Sign in to follow this  
Followers 0
Neisti

Eru fréttastofurnar ónýtar?

1 post in this topic

Efst á baugi þessa dagana eru verulega mikilvæg málefni.

  • Sjávarauðlindin, aðferð við nýtingu og skipting arðsins.
  • Spilling útgerðaraðila, meint undanskot undan skatti, gjöldum, kaupgreiðslum.....
  • Aðkoma og aðkomuleysi almennings/pólitíkurinnar að nýrri stjórnarskrá.

Hvernig fjalla fréttastofur og dægurmálaþættir þráðlausu miðlanna um málið? Bara hvað pólitíkusar segja um málin, pólitíkusar sem reyna að tefja, kasta smjöklípum, afvegaleiða umræðuna.

Jóhanna Vigdís snýst í ótal hringi þegar hún er spurð hvort Sjallar séu ekki að tefja framgang stjórnarskrármálsins. Hún virðist ekki fatta að svo sé, fattar aðdrei neitt neikvætt um Sjalla. Smyr með smjörklípunum sem þeir sletta fram.

Gert er að aðalatriði hvort sitjandi ráðherra ber fram sjávarauðlindarfrumvarpið. Hvort stjórnarandstöðuþingmenn séu óánægðir með það. Fréttatímanir allir í hvað hvaða pólitíkus tuðaði í eilífum bullátökum á þinginu. Hvort átti að fara í athvæðagreiðslu kl 2 að nóttu eða ekki og hvaða þingmenn voru mættir. Mogginn leitar síðan að sjávarútvegsfyrirtækjum sem standa illa og hótar atvinnuleysti.

Ekkert er gert til að greina áhrifin á almenning í landinu. Ekkert til að skoða hvort þetta eru góð mál eða ill. Hvort að skipting arðsins sé eðlileg frá sjónarhóli almennings. Hvort spillingi útgerðaraðilans er grasserandi í atvinnugreininni. Bara hlaupið í stórnarandstöðuþingmann og bullið lapið upp.

Guði sé lof fyrir hliðargreinar fréttastofanna. Þeir reyna þó. Ef við hefðum ekki Spegilinn og Kastljós værum við á sama stigi og almenningur í öðru landi sem horfir bara á FOX.

Edited by Neisti

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.