Sign in to follow this  
Followers 0
Serafim

Hvað er Yoga?

24 posts in this topic

Það eru svo margar tegundir yoga að maður getur orðið alveg ruglaður. Hvort er betra að fara í Rope yoga, Hot yoga, Astanga yoga, Power yoga, Hatha yoga, Bikram yoga, Kundalini yoga eða eitthvað annað yoga?

Og þetta eru svo mismuandi æfingarkerfi, mörg þessara kerfa líkjast hvort öðru svo maður þekkir að hér er um yoga að ræða, en önnur notast við props, eins og rope yoga, er það líka yoga?

Og hvað er yoga til að byrja með? Hvers vegna notumst við ekki bara við venjulega leikfimi til að komast í form?

Svo segja menn að það er heil hugmyndafræði bak við yoga, hvað er það eiginlega? Þarf hugmyndafræði til að styðja við leikfimi?

Langaði til að varpa þessum spurningum hérna og heyra hvað ykkur finnst.

Ég er sjálfur yogakennari en hef velt fyrir mér hvernig fólk almennt sér og skilur yoga. Yoga er í tísku, en hvernig sér maður í gegnum þennan “yogafrumskóg”?

Og til hamingju með nýja lúkkið, málefni.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ég vil ekki vera ógeðslega leiðinlegur, en ertu jógakennari án þess að vita þessa hluti?

Share this post


Link to post
Share on other sites

biggrin.png Ég er ekki að spyrja hvað ég veit eða finnst um þessi mál, ég er að spyrja hvað þú veist og hvað þér finnst. Mig vantar þína, ykkar sýn, þess vegna spyr ég. wink.png

og þú ert ekkert leiðinlegur að spyrja

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ég vil ekki vera ógeðslega leiðinlegur, en ertu jógakennari án þess að vita þessa hluti?

“It is the job of a spiritual teacher to poke, provoke, confront and elevate." Yogi Bhaja

Sat Nam

Share this post


Link to post
Share on other sites

biggrin.png Ég er ekki að spyrja hvað ég veit eða finnst um þessi mál, ég er að spyrja hvað þú veist og hvað þér finnst. Mig vantar þína, ykkar sýn, þess vegna spyr ég. wink.png

og þú ert ekkert leiðinlegur að spyrja

Ok, vildi bara vera viss.

Stunda ekki jóga þó ég viti sitthvað um andleg (spiritual) málefni.

Mín rörsýn á þennan jógafrumskóg er, að frumskógur sé hann. Ég held að tilhneiging til að gera greinarmun á mismunandi áherslum og nálgunum í jóga sé doldið til móts við kjarnann í jóga, Núið. Er tilgangur með öllum þessum tegundum? Þarf hugmyndafræði sem mögulega jaðrar við stjórnmál/trúarbrögð? Er ekki bara verið að formalísera veruleikann enn frekar, eitthvað sem tilgangur jóga/hugleiðslu er að sporna gegn eða forðast?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Mér hefur virst að fólk telji yoga vera leikfimi, og vissulega er það einmitt það sem er kennt í sumum yogatímum. Mig langar að grenslast fyrir um hversu algengt það sjónarhorn er og hversu algengt það er að sjá yoga sem leikfimi eða líkamsæfingar.

Mestallt það yoga sem er kennt í líkamsræktarstöðvum er leikfimi en ekki yoga. Rope yoga á ekkert skylt við yoga annað en nafnið. Hot Yoga er klofningur af Bikram yoga, sem eru sería af stöðum iðkaðar í upphituðu herbergi. Astanga yoga eru stöður útfærðar hratt í takt við akveðna öndun, power yoga tekur þetta approach enn lengra.

Allar þesar tegundir yoga hafa það sameiginlegt að einbeita sér að líkamsæfingum eins og ef yoga væri leikfimi sem hefði að markmiði að styrkja líkamann og gera hann liðugri.

En þetta er langt frá lýsingum Patanjalis á yoga í Yoga Sutra, eða lýsingum Hatha Yoga Pradipika, sem teljast tvær grunnskriftir yoga. Fyrsta setning í Yoga sutras “yoga chitta vritti nirodah”; hvernig er hægt að heimfæra það á leikfimiæfingar?

“It is the job of a spiritual teacher to poke, provoke, confront and elevate." Yogi Bhaja

Sat Nam

Þetta er vissulega meðal hlutverka andlegs kennara, sem útskýrir hvers vegna svo fáir feta þessa leið nútildags. Því hversu margir finna sig í að vera “poked, provoked, and confronted”? (við gætum kannski liðið “elevation”)

Ok, vildi bara vera viss.

Stunda ekki jóga þó ég viti sitthvað um andleg (spiritual) málefni.

Mín rörsýn á þennan jógafrumskóg er, að frumskógur sé hann. Ég held að tilhneiging til að gera greinarmun á mismunandi áherslum og nálgunum í jóga sé doldið til móts við kjarnann í jóga, Núið. Er tilgangur með öllum þessum tegundum? Þarf hugmyndafræði sem mögulega jaðrar við stjórnmál/trúarbrögð? Er ekki bara verið að formalísera veruleikann enn frekar, eitthvað sem tilgangur jóga/hugleiðslu er að sporna gegn eða forðast?

Mér finnst hlutverki yoga vera gerð góð skil í fyrstu setningu Yoga Sutra “Yoga er endir á sundrungu huganns”. Því miður tel ég að þetta takmark er gleymt eða ekki skilið hjá mörgum.

Hvaða andlegu fræði hefur þú stundað / stúderað?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Hvaða andlegu fræði hefur þú stundað / stúderað?

Eckhart Tolle.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ég gruflaði smávegis í jogafræðum þegar ég var ung kona, svona kringum 1980. Þá voru ekki til allar þessar gerðir af leikfimijóga en joga var þó í mínum huga byggt á líkamsæfingum að hluta. Einhvernvegin hefur það alltaf verið þannig í mínum huga að jóga sé leið til að ná valdi yfir hugsunum sínum, andanum, andlegri líðan.

Þetta snérist allt um einbeitingu og hugarró og að hana gæti maður nálgast með sérstökum líkamlegum æfingum, m.a. réttri öndun. Næði maður þessu valdi á líkama sínum væri þá forsenda eða samtvinnun þess að ná valdi á hugsunum sínum og andlegu ástandi.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ég þekki ekki til yoga nema að mjög takmörkuðu leyti, en gaf mér sem ungur að því, sem mér skildist að félli undir það, og var það ekki leikfimi. Síðan eru liðnir áratugir og hef ég misst áhugann fyrir löngu, og alla umræðuhæfni í leiðinni.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Þeir sem líta á jóga sem leikfimi eingöngu eiga að fá sér göngutúr í staðinn.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ég er sjálfur yogakennari en hef velt fyrir mér hvernig fólk almennt sér og skilur yoga. Yoga er í tísku, en hvernig sér maður í gegnum þennan “yogafrumskóg”?

Til að loks svara spurningunni...

Yoga fyrir mér er tenging líkama, hugar og sálar við allt sem er fyrir utan mig. Yoga er að uppgvöta og lifa sjálfan sig eins og maður er og umhverfið eins og það er.

Það yoga sem höfðar mest til mín er Kundalini yoga.

Gangi þér vel sem leiðbeinandi

Share this post


Link to post
Share on other sites
Ég vil ekki vera ógeðslega leiðinlegur, en ertu jógakennari án þess að vita þessa hluti?

Umræðudrep? happy.png

Yóga er fínt. Ég labbaði framhjá yógastað um daginn og sást inn frá götunni. Mér leist ekkert á þetta þar sem fólk var hrúgað um gólfið í afkáralegum stellingum. Sumir eldrauðir í framann og með rassinn út í loftið.

Edited by drCronex

Share this post


Link to post
Share on other sites

Er sjálfur jógakennari (ef hægt er að kalla sig kennara í því).

Tek undir það að stór hluti af því sem auglýst er sem jóga er í raun bara að taka á einum hluta þess, þ.e. þjálfun líkamans. Það er auðvitað ekkert annað en leikfimi, sem er að sjálfsögðu mjög gott sem slíkt en er ekki jóga nema önnur grundvallaratriði séu með í spilinu. Ef jóga væri uppbyggt af þessum líkamsæfingum eingöngu þá væru jú flestir sem ástunda t.d. fimleika jógameistarar ekki satt? smile.png

Ákveðin hugmyndafræði er á bakvið jóga, ákveðin heimsspeki.

Allar þessar "tegundir" jóga eru í grunninn byggðar á sama kerfinu. Bara mismunandi áherslur á þætti kerfisins. Heildarkerfið, oft nefnt Rajayoga (átta þátta) er snilldar kerfi sem ætti, ef ástundað vel, að skila miklum heildarþroska og hamingju til viðkomandi. Kerfið er uppbyggt af nokkrum þáttum sem taka á öllu því sem lífið býður upp á.

Stöðurnar, þetta sem flestir eru eingöngu að bjóða upp á, eru einn af þessum þáttum. Mjög góður þáttur sem, ef rétt ástundað, hjálpar okkur gríðarlega við þjálfun á einbeitningu, athygli, stjórnun og samþykki svo eitthvað sé nefnt. Stöðurnar ætti maður því ekki að vanmeta... en þær eru fyrst og fremst frábært tæki til að þjálfa vissa eiginleika.

Það er það sem jógakerfið allt er... frábært tæki. Frábært verkfæri. Maður sjálfur er hinsvegar sá sem beitir verkfærinu!

Skynsamlega notað verkfæri skilar góðu verki.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Óradís, McFitt, Spekulasjon;

Það gleður mig að sjá að þið hafið öll góðann skilning á yoga.

Mér hefur fundist vanta kennslu um hugmyndafræði yoga, ekki bara yogastöður. Ég stundaði á tímabili yoga með scandinavisk yoga og meditationsskole á Köbmagergade í kaupmannahöfn. Ég hafði áhuga á að læra um erótískt Tantra yoga og þessi skóli auglýsti sig sem Tantriskur yogaskóli.

Því miður virtust kennarar þeirra ekki þekkja til Tantra yoga. Seinna uppgötvaði ég að Janakananda (stofnandi skandinavisk yogaskole) hafði gert tilraunir með erótískt tantra yoga en hætti því eftir skandal og blaðaumfjöllun.

Síðan hef ég fundið skóla sem kennir erótískt Tantra yoga, hefðbundið hatha yoga og Tantra yoga í heild sinni sem er meira hugarfar en aðferðarfræði. Ég er að kenna í þessum skóla núna.

Óradís; hvers vegna hættir þú að iðka yoga?

Fyrir mér er yoga einfaldlega það sem gerir mig hamingjusamann og eykur möguleika minn á að sjá og skilja sjálfann mig og aðra. (ég er ekki að meina yfirborð, heldur í dýptina).

McFitt:

Margt er kallað kundalini yoga, hefur þinn praksis eitthvað annað nafn?

Alvöru kundalini yoga er jú hraðbrautin, fyrir þá sem nenna ekki að dóla við andlegan þroska sinn.

Spekulasjon:

Ég er sammála þér að verkfærið (yoga) skilar árangri í samræmi við hæfni þess sem notar það. Hatha yoga er öflugt verkfæri og oft á tíðum eru áhrif þess vanmetin þar sem það er einfalt og er nothæft öllum.

Victor Laszlo:

Göngutúr er alltaf góður alveg eins og líkamsrækt eða leikfimi, en að selja það sem yoga er rangt að mínu mati.

Echart Tolle er sérstakur maður og mér hefur fundist ég læra mest af að hlusta á hann tala; að reyna að nema hugarástand hanns þegar hann talar. Bækurnar hanns eru líka einfaldar og “to the point”. Aðferðarfræði hanns er svipuð þeirri sem Ramana Maharishi kenndi; að vera til staðar Hér og Nú, sem allt gengur út á. Tolle hefur þó þann kost framyfir Ramana að vera vesturlendingur og geta tjáð sig á tundumáli sem fólk skilur auðveldlega. Bækur hanns eru kjarnyrtar og hitta í mark; ég er mjög hrifinn af Eckhart Tolle.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Victor Laszlo:

Göngutúr er alltaf góður alveg eins og líkamsrækt eða leikfimi, en að selja það sem yoga er rangt að mínu mati.

Echart Tolle er sérstakur maður og mér hefur fundist ég læra mest af að hlusta á hann tala; að reyna að nema hugarástand hanns þegar hann talar. Bækurnar hanns eru líka einfaldar og “to the point”. Aðferðarfræði hanns er svipuð þeirri sem Ramana Maharishi kenndi; að vera til staðar Hér og Nú, sem allt gengur út á. Tolle hefur þó þann kost framyfir Ramana að vera vesturlendingur og geta tjáð sig á tundumáli sem fólk skilur auðveldlega. Bækur hanns eru kjarnyrtar og hitta í mark; ég er mjög hrifinn af Eckhart Tolle.

Ég átti reyndar við að fólk sem stundar jóga (en ekki kennir) líti á það sem líkamsrækt eingöngu.

Vona svo innilega að jógakennarar viti greinarmuninn á líkams-æfingu og hugar/sálar-æfingu, og efast ekki um slíkt.

Eckhart Tolle er svo maður sem er einfaldlega búinn að fatta "það". Get vart hrósað skrifum hans meira.

Share this post


Link to post
Share on other sites

McFitt:

Margt er kallað kundalini yoga, hefur þinn praksis eitthvað annað nafn?

Alvöru kundalini yoga er jú hraðbrautin, fyrir þá sem nenna ekki að dóla við andlegan þroska sinn.

Sæll Serafim

Ég er að tala um það Kundalini yoga sem Yogi Bajan kenndi.

Hvaða alvöru Kundalini yoga ert þú að vitna í?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Sæll Serafim

Ég er að tala um það Kundalini yoga sem Yogi Bajan kenndi.

Hvaða alvöru Kundalini yoga ert þú að vitna í?

Ég er einungis að meina að svo margt er kallað kundalini yoga nútildags.

Að mínu viti er ‘kundalini yoga’ það yoga sem hefur að markmði að virkja kundalini beint, og samanstendur af kröftugum aðferðum (t.d. mudras og bandas).

Slíkar leiðir breyta sjóarhorni okkar til umhverfisinns og neyða okkur til að horfast í augu við og takast á við vankannta okkar á hraða sem getur verið erfitt að fylgja.

Verð að viðurkenna fáfræði mína þegar kemur að Yogi Bajan og hanns yoga kerfi. En ég er allur eyra og ólmur í nýja þekkingu.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Tembe hefur verið talsvert í Asíu undanfarin ár en hefur ekki hundsvit á yoga.

Maður sér hinsvegar allskonar leikfimi iðkaða þarna úti. Erfitt fyrir leikmann að skilgreina þá leikfimi.

Oftast mjög hægar hreifingar en líka til eldsnöggar hreifingar í bland. Brjóta kannski múrsteina án þess að depla auga.

Ótrúlegar bardagaaðferðir eru að stórum hluta leikfimi.

En, eins og ég sagði þá veit ég ekki hvort þetta sé skylt yoga.

Edited by Tembe

Share this post


Link to post
Share on other sites

Óradís; hvers vegna hættir þú að iðka yoga?

Fyrir mér er yoga einfaldlega það sem gerir mig hamingjusamann og eykur möguleika minn á að sjá og skilja sjálfann mig og aðra. (ég er ekki að meina yfirborð, heldur í dýptina).

Það var kannski bara vegna þess að ég varð aldrei beinlínis alvöru jogaiðkandi. Ég var bara forvitin og keypti mér einhverjar bækur þegar ég var í kringum tvítugt, las um joga og reyndi sjálf en hef aldrei farið í jogatíma. Síðan tók við þetta amstur lífsins með börnum og bleiuþvottaþrasi. Lengi hafði ég bara um allt annað að hugsa. Fyrir nokkrum árum keypti ég mér svo einhverja íslenska jógabók eftir hann Bergmann strák. Það er svosem ágæt upprifjun, aðallega á stöðum og þess háttar en frekar grunn hvað hugmyndafræðina varðar. Ég hef samt lengi ætlað mér að fara að skoða jogafræðin betur og þá fyrst og fremst til að ná meira jafnvægi í eigin tilvist. Þessu sem ég fékk smá-nasasjón af í sjálfslærdómi fyrri ára. Ég man að það voru meira að segja mjög flottar æfingar sem samanstóðu af öndun, hugsunartækni og hreyfingum sem unnu samstundis á því ef maður var svefnvana. Joga er svolítið samhliða sjálfsefjun í virkni en samt allt annað í rauninni því í joga er maður ekki að segja sér eitt eða neitt. Bara losa sig við einkenni afleiðinga erfiðra hluta.

Svei mér ef þú hefur ekki kveikt í mér að fara að drífa í að skoða jogað upp á nýtt. Takk fyrir það.

Edited by Óradís

Share this post


Link to post
Share on other sites

Væri ekki dálítið sniðugt að íslenska orðið yoga yfir í 'ok'?

"Ég er að fara í okfimi, sjáumst!"

Ok heimspeki og ok kennari, og svo framvegis.

Edited by spectromacht

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.