Sign in to follow this  
Followers 0
Orville

Búinn að fá upp í kok af rugli

8 posts in this topic

Ef þetta framlag Marinós stendur undir sér, þá er hér enn ein uppákoman í íslensku efnahagskerfi runnin upp og hlýtur að verða tekin fyrir á Alþingi við fyrsta tækifæri til umræðu.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Ég tek undir allt sem Marinó segir, kerfið er rotið inn að beini !

Hehehe...átti Marínó von á því að þetta lið yrði ekki skorið úr snörinni á seinni stigum?!

Það eru tvö réttarkerfi í þessu guðsvolaða landi..eitt fyrir aðalinn...hitt fyrir okkur eymingjana.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Flottur maður hann Marinó. Enginn hefur unnið betur í þessu sóðamáli en hann og upplýst okkur öll með nákvæmum upplýsingum. Á þing með manninn!

Grein Bjarna Ben og Illuga Gunnarssonar frá 26. febrúar 2008 (sem Marinó vísar til) er mjög athyglisverð í ljósi þess sem við núna vitum: hvað þeir báðir voru að bralla og hvað þeir vissu.

Grein Illuga Gunnarssonar og Bjarna Benediktssonar frá febrúar 2008

Til mikils að vinna

Lífskjör okkar Íslendinga hafa batnað gríðarlega síðastliðinn hálfan annan áratug. Svo mjög, að fá dæmi eru um slíkt meðal þeirra þjóða sem við berum okkur helst saman við. Þessi mikli lífskjarabati á rætur sínar að rekja til umbyltingar í efnahagsmálum á fyrri hluta síðasta áratugar. Þar ber hæst víðtæka einkavæðingu ríkisfyrirtækja, þ.á m. banka og sjóða, lækkun skatta, stóraukið viðskiptafrelsi, m.a. vegna hagstæðra samninga um aðgang að innri markaði ESB, og árangur í stjórnun ríkisfjármála.

Frá því að einkavæðing ríkisbankanna hófst hefur fjármálastarfsemi vaxið svo mjög fiskur um hrygg að hægt er að fullyrða að íslenska hagkerfið hafi breyst í grundvallaratriðum. Fjármálastarfsemi er orðin ein helsta atvinnugrein þjóðarinnar og Ísland er nánast fyrirvaralaust komið í hóp þeirra landa sem byggja afkomu sína í ríkum mæli á henni. Aukin stóriðja, ferðamennska, líftækni og upplýsingatækni eru dæmi um atvinnugreinar sem hafa vaxið að undanförnu samhliða vexti í fjármálaþjónustu. Á sama tíma hefur dregið úr vægi sjávarútvegs í íslensku efnahagslífi

Þessi þróun kallar á að stjórnmálamenn og aðrir sem koma að mótun efnahagsstefnu endurmeti jafnt og þétt þær áherslur sem liggja til grundvallar ákvörðunum í efnahagsmálum þjóðarinnar. Umræða um stöðu Íslands gagnvart ESB, um stöðu gjaldmiðilsins og aðra þætti sem snerta íslenskt viðskiptaumhverfi verða ráðandi í stjórnmálaumræðu þjóðarinnar á næstu misserum og árum. Mikilvægt er að okkur lánist að skipa svo málum að lífskjör íslensku þjóðarinnar haldi áfram að batna og íslenskt samfélag eflist.

Íslensku bankarnir eru orðnir alþjóðlegir bankar með höfðustöðvar á Íslandi og bróðurpart viðskipta sinna erlendis, en áður þjónuðu þeir fyrst og fremst innlendri efnahagsstarfsemi. Þessi staðreynd hefur aukið velmegun þjóðarinnar; þau samfélög sem ná góðum tökum á alþjóðlegri fjármálastarfsemi geta eflst verulega. En um leið er íslenska hagkerfið orðið miklu viðkvæmara fyrir öllum breytingum á alþjóðamörkuðum. Einkum og sér í lagi á það við um hræringar á fjármálamarkaði.

Að undanförnu hefur ríkt mikil óvissa á alþjóðlegum fjármálamörkuðum og hlutabréfavísitölur fallið víðs vegar um heiminn. Við höfum ekki farið varhluta af þeirri þróun og reyndar hefur hún verið ýktari hér á landi, meðal annars vegna þess hversu háð við erum fjármálastarfsemi ýmiss konar og hlutfall fjármálafyrirtækja á hlutabréfamarkaði hátt. Kreppan sem nú er á hinum alþjóðlega lánsfjármarkaði er íslensku bönkunum erfið og álag á skuldatryggingar bankanna er mjög hátt. Sú hætta steðjar nú að hagkerfinu að íslensku bönkunum gangi illa að afla þess fjármagns sem þeir þurfa vegna starfsemi sinnar á næsta ári. Ef ekkert breytist til hins betra á fjármagnsmarkaði og ekki tekst að auka traust erlendra markaðsaðila verður fjármögnun bankanna óheyrilega dýr eða í versta falli ómöguleg.

I

Þennan yfirvofandi vanda verður að leysa. Langvarandi samdráttur hjá íslensku bönkunum yrði þjóðinni dýrkeyptur og langan tíma tæki að vinna til baka allt það sem tapast kynni. Rýrnun kaupmáttar, verðbólga, gjaldþrot og atvinnuleysi eru fylgifiskar fjármálakreppu auk mikils samdráttar í tekjum hins opinbera. Það er því eitt brýnasta verkefni stjórnvalda í samstarfi við fjármálafyrirtækin að grípa til aðgerða sem dregið geta úr þessari áhættu. Undirritaðir vilja með þessari grein skýra frá þeim aðgerðum sem þeir telja að geti komið að gagni við lausn þessa vanda. Vitanlega er þetta ekki tæmandi talning slíkra aðgerða og einnig líklegt að fleira þurfi að koma til.

Þeim aðgerðum sem hér er lýst má skipta í tvo flokka: Í fyrsta lagi eru almennar aðgerðir sem gagnast bæði við lausn þess vanda sem nú steðjar að og gætu verið grunnur að frekari sókn fjármálakerfisins á næstu árum. Í öðru lagi viljum við velta upp hugleiðingum um stöðu Seðlabankans. Ákvörðun Seðlabankans um að auka aðgengi bankanna að lausafé með rýmkuðum heimildum um veð var mikilvæg og vel tímasett. Í ljósi þeirrar áhættu sem nú steðjar að fjármálakerfinu er nauðsynlegt að ræða hvort Seðlabankinn eigi að bregðast enn frekar við og breyta áherslum sínum.

Í engu er með þessum hugmyndum dregið úr mikilvægi þess að fjármálafyrirtæki líti í eigin barm og geri það sem í þeirra valdi stendur til að bregðast við aðsteðjandi vanda. Þótt hér sé við alþjóðlegt vandamál að etja, er margt sem bendir til að íslensk fjármálafyrirtæki hafi farið helst til geyst á þeim tíma sem aðgangur að fjármagni á alþjóðlegum mörkuðum var greiður. Fjármálafyrirtæki eru ekki undanskilin því lögmáli að þurfa að sýna fyrirhyggju í rekstri til að geta tekist á við breyttar og erfiðari aðstæður. Þann lærdóm hefur íslenskur sjávarútvegur dregið af duttlungum náttúrunnar í gegnum tíðina. Með þróuðu lagaumhverfi og samhentu átaki útvegsins og stjórnvalda hefur tekist að sigla í gegnum margan storminn.

Það er mikilvægt að stjórnendur fjármálafyrirtækja geri sér grein fyrir ábyrgð sinni og hlutverki í þeirri stöðu sem upp er komin. Þátttaka í umræðum um stöðu greinarinnar, miðlun upplýsinga og raunsæi í áætlanagerð skiptir miklu til að byggja upp það traust sem fjármálageirinn þarf á að halda á komandi misserum.

II

Við fögnum þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar að lækka skatta á fyrirtæki úr 18 í 15%. Fyrri skattalækkanir juku fjör og þrótt viðskiptalífsins og þar með tekjur ríkissjóðs. Jafnframt teljum við að á kjörtímabilinu eigi að stefna að áframhaldandi lækkun og koma skattprósentunni niður í 12%. Þar með væri Ísland orðið mjög samkeppnishæft við nágrannalöndin án þess að hér sé stefnt að einhverri skattaparadís.Vegna fjarlægðar frá helstu mörkuðum og lítils heimamarkaðar er nauðsynlegt að búa íslenskum fyrirtækjum sem hagstæðast skattaumhverfi.

Grundvöllur þess að fjármálastarfsemi þrífist er meðal annars að markaðurinn beri traust til eftirlitsaðila. Nauðsynlegt er að halda áfram að efla Fjármálaeftirlitið og tryggja að geta þess til að sinna eftirlitshlutverki sínu vaxi í hlutfalli við vöxt fjármálakerfisins. Aukin umsvif bankanna erlendis flækja mjög verkefni Fjármálaeftirlitsins og bankarnir hafa mikla hagsmuni af því að traust ríki á starfsemi þeirra ásamt því að þeir þurfa að geta fengið úrskurði eftirlitsins hratt og örugglega.

Gagnsæi á markaði er mikilvægt og án skipulegs verðbréfalánamarkaðar skortir aðgang að upplýsingum um skortsölur (sölur til afhendingar síðar án þess að eignin sé fyrir hendi). Með slíkum sölum reyna fjárfestar að hagnast á lækkun hlutabréfa. Fyrir því eru sterk rök að skortsölur og andhverfan, gnægtarkaup, styrki í raun markaði. Hins vegar er mikilvægt að svona viðskipti séu þekkt en ekki óþekkt stærð. Úr þessu þarf að bæta. Einnig er nauðsynlegt að flýta í gegnum Alþingi frumvarpi að lögum um sérvarin skuldabréf. Verði það frumvarp að lögum munu bankarnir eiga auðveldara með að búa eignir sínar þannig að þær nýtist í að sækja fjármagn á markað eða í Seðlabanka Íslands.

Hlutverk ríkisins á íbúðalánamarkaði hefur ekki tekið eðlilegum breytingum samhliða þeim vexti sem orðið hefur á fjármálastarfsemi undanfarin ár. Engin haldbær rök eru fyrir því að ríkið þurfi til framtíðar að vera jafn-virkur þátttakandi á íbúðalánamarkaði og hingað til. Allan almennan hluta þessarar lánastarfsemi ætti við fyrsta tækifæri að færa út á markaðinn. Um leið eer hægt að tryggja, að því mikilvægara félagslega hlutverki sem Íbúðalánasjóur hefur sinnt verði fundinn nýr farvegur. Það þarf hins vegar að tryggja íslenskum fjármálafyrirtækum aðgang að langtímafjármögnun fyrir íbúðalán. Löggjöf um sérvarin skuldabréf getur skipt sköpum í því samhengi og skapað grundvöll fyrir starfsemi heildsölubanka með veðtryggð skuldabréf. Því hefur verið haldið fram með gildum rökum að tilvera íbúðalánasjóðs á markaði með löng íbúðaskuldabréf hafi þrengt að möguleikum fjármálafyrirtækja til að tryggja sér fjármögnun fyrir þessa starfsemi innanlands. Líta ber á nýja framtíðarsýn fyrir íbúðarlánamarkaðinn sem mikilvægan þátt í því skapa fjármálastarfsemi á Íslandi heilbrigða umgjörð og rekstrarskilyrði til framtíðar. Nauðsynlegt er að sátt takist um að skoða þetta verkefni á faglegum forsendum án þeirra fordóma í garð einkarekstrarins að hagsmunir hans rekist á við almannahagsmuni.

Fyrir nokkru var samin skýrsla um hvernig hægt væri að bæta umhverfi íslenska fjármálakerfisins og leggja þar með grunn að alþjóðlegri fjármálastarfsemi hér á landi. Starfið var leitt af Sigurði Einarssyni, stjórnarformanni Kaupþings. Við leggjum til að aukinn kraftur verði settur í að hrinda í framkvæmd hugmyndum sem þar koma fram. Okkur þykir nokkuð vanta upp á að nægjanlegt samstarf sé á milli fjármálageirans og stjórnvalda og með því að auka samskiptin mætti flýta fyrir því að góðar hugmyndir um bættar starfsaðstæður nái fram að ganga. Ef við viljum efla fjármálastarfsemina er rétt að kanna hvort ekki eigi að koma á formlegum samstarfsvettvangi milli hins opinbera og fjármálakerfisins. Hugsa mætti sér að háttsettir embættismenn hittu með reglubundnum hætti hóp sérfræðinga bankanna og einnig gætu forystumenn bankanna og þeir ráðherrar sem að þessum málum koma hist reglulega. Fordæmi eru fyrir því að slíkt samstarf hafi skilað góðum árangri og má m.a. benda á reynslu Íra í þessu sambandi.

Í framhaldi af þessu gæti verið vænlegt til árangurs að bankarnir og ríkisvaldið stofni rannsóknarmiðstöð í efnahags- og fjármálafræðum. Innan vébanda slíkrar rannsóknamiðstöðvar mætti afla upplýsinga og vinna greiningar á íslenska bankakerfinu, um stöðu þess í efnahagslífi landsins og um stöðu þess í alþjóðlegu samhengi. Jafnframt gæti slík rannsóknamiðstöð fylgst með því sem efst væri á baugi í þróun fjármálafræða og komið með tillögur um úrbætur og nýjar lausnir fyrir stjórnvöld og bankakerfið. Mestu skiptir að ætíð liggi fyrir upplýsingar hlutlauss aðila sem nýtast í að upplýsa erlenda og innlenda markaðsaðila. Einn helsti vandi fjármálakerfis okkar er að illa hefur gengið að koma slíkum upplýsingum á framfæri. Nauðsynlegt er að upplýsingagjöf sé sinnt jafnt og þétt og þannig dregið úr líkunum á því að misskilingur á stöðu íslensku bankanna nái að grafa um sig á alþjóðamörkuðum.

Aukin og bætt upplýsingagjöf, hvort heldur sem er til sérfræðinga í erlendum fjármálastofnunum eða til þeirra blaðamanna sem fjalla um fjármálamarkaði í erlendum stórblöðum, er eitt mikilvægasta verkefnið sem nú þarf að ráðast í. Samvinna íslensku bankanna sín á milli er mikilvæg. Nokkuð þykir hafa borið á því að ekki hafi náðst jafn-góður samhljómur á milli íslensku bankanna og var raunin árið 2006 þegar íslensku bönkunum tókst að nýta sér kreppuna sem þeir stóðu þá frammi fyrir og snúa henni sér í hag. Hið opinbera og fjármálafyrirtækin verða að taka höndum saman og koma réttum skilaboðum um stöðu íslenska hagkerfisins og bankanna til þeirra sem móta álit á markaði.

III

Mikil umræða hefur verið undanfarin misseri um stefnu Seðlabanka Íslands. Árið 2001 voru sett ný lög um bankann og Ísland skipaði sér í hóp þeirra ríkja sem setja seðlabanka sínum skýrt verðbólgumarkmið. Horfið var frá gengisstýringu, enda ljóst á þeim tíma að ekki væri hægt að verja þá stefnu til lengdar. Mikill vöxtur hefur verið í íslenska hagkerfinu allt frá því að verðbólgumarkmiðið var sett. Stórvirkjun á Austurlandi, uppbygging í áliðnaði, vöxtur bankanna og innkoma þeirra á húsnæðismarkaðinn, allt eru þetta þættir sem hafa þrýst á verðbólgumarkmið Seðlabankans. Seðlabankinn hefur hækkað vexti mjög á undanförnum árum og núverandi stýrivextir eru geipiháir, sama við hvaða þróaða hagkerfi er miðað. Hið háa vaxtastig hefur ýtt íslenskum fyrirtækjum frá því að taka lán í krónum og yfir í lán í erlendri mynt. Sú staðreynd, ásamt samspili fastra vaxta og verðtryggingar hefur smám saman dregið úr getu Seðlabankans til að hafa áhrif. Nú virðist svo komið að Seðlabankinn noti stýrivextina fyrst og fremst til þess að halda gengi krónunnar uppi og komast þannig hjá gengisfalli og verðbólgu í kjölfarið. Færa má rök fyrir því að sú staða sem nú er komin upp hjá bankanum sé mjög þröng og vart sé hægt að halda þessum mikla vaxtamun á milli Íslands og umheimsins lengur. Fjármagn flýtur án teljandi hindrana á milli landa og ekkert hagkerfi getur til lengdar þolað þann vaxtamun sem nú ríkir milli Íslands og útlanda. Gengið hefur gefið nokkuð eftir að undanförnu og mun að lokum endurspegla raunverulegt ástand hagkerfisins í samanburði við önnur hagkerfi.

Það er því eðlilegt að umræða hafi skapast um vaxtastefnu Seðlabankans. En hún hefur ekki mikið gildi í sjálfu sér, spurningin er hvernig vinnum við okkur út úr þeim vanda sem blasir við og lýst var hér að ofan. Seðlabankar báðum megin Atlantshafsins hafa að undanförnu ýmist lækkað vexti, aukið aðgengi viðskiptabanka að peningum eða hvort tveggja. Þessi þróun hefur átt sér stað þrátt fyrir vaxandi verðbólgu, m.a. vegna hækkunar á hrávöru og olíu. Greinilegt er að seðlabankarnir hafa meiri áhyggjur af stöðu hagkerfanna og þá fyrst og fremst stöðu fjármálageirans en þeir hafa af verðbólgu. Það er skiljanlegt þar sem afleiðingar fjármálakreppu eru mun alvarlegri og erfiðari viðfangs heldur en verðbólga. Fyrir okkur Íslendinga er einkar áhugavert að hugleiða ræðu sem Frederic S. Mishkin hélt þann 11. janúar á þessu ári í seðlabanka New York, en Mishkin er í hópi helstu fræðimanna heims á sviði peningamála og virkur aðili í mótun hinnar bandarísku peningastefnu. Þar færir Mishkin rök fyrir því að vaxtalækkunarstefna bandaríska seðlabankans sé skynsamleg í ljósi þess að öllu skipti að koma í veg fyrir fjármálakreppu. Í ræðunni segir hann: ,,Þegar fjármálamarkaðir starfa vel á peningastefnan fyrst og fremst að bregðast við upplýsingum um framleiðslu, atvinnustig og verðbólgu. En þegar lánsfjárkreppa steðjar að, ber seðlabönkum að horfa á gögn um fjármálamarkaðinn, t.d. lausafjárstöðu og skuldtryggingaálag. Slíkar upplýsingar gefa til kynna hættuna á því að meiriháttar áfall verði í hagkerfinu.“ Skoðun Mishkins er því sú að verðbólgumarkmið hljóti við ákveðnar aðstæður að víkja fyrir því markmiði að koma í veg fyrir fjármálakreppu. Aðalbankastjóri Seðlabankakerfis Bandaríkjanna, B.S. Bernake, hefur lýst sömu viðhorfum.

Sá vandi sem bandaríska fjármálakerfið stendur frammi fyrir er að því er best verður séð ekki meiri en sá sem við Íslendingar horfumst nú í augu við. Rétt er þó að hafa hér í huga að aðgerðir til að tryggja fjármálastöðugleika geta fyllilega samrýmst verðbólgumarkmiði. En rekist þessi markmið á, ber fremur að horfa á fjármálastöðugleikann ef hætta er á fjármálakreppu.

IV

Það er mat undirritaðra að ekki þurfi að breyta núverandi lögum um Seðlabanka Íslands til þess að hægt sé að gera þá áherslubreytingu sem nú er nauðsynleg. Í lögum um bankann segir eftirfarandi um markmið hans: ,,3. gr. Meginmarkmið Seðlabanka Íslands er að stuðla að stöðugu verðlagi. Með samþykki forsætisráðherra er Seðlabankanum heimilt að lýsa yfir tölulegu markmiði um verðbólgu. Seðlabankinn skal stuðla að framgangi stefnu ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum, enda telji hann það ekki ganga gegn meginmarkmiði sínu skv. 1. mgr.“ Í 4. grein kemur síðan fram að ,,Seðlabanki Íslands skal sinna viðfangsefnum sem samrýmast hlutverki hans sem seðlabanka, svo sem að varðveita gjaldeyrisvarasjóð og að stuðla að virku og öruggu fjármálakerfi, þ.m.t. greiðslukerfi í landinu og við útlönd.“

Í ljósi þeirra aðstæðna sem nú eru uppi og í anda þeirrar hugsunar sem Mishkin lýsir hér að ofan og Seðlabanki Bandaríkjanna hefur tekið upp, ætti Seðlabankinn að geta lagað stefnu sína að núverandi ástandi og á þann hátt aukið líkurnar á því að hann nái því markmiði sem er skilgreint að lögum. Þar með er ekki sagt að hann eigi að gefa verðbólgumarkmiðið frá sér. Það hlýtur hins vegar að víkja úr forgrunni fyrir þeirri kröfu að bankinn stuðli að virku og öruggu fjármálakerfi. Vissulega er verðbólga óæskileg og talsverðu til fórnandi að halda verðstöðguleika. En fjármálakreppa og afleiðingar hennar eru miklu verri kostur auk þess sem slíkir atburðir geta hvort sem er kallað fram verðbólgu ofan á þau önnur vandræði sem af fjármálakreppu hljótast. Með öðrum orðum þá teljum við að margt bendi til að við núverandi aðstæður sé betra að taka áhættuna af verðbólgu heldur en af bankakreppu.

Ótti manna við fjármálakreppu felst meðal annars í því að einhverjar fjármálastofnanir lendi í vandræðum og komi þannig af stað keðjuverkun. Nauðsynlegt er að huga að því að sparisjóðirnir geta ólíkt bönkunum ekki nýtt sér endurhverf viðskipti við Seðlabankann. Þrátt fyrir að fjármögnunarþörf sparisjóðanna sé hvergi í líkingu við þarfir stóru viðskiptabankanna, þá þarf einnig að gæta að stöðu þeirra. Seðlabankinn heimilar nú einungis þeim fjármálastofnunum sem hafa lánshæfismat að setja varin skuldabréf, gefin út af viðkomandi stofnun, að veði í viðskiptum við Seðlabankann, en sparisjóðirnir hafa ekki lánshæfismat. Við teljum því að Seðlabankinn ætti að skoða hvort ekki sé rétt að liðka til fyrir sparisjóðunum og auka aðgengi þeirra að lánsfé. Þannig væri dregið úr líkum á því að vandi skapist í þessum geira fjármálakerfisins.

Hinn mikli vöxtur bankakerfisins á undanförnum árum hefur beint sjónum manna að getu Seðlabankans til að vinna með viðskiptabönkunum og getu hans til að auka líkurnar á því að eðlileg viðskipti eigi sér stað með íslensku krónuna á gjaldeyrismarkaði. Gjaldeyrisvaraforði Seðlabankans er nú metinn á um 170 milljarða króna og hefur aldrei verið meiri. Nauðsynlegt er hins vegar að leggja á það mat hvort auka þurfi gjaldeyrisforðann enn frekar á næstu árum. Mikilvægt er að gjaldeyrisvarasjóðurinn sé trúverðug vörn fyrir krónuna og um leið öflugur bakhjarl fjármálakerfisins. Ljóst er að slík uppbygging mun taka tíma og til hennar getur þurft að verja umtalsverðum fjármunum. Slíkan kostnað ber að vega á móti þeim miklu tækifærum sem íslensku efnahagslífi standa til boða. Fáar ef nokkrar atvinnugreinar gefa jafnmikinn arð og standa undir jafngóðum almennum launagreiðslum og alþjóðleg bankastarfsemi. Styrking gjaldeyrisforða Seðlabanka á að fara saman við almennar aðgerðir sem miða að því að Ísland verði ákjósanlegt land fyrir alþjóðlega starfsemi á fjármálamarkaði.

V

Nokkuð hefur borið á umræðu um að innganga í ESB og upptaka evru geti leyst þann vanda sem nú er fyrirsjáanlegur í fjármálageiranum. Augljóst er að svo er ekki. Innganga í ESB tæki nokkur ár, þjóðaratkvæðagreiðsla þyrfti að fara fram og allsendis óvíst hvernig slík atkvæðagreiðsla færi og má benda á reynslu Norðmanna í þeim efnum. Jafnframt tæki einhver ár að komast í myntsamstarfið eftir inngöngu. Umræða um ESB og evru er því einungis flótti frá því verkefni sem við stöndum nú frammi fyrir. Við fögnum allri umræðu um ESB og stöðu Íslands gagnvart bandalaginu sem og um stöðu Íslands gagnvart öðrum ríkjum. Stefna Sjálfstæðisflokksins er mjög skýr, það þjónar ekki hagsmunum Íslands eins og sakir standa að ganga í ESB. Öll umræða um ESB verður að mótast af íslenskum hagsmunum og það er fráleitt að nálgast þá umræðu út frá tímabundnum erfiðleikum í fjármálastarfsemi okkar. Það er á hinn bóginn nauðsynlegt að fylgjast náið með þróun Evrópumála og leggja samtímis mat á áhrif þeirra á hagsmuni okkar Íslendinga, eins og nýskipaðri nefnd um þróun Evrópumála er ætlað að gera.

Verkefnið sem stjórnmálamenn og atvinnulífið þurfa nú að kljást við er talsvert. Mikilvægt er að góð samvinna náist um þær aðgerðir sem gripið verður til. Það er styrkur okkar fámenna samfélags að hagsmunirnir eru þeir sömu þegar upp er staðið og því næst jafnan góð samstaða þegar ríður á. Ríkisvaldið og Seðlabankinn eiga að gera það sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir áföll á fjármálamarkaði. En fyrst og fremst eru það bankarnir sjálfir sem verða að sýna frumkvæði við að leysa þann vanda sem að þeim steðjar. Bankarnir hljóta nú að leita allra leiða til að ávinna sér traust markaðarins að nýju. Skiptir þar væntanlega mestu að koma til móts við þá veikleika sem markaðurinn telur að einkenni íslensku bankana um leið og áhersla er lögð á það sem vel er gert. Með skynsamlegum, yfirveguðum og markvissum aðgerðum má koma í veg fyrir alvarleg vandamál og um leið leggja grunn að áframhaldandi vexti og viðgangi fjármálastarfsemi hér á landi. Við vitum að það kostar fjármuni að efla menntakerfið okkar, hlúa betur að öldruðum og tryggja góða heilbrigðisþjónustu. Öflug efnahagsstarfsemi og hagvöxtur veitir tækifæri til að byggja samfélag þar sem hvert og eitt okkar fær tækifæri til þess að finna kröftum sínum viðnám og um leið getum við aðstoðað þá sem höllum fæti standa.

Þau vandamál sem við höfum lýst hér að ofan eru brýn og það verður að bregðast hratt við þeim. En við höfum trú á við Íslendingar höfum fulla burði til þess að leysa þennan vanda, hagkerfið okkar hefur löngum mótast af óvissu í sjósókn og við erum vön því að takast á við óvissar aðstæður. Núverandi ástand er ögrun fyrir okkur en í vandanum eru fólgin sóknarfæri. Þau eigum við að nýta. Það er mikið í húfi og til mikils að vinna.

Höfundar eru alþingismenn fyrir Sjálfstæðisflokkinn.

Birt í Morgunablaðinu 26. febrúar 2008

Edited by jóhannes björn

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ég hef sjaldan lesið grein þar sem næstum hvert einasta atriði er rangt eða skrumskælt.

Til hamingju Marínó, en þér tókst það. :D

Share this post


Link to post
Share on other sites

Inndreginn, skáletraði textinn er minn.

...

Grein Illuga Gunnarssonar og Bjarna Benediktssonar frá febrúar 2008

Til mikils að vinna

Lífskjör okkar Íslendinga hafa batnað gríðarlega síðastliðinn hálfan annan áratug. Svo mjög, að fá dæmi eru um slíkt meðal þeirra þjóða sem við berum okkur helst saman við. Þessi mikli lífskjarabati á rætur sínar að rekja til umbyltingar í efnahagsmálum á fyrri hluta síðasta áratugar. Þar ber hæst víðtæka einkavæðingu ríkisfyrirtækja, þ.á m. banka og sjóða, lækkun skatta, stóraukið viðskiptafrelsi, m.a. vegna hagstæðra samninga um aðgang að innri markaði ESB, og árangur í stjórnun ríkisfjármála.

...

Það er mikilvægt að stjórnendur fjármálafyrirtækja geri sér grein fyrir ábyrgð sinni og hlutverki í þeirri stöðu sem upp er komin. Þátttaka í umræðum um stöðu greinarinnar, miðlun upplýsinga og raunsæi í áætlanagerð skiptir miklu til að byggja upp það traust sem fjármálageirinn þarf á að halda á komandi misserum.

Hér er talað um að stjórnendur geri sér grein fyrir ábyrgð sinni og hlutverki. Ætli þetta eigi bara við fjármálafyrirtæki?

II

...

Hlutverk ríkisins á íbúðalánamarkaði hefur ekki tekið eðlilegum breytingum samhliða þeim vexti sem orðið hefur á fjármálastarfsemi undanfarin ár. Engin haldbær rök eru fyrir því að ríkið þurfi til framtíðar að vera jafn-virkur þátttakandi á íbúðalánamarkaði og hingað til. Allan almennan hluta þessarar lánastarfsemi ætti við fyrsta tækifæri að færa út á markaðinn. Um leið eer hægt að tryggja, að því mikilvægara félagslega hlutverki sem Íbúðalánasjóur hefur sinnt verði fundinn nýr farvegur. Það þarf hins vegar að tryggja íslenskum fjármálafyrirtækum aðgang að langtímafjármögnun fyrir íbúðalán. Löggjöf um sérvarin skuldabréf getur skipt sköpum í því samhengi og skapað grundvöll fyrir starfsemi heildsölubanka með veðtryggð skuldabréf. Því hefur verið haldið fram með gildum rökum að tilvera íbúðalánasjóðs á markaði með löng íbúðaskuldabréf hafi þrengt að möguleikum fjármálafyrirtækja til að tryggja sér fjármögnun fyrir þessa starfsemi innanlands. Líta ber á nýja framtíðarsýn fyrir íbúðarlánamarkaðinn sem mikilvægan þátt í því skapa fjármálastarfsemi á Íslandi heilbrigða umgjörð og rekstrarskilyrði til framtíðar. Nauðsynlegt er að sátt takist um að skoða þetta verkefni á faglegum forsendum án þeirra fordóma í garð einkarekstrarins að hagsmunir hans rekist á við almannahagsmuni.

OK, hér er enn verið að talað á þeim nótum að leggja skuli íbúðalánasjóð niður, nema kannski úti á landi. Engin haldbær rök, jafnvirkur þátttakandi.

Fyrir nokkru var samin skýrsla um hvernig hægt væri að bæta umhverfi íslenska fjármálakerfisins og leggja þar með grunn að alþjóðlegri fjármálastarfsemi hér á landi. Starfið var leitt af Sigurði Einarssyni, stjórnarformanni Kaupþings. Við leggjum til að aukinn kraftur verði settur í að hrinda í framkvæmd hugmyndum sem þar koma fram. Okkur þykir nokkuð vanta upp á að nægjanlegt samstarf sé á milli fjármálageirans og stjórnvalda og með því að auka samskiptin mætti flýta fyrir því að góðar hugmyndir um bættar starfsaðstæður nái fram að ganga. Ef við viljum efla fjármálastarfsemina er rétt að kanna hvort ekki eigi að koma á formlegum samstarfsvettvangi milli hins opinbera og fjármálakerfisins. Hugsa mætti sér að háttsettir embættismenn hittu með reglubundnum hætti hóp sérfræðinga bankanna og einnig gætu forystumenn bankanna og þeir ráðherrar sem að þessum málum koma hist reglulega. Fordæmi eru fyrir því að slíkt samstarf hafi skilað góðum árangri og má m.a. benda á reynslu Íra í þessu sambandi.

Er til linkur á þessa skýrslu Sigga Einars?

Í framhaldi af þessu gæti verið vænlegt til árangurs að bankarnir og ríkisvaldið stofni rannsóknarmiðstöð í efnahags- og fjármálafræðum.

Hét þetta ekki áður Þjóðhagsstofnun hjá ríkinu? Og heitir þetta ekki greiningadeild hjá bönkunum? Vilja þessir kumpánar endurvekja Þjóðhagsstofnun og sameina hana greiningadeildum?

...

III

...

Það er því eðlilegt að umræða hafi skapast um vaxtastefnu Seðlabankans. En hún hefur ekki mikið gildi í sjálfu sér, spurningin er hvernig vinnum við okkur út úr þeim vanda sem blasir við og lýst var hér að ofan. Seðlabankar báðum megin Atlantshafsins hafa að undanförnu ýmist lækkað vexti, aukið aðgengi viðskiptabanka að peningum eða hvort tveggja. Þessi þróun hefur átt sér stað þrátt fyrir vaxandi verðbólgu, m.a. vegna hækkunar á hrávöru og olíu. Greinilegt er að seðlabankarnir hafa meiri áhyggjur af stöðu hagkerfanna og þá fyrst og fremst stöðu fjármálageirans en þeir hafa af verðbólgu. Það er skiljanlegt þar sem afleiðingar fjármálakreppu eru mun alvarlegri og erfiðari viðfangs heldur en verðbólga. Fyrir okkur Íslendinga er einkar áhugavert að hugleiða ræðu sem Frederic S. Mishkin hélt þann 11. janúar á þessu ári í seðlabanka New York, en Mishkin er í hópi helstu fræðimanna heims á sviði peningamála og virkur aðili í mótun hinnar bandarísku peningastefnu. Þar færir Mishkin rök fyrir því að vaxtalækkunarstefna bandaríska seðlabankans sé skynsamleg í ljósi þess að öllu skipti að koma í veg fyrir fjármálakreppu. Í ræðunni segir hann: ,,Þegar fjármálamarkaðir starfa vel á peningastefnan fyrst og fremst að bregðast við upplýsingum um framleiðslu, atvinnustig og verðbólgu. En þegar lánsfjárkreppa steðjar að, ber seðlabönkum að horfa á gögn um fjármálamarkaðinn, t.d. lausafjárstöðu og skuldtryggingaálag. Slíkar upplýsingar gefa til kynna hættuna á því að meiriháttar áfall verði í hagkerfinu.“ Skoðun Mishkins er því sú að verðbólgumarkmið hljóti við ákveðnar aðstæður að víkja fyrir því markmiði að koma í veg fyrir fjármálakreppu. Aðalbankastjóri Seðlabankakerfis Bandaríkjanna, B.S. Bernake, hefur lýst sömu viðhorfum.

...

Þegar vel gengur þá skal skoða framleiðslu, atvinnustig og verðbólgu. Þegar illa gengur þá þarf að skoða lausafjárstöðu og skuldatryggingaálag. Er einhver til í að skýra þetta nánar út fyrir mér? Getur til dæmis of gott skuldatryggingaálag í góðæri, er ótrúlegur uppgangur ekki verið varhugaverður?

IV

...

V

Nokkuð hefur borið á umræðu um að innganga í ESB og upptaka evru geti leyst þann vanda sem nú er fyrirsjáanlegur í fjármálageiranum. Augljóst er að svo er ekki. Innganga í ESB tæki nokkur ár, þjóðaratkvæðagreiðsla þyrfti að fara fram og allsendis óvíst hvernig slík atkvæðagreiðsla færi og má benda á reynslu Norðmanna í þeim efnum.

...

Ok, tíminn er of knappur til að sækja um ESB og taka upp evru. Við erum semsagt á síðustu metrunum? Hvað héldu þeir?

Share this post


Link to post
Share on other sites
Er til linkur á þessa skýrslu Sigga Einars?

Hér

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.