Sign in to follow this  
Followers 0
Kjosandi

Drómi

6 posts in this topic

Er fólk hreinlega að ganga af göflunum?

Ráðist var á starfsmann Dróma á heimili hans í gærkvöldi. Starfsmenn fyrirtækisins eru slegnir og málið litið mjög alvarlegum augum.

Drómi er hlutafélag sem var stofnað til að halda utan um eignir SPRON og Fjálsa fjárfestingabankann. Hlutverk Dróma er að innheimta lán þeirra sem þar voru í viðskiptum og hafa starfshættir fyrirtækisins verið harðlega gagnrýndir.

Magnús Steinþór Pálmarsson, hjá slitastjórn Frjálsa fjárfestingarbankans, verst frétta af málinu. Hann staðfestir að mjög alvarlegur atburður hafi átt sér stað í gær og að forsvarsmenn Dróma hafi áhyggjur af velferð starfsmanna sinna. Starfsmaðurinn mun samkvæmt heimildum fréttastofu ekki hafa slasast í árásinni.

Starfsfólk Dróma er mjög slegið vegna atburðarins og verður í framhaldinu gripið til aðgerða til að tryggja frekar öryggi þeirra.

Árásin hefur verið tilkynnt til lögreglunnar.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Þótt það sé aldrei hægt að réttláta svona framkomu, þá er hún að vissu leyti skiljanleg þar sem þetta 'ágæta' fyrirtæki Drómi (ásamt hinum fjármögnunarfyrirtækjunum) hefur sagt sig frá réttarríkinu með sínum innheimtuaðferðum.

Vona bara þegar nýtt fólk sest á Alþingi á næsta ári, að það taki til hendinni varðandi starfsleyfi þessara fyrirtækja.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Cry me a river. Ef þetta tiltekna fyrirtæki er gjörsamlega siðlaust og löglaust eins og fréttaumfjöllun gefur til kynna þá verða starfsmannafíflin þarna að átta sig á því að þegar þau hjakkast og hjakkast á rassgatinu viðskiptavinum sínum og líklega ólöglega þar að auki. Þá eru þau ekki í venjulegri 9-5 vinnu.

Þetta starfsfólk hlýtur að fá eitthvað út úr því að hjakkast ólöglega á eignarlausum, annars myndi það segja upp.

Edited by Gore Vidal

Share this post


Link to post
Share on other sites

Frændi minn er að eiga við Dróma og segir sínar farir ekki sléttar alla vega. Það hefur t.d. tekið marga mánuði að reyna að fá lán sem er búið að borga tekið af veðbókarvottorði á íbúð og allt eftir því.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Þótt það sé aldrei hægt að réttláta svona framkomu, þá er hún að vissu leyti skiljanleg þar sem þetta 'ágæta' fyrirtæki Drómi (ásamt hinum fjármögnunarfyrirtækjunum) hefur sagt sig frá réttarríkinu með sínum innheimtuaðferðum.

Vona bara þegar nýtt fólk sest á Alþingi á næsta ári, að það taki til hendinni varðandi starfsleyfi þessara fyrirtækja.

Drómi er ekki með starfsleyfi sem fjármálafyrirtæki. Drómi er fyrirtæki í slitameðferð.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Drómi er ekki með starfsleyfi sem fjármálafyrirtæki. Drómi er fyrirtæki í slitameðferð.

Og hvað? Þá mega þeir koma bara fram eins og þeir vilja? FME á að skipta um stjórnendur þarna pronto. Það er næg ástæða til að reka Gunnar Andersen hvernig stjórnendur þessa batterís koma fram.

Og ekki hvarflar að þeim að segja sig frá málinu. Til þess er þetta of vænlegt $$$$$$$$....

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.