Sign in to follow this  
Followers 0
dabbi2000

Frábær tími fyrir óverðrtyggð íbúðalán, eða hvað?

15 posts in this topic

Er ég að hugsa þetta eitthvað vitlaust eða... er ekki frábær tími núna til að kaupa fasteign með óverðtryggðu láni þar sem frekara hrun krónunnar (sem verður sífellt líklegara) myndi leiða til gríðarlegrar verðbólgu og lánið fjúka upp - aka, 1980 sagan endurtekur sig...

Mótrök?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Búinn :-)

Share this post


Link to post
Share on other sites

Tja, þar sem þú ert í Lund, Sweden, þá hefði ég litlar áhyggjur af verðtryggingunni :)

Share this post


Link to post
Share on other sites

Hmmm, væri hægt að fá einhver skynsamleg svör?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Það er erfitt að spá í framtíðina á Íslandi.

Til skamms tíma lítur út fyrir að krónan hætti að veikjast og muni jafnvel styrkjast eitthvað. Hins vegar er ómögulegt að segja hvað gerist síðar. Það gæti jafnvel orðið skynsamlegt fyrir eigendur þessara króna sem eru fastar hérna að ráðast í langtímafjárfestingar þegar að þeir sjá fram á það að komast hvort eð er ekki með fé sitt úr landi.

Edited by Landinn

Share this post


Link to post
Share on other sites

Versta við þetta allt saman er að maður þarf að vera spákaupmaður til að fjárfesta á Íslandi.

Rökin eru góð fyrir óverðtryggðum lánum, en svo eru þau lán bara með örfárra ára fasta vexti. Því getur kröfuhafinn hækkað vexti óstjórnlega þegar fram í sækir.

Við það munu menn segja að maður verði að vita hvað verið er að kvitta upp á. Ekki er hægt að ætlast til þess að fá lánið frítt.

Ég veit hreinlega ekki hvað er best, en kannski er óverðtryggð lán skásti kosturinn. Ef rétt er hjá Heiðari Má að það komi annað hrun 2016, þá verður hvort eð er óðaverðbólga og allt í steik. Þeir sem eru með verðtryggð lán verða þá í skít. Ég held að það sé alveg pottþétt

Hugsanlega líka þeir sem eru með óverðtryggð lán, en hugsanlega verða þeir ekki í skít. Það er kannski skásta haldreipið, það er ekki alveg pottþétt að óverðtryggðir lántakar verði í skít eftir slíkt hrun.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ástandið er svo ruglað hérna að maður veit ekki hvað gerist.

Svo gæti farið að sökum hertra gjaldeyrishafta að gengið styrkist og verðbólgan verði í skefjum. Þó finnst mér það ólíklegt miðað við alla þessa stóru gjalddaga sem eru framundan hjá aðilum á Íslandi.

Að veðja á verðbólgu og gengi á Íslandi er einsog að fara í spilavíti í Las Vegas.

Ég myndi því segja að óverðtryggt lán með föstum vöxtum í 5 ár sé skásti kosturinn, að því gefnu viðkomandi geti greitt lánið upp frekar hratt.

Þetta er reyndar eitthvað sem ég er að fara í akkúrat núna, næstu dögum.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Okkur tókst að vera með 5% verðbólgu í miðri kreppu.

Það eru þúsundir íbúða óseldar en húsnæðisverð hækkar.

Við erum með krónu sem stjórnendur íslenskra efnahagsmála halda utan um.

Þjóðin skuldar mikið í erlendum gjaldeyri.

Náttúruverndarmenn stoppa uppbyggingu gjaldeyrisskapandi iðnaðar.

Aukinn arður af sjávarauðlindinni fer áfram í vasa fárra. (Stöndum vörð um frið....)

Íslenska eyðsluklóin.....

Allt þetta bendir á aukna verðbólgu.

Er eitthvað sem bendir til þess að verðbólga aukist ekki?

Ef þú stenst það, að óverðtryggðu vextirnir munu snarhækka eftir að binditímanum líkur, þá er yfirgnæfandi líkur á að þetta borgi sig.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Sem sagt óvissa óvissa óvissa en að öllum líkindum hækkandi verðbólga.

En til að 1980 sagan endurtaki sig, verða þá ekki launin að elta verðbólguna líka? Er það tryggt? Gerðist það annars 1980?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Best er að taka óverðtryggt lán núna en vera tilbúinn að skypta yfir í verðtryggt um leið og að vaxtaendurskoðun kemur. Það er talað um að gjaldeyrishöftin verði afnumin í lok árs 2013. Sumir tala líka um að tunglið sé úr osti. Hvorutveggja er bull. Ef við höldum krónunni þá er kannski raunhæft að afnema gjaldeyrishöftin 2020. Tunglið er og verður aldrei úr osti.

Ef gjaldeyrishöftin verða afnumin í lok árs 2013, þá mundi það þýða mikla gengislækkun, mikla verðbólgu, miklu fleiri gjaldþrot, óheyrilega háa vexti o.s.frv. Það eru svona u.þ.b. 1000 milljaðar sem bíða eftir því að fara út. Segjum sem svo að einungis 30% fari út, 300 milljarðar. ehhh, krónan mundi hrapa um 30-40% með þeim afleiðingum sem bent er á að ofan og kannski verri.

Edited by Socrates

Share this post


Link to post
Share on other sites

Best er að taka óverðtryggt lán núna en vera tilbúinn að skypta yfir í verðtryggt um leið og að vaxtaendurskoðun kemur. Það er talað um að gjaldeyrishöftin verði afnumin í lok árs 2013. Sumir tala líka um að tunglið sé úr osti. Hvorutveggja er bull. Ef við höldum krónunni þá er kannski raunhæft að afnema gjaldeyrishöftin 2020. Tunglið er og verður aldrei úr osti.

Ef gjaldeyrishöftin verða afnumin í lok árs 2013, þá mundi það þýða mikla gengislækkun, mikla verðbólgu, miklu fleiri gjaldþrot, óheyrilega háa vexti o.s.frv. Það eru svona u.þ.b. 1000 milljaðar sem bíða eftir því að fara út. Segjum sem svo að einungis 30% fari út, 300 milljarðar. ehhh, krónan mundi hrapa um 30-40% með þeim afleiðingum sem bent er á að ofan og kannski verri.

Ef að óverðtryggðir vextir hækka verulega, er þá líklegt að verðtryggðir vextir verði hagstæðir?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Best er að taka óverðtryggt lán núna en vera tilbúinn að skypta yfir í verðtryggt um leið og að vaxtaendurskoðun kemur. Það er talað um að gjaldeyrishöftin verði afnumin í lok árs 2013. Sumir tala líka um að tunglið sé úr osti. Hvorutveggja er bull. Ef við höldum krónunni þá er kannski raunhæft að afnema gjaldeyrishöftin 2020. Tunglið er og verður aldrei úr osti.

Ef gjaldeyrishöftin verða afnumin í lok árs 2013, þá mundi það þýða mikla gengislækkun, mikla verðbólgu, miklu fleiri gjaldþrot, óheyrilega háa vexti o.s.frv. Það eru svona u.þ.b. 1000 milljaðar sem bíða eftir því að fara út. Segjum sem svo að einungis 30% fari út, 300 milljarðar. ehhh, krónan mundi hrapa um 30-40% með þeim afleiðingum sem bent er á að ofan og kannski verri.

Gaman af þessum spákaupspælingum. Verst að þetta hefur djöful mikil áhrif á líf venjulegs fólks. Ef gjaldeyrishöftin verða afnumin, þá er líklegt að gengið falli töluvert og verðbólga rjúki að sama skapi upp. Þá er eins gott að þetta standi stutt yfir.

Alltaf skal maður vera bjartsýnn. Á maður kannski að segja, alltaf skal maður vera jafn vitlaus.

Ef að óverðtryggðir vextir hækka verulega, er þá líklegt að verðtryggðir vextir verði hagstæðir?

Óverðtryggðu vextirnir eru fastir í einhver fimm ár er það ekki? Lánið hækkar þá ekki á þeim tíma. Síðan þarf að breyta áður en vaxtaákvörðunin á sér stað. Sjálfsagt vill bankinn ekki samþykkja slíkt, gæti hann stoppað slíka breytingu?

Share this post


Link to post
Share on other sites

skv. mínum heimildum, þá getur bankinn ekki stoppað það. Hinsvegar vil ég brýna fyrir fólki að athuga alla vinkla á þessu áður en það tekur ákvörðun....tek að mér að lesa yfir skjöl án endugjalds.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Maður veit aldrei hvaða fjanda maður getur búist við á þessu landi. Lán sem líta vel út verða einsog hreinasta martröð eftir örfá ár eða einsog einhver lottó-vinningur. Einsog staðan er núna er ekkert sem segir mér að verðbólga sé að fara lækka, og því eru óverðtryggð föst í 5 ár ansi góður díll. En jú, hvað gerist eftir 1-2 ár? Verðtryggð lán dæmd ólögleg og samningsvextir standa á þeim, 4%? Absúrd umhverfi.

Share this post


Link to post
Share on other sites

skv. mínum heimildum, þá getur bankinn ekki stoppað það. Hinsvegar vil ég brýna fyrir fólki að athuga alla vinkla á þessu áður en það tekur ákvörðun....tek að mér að lesa yfir skjöl án endugjalds.

Er verið að slá varnagla ef ráðlegging þín reynist óskynsamleg.

Óverðtryggðu vextirnir eru fastir í einhver fimm ár er það ekki? Lánið hækkar þá ekki á þeim tíma. Síðan þarf að breyta áður en vaxtaákvörðunin á sér stað. Sjálfsagt vill bankinn ekki samþykkja slíkt, gæti hann stoppað slíka breytingu?

Það er greinilegt að þetta er ekki að síast inn:

Lánið hækkar ekki af því að greiðslubyrðin er þyngri af óverðtryggðu heldur en verðtryggðu. Af hverju ekki að skella bara svona eins og 10 kúlum inn á lánið? Lánið hreinlega lækkar við það... snilld? Nei varla.

Breyta yfir í verðtryggt eða færa sig annað við endurákvörðun vaxta? Og af hverju ættu kjörin að vera hagstæðari þá annars staðar? Ef vextir á láninu hækka þá er það vegna þess að markaðsvextir hafa hækkað. Það býðst því ekkert betra annars staðar.

Átt þú nokkrar kúlur til að skella inn á svona lán þegar hentar? Varla myndirðu þá taka lán.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.