Sign in to follow this  
Followers 0
drCronex

Er mjólk holl?

21 posts in this topic

Er mjólk holl eða óholl?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Mjólk er ekki óholl, en hún er ekki öllum holl.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Er mjólk holl eða óholl?

Það mætti eins spyrja hvort vatn væri hollt eða óhollt. Málið er að vatn telst hvorki hollt né óhollt held ég.

Flestir læknar eru sammála um að drekka skuli vatn frekar en mjólk við þorsta. Sumir þeirra vara við mjólkurdrykkju.

Ætli menn geti ekki orðið mjólkurhólistar ef þeir venja sig á mjólkurdrykkju?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Mörg börn eru það, borða lítið og liggja við ísskápin grenjandi ef þau fá ekki mjólkina sína

Edited by Búkolla

Share this post


Link to post
Share on other sites
Mörg börn eru það, borða lítið og liggja við ísskápin grenjandi ef þau fá ekki mjólkina sína

Ég drakk um tvo lítra af mjólk til tvítugs. Fyrstu þrjú árin var ég hinsvegar á brjósti. Hætti því aðallega afþví systur mínar stríddu mér svo mikið.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Ég drakk um tvo lítra af mjólk til tvítugs. Fyrstu þrjú árin var ég hinsvegar á brjósti. Hætti því aðallega afþví systur mínar stríddu mér svo mikið.

það er ekki mikil drykkja, heilir tveir lítrar á tuttugu árum :P

Share this post


Link to post
Share on other sites
það er ekki mikil drykkja, heilir tveir lítrar á tuttugu árum :P

Daglega. Svona 700 á ári.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Daglega. Svona 700 á ári.

Ertu giftur?

Það mætti eins spyrja hvort vatn væri hollt eða óhollt. Málið er að vatn telst hvorki hollt né óhollt held ég.

Flestir læknar eru sammála um að drekka skuli vatn frekar en mjólk við þorsta. Sumir þeirra vara við mjólkurdrykkju.

Ætli menn geti ekki orðið mjólkurhólistar ef þeir venja sig á mjólkurdrykkju?

Ég hugsa nú að hér sé ólíka hluti saman að bera. Síðan klósettin voru sett í þartilgerða skápa innanhúss hefur mikil vatnsdrykkja ekki verið til ama.

Og í flestum dæmum drekkur fólk of lítið vatn.

Mjólk er nauðsynleg börnunum. Tennur og bein og vefir að vaxa.

En einhvers staðar sá ég kannanir sem benda til að óþarfa mjólkurdrykkja meðal fullorðinna geti skemmt heilaboða. Fyrir utan að fitan í óhófi skemmir hjarta- og æðakerfi.

Sjálfur drekk ég bara ca. 1 glas af undanrennu á dag.

Edited by drCronex

Share this post


Link to post
Share on other sites
Ertu giftur?

Ég hugsa nú að hér sé ólíka hluti saman að bera. Síðan klósettin voru sett í þartilgerða skápa innanhúss hefur mikil vatnsdrykkja ekki verið til ama.

Og í flestum dæmum drekkur fólk of lítið vatn.

Mjólk er nauðsynleg börnunum. Tennur og bein og vefir að vaxa.

En einhvers staðar sá ég kannanir sem benda til að óþarfa mjólkurdrykkja meðal fullorðinna geti skemmt heilaboða. Fyrir utan að fitan í óhófi skemmir hjarta- og æðakerfi.

Sjálfur drekk ég bara ca. 1 glas af undanrennu á dag.

Nei, ekki lengur.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Sagt er að mjólk sé holl, alla vega fyrir kálfa. Nei, reyndar þá var einhvern tímann þáttur á Stöð 2 um mataræði og megranir þar sem feit kona var sett á megrunarkúr þar sem hún átti að drekka 1,5 lítra af mjólk á dag og ekki borða neitt. Læknirinn hennar hélt því fram að hún gæti lifað góðu lífi á þessu "mataræði" í marga mánuði. Hins vegar lét hann hana bara gera þetta í 6 vikur til að sýna henni fram á að hún gæti grennst ef hún héldi sig við það sem hún ætti að borða.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Sagt er að mjólk sé holl, alla vega fyrir kálfa. Nei, reyndar þá var einhvern tímann þáttur á Stöð 2 um mataræði og megranir þar sem feit kona var sett á megrunarkúr þar sem hún átti að drekka 1,5 lítra af mjólk á dag og ekki borða neitt. Læknirinn hennar hélt því fram að hún gæti lifað góðu lífi á þessu "mataræði" í marga mánuði. Hins vegar lét hann hana bara gera þetta í 6 vikur til að sýna henni fram á að hún gæti grennst ef hún héldi sig við það sem hún ætti að borða.

Og í dag? Er konan lifandi eða öll?

Share this post


Link to post
Share on other sites

QUOTE(drCronex @ 6. January, 2012, 15:50)

Er mjólk holl eða óholl?

Það mætti eins spyrja hvort vatn væri hollt eða óhollt. Málið er að vatn telst hvorki hollt né óhollt held ég.

Flestir læknar eru sammála um að drekka skuli vatn frekar en mjólk við þorsta. Sumir þeirra vara við mjólkurdrykkju.

Ætli menn geti ekki orðið mjólkurhólistar ef þeir venja sig á mjólkurdrykkju?

Held að ég gæti flokkast sem einn slíkur, en hvort að það sé raunverulegur vanabindandi efni í mjólk eða ekki er ósagt látið, hinsvegar kann að vera að ákveðis samband milli mjólkur ákveðinnia annara fæðu sem er neitt með henni stuðli að þessu. Til samanburðar þá borðar einginn pizzu án þess að dreka mjólk.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Mjólk er góð fyrir káta krakka, kynjaþjóð, bæði álfa of tröll.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Já svo lengi sem þú ert ekki unglingsstrákur.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Held að ég gæti flokkast sem einn slíkur, en hvort að það sé raunverulegur vanabindandi efni í mjólk eða ekki er ósagt látið, hinsvegar kann að vera að ákveðis samband milli mjólkur ákveðinnia annara fæðu sem er neitt með henni stuðli að þessu. Til samanburðar þá borðar einginn pizzu án þess að dreka mjólk.

Síðaste settinginn átti að vera svona "Til samanburðar þá borðar einginn pizzu án þess að dreka kók. "

Share this post


Link to post
Share on other sites

einfalt svar við þessari spurningu er nei.

Spendýr lifa öll á mjólk meðan þau eru ung, og hætta síðan að drekka mjólk. Það er lykilatriði þau HÆTTA.

Það að við leggjumst á önnur dýr og drekku mjólkina af þeim er ekki eðlilegt. 75% íbúa jarðar eru með mjólkuróþol, og verða alvarlega veik af því að drekka mjólk. þe. mjólkina eins og hún kemur frá kúnum.

Þá erum við ekki einusinni farin að ræða það hvernig mjólkin sem fæst í búðum leggst í fólk, en vegna heilsuverndarástæðum er mjólkin gerilsneydd og af fagurfræðilegum ástæðum einnig fitusprengd. Gerilsneyðingin veldur því að mjólkin brotnar ekki eðlilega niður og er varla meltanleg. Vestrænt fólk hefur tamið sér að drekka mjólk og hefur aðlagas upp að því marki að geta innbyrt hana án þess að veikjast. Nú erum við ekki einusinni komin að veigamesta hlutanum. Mjólk inniheldur kalk, hljómar gott og blessað en ef innihaldslýsingin á fernuni er skoðuð þá sést að hún inniheldur lítið fosfór og ekkert magnesíum => nýtist kalkið ekki og í stað þess að styrkja bein er tekur líkaminn fosfór/magnesíum úr eigin byrgðum(beinum) til þess að meltingin sé í jafnvægi. Þessvegna veldur mjólkurneysla ma. beinþynningu.

Núna er komið að alvarlega hlutanum, eins og það sem hér á undan sé ekki alvarlegt eitt og sér. Mjólkurneysla er mjög skyld offitu, 80% offitusjúklinga eru með mjólkurfíkn. Það er engin tilviljun þar sem mjólk er rík af efninu IGF-1 (http://en.wikipedia.org/wiki/IGF-1) - Insulin-like Growth factor 1 sem hefur mikil anabólísk áhrif. Síðan inniheldur mjólk oft rBGH (http://en.wikipedia.org/wiki/RBGH) sem eru kúasterar, sem skiljast almennt ekki úr mjólk við hefðbundina "Pasteur" aðferð. Þessi efni valda miklum vexti, þau gera engann greinarmun milli frumna og stækka krabbameinsfrumur alveg jafn mikið og þær stækka heilbrigðar frumur. Til að gefa ykkur hugmynd um hve mikið líkurnar á krabbameinsmyndun vaxa við mjólkurneyslu, þá mætti segja að einstaklingur sem drekkur 2 glös af mjólk daglega sé í tvöfaldri áhættu á við einstakling sem drekkur eitt glas. Neysla mjólkurafurða eykur einnig þol gagnvart sýklalyfjum, kýrnar eru steraðar úr upp úr öllu valdi og verða oft veikar. Td. í USA, eru 6 einstaklingar á móti einni kú. 300. milljónir ameríkana - 50 milljónir af nautgripum, en dýrin nota um 80% allra framleiddra sýklalyfja.

Sykursýki og brjóstakrabbamein hefur einnig verið bendlað við mikla mjólkurneyslu.

Það er ekki af ástæðulausu sem að "milk builds strong bones" auglýsingar voru bannaðar í bandaríkjunum.

vonandi lesiði ykkur meira til um þetta, það kemur flestum á óvart hve mikið af sjúkdómum heimsins eru velmegnunarsjúkdómar...

Share this post


Link to post
Share on other sites

einfalt svar við þessari spurningu er nei.

Spendýr lifa öll á mjólk meðan þau eru ung, og hætta síðan að drekka mjólk. Það er lykilatriði þau HÆTTA.

Það að við leggjumst á önnur dýr og drekku mjólkina af þeim er ekki eðlilegt. 75% íbúa jarðar eru með mjólkuróþol, og verða alvarlega veik af því að drekka mjólk. þe. mjólkina eins og hún kemur frá kúnum

Mér finnast rökin: "Mannfólkið er eina skepnan sem drekkur mjólk úr öðrum dýrum þegar þeir eru orðnir fullorðnir, þar af leiðandi er drykkja á kúamjólk ónáttúruleg og þarafleiðandi óholl", vera afskaplega sérkennileg.

Maðurinn er líka eina dýrið sem yfirhöfuð heldur önnur dýr. Og ef hegðan annarra dýra er mælikvarða á það hvað sé eðlilegt, þá er flest að því sem maðurinn gerir óeðlilegt.

Share this post


Link to post
Share on other sites

þetta átti reyndar ekki að skiljast þannig að ónáttúrulegt hlyti að vera óhollt, vil ekki eyða neinu púðri í þetta þar sem þetta er ekki einhver veigamikill punktur í upptalningunni. en er bara að reyna að koma á framfæri að kúamjólk er ekki ætluð mönnum, tölfræðin um mjólkuróþol ein og sér segir sitt... wink.png

Share this post


Link to post
Share on other sites

einfalt svar við þessari spurningu er nei.

Spendýr lifa öll á mjólk meðan þau eru ung, og hætta síðan að drekka mjólk. Það er lykilatriði þau HÆTTA.

Það að við leggjumst á önnur dýr og drekku mjólkina af þeim er ekki eðlilegt. 75% íbúa jarðar eru með mjólkuróþol, og verða alvarlega veik af því að drekka mjólk. þe. mjólkina eins og hún kemur frá kúnum.

Þá erum við ekki einusinni farin að ræða það hvernig mjólkin sem fæst í búðum leggst í fólk, en vegna heilsuverndarástæðum er mjólkin gerilsneydd og af fagurfræðilegum ástæðum einnig fitusprengd. Gerilsneyðingin veldur því að mjólkin brotnar ekki eðlilega niður og er varla meltanleg. Vestrænt fólk hefur tamið sér að drekka mjólk og hefur aðlagas upp að því marki að geta innbyrt hana án þess að veikjast. Nú erum við ekki einusinni komin að veigamesta hlutanum. Mjólk inniheldur kalk, hljómar gott og blessað en ef innihaldslýsingin á fernuni er skoðuð þá sést að hún inniheldur lítið fosfór og ekkert magnesíum => nýtist kalkið ekki og í stað þess að styrkja bein er tekur líkaminn fosfór/magnesíum úr eigin byrgðum(beinum) til þess að meltingin sé í jafnvægi. Þessvegna veldur mjólkurneysla ma. beinþynningu.

Núna er komið að alvarlega hlutanum, eins og það sem hér á undan sé ekki alvarlegt eitt og sér. Mjólkurneysla er mjög skyld offitu, 80% offitusjúklinga eru með mjólkurfíkn. Það er engin tilviljun þar sem mjólk er rík af efninu IGF-1 (http://en.wikipedia.org/wiki/IGF-1) - Insulin-like Growth factor 1 sem hefur mikil anabólísk áhrif. Síðan inniheldur mjólk oft rBGH (http://en.wikipedia.org/wiki/RBGH) sem eru kúasterar, sem skiljast almennt ekki úr mjólk við hefðbundina "Pasteur" aðferð. Þessi efni valda miklum vexti, þau gera engann greinarmun milli frumna og stækka krabbameinsfrumur alveg jafn mikið og þær stækka heilbrigðar frumur. Til að gefa ykkur hugmynd um hve mikið líkurnar á krabbameinsmyndun vaxa við mjólkurneyslu, þá mætti segja að einstaklingur sem drekkur 2 glös af mjólk daglega sé í tvöfaldri áhættu á við einstakling sem drekkur eitt glas. Neysla mjólkurafurða eykur einnig þol gagnvart sýklalyfjum, kýrnar eru steraðar úr upp úr öllu valdi og verða oft veikar. Td. í USA, eru 6 einstaklingar á móti einni kú. 300. milljónir ameríkana - 50 milljónir af nautgripum, en dýrin nota um 80% allra framleiddra sýklalyfja.

Sykursýki og brjóstakrabbamein hefur einnig verið bendlað við mikla mjólkurneyslu.

Það er ekki af ástæðulausu sem að "milk builds strong bones" auglýsingar voru bannaðar í bandaríkjunum.

vonandi lesiði ykkur meira til um þetta, það kemur flestum á óvart hve mikið af sjúkdómum heimsins eru velmegnunarsjúkdómar...

Óhófleg mjólkurneysla er örugglega ekki jákvæð en það að við höfum notað húsdyr á þennan hátt hefur gert mannkyninu kleyft að setjast að á harðbýlum svæðum eins og hér á norðurhjara. Á Íslandi var alltaf miklu meiri barnadauði á kotum sem ekki höfðu aðgang að kúamjólk á veturna. Ég held að ég geti fullyrt að það sé ekki leyfilegt að nota þessa kúastera í íslenskum landbúnaði.

Edited by kadlinn

Share this post


Link to post
Share on other sites

þetta átti reyndar ekki að skiljast þannig að ónáttúrulegt hlyti að vera óhollt, vil ekki eyða neinu púðri í þetta þar sem þetta er ekki einhver veigamikill punktur í upptalningunni. en er bara að reyna að koma á framfæri að kúamjólk er ekki ætluð mönnum, tölfræðin um mjólkuróþol ein og sér segir sitt... wink.png

En evrópumenn eru almennt ekki með mjólkuróþol þó að fólk af öðrum kynstofnum sé með það.

Edited by pipari

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.