allt sem segja þarf um hagfræðina sem fag. Hún er dautt fag, rétt eins og hálfvitinn Milton Friedman.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Hér varð ekki bara efnahagslegt hrun. Það var líka siðferðilegt.

Sá er munur á flónsku og níðingsverkum sem unnin eru á manninum og náttúrunni, að þótt óhæfuverk sé unnið á manni eru möguleikar á því að hann rétti úr kútnum, eignist afkvæmi og lífið haldi áfram í kyni hans. Annað gerist í náttúrunni. Fjall fæðist aldrei af fjalli. Ef fjalli er jafnað við jörðu, rís það aldrei upp í fyrri mynd. Náttúran er ekki nema að litlu leyti lifandi og endurnýjanleg og verður ekki líkt við okkur nema á vissan hátt. Hún vinnur aldrei fólskuverk á neinum. Maðurinn vinnur fólskuverk á henni, og í þessu sem öðru eru þau verst sem unnin eru innan fjölskyldunnar, þau sem þjóð vinnur á landi, náttúru og eðli sínu.

Edited by Fjalldrapi

Share this post


Link to post
Share on other sites

Fín grein hjá Guðbergi. Mér datt strax í hug Ingólfsfjall þegar ég heyrði fjalls-líkinguna.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Mér fannst greiningin með olískipið ansi góð, það er í raun grunnkerfisvillan sem er í gangi.

Edited by siff

Share this post


Link to post
Share on other sites
Mér fannst greiningin með olískipið ansi góð, það er í raun grunnkerfisvillan sem er í gangi.

Sammála. Í raun er myndin ansi góð, þrátt fyrir undarlega byrjun.

Þetta með mellurnar og eiturlyfin er umhugsunarvert varðandi menn með horn á hjálmum sínum.

Eitt í viðbót; Saving Iceland er ekki beint saving mannabyggð on Austfirðir.

Edited by drCronex

Share this post


Link to post
Share on other sites

"Áramótabrennurnar á gamlárskvöld losa um 46% af öllu díoxíni sem losnar út í andrúmsloftið á Íslandi á einu ári.

Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV og var staðhæft að allt atvinnulíf landsins, sorpbrennsla og samgöngur landsmanna losa rúm 53% af því díoxíni sem til fellur hér á ári en brennurnar séu ábyrgar fyrir rétt tæpum helmingi.

Sérfræðingar Umhverfisstofnunar munu rannsaka málið nánar um áramótin og munu vikta allt efni sem fer í áramótabrennuna á Geirsnefi við Elliðavog í Reykjavík vegna þeirrar rannsóknar.

Díoxín er þrávirkt efni sem safnast upp í jarðvegi og getur spillt heilsu manna og dýra eftir þvi sem það hleðst upp og færist ofar í fæðukeðjuna.

Mikið hefur verið rætt um díoxínmengun frá sorpbræðslum hér á landi síðustu misseri. Sú umræða kom upp í framhaldi af mengun sem mældist í nágrenni við sorpbrennslustöðina Funa við Ísafjörð. En miðað við kvöldfréttir RÚV er sú mengun smámunir miðað við það magn sem fer út í andrúmsloftið þegar landsmenn kveðja gamla árið og fagna hinu nýja.

Og brennurnar eru ekki eini mengunarvaldurinn sem tengist áramótunum. Starfsmenn Umhverfisstofnunar munu einnig rannsaka innihald flugelda sem fluttir eru inn til landsins í því skyni að leita að öðru þrávirku efni, HCB, en það mældist í 899 sinnum hærra magni en venjulega í andrúmsloftinu yfir Reykjavík um síðustu áramót."

Ég man eftir að hafa lesið greinar um hvernig Kárahnjúkavirkjun væri slæm fyrir losun gróðurhúsalofttegunda. :rolleyes:

Edited by drCronex

Share this post


Link to post
Share on other sites
"Áramótabrennurnar á gamlárskvöld losa um 46% af öllu díoxíni sem losnar út í andrúmsloftið á Íslandi á einu ári.

Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV og var staðhæft að allt atvinnulíf landsins, sorpbrennsla og samgöngur landsmanna losa rúm 53% af því díoxíni sem til fellur hér á ári en brennurnar séu ábyrgar fyrir rétt tæpum helmingi.

Sérfræðingar Umhverfisstofnunar munu rannsaka málið nánar um áramótin og munu vikta allt efni sem fer í áramótabrennuna á Geirsnefi við Elliðavog í Reykjavík vegna þeirrar rannsóknar.

Díoxín er þrávirkt efni sem safnast upp í jarðvegi og getur spillt heilsu manna og dýra eftir þvi sem það hleðst upp og færist ofar í fæðukeðjuna.

Mikið hefur verið rætt um díoxínmengun frá sorpbræðslum hér á landi síðustu misseri. Sú umræða kom upp í framhaldi af mengun sem mældist í nágrenni við sorpbrennslustöðina Funa við Ísafjörð. En miðað við kvöldfréttir RÚV er sú mengun smámunir miðað við það magn sem fer út í andrúmsloftið þegar landsmenn kveðja gamla árið og fagna hinu nýja.

Og brennurnar eru ekki eini mengunarvaldurinn sem tengist áramótunum. Starfsmenn Umhverfisstofnunar munu einnig rannsaka innihald flugelda sem fluttir eru inn til landsins í því skyni að leita að öðru þrávirku efni, HCB, en það mældist í 899 sinnum hærra magni en venjulega í andrúmsloftinu yfir Reykjavík um síðustu áramót."

Ég man eftir að hafa lesið greinar um hvernig Kárahnjúkavirkjun væri slæm fyrir losun gróðurhúsalofttegunda. :rolleyes:

OH MÆ GOD.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Ég man eftir að hafa lesið greinar um hvernig Kárahnjúkavirkjun væri slæm fyrir losun gróðurhúsalofttegunda.

1.cover.gif

Það var minnst á þetta hér.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Jæja, þá sá ég þessa mynd loksins í heild sinni.

Mjög flott mynd.

  • Mishkin var eins og auli þegar hann var spurður út í Ísland.
  • Gaurinn frá Harvard lét eins og það skipti engu máli að menn frá skólanum væri að fá tekjur frá fyrirtækjum fyrir fræðilegar skýrslur. Svo stóð hann á gati þegar hann var spurður hvort honum þætti eðlilegt að læknar mæltu með einu lyfi ef 80% þeirra fengju greitt frá lyfjafyrirtækinu? Hann ætlaði að svara fyrst að slíkt væri ekki í lagi, en áttaði sig svo á gildrunni og stóð á gati.
  • Gaman var að karlinum sem brást illa við spurningum þegar kom að ráðgjafastörfum. Þá hafði hann allt í einu bara nokkrar mínútur eftir, stuttu síðar urðu þessar nokkrar mínútur aðeins þrjár. Að lokum sagði hann eitthvað á þá leið, you have 3 minutes do your best.
Edited by Kjosandi

Share this post


Link to post
Share on other sites

Óbama hefur ráðið alla toppgaurana aftur sem leyfðu þessu öllu að gerast : Larry Summers, Timothy Geitner og hvað heita þeir : Bernanke. Er hann nokkuð skárri en Greenspan ?

Share this post


Link to post
Share on other sites
Óbama hefur ráðið alla toppgaurana aftur sem leyfðu þessu öllu að gerast : Larry Summers, Timothy Geitner og hvað heita þeir : Bernanke. Er hann nokkuð skárri en Greenspan ?

Enn einn góður punktur úr myndinni. Þeir eru margir.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Svona lala þessi mynd. Áhugaverðir punktar. En náttúrulega klipt til og sona og allt ytra myndrænt form var hannað til að sýna ákv. afstöðu sem gerðarmenn myndar höfðu eða vildu koma á framfæri, býst eg við.

Athyglisverðar staðhæfingar hjá einum þarna, eitthvað áþá leið, að það væri alveg ótrúlegt hve Wall-Street gaurarnir gætu tekið af kókaíni. Og þá var hann ekki að segja sem tvíræðan brandara eða þess háttar. Hann var segja það í þeirri meiningu að þeir tækju eiturlyfið bókstaflega. því á eg erfitt með að trúa. Stórefa að menn séu mikið að því þó slík notkun þekkist þar sjálfsagt eins og annarsstaðar.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ekki rétt þýðing á verðmæti snekkju Jóns Ásgeirs : Hún kostaði 40 milljónir dollara, ekki 40 milljarða dollara.

-----------------------------------------

Glass-Steagall lögin. Þeim var hnekkt með Gramm-Leach-Blyley Act. Þar með var fjandinn endanlega laus.

Þegar Citigroup var myndað með sameiningu Citicorp? og Travelers braut það í bága við fyrrnefndu lögin en Greenspan veitti undanþágu í eitt ár þangað til síðarnefndu lögin voru samþykkt.

Reagan hleypti af stað 30 ára ferli haftaafnáms á fjármálamarkaði. Clinton og Bush héldu því bara áfram.

Afleiður - derivatives : Hvað skyldi það eiginlega vera ? Það varð bannað í desember árið 2000 að hafa eftirlit með afleiðuviðskiptum.

Edited by Fjalldrapi

Share this post


Link to post
Share on other sites
Kárahnjúkar eru ekki grunnurinn að heimskreppunni sem nú ríður yfir.

Ég veit að stundum byrgir fjörðurinn sýn, en vandinn fólst í einkavæðingu allra geira, margföld veðsetning og sala á einkavæddum eignum sem betur hefðu setið sem eignir. Það er fyrst og fremst tombóla á opinberum eignum og þessi 1920's style frjálshyggja -sem er vandinn.

Og já mér fannst gimmik í myndinni að sýna myndir af allsk fallegum stöðum og svo sýna sprenginguna. Flott klippirí en einföld áróðurstækni sem myndi líka virka á vegagerð ríkisins og svo margt annað. Hún hefur ekkert með inntak myndarinnar að gera en þrengir skilning útlendinga á hvað Ísland er.

Svo hélt ég að í lok myndarinnar væri útskýrt hvernig Kárahnjúkar tengdust þessu en það var eins og aulalegi prófessorinn með heilaskemmdina hefði gert það konsept, bara píp út í loftið. Hvers vegna kynna eitthvað í byrjun og svo er algert diskonnect við innihald myndarinnar. Hún hefði betur byrjað á að tala um einkavæðinguna sjálfa og/eða þeim 10-20 milljónum Bandaríkjamanna sem hafa lent á götunni vegna húsnæðislánabrasks eða siðferðisbrestinn sem veldur því að braskarar fá að taka slæmar ákvarðanir og hlunnfara almenning.

Braskararnir sögðu það sjálfir, matsfyrirtækin eru "bara skoðanir."

Heilaskemmdi hagfræðingurinn segir allt sem segja þarf um hagfræðina sem fag. Hún er dautt fag, rétt eins og hálfvitinn Milton Friedman.

Kárahnjúkar áttu vel heim í myndskeiði með Jóni Ásgeiri Jóhannessyni. Þetta tvent, Kárahnjúkavirkjun og svo stórfeld skipulög glæpastarfsemi Jóns og annarra slíkra kauða var það dómínó sem kom af stað kreppunni.

Áhguaverðari spurnig væri að spyrja, af hverju Íslendingar og USA? Hvað er það sem er í þjóðarsál þessara ríkja að þar spetti upp siðblindari og stórtækari fjárglæframenn en víðast annar staðar.

Sennilega er skýringi sú að við erum landnámsþjóðir. Slíkar þjóðir hugsa oft frekar um skammtímagróð og eigin þrönga hagsmuni sína til skammst tíma. Þannig er Kárahnjúkavirkjun skild bankakreppunni í gegnum þennann hugsunarhát. Þar var arðsemi lítil og umhverfisspjöll mikil en framkvæmdin skaðaði tímabundna þenslu í kjördæmi formanns Framsóknarflokksins en þar átti flokkurinn undir högg að sækja.

Þessar þjóðir tvær hafa einnig afrekað meira en flestar aðrar þjóðir í rányrkju og landnýðslu hverskonar. Uppblástur og eyðimerkurmyndun í kjölfar rányrkju þekkist vel í báðum löndum.

Nú eru svartfuglastofnar í lægð og einhverjum dettur í hug að friða þá til að styrkja stofninn. Þá koma einhverjir fáitar úr Bændahöllinni og segja að það eigi ekki að banna heldur rannsaka meira. Í flestum löndum hefði það að stofnar væru ekki næginlega rannsakaðir verið rök með friðun en hér á landi er það notað sem rök gegn friðun. Sjaldan hefur hugtakið um að skjóta fyrst og spyrja svo átt betur við en í þessu dæmi.

Úr svona rányrkju samfélagi spretta upp menn sem ofbeita land og breyta í eyðimörg og kenna veðriru um eða eldgosum. Frá svona löndum kemur fólk sem klárar risa stóra síldarstofna á met tíma. Frá svona þjóð kemur öfgafólk sem vill ráðast í fáránlegar framvkæmdir við Kárahnjúka. Úr svona jarðvegi spretta upp svona glæpamenn eins og Jón Ásgeir og Pálmi Haraldsson sem telja eðlilegt og rétt að hrifsa til sín allt sem hönd á festir en setja síðan allt á hausinn með hörmulegum afleiðingum.

Ef þetta eru hinu íslensku og kristnu lífgildi sem Guðjón Arnar og hinir rasistarnir í Frjálslynda flokknum töluðu um, þá er víst eins gott að þeir höfðu ekki árangur sem erfiði. Alla vega vildi sá flokkur veiða sem mest og hlusta sem minnst á ráð fiskifræðinga, sem er auðvitað dæmigert fyrir þennan hugsunarhát þar sem lög og reglur eiga ekki að vera að flækjast fyrir sjálfstæðu fólki.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.