Sign in to follow this  
Followers 0
Victor Laszlo

Linuxþráðurinn

69 posts in this topic

Þá er ég loksins búinn að skipta úr Ubuntu í Fedora KDE. Það sem ég var byrjaður að hata Unity. Og ekki þótti mér Gnome 3 skárra.

Ég var fyrst dálítið overwhelmed yfir öllum möguleikunum sem KDE býður upp á, en þetta er flott umhverfi.

Fedora eru líka búnir að skipta frá því að stíla á ákveðinn markhóp að nafni "developers" og auglýsa núna Fedora (sem er ekkert annað en ginny pig fyrir Red Hat) fyrir "alla".

Svo í sumar langar mig að prufa hversu snjall ég er á Linux með því að setja upp Gentoo á gömlu fartölvuna. Þó er líklegra að ég gefist upp og verði geðveikur.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ég ætla að prófa að skipta yfir í Mint fljótlega.

Ég notaði KDE þegar ég var að byrja í Linux. Fannst gaman að fikta. Nú vil ég helst ekki hafa þessa valmöguleika því þá er ég alltaf að fikta eitthvað.

Mér finnst Gnome 3 ekki nógu gott heldur. Það er óþroskað og alveg fáránlega mikið af klúðri í því.

Láttu okkur vita hvernig gengur með Gentoo.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Mint kemur með MATE umhverfinu sem er í anda Gnome 2. Svo mun Debian stable halda í Gnome 2 næstu tvö árin eða svo. Kosturinn við Mint skilst mér er sá að það er dömmíprúff og kemur með alla media codec, þannig að maður þarf ekkert að reita á sér hárin við að geta ekki spilað einfaldar mp3 skrár.

Þetta er alla vega það sem ég hef heyrt.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ég kunni vel við notendaviðmótið í Gnome 2, rétt áður en þeir skiptu yfir í Gnome 3.

Ég setti upp Mint til að prófa í Virtualbox og kann vel við það.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Hef verið Ubuntu notandi um árabil en fékk mér Windows 7 fyrir mánuði síðan fyrir leikina sem ég hafði. En nú virka ekki uppáhaldsleikirnir, þannig að ég er að íhuga að setja upp Linux á ný. Veit hinsvegar ekki hvað það á að vera; helst ekki Ubuntu með Unity, en kannski Fedora sem ég prufaði fyrst fyrir um áratug; erfitt að fara að skipta.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Hef verið Ubuntu notandi um árabil en fékk mér Windows 7 fyrir mánuði síðan fyrir leikina sem ég hafði. En nú virka ekki uppáhaldsleikirnir, þannig að ég er að íhuga að setja upp Linux á ný. Veit hinsvegar ekki hvað það á að vera; helst ekki Ubuntu með Unity, en kannski Fedora sem ég prufaði fyrst fyrir um áratug; erfitt að fara að skipta.

Geturðu ekki náð í eitthvað patch sem fær leikina til að virka í Win7? Leikir virka náttúrulega yfirleitt ekki í Linux nema Windows sé sett upp virtual machine. Sennilega ekki vænn kostur í leikjahugleiðingum nema þú hafir heilmikið minni í tölvunni.

Notendavænlegustu dreifingarnar af þeim allra vinsælustu (og þeim sem mest er haldið við) eru Fedora, Ubuntu, Mint og openSUSE.

http://distrowatch.com/ er frábær síða fyrir svona pælingar.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Geturðu ekki náð í eitthvað patch sem fær leikina til að virka í Win7? Leikir virka náttúrulega yfirleitt ekki í Linux nema Windows sé sett upp virtual machine. Sennilega ekki vænn kostur í leikjahugleiðingum nema þú hafir heilmikið minni í tölvunni.

Notendavænlegustu dreifingarnar af þeim allra vinsælustu (og þeim sem mest er haldið við) eru Fedora, Ubuntu, Mint og openSUSE.

http://distrowatch.com/ er frábær síða fyrir svona pælingar.

Ég gæti athugað það hvort að það sé til einhverskonar patch til að fá þá til að virka. Hinsvegar er ég ekki viss hvort ég vilji það vegna Linux :D

Ég vil helst ekki fara að nota virtual machine fyrir leikina.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Ég ætla að prófa að skipta yfir í Mint fljótlega.

Ég notaði KDE þegar ég var að byrja í Linux. Fannst gaman að fikta. Nú vil ég helst ekki hafa þessa valmöguleika því þá er ég alltaf að fikta eitthvað.

Mér finnst Gnome 3 ekki nógu gott heldur. Það er óþroskað og alveg fáránlega mikið af klúðri í því.

Láttu okkur vita hvernig gengur með Gentoo.

skondið.

Mint er í raun ekkert annað en Ubuntu fyrir 2 árum sirka.

Sami grunnur, sömu kerfin bara annað útlit.

Open Suzie er talsvert vinsælt, auðvelt í uppsetningu og að vinna með skilst mér enda ekki notað það sjálfur.

Gentoo er ekkert annað en verkfæri djöfullsins og hræðilega seinlegt og flókið í uppsetningu.

Er sjálfur með Ubuntu 11:10 unity og þó ég sé farinn að venjast því, þá er ég langt í frá sáttur við það.

Gnome 3 hata ég fyrir hvað það er lokað og óþjált fyrir notendur.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Skrítið að Emacs glugginn fylli ekki alveg út í skjáinn. Það er alltaf einhver smá rifa milli gluggans og borðan.

Sennilega ekki tengt Fedora, heldur KDE.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Satt best að segja, þá er Fedora 16 KDE engan veginn nógu stöðugt til að ég geti mælt með því eða haldið áfram með.

Emacs virkar ekki sem skyldi, Rythmbox hrynur þegar ég reyni að komast í Preferences, ég er alltaf að fá villumeldingu um eitthvað virtuoso sem ég veit ekkert hvað er og hef ekki fundið út hvað veldur.

Í ofanálag er þetta stórt og seinlegt umhverfi. Veit samt ekki hvort það er eins með aðrar KDE dreifingar.

Mikið djöfull hvað ég sakna Ubuntu eins og það var.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ég er með aamalt Ubuntu með rauntímakjarna á vélinni sem stýrir fræsaranum. Engin vandamál og allt virkar, meira að segja gamall seial trakkerball. Siðan setti ég þetta nýjasta á fartölvu sem var ónothæf afþví hún kom með Vista. Allt í einu kann ég ekkert. Hvar er td Terminal. Hvernig opna ég Gedit?. Ég nenni ekki að læra á þetta Gnome 3. Ætla að prófa Kubuntu, var með það einhverntíma.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Ég er með aamalt Ubuntu með rauntímakjarna á vélinni sem stýrir fræsaranum. Engin vandamál og allt virkar, meira að segja gamall seial trakkerball. Siðan setti ég þetta nýjasta á fartölvu sem var ónothæf afþví hún kom með Vista. Allt í einu kann ég ekkert. Hvar er td Terminal. Hvernig opna ég Gedit?. Ég nenni ekki að læra á þetta Gnome 3. Ætla að prófa Kubuntu, var með það einhverntíma.

Notar bara KDE skjáborðið og þarft ekkert að sækja Kubuntu.

Hvernig er það gert?

Jú skráir þig út, ferð í tannhjólið (stillingar) og velur að ræsa KDE skjáborðið í staðinn fyrir Gnome.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Notar bara KDE skjáborðið og þarft ekkert að sækja Kubuntu.

Hvernig er það gert?

Jú skráir þig út, ferð í tannhjólið (stillingar) og velur að ræsa KDE skjáborðið í staðinn fyrir Gnome.

Of seint en takk samt. Ég setti upp Kubuntu og líkaði ekki. Setti Ubuntu aftur og googlaði hvernig maður setur upp og velur Clasic. Kanski ég prófi KDE þannig.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Of seint en takk samt. Ég setti upp Kubuntu og líkaði ekki. Setti Ubuntu aftur og googlaði hvernig maður setur upp og velur Clasic. Kanski ég prófi KDE þannig.

Vara þig samt við þar sem KDE er mikið þyngra í vinnslu heldur en gnome eða Unity.

Ég ákvað að nota unity 2D hjá mér en verð aldrei sáttur við það hvað sem í boði er, en hef lært á það.

Til að setja upp forrit, td getedit, þá opna ég skel og slæ inn

sudo -i

síðan lykilorð rótar

Síðan sudo apt-get install getedit

Þegar ég þarf að opna forritið smelli ég einfaldlega á efsta merkið í Unity stikunni og slæ inn í leitargluggann getedit eða nafn á því forriti sem ég ætla að opna.

Ef maður er með mörg forrit opin, þá er hægt að nota ALT-TAB takkana til að skipta á milli eða Unity stikuna.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Vara þig samt við þar sem KDE er mikið þyngra í vinnslu heldur en gnome eða Unity.

Ég ákvað að nota unity 2D hjá mér en verð aldrei sáttur við það hvað sem í boði er, en hef lært á það.

Til að setja upp forrit, td getedit, þá opna ég skel og slæ inn

sudo -i

síðan lykilorð rótar

Síðan sudo apt-get install getedit

Þegar ég þarf að opna forritið smelli ég einfaldlega á efsta merkið í Unity stikunni og slæ inn í leitargluggann getedit eða nafn á því forriti sem ég ætla að opna.

Ef maður er með mörg forrit opin, þá er hægt að nota ALT-TAB takkana til að skipta á milli eða Unity stikuna.

Classic vantar greinilega ýmislegt. Eftir mikið baks við að setja upp prentara á Windows vél sem ég er með skipti ég aftur í 3D og var þá bar 5mín. að þessu. Líklega er þetta nýja viðmót bara ágætt þegar maður venst því.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Þið eruð þrautsegir snillingar.

Engir landkrabbar lydddur eins og Kolbeinn hefði orðað það. Nú fer ég í að uppfæra mitt Linux, þegar vinnutörnin er búin.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Get ekki sett upp Debian fyrr en eftir svona mánuð, þ.a. í millitíðinni prufa ég Fedora Gnome 3.

Share this post


Link to post
Share on other sites
skondið.

Mint er í raun ekkert annað en Ubuntu fyrir 2 árum sirka.

Sami grunnur, sömu kerfin bara annað útlit.

? Edited by Timoshenko

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ég er orðinn soldið pirraður á þessum andskota, þ.a. ég læt mig hafa Gnome 3 út mánuðinn.

Eeeeeeen, hvurs konar fávitar vinna þarna hjá Gnome?

Er þetta eðlilegt?

Share this post


Link to post
Share on other sites
Ég er orðinn soldið pirraður á þessum andskota, þ.a. ég læt mig hafa Gnome 3 út mánuðinn.

Eeeeeeen, hvurs konar fávitar vinna þarna hjá Gnome?

Er þetta eðlilegt?

Þetta er eðlilegt þegar nördar ætla að gera notendavænt umhverfi fyrir fávita. Sjáðu bara hvernig Windows er orðið.

Persónulega finnst mér þetta orðið hreinn viðbjóður að geta ekki haft stjórn á neinu lengur og mig langar helst að niðurfæra ubuntu í 10.04 eða fara yfir í suzie distroið.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.