Sign in to follow this  
Followers 0
Timoshenko

Sjö milljarðar á síðustu sekúndu

19 posts in this topic

Sjö milljarðar á síðustu sekúndu

Fyrst birt: 24.01.2012 19:21 GMT, Síðast uppfært: 24.01.2012 19:28 GMT

7.200 milljónir króna voru millifærðar úr gamla Landsbankanum rúmlega tveimur og hálfri klukkustund eftir lokun á síðasta starfsdegi bankans. Féð fór til Straums en Björgólfsfeðgar réðu ríkjum á báðum stöðum.

Árin og misserin fyrir hrun voru Björgólfsfeðgar áberandi í viðskiptalífinu og réðu gamla Landsbankanum, að hluta í gegnum félag sitt Samson en að stórum hluta eftir krókaleiðum í gegnum eigin bréf bankans, skúffur og skattaskjól. Þetta kemur fram í stefnu slitastjórnar Landsbankans á hendur nokkrum helstu stjórnendum og stjórnarmönnum gamla bankans. Björgólfsfeðgar réðu ekki bara Landsbankanum, heldur réð Björgólfur Thor Björgólfsson líka ríkjum í fjárfestingabankanum Straumi.

30. janúar 2007, tæpum tveimur árum fyir hrun, var opnuð 7,2 milljarða króna lánalína milli Björgólfa-bankanna tveggja. Til einföldunar mætti líkja þessu við að Straumur hafi fengið 7.200 milljóna króna yfirdráttarheimild hjá Landsbankanum. Hún var hins vegar ekki nýtt fyrr en nærri tveimur árum síðar, 6. október 2008.

Beiðni barst um að millifæra féð klukkan 15:57, þremur mínútum áður en gamla Landsbankanum var lokað í hinsta sinn. Það var millifært klukkan 18:38 sama dag. Morguninn eftir tók fjármáleftirlitið gamla Landsbankann yfir. Hvað svo varð um féð kemur ekki fram í stefnunni. Eitthvað fékkst til baka út úr búi Straums en fyrir slitastjórninni er féð þó að mestu glatað. Því er farið fram á skaðabætur frá stjórunum fyrrverandi upp á 4,4 milljarða. Að mati slitastjórnarinnar er tjónið „stórfellt“ eins og það er orðað í stefnunni.

http://ruv.is/frett/sjo-milljardar-a-sidustu-sekundu

david-bjorgolfur-geir.jpg

Davíð, Geir og Björgólfur á góðum degi.

---

Maí 2005, úttekt Sigríðar Daggar Auðunsdóttir

Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson áttu beina aðkomu að sölu beggja bankanna, tóku völdin af framkvæmdanefnd um

einkavæðingu og sáu til þess að bönkunum væri komið í hendurnar á „réttum“ eigendum; Landsbankinn til Björgólfsfeðga

fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins og Búnaðarbankinn til S-hópsins fyrir hönd Framsóknarflokksins.

...

Forsaga þessa bréfs er sú að Björgólfur Thor Björgólfsson hafði hitt einn af forkólfum HSBC í boði í London vorið 2002 og komist

að því að HSBC væri ekki lengur að leita að kjölfestufjárfesti vegna Landsbankans, heldur væri ætlunin að setja bankann á almennan

markað innan skamms.

Í kjölfarið hringdi Björgólfur Guðmundsson í Davíð Oddsson og gerði honum grein fyrir áhuga sínum á því að kaupa annaðhvort

Búnaðarbankann eða Landsbankann. Þá strax gerði Björgólfur Davíð grein fyrir því að feðgarnir hefðu meiri áhuga á Búnaðarbankanum

en Landsbankanum.

...

Á lokafundi framkvæmdanefndar með fjárfestunum hafði ekki enn verið fært í tal hvaða hugmyndir hóparnir gerðu sér um verð. Ekki

hafði verið hugað að því að hóparnir þyrftu að bjóða ákveðið verð fyrir hlut ríkisins í Landsbankanum. Þegar bjóðendur bentu á að

ekki hefði enn verið gert ráð fyrir því að verðtilboð yrði gert kom framkvæmdanefndin með þær skýringar að nefndin hefði hugsað

sér að setja inn í ferlið nokkurs konar millistig þar sem hóparnir þrír myndu leggja fram verðtilboð. Hins vegar hefði framkvæmdanefndin

ekki enn ákveðið hvernig það millistig ætti að ganga fyrir sig, en bjóðendur yrðu látnir vita.

http://www.btb.is/media/einkavaeding/Uttek...dottur-2005.pdf

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ótrúlegt að þetta hafi allt verið gert.

Afar sorglegt.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Ótrúlegt að þetta hafi allt verið gert.

Afar sorglegt.

,,Þeir" koma sífellt á óvart hversu góðum millitímum þeir náðu í sínum aðgerðum!

Þeir hafa líklega náð Ólympíulágmörkunum þarna! :D

Share this post


Link to post
Share on other sites
,,Þeir" koma sífellt á óvart hversu góðum millitímum þeir náðu í sínum aðgerðum!

Þeir hafa líklega náð Ólympíulágmörkunum þarna! :D

Kannski væri hægt að búa til nýja ólympíugrein, bankaráni. Við íslendingar myndum líklegast hirða öll gullverðlaunin.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Þetta eru í raun ekki fréttir, það vissu þetta allir sem stóðu niðri á austurvelli á sínum tíma. En svona virka "fréttirnar" á Íslandi.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Manni fallast eiginlega hendur hversu siðlausir þessir bófar voru og eru. Allt undir verndarvæng stjórnmálaflokkanna.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Manni fallast eiginlega hendur hversu siðlausir þessir bófar voru og eru. Allt undir verndarvæng stjórnmálaflokkanna.
StjórnmálaflokkANNA ?

Hver var alltaf "á móti öllu" ?

Edited by Fjalldrapi

Share this post


Link to post
Share on other sites

Á meðan allir aðrir eiga ekki til orð yfir því hvað gerðist í bankahruninu og árin á undan, þá hneykslast BTB á því hvort rannsóknarnefndin hafi svarað einhverju símtali eftir árið 2010 eða ekki.

http://www.btb.is/safnid/frettir/nr/515

Annars er þessi frétt líka kómísk úr safni BTB:

http://www.btb.is/safnid/frettir/nr/485

" Á sama tíma og Seðlabankinn stóð í þessum sýndarviðskiptum var Straumi-Burðarás neitað um fyrirgreiðslu vegna tímabundins lausafjárvanda".

Hver var hinsvegar stærsti lánveitandi VBS? Jú Landsbankinn.

Eins og svo oft áður þá segir BTB bara hálfan sannleikann, ef það er svo gott, VBS og Saga skulduðu þegar ríkinu en ekki Straumur. Því fóru engir fjármunir til VBS eða Sögu frá Seðlabankanum. Þeir fengu aðeins lengri frest til að greiða sínar skuldir. Þ.e. greiðsufrest en ekki lán. Straumur vildi hinsvegar nýtt fé og það erlent. En af hverju að segja frá því?

Edited by gestur

Share this post


Link to post
Share on other sites
StjórnmálaflokkANNA ?

Hver var alltaf "á móti öllu" ?

Það er rétt að VG var að mestu laust við spillingarpyttinn fram að Hruni og tók ekki að sökkva fyrr en eftir Hrun. Fáir flokkar hafa stutt betur við fjármagnseigendur og eigendur bankana eftir Hrun og á kostnað almennings sem Steingrímur telur ekki "venjulegt fólk."

Share this post


Link to post
Share on other sites

Semsag snýst þetta þá um að einhvejir aurar eru fluttir úr einum gjaldþrota banka yfir í annan. Kannski varð þetta til þess að sá banki tórði lengur. En hver var þá rændur ? Væntanlega kröfuhafar Landsbankans. Og hver er svo stærsti kröfuhafi Straums ? Var það ekki Landsbankinn ? Svo hver verður þá niðurstaðan í lokin ?? Allavega hluti af peningunum skilar sér til baka !

Share this post


Link to post
Share on other sites
Semsag snýst þetta þá um að einhvejir aurar eru fluttir úr einum gjaldþrota banka yfir í annan. Kannski varð þetta til þess að sá banki tórði lengur. En hver var þá rændur ? Væntanlega kröfuhafar Landsbankans. Og hver er svo stærsti kröfuhafi Straums ? Var það ekki Landsbankinn ? Svo hver verður þá niðurstaðan í lokin ?? Allavega hluti af peningunum skilar sér til baka !

Ætli eitthvað hafi ekki endað á Tortola.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Ætli eitthvað hafi ekki endað á Tortola.

Það er þessi mýta með Tortóla. Það hefur aldrei, farið ein einasta króna héðan til Tortóla, þrátt fyrir að einhver fyrirtæki séu skráð þar með heimilisfesti. En þessir aurar allavega náðu að bjarga lausafjárskorti Straums á þessum tíma, þannig að hann tórði vel fram á næsta ár.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Það er þessi mýta með Tortóla. Það hefur aldrei, farið ein einasta króna héðan til Tortóla, þrátt fyrir að einhver fyrirtæki séu skráð þar með heimilisfesti. En þessir aurar allavega náðu að bjarga lausafjárskorti Straums á þessum tíma, þannig að hann tórði vel fram á næsta ár.

Sæll.

Mikið veistu um þetta, varstu viðstaddur????

kv

Spinni

Share this post


Link to post
Share on other sites
Sæll.

Mikið veistu um þetta, varstu viðstaddur????

kv

Spinni

Líklega jafn mikið viðstaddur og þú, þetta hefur allt komið fram í fjölmiðlum. Hvað er það þarna sem þú misstir af ?

Share this post


Link to post
Share on other sites
Líklega jafn mikið viðstaddur og þú, þetta hefur allt komið fram í fjölmiðlum. Hvað er það þarna sem þú misstir af ?

Sæll.

Ég missti af því hve mikill peningur fór til Tortola og bara trúi þér ekki, sorry.

kv

Spinni.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Ég missti af því hve mikill peningur fór til Tortola og bara trúi þér ekki, sorry.

Þetta er alveg rétt hjá Ara, strangt til tekið. Þó félögin hafi átt lögheimili í Tortola þá voru þessi "fyrirtæki" í viðskiptum við banka í Bretlandi, Sviss og Luxembourg. Sum í viðskiptum annars staðar, t.d. Þýskalandi, Frakklandi, Panama eða Hollandi. Þangað fóru peningarnir.

En ekkert var í viðskiptum við einhverja banka á Tortola.

Það besta er, það fór aldrei einn eða neinn til Tortola frá þessum "fyrirtækjum". Þeir fóru kannski í mesta lagi til Bretlands eða Sviss, þar sem þessi fyrirtæki voru stofnuð (physically). Og sama átti við um peningana, þeir fóru aldrei til Tortola.

En ég skil samt hvað þú átt við með Tortola.

[Þetta hérna hjá mér og Ara var svokallaður orðhengilsháttur]

Share this post


Link to post
Share on other sites
Þetta er alveg rétt hjá Ara, strangt til tekið. Þó félögin hafi átt lögheimili í Tortola þá voru þessi "fyrirtæki" í viðskiptum við banka í Bretlandi, Sviss og Luxembourg. Sum í viðskiptum annars staðar, t.d. Þýskalandi, Frakklandi, Panama eða Hollandi. Þangað fóru peningarnir.

En ekkert var í viðskiptum við einhverja banka á Tortola.

Það besta er, það fór aldrei einn eða neinn til Tortola frá þessum "fyrirtækjum". Þeir fóru kannski í mesta lagi til Bretlands eða Sviss, þar sem þessi fyrirtæki voru stofnuð (physically). Og sama átti við um peningana, þeir fóru aldrei til Tortola.

En ég skil samt hvað þú átt við með Tortola.

[Þetta hérna hjá mér og Ara var svokallaður orðhengilsháttur]

Bretland og Sviss.. þetta virðist reyndar mestmegnis hafa verið gert í gegnum Lúxemborg.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Bretland og Sviss.. þetta virðist reyndar mestmegnis hafa verið gert í gegnum Lúxemborg.

Sælir.

Þið bara vitið ekkert um þessi mál. Vitanlega fór þetta góss allt til Færeyja, hvað ennað.

kv

Spinni.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.