Sign in to follow this  
Followers 0
drCronex

"List er fyrir listunnendur."

1 post in this topic

"List er fyrir listunnendur

Kristinn Ingi Jónsson

February 16, 2012

Fyrir hverja er list? Þetta er einföld spurning sem auðvelt er að svara. List er fyrir þá sem unna list – listunnendur. Hvernig getur það þá verið, að allir skattgreiðendur, sama hvort þeir unni list eður ei, séu neyddir til að greiða ákveðnum listamönnum laun?

Hver og einn einstaklingur á að hafa frelsi til að leita hamingjunnar á eigin vegum. Hann er frjáls gjörða sinna svo fremur sem hann skerðir ekki þetta sama frelsi annars einstaklings. Skerðing á frelsi hans er því ekkert annað en beiting á ofbeldi.

Af þessu leiðir að einstaklingur á að hafa frelsi til að velja hvaða list hann unnir. Að skerða þetta frelsi hans er ofbeldi og það af hálfu ríkisins í tilfellinu um styrki til listamanna. Ríkið tekur pening, sem harðvinnandi einstaklingar hafa unnið sér inn – ávöxt erfiðisvinnu sem krafðist orku, tíma og fyrirhöfn -, og hótar að viðurlögum verði beitt ef því er ekki afhent féið. Ríkið stofnar síðan nefnd sem ákveður hvaða listamenn hljóti fé harðvinnandi einstaklinganna og hvaða listamenn hljóti einfaldlega ekki neitt. Hinir sönnu neytendur listarinnar og þeir sem öfluðu peninganna, sem eru nú í höndum útvalinna listamanna, fá ekkert að segja.

Þannig að svarið við þeirri spurningu, sem borin var upp hér í byrjun, er ekki svo einfalt eftir allt saman. Ríkið hefur ákveðið að allir eigi að unna list og nefnd á vegum ríkisins fær síðan að ákveða hvaða list þeir eigi að unna.

Og hvað með frelsi einstaklingsins til að velja hvaða list hann unnir? Það skiptir bara engu máli.

Höfundur er ritstjóri sus.is."

Nokkuð glöggur drengur. Góð grein?

List+una sér.

List+unnendur=list+endur á öldu. Ergo; ríkið er vont, skerðir frelsi með ofbeldi. o.s.frv.

Edited by drCronex

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.