Sign in to follow this  
Followers 0
Victor Laszlo

Tónlistarheyrnatól

4 posts in this topic

Mig langar í góð heyrnatól til að hlusta á tónlist, ekki eitthvað drasl sem ýlar.

Er einhver með reynslu af góðum heyrnatólum, eða góðu merki og veit hvar hægt er að fá slíkt?

Er alveg til í að eyða mest 30k.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Farðu í Pfaff og fáðu að hlusta á Sennheiser. Þau voru allavega framúrskarandi fyrir 20 árum.

Kannski eru þau það enn. hamburger2.giffrenchfries.gif

Edited by Vinni

Share this post


Link to post
Share on other sites

Sennheiser eru algjörlega málið! Ef þú munt ekki hlusta í hávaðasömu umhverfi að þá eru opin heyrnatól betri, ég á Sennheiser HD500 sem virka enn ágætlega eftir um 15 ára daglega notkun. Myndi taka Sennheiser HD598 sem Pfaff bjóða uppá ef ég væri að kaupa í dag fyrir þá upphæð sem þú ert að tala um, reyndar kosta þau 10 þúsund meira en þú varst með í huga. Sennheiser HD558 eru örugglega góð líka en ná ekki eins langt niður í bassatíðninni og ekki eins hátt í hærri tíðni.

Ef þú ert t.d. að hlusta mikið á klassíska tónlist að þá er HD598 mun betri kostur þótt það kosti 7 þúsund meira.

Þú verður auðvitað að prófa heyrnatólin og bera saman, einnig hversu þægileg þau eru að bera á höfðinu - fátt verra en heyrnatól sem eru óþægileg.

Vil svo minnast á að endinlega passa hversu hátt tónlistin er stillt því langtímanotkun á heyrnatólum getur skaðað heyrnina. Svo er eitt að eyrun venjast einni hávaðastillingu eftir ákveðin tíma í hlustun og þá virkar það eins og lækkað hafi verið í heyrnatólunum, þess vegna er algengt að fólk sé reglulega að hækka í hávaðastillingunni.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Takk kærlega fyrir þetta.

Sennheiser er greinilega málið, sýnist mér á öllu.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.