Sign in to follow this  
Followers 0
Bronstein

Það verður að skipta um gjaldmiðil

105 posts in this topic

Þessi frétt segir allt sem segja þarf: http://www.ruv.is/frett/spa-thvi-ad-kronan-veikist-afram

Greiningardeild Arionbanka telur að krónan muni halda áfram að veikjast á næstu árum þar sem allt bendi til þess að viðskiptaafgangur verði ekki nægur til að standa straum af afborgunum af erlendum lánum.

Ekki sé í augsýn að hægt verði að endurfjármagna þau nema að hluta til. Gengi krónunnar hefur lækkað um sjö prósent frá því í nóvember og um rúm fimm prósent frá áramótum.

Greiningardeildin spyr hvort þetta sé lognið á undan storminum. Í markaðspunktum greiningardeildarinnar er því haldið fram að að það sé augljóslega hvati hjá sumum að sniðganga gjaldeyrishöftin og því komi ekki allur skilaskyldur gjaldeyrir til landsins. Aðrir fjárfestar kjósi eflaust að endurfjárfesta hagnaði af erlendum eignum í útlöndum í stað þess að koma með hagnaðinn heim.

Mér er slétt sama þó þetta komi frá greiningardeild sem gerði í brækurnar fyrir hrun,- það er orðin augljós staðreynd að krónan er handónýtur gjaldmiðill. Við verðum aldrei annað en 3ja heimsland í framtíðinni með þennan "gjaldmiðil".

Nærtækasta lausnin er að ganga sem allra fyrst í ESB, festa gengi krónunnar við Evru eins og Danir gera og taka svo upp Evru eins fljótt og hægt er.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Nærtækasta lausnin er að ganga sem allra fyrst í ESB, festa gengi krónunnar við Evru eins og Danir gera og taka svo upp Evru eins fljótt og hægt er.

Það breytir ekki grunnvandanum. Vandinn er að miðað við núverandi stöðu þá er nettó tap af viðskiptum við útlönd og gjaldeyrir streymir frá landinu.

Þó það yrði tekin upp evra þá myndu evrur engu að síður streyma frá landinu í vexti og afborganir af erlendum skuldum og engar evrur prentaðar í þeirra stað innan landsins. Og áfram nettó gjaldeyristap.

Gengið er bara einfaldlega of sterkt og ef tekin yrði t.d. upp evra þá þyrfti það að vera á miklu veikara gengi en það er í dag. Evran kanski í kringum 200 eða jafnvel veikara.

Edited by jukn

Share this post


Link to post
Share on other sites
Það breytir ekki grunnvandanum. Vandinn er að miðað við núverandi stöðu þá er nettó tap af viðskiptum við útlönd og gjaldeyrir streymir frá landinu.

Þó það yrði tekin upp evra þá myndu evrur engu að síður streyma frá landinu í vexti og afborganir af erlendum skuldum og engar evrur prentaðar í þeirra stað innan landsins. Og áfram nettó gjaldeyristap.

Gengið er bara einfaldlega of sterkt og ef tekin yrði t.d. upp evra þá þyrfti það að vera á miklu veikara gengi en það er í dag. Evran kanski í kringum 200 eða jafnvel veikara.

Gengi á evru ætti að vera rétt rúmlega 252. Ef við tækjum upp evru þá ætti innflutningur að vera jafnari. Þurfum við ekki að fara leið Lilju, og taka upp nýja krónu á mismunandi skiptigengi. Og síðan að tengja þá krónu við evru og síðan taka upp evruna.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Þurfum við ekki að fara leið Lilju, og taka upp nýja krónu á mismunandi skiptigengi.

Það fer eftir því hvort þú ætlar að gera upp á milli núverandi krónueigenda eða ekki.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Vöru og þjónustujöfnuður hefur verið jákvæður um 420 milljarða frá 1 jan 2009

2009 126.319,5

2010 154.272,8

2011 132.873,6

Krónan þarf að vera veik áfram í nokkru ár í viðbót.

Fyrir hrun skuldsettu sveitafélög, fyrirtæki og einstaklingar sig í gjaldeyri eins og enginn væri morgundagurinn. Það tekur mörg ár að leiðrétta ruglið sem var í gangi fyrir hrun. Krónan styrkist talsvert eftir nokkur ár.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Krónan þarf að vera veik áfram í nokkru ár í viðbót.

Fyrir hrun skuldsettu sveitafélög, fyrirtæki og einstaklingar sig í gjaldeyri eins og enginn væri morgundagurinn. Það tekur mörg ár að leiðrétta ruglið sem var í gangi fyrir hrun. Krónan styrkist talsvert eftir nokkur ár.

Sammála þessu. Þetta eru lán sem við tókum(ólíkt sumum öðrum) og við þurfum að borga þau tilbaka.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Svo þarf auðvitað að auka framleiðsluna, gjaldeyrissparandi framleiðslu og útflutning. En það gengur bara næstum ekki neitt.

Og íslenska eyðsluklóin er að komast aftur í gang, yfirdráttarskuldir aukast, bílar seljast, utanlandsferðir á fullu.

Kosningar nálgast og bullið eykst: "Taka peninga af lífeyrissjóðum og dreifa á skulduga" = eyða núna, borga seinna.

Eyðsla eykst, tekjurnar ekki => peningarnir rýrna = gengið fellur. - - - - - Þannig er það nú bara.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Svo þarf auðvitað að auka framleiðsluna, gjaldeyrissparandi framleiðslu og útflutning. En það gengur bara næstum ekki neitt.

Og íslenska eyðsluklóin er að komast aftur í gang, yfirdráttarskuldir aukast, bílar seljast, utanlandsferðir á fullu.

Kosningar nálgast og bullið eykst: "Taka peninga af lífeyrissjóðum og dreifa á skulduga" = eyða núna, borga seinna.

Eyðsla eykst, tekjurnar ekki => peningarnir rýrna = gengið fellur. - - - - - Þannig er það nú bara.

Nákvæmlega..

Skammsýnin er með ólíkindum og lausnirnar í takt. Sækja um í ESB afþví að þá fáum við traust erlendra aðila til að lána okkur og ekki síst, til að erlenda aðila til að "fjárfesta" hér, það er, eignast það sem máli skiptir.

Bara til að búa til bólu sem sala á fjallkonunni leyfir.

Hvað verði um afkomendur okkar og arfleið okkar, skiptir þetta sjálfselska fólk engu máli.

Þessa hugsun má lesa út úr innleggjum og orðaræðum einstaklinga sem voru einmitt á nákvæmlega sömu línu fyrir hrun, sá ekkert að skuldsetningunni og þeim aðferðum sem voru notaðar til að búa til peninga.

Edited by feu

Share this post


Link to post
Share on other sites

Sérstök umræða um gjaldmiðilsmál á Alþingi núna

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ég væri til í að sjá hóp ráðherra, þar á meðal forsætisráðherra, fara erlendis með það að markmiði að fá að taka upp erlenda mynt. Efst á listanum er norska krónan. Norðmenn sjá hag í því að við verðum áfram utan ESB og það er sterkt spil.

Það dugar ekki að senda bara einhverja sendinefnd með smáköllum, við verðum að sýna að okkur er alvara með þetta.

En það getur vel verið að það hafi enginn áhuga á þessu, en það má samt láta reyna á það.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Ég væri til í að sjá hóp ráðherra, þar á meðal forsætisráðherra, fara erlendis með það að markmiði að fá að taka upp erlenda mynt. Efst á listanum er norska krónan. Norðmenn sjá hag í því að við verðum áfram utan ESB og það er sterkt spil.

Það dugar ekki að senda bara einhverja sendinefnd með smáköllum, við verðum að sýna að okkur er alvara með þetta.

En það getur vel verið að það hafi enginn áhuga á þessu, en það má samt láta reyna á það.

Það er ekkert land að fara að borga með Íslandi. Grunnvandinn er alltaf sá sami Íslendingar eyða meira af gjaldeyri en tekjurnar standa undir.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Það er ekkert land að fara að borga með Íslandi. Grunnvandinn er alltaf sá sami Íslendingar eyða meira af gjaldeyri en tekjurnar standa undir.

Það á samt að skoða þetta rétt eins og við erum að skoða inngöngu í ESB.

Það á að skoða fleiri valmöguleika en einn, jafnvel þó að það séu meiri líkur á að það gangi ekki upp.

En ég efast annars um að litla Ísland fari að veikja annan gjaldmiðil.

En annars gæti hin þjóðin sett ákveðin skilyrði fyrir því að taka upp gjaldmiðilin þegar kemur að efnahagsmálum og gjaldeyri.

Edited by Chrolli

Share this post


Link to post
Share on other sites
Ég væri til í að sjá hóp ráðherra, þar á meðal forsætisráðherra, fara erlendis með það að markmiði að fá að taka upp erlenda mynt. Efst á listanum er norska krónan. Norðmenn sjá hag í því að við verðum áfram utan ESB og það er sterkt spil.

Það dugar ekki að senda bara einhverja sendinefnd með smáköllum, við verðum að sýna að okkur er alvara með þetta.

En það getur vel verið að það hafi enginn áhuga á þessu, en það má samt láta reyna á það.

Mér finnst það fyndnara en orðum tekur að fólk skuli halda að eitthvað leysist með upptöku á annari mynt.

Pældu í því, ég hef aldrei séð rök fyrir því önnur en rök sem notuð eru fyrir fastgengi.

Fastgengi er frábært og ekkert mál að hafa það þótt við séum með krónu, þetta gera Danir og hafa gert í einhver ár með ágætis árangri.

Vandi okkar er djúpstæður á rætur sínar að rekja til þess stríðs sem er á milli framleiðslustétta og borgarastétta. Borgarastéttinn vill alltaf meir og meir af auði en framleiðslustéttin nær ekki að anna þeirri eftirspurn. Þetta þýðir halli á viðskiptum við útlönd og gengisfelling til að leiðrétta þann halla.

Ef gengið er fast, þá hækka skuldir stigvaxandi og landið fer á hausinn eins og Grikkland sem einmitt hefur notast við fastgengi í gegnum Evruna síðustu 7-8 árin.

Mesti munurinn á Danmörku og Grikklandi er hið síðara er jaðarsvæði, rétt eins og Ísland.

Share this post


Link to post
Share on other sites
En ég efast annars um að litla Ísland fari að veikja annan gjaldmiðil.

Ég var ekkert að tala um að veikja.

En ef það ætti að reka Ísland eins og gert er í dag með gjaldmiðil prentaðan einhliða annars staðar þá yrði landið á endanum gjaldeyrislaust. Þá er veiking skömminni skárri því hún hægir á útflæðinu og sýnir raunverulega stöðu en ekki falsmynd eins og í Grikklandi um leið og landið er tæmt af evrum.

Gjaldmiðilsskipti er ekkert eitthvað sem mun bjarga hlutunum.

Lausnin er alltaf sú sama. Eyða minna en landið aflar og skynsamlegur rekstur en ekki þessi endalausi eltingaleikur við bólur og hrun.

Edited by jukn

Share this post


Link to post
Share on other sites

Allt í lagi. Ég er svo sem ekkert á móti því að halda í krónuna eða jafnvel stofna nýja krónu,

En ef við ætlum að skipta um gjaldmiðil þá eigum við að skoða aðrar leiðir en að ganga í ESB.

Edited by Chrolli

Share this post


Link to post
Share on other sites
Vandi okkar er djúpstæður á rætur sínar að rekja til þess stríðs sem er á milli framleiðslustétta og borgarastétta. Borgarastéttinn vill alltaf meir og meir af auði en framleiðslustéttin nær ekki að anna þeirri eftirspurn. Þetta þýðir halli á viðskiptum við útlönd og gengisfelling til að leiðrétta þann halla.

Það er orðið fast á þjóðarsálinni eitthvað innflutt neysluæði. Algjör geðveiki í raun og veru. Það gæti ekkert land staðið undir þessu.

Edited by jukn

Share this post


Link to post
Share on other sites

Það er einmitt spurning hvort að við eigum ekki að framleiða fleiri vörur sjálf. Það gæti líka minnkað atvinnuleysið eitthvað.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Það er orðið fast á þjóðarsálinni eitthvað innflutt neysluæði. Algjör geðveiki í raun og veru. Það gæti ekkert land staðið undir þessu.

Allt í lagi að eyða ef peningar eru til fyrir því.

Ekki í lagi að vera með hatur út í framleiðslustéttir eins og landbúnaðinn, slorið og annað hark, verandi sjálfur 99% eyðsluseggur á gjaldeyri.

Þetta finnst mér standa upp úr þróun borgarsamfélaga undanfarin 20 ár. Framleiðsla er aukaatriði, eyðsla ekki. Þetta getur ekki farið saman, því án framleiðslu þá er ekki hægt að eyða og eyða.. jafnvel þótt menn finni upp prentunarvélar eins og frjálshyggjuguttarnir gerðu í anda Gordons Gekko.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ég sé það betur og betur að Lilja M. er hreinræktað fífl. Hún vill leysa málið með því að taka upp nýja krónu!! Hvern andskotann á það að leysa að skipta um nafn á krónunni? Það er hægt að skipta um kennitölur á fyrirtækjum en ekki þjóðríkjum. Ég er algjörlega kominn með upp í kok á þessum ömurlegu lýðskrumurum eins og Lilju sem slá ryki í augu fólks með falsvonum og gera í raun bara illt verra. Helvítis landeyður.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Kjarni málsins er að íslenska krónan hefur verið notuð af okkur íslendingum gegnum tíðina til að stýra því að borgarastéttin haldi sínu og fái helst meira. Þetta er orðið eðli íslensku krónunnar og verður einhvernvegin ekki máð af henni. Íslenska þjóðarsálin er ágjörn og þvermóðskufull og það þarf ekki að færa mörg rök fyrir því að við verðum að hafa aðhald í peningamálum. Það hefur bara sýnt sig hvernig allt fór til andskotans eftir að við fórum að hafa frelsi til að höndla með peninga. Við bara, sem þjóð misstum það algerlega og ef við skoðum hvaða raddir eru sterkastar hér á landi nú til dags þá eru það þær sem neita að horfast í augu við staðreyndir og vilja bara meira, vilja bara búa til peninga úr engu, vilja bara endurtaka bóluna sem varð okkur að falli. Við urðum svo góðu vön hér í bólunni að við teljum það til mannréttindabrota að það séu ekki tveir til þrír nýir bílar á hverju heimili. Að það sé merki um fátækt að þurfa að velta fyrir sér hvort maður hefur rjóma í sósunni með helgarmatnum. Að það sé merki um fátækt og mannréttindabrot að fólk komist að þeirri niðurstöðu að það verði að borða grjónagraut öðru hvoru til að ná endum saman. Við vorum ekki svona fyrir gróðærið mikla. Ég er ekkert sérstaklega gömul, ríflega fimmtug en ég man mjög vel þá tíð að það var ekkert hægt að komast af öðruvísi en að gæta vel að öllu svona.

Þá var skoðað vel hvort maður hefði ráð á áskrift að fjölmiðlum, hvort maður neyddist til að kaupa ný föt á börnin eða hvort maður væri svo heppinn að það væri eitthvað passandi í fjölskyldufatapokanum. Hvort maður hefði ráð á að fara í bíó þennan mánuðinn. Það var kannski farið út að borða annað hvert ár og engu að síður taldi maður sig ekki fátækan.

Svo kom bólan og við misstum vitið, algjörlega!!!! Nú er það skandall að geta ekki keypt sér gaseldavél þegar það dettur í mann, farið til útlanda í frí nokkrum sinnum á ári og ef þetta er ekki hægt verðum við brjáluð. Við segjum Jóhönnu og Steingrím vera ábyrg fyrir þessari skelfingu okkar, Skelfingunni að þurfa að hugsa eitthvað um hvað við erum að gera.

Meðan þjóðarsálin er heltekinn af þessari brjálsemi VERÐUM VIÐ að hafa utanaðkomandi aðhald og við GETUM EKKI TREYST þessari þjóð fyrir að stýra ein eigin gjaldmiðli. Ekki meðan þetta er það sem við höfum að leiðarljósi

Ég sé það betur og betur að Lilja M. er hreinræktað fífl. Hún vill leysa málið með því að taka upp nýja krónu!! Hvern andskotann á það að leysa að skipta um nafn á krónunni? Það er hægt að skipta um kennitölur á fyrirtækjum en ekki þjóðríkjum. Ég er algjörlega kominn með upp í kok á þessum ömurlegu lýðskrumurum eins og Lilju sem slá ryki í augu fólks með falsvonum og gera í raun bara illt verra. Helvítis landeyður.

DITTÓ!!!

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.