Sign in to follow this  
Followers 0
Hönd_Jahveh

Hvern vilja málverjar sem næsta forseta? (Könnun)

Hvern vilja málverjar sem næsta forseta?   63 members have voted

 1. 1.

  • Ólafur Ragnar Grímsson
   35
  • Herdís Þorgeirsdóttir
   3
  • Jón Lárusson
   0
  • Ástþór Magnússon
   1
  • Þóra Arnórsdóttir
   18
  • Hannes Bjarnason
   0
  • Engan af þessum/Óákveðinn
   5
  • Vil ekki hafa forsetaembætti
   1

Please sign in or register to vote in this poll.

104 posts in this topic

poll-fs-greencheck-250.jpg Edited by Hönd_Jahveh

Share this post


Link to post
Share on other sites

Sá í einhverju blaðinu um daginn að Páll Skúlason hefði komið til tals vegna kosninganna. Varð þá dálítið spenntur.

En eftir á að hugsa, þá hefði ég ekki viljað sjá þann ágæta mann í embættinu eftir allt sem hefur gengið á.

Valdi engann af þessum.

Edited by spectromacht

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ólafur virkjaði málskotsréttinn og þess vegna kýs ég hann. Ég veit hvað ég hef og sé enga ástæðu til að skipta út, úr því að hann er enn í boði. Svo sjáum við bara til eftir 2-4 ár, þegar hann stígur af stalli...

Share this post


Link to post
Share on other sites

Hvað þarf Ástþór að gera til að verða forseti?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Gríðarlegur fjöldi fólks er saman kominn á fundi í Hafnarborg í Hafnarfirði þar sem Þóra Arnórsdóttir fjölmiðlamaður tilkynnti framboð sitt til forseta Íslands núna klukkan hálffimm. Þóra ávarpaði fundinn og greindi frá fyrirætlunum sínum.

Í ræðu sinni sagði Þóra meðal annars að 26. grein stjórnarskrárinnar væri virk og að það væri hlutverk forsetans að vera málsvari þjóðarinnar og öryggisventill.

Þá sagði Þóra að hún hefði verið spurð að því hvort hún væri ekki allt of ung til þess að gegna embætti forseta Íslands. „Aðalatriðið og kjarni málsins er að mér myndi aldrei detta í hug að bjóða mig fram í að gegna þessu embætti nema að vera þess fullviss að geta sinnt því með sóma," sagði Þóra.

Hér er niðurstaða DV könnunar og ég er himinlifandi. http://www.dv.is/fb/konnun/hvern-vilt-thu-sem-forseta/nidurstodur/#_=_

Share this post


Link to post
Share on other sites

Hér er niðurstaða DV könnunar og ég er himinlifandi. http://www.dv.is/fb/...idurstodur/#_=_

Já lesendur DV virðast vera hrifnir af henni. Myndi vilja sjá meira af viðtölum við þessa sem við vitum minna um. Það þekkja margir hvað Ástþór, Ólafur og Þóra standa fyrir.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Hvað þarf Ástþór að gera til að verða forseti?

Vera eini kjósandinn og einn á Íslandi.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ástþór á mikið inni.

Annars verður fróðlegt að sjá niðurstöður úr könnun Reykjavík síðdegis.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Andið nú aðeins rólega. Það er margt sem á eftir að koma í ljós. Fá frambjóendur eins og Ástþór, Jón Lárusson, Herdís o.fl. sömu umfjöllun og Þóra og Ólafur? Þó ég myndi aldrei kjósa þá, þá finnst mér fjölmiðlar standa sig afar illa í jafnræðisreglunni.

Svo finnst mér alveg ótrúlegt þegar fólk talar um fulltrúa nýrra tíma. Þegar það bölvar Ólafi sem fulltrúa útrásarvíkinga og er svo tilbúið að leggja allt í sölurnar til þess að fara og kjósa þingmennina sem útrásarvíkingarnir keyptu. Nýja Ísland, með valdalausan forseta og spillta stjórnmálamenn. Er það þetta sem fólk vill? Það virðist vera. Allavega stór hópur fólks. Puntudúkku á Bessastaði og Bjarna Ben sem forsætisráðherra. Verði ykkur að góðu kæru landsmenn,hehe....

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ólafur fær mitt atkvæði.

Líklega fer þetta svona: Ólafur 45%, Þóra 35%, aðrir frambjóðendur 10% og 10% skila auðu.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ólafur fær mitt atkvæði.

Líklega fer þetta svona: Ólafur 45%, Þóra 35%, aðrir frambjóðendur 10% og 10% skila auðu.

Ég er í sjálfu sér ekkert hræddur um að Ólafur tapi. Það sem hinsvegar hrellir mig eru næstu kosningar þar á eftir. Sem gætu orðið eftir 2-4 ár. Hvað mun þjóðin þá kjósa? Með hvað sitjum við uppi þá? Það er næsta víst að kúlulána-Bjarni Ben verður næsti forsætisráðherra. Það er einbeittur vilji þjóðarinnar að kjósa flokk til valda, sem næstum því örugglega mun blása af allar lýðræðisumbætur í landinu, þ,m.t. stjórnarskrármálið o.fl. Jafnvel spurning hvort sérstakur saksóknari fengi ekki að fjúka líka.

Og ætla Íslendingar svo ofan á það, að kjósa sér forseta sem mun þegjandi og hljóðalaust skrifa undir allt sem frá þinginu kemur? Sem bara þarf að koma vel fyrir? Við gætum þá alveg eins haft þjóðkjör um nýjan dyravörð í Alþingishúsið. Svona jafn lýðræðislegt. Ef þetta er það sem landinn þráir, þá bara verði honum að góðu. Það þýðir þá ekkert að sitja við tölvuna og kvarta og kveina yfir ástandinu. Fólk hefur þá kallað það yfir sig sjálft, og það með einbeittum vilja...

Share this post


Link to post
Share on other sites

Já margir þeirra líka hérna á málefnunum og skammast sín ekkert.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Vér viljum aðeins yður, háæruverðugi bjargvættur, konungur norðurandans, verndari alþýðunnar, hið eina sanna viðnám gegn illum öflum alþingis.

Ó þér andans jöfur, gefið oss frið frá öllu angri, veitið oss forystu, horfið niður til oss af keisaralegum ofurfáki hugans með velvild.

Vér lútum yður, sem einn getur verndað oss frá hinu illa og okkur sjálfum.

Faðir vor, þú sem ert á Bessastöðum. Helgist þitt nafn, viðhaldist þitt ríki, verði þinn vilji, svo á Íslandi sem í heimi öllum. Gef oss í dag vort daglegt brauð. Fyrirgef oss vorar skuldir, svo sem vér og fyrirgefum öllum nema Icesaveþrjótum. Og eigi leið þú oss í ESB, heldur frelsa oss frá illu. Því að þitt er ríkið, mátturinn og dýrðin að eilífu. Ólafur.

Edited by Neisti

Share this post


Link to post
Share on other sites

.....

Þá sagði Þóra að hún hefði verið spurð að því hvort hún væri ekki allt of ung til þess að gegna embætti forseta Íslands. „Aðalatriðið og kjarni málsins er að mér myndi aldrei detta í hug að bjóða mig fram í að gegna þessu embætti nema að vera þess fullviss að geta sinnt því með sóma," sagði Þóra.

....

??

Það sem ég meina er, að hver eru málefnin? Þetta feitletraða segir ekki neitt. Fult af fólki segir svona í vinnuviðtölum eða í að sannfæra sjálft sig.

Hvað er Þóra að hugsa, hvað eru hennar hjartans mál?

Edited by drCronex

Share this post


Link to post
Share on other sites

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ólafur vill varla vera sá sitjandi forseti sem tapar kosningum. Ef einhverjar líkur verða á að hann tapi munuð þið heyra:

Eins og fram kom í áramótaávarpi mínu hafði ég hugsað mér að finna kröftum mínum viðnám í alþjóðlegu samhengi. Nú þegar ljóst er að þjóðin hefur úr afbragðsfólki að velja í minn stað, höfum við Dorrit ákveðið að eftirláta öðrum forsetaembættið.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ólafur vill varla vera sá sitjandi forseti sem tapar kosningum. Ef einhverjar líkur verða á að hann tapi munuð þið heyra:

Eins og fram kom í áramótaávarpi mínu hafði ég hugsað mér að finna kröftum mínum viðnám í alþjóðlegu samhengi. Nú þegar ljóst er að þjóðin hefur úr afbragðsfólki að velja í minn stað, höfum við Dorrit ákveðið að eftirláta öðrum forsetaembættið.

Ég held að hann vinni þetta alveg. Spurningin er bara hversu stór sigurinn verður. Ég persónulega held að hann fá kanski sirka 50-55%. Og þá er spurning vill hann halda áfram ef hann fær ekki meira en það?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ég held að hann vinni þetta alveg. Spurningin er bara hversu stór sigurinn verður. Ég persónulega held að hann fá kanski sirka 50-55%. Og þá er spurning vill hann halda áfram ef hann fær ekki meira en það?

Ég reyndar á erfitt með að sjá hann komast upp fyrir 35% miðað við kannanir. Hann er með fastafylgi að því virðist upp á 30%, það er spurning hversu margir eru sem ætla að kjósa en eru óákveðnir, og hversu margir eru óákveðnir en ætla allavega ekki að kjósa Ólaf.

Held að hann gæti svosum náð 40% á endanum í hæsta lagi. Sem að mun tryggja honum embættið vegna þess að ég held að enginn annar frambjóðandi komist upp fyrir 15-20%. Óánægjufylgið er að dreifast það mikið að það mun ekki neinn mótframbjóðandi Ólafs geta gert neitt í því.

Þetta er áhugaverð staða. Þetta er í fyrsta skipti sem að manni finnst vera þörf á raunverulegri kosningabaráttu fyrir forsetakosningar. En a.m.k. einn frambjóðandi hefur sagst ætla að notfæra sér nær eingöngu social-media síður á borð við Facebook og Twitter til að koma sínum skilaboðum á framfæri. Þannig að hvar og hvernig það er verið að ná til kjósenda er eitt mál. Og aldurs- og stéttarsamsetning verður þá mikilvæg þeir sem vilja breytingar eru almennt yngri og kjósa yngri frambjóðanda, hins vegar þá eru hinir sömu alveg til í að kjósa klikkaða kostinn til að þvinga fram róttækar breytingar sama hverjar afleiðingarnar verða.

Þetta eru skemmtilegir tímar sem við lifum á.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

 • Recently Browsing   0 members

  No registered users viewing this page.