Sign in to follow this  
Followers 0
Barði

Stuðningur við stjórnmálaöflin: Hægri grænir lang efstir.

16 posts in this topic

Í skoðankönnun sem Útvarp Saga gerði nýlega (líklega í fyrradag) þar sem hvorki fleiri né færri en rúmlega 1700 manns tóku þátt kom fram að hinn nýi flokkur Hægri grænir undir forystu Guðmundar Franklín Jónssonar kom best út með rúmlega 51%, þar næst Sjálfstæðifl. með um 18% og hinir allir flokkarnir þaðan af minna.

Í RÚV var ekki minnst á þessa könnun heldur þá sem Capacent-Gallup gerði um svipað leyti og aðeins gömlu flokkarnir voru uppistaðan í niðurstöðu þeirrar könnunar.

Í pistli Eiríks Jónssonar í dag á Eyjunn segir Eiríkur að trúverðugleika Útvarps Sögu skyldi ekki vanmeta, þar séu hlustendur sem koma einmitt úr grasrótinni, af götunni og beint í þjóðarpúlsinn.Síðan rekur Eiríkur stuttlega feril Guðmundar Franklín Jónssonar og segir hann hafa verið "athafnamann" í raun til margra ára - raunar alalt frá unglingsárum þegar hann stofnaði eigin rekstur og fyrsta Íslendinginn sem stundaði verðbréfaviðskipti á Wall Street. Það þarf áræðni til þess að gera slíkt.

Það skyldi þó ekki vera að gerast að fylgi Sjálfstæðisflokksins sé að færast til Hægri grænna Guðmundar Franklín - og hinna flokkanna neðar og neðar þar til það deyr út í fáeinum þingmönnum þeim til handa (kannski þetta 2 - 5 í hverjum eða svo)!

Share this post


Link to post
Share on other sites

"Í skoðankönnun sem Útvarp Saga gerði nýlega"

Well There's Your Problem Right There

Share this post


Link to post
Share on other sites

Það eru - þótt ekki vilji allir viðurkanna - mun fleiri hlustendur á Útvarp Sögu en Á RÚV lungann úr deginum eða allt til kvölds, að fréttir hefjast á Rás 1 RÚV

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ég ætla ekki að tjá mig um þessa könnun á Sögunni. Held þó að ekki beri að vanmeta allar kannanir sem þaðan koma.

Einu hef ég þó tekið eftir með stóru fjölmiðlana, RÚV og 365; þegar þeir greina frá könnunum við fylgi stjórnmálflokkanna, lesa þeir einungis upp tölur sem gefa til kynna fylgi þeirra sem afstöðu tóku. Sem hækkar fylgistölurnar við fjórflokkinn mjög mikið. Reyndar segja þeir frá því hve margir tóku afstöðu í könnuninni, en maður þarf þá sjálfur að reikna út raunfylgið. Í eiit skiptið var Sjálfstæðisflokkurinn lesinn upp með tæp 50% fylgi, en þegar maður var búinn að reikna inn þá sem ekki tóku afstöðu, eða vildu ekki gefa upp hverja þeir kysu, var raunfylgið við íhaldið komið undir 30%. Hljómar ekki vel, er það?

Ég er ansi hræddur um að verið sé að reyna að stýra fylginu á stóru fjölmiðlunum með þessu, þannig að ef fólk ætlar að fara að rakka niður Útvarp Sögu, þá ætti það að hafa vinnubrögð hinna fjölmiðlanna í huga...

Share this post


Link to post
Share on other sites

AAAAAAAAAAAAAHHHHHHHHHHHHAAHAHAHAHAHAAAAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHA!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Könnun sem að Útvarp Saga gerir?!?!?!?

Ég tek ekki mark á DV og Vísiskönnunum og þekkjandi af eigin reynslu hvernig Gallup og álíka fyrirtæki gera sínar kannanir þá fer ég varlega í að trúa þeim og þeir teljast fagmenn!

En Útvarp Saga?!?! Ein af þeim stöðvum sem að uppvís hefur verið að ritskoða sína eigin "fréttamenn" og loka á þá sem að hringja inn ef að þeir segja eitthvað óþægilegt?

Held að ég fari þá frekar að lesa í telauf en að trúa einhverju sem að kemur þaðan.

Þvílíkur brandari....51%?

Hreinn meirihluti á þingi segirðu? Nokkuð sem að Sjálfstæðisflokkinum hefur ekki tekist nokkurn tímann þrátt fyrir að hafa á tímabili verið með menn í hverju fyrirtæki og stjórnað félagslífi að miklu?

Maður veit eiginlega ekki hvað maður á að segja við svona augljósu og ótrúlegu kjaftæði.

Share this post


Link to post
Share on other sites

nú var Gummi Franklín hjá Aqli í dag og þegar hann var spurður um inflitjendastebnuna sagði hann aþ hann vildi hava opin landamæri. var hann ekki einkvaþ aþ tala um aþ halda afdur af endalausum múslimaflutninqum sem eru á góðri leiþ meþ aþ leqqja undir sig holland og frakkland. mig minnir að helminqur nífæddra í hollandi sjeu múslimar og 30 % í frakklandi.

svo er eins og hann fatti ekki að inflitjendur kjósa upp til hópa vinsdri flokka.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ástþór Magnússon vitnaði mikið og oft í könnun hér á Málefnunum þar sem hann mældist með gífurlegt fylgi...

Edited by Keops

Share this post


Link to post
Share on other sites

Í skoðankönnun sem Útvarp Saga gerði nýlega (líklega í fyrradag) þar sem hvorki fleiri né færri en rúmlega 1700 manns tóku þátt kom fram að hinn nýi flokkur Hægri grænir undir forystu Guðmundar Franklín Jónssonar kom best út með rúmlega 51%, þar næst Sjálfstæðifl. með um 18% og hinir allir flokkarnir þaðan af minna.

Í RÚV var ekki minnst á þessa könnun heldur þá sem Capacent-Gallup gerði um svipað leyti og aðeins gömlu flokkarnir voru uppistaðan í niðurstöðu þeirrar könnunar.

Í pistli Eiríks Jónssonar í dag á Eyjunn segir Eiríkur að trúverðugleika Útvarps Sögu skyldi ekki vanmeta, þar séu hlustendur sem koma einmitt úr grasrótinni, af götunni og beint í þjóðarpúlsinn.Síðan rekur Eiríkur stuttlega feril Guðmundar Franklín Jónssonar og segir hann hafa verið "athafnamann" í raun til margra ára - raunar alalt frá unglingsárum þegar hann stofnaði eigin rekstur og fyrsta Íslendinginn sem stundaði verðbréfaviðskipti á Wall Street. Það þarf áræðni til þess að gera slíkt.

Það skyldi þó ekki vera að gerast að fylgi Sjálfstæðisflokksins sé að færast til Hægri grænna Guðmundar Franklín - og hinna flokkanna neðar og neðar þar til það deyr út í fáeinum þingmönnum þeim til handa (kannski þetta 2 - 5 í hverjum eða svo)!

Guðmundir Gjaldþrota Franklín. Fór ansi illa með sparifé margra auðtrúa Íslendinga.

Skoðanakönnun meðal hlustenda Útvarp Sögu? Fyrir það fyrsta þá efa ég stórlega að hlustendahópur Útvarps Sögu telji 1700 manns. En Garbage-in-garbage-out.......

Share this post


Link to post
Share on other sites

Guðmundur Franklín er mælskur og kom vel fyrir í Silfrinu í dag. Hinsvegar er mun auðveldara að lofa öllu og koma með einfaldar lausnir heldur en að framkvæma þær.

Guðmundur vill setja á flatann skatt 20% og afnema tolla. Hann vill líka taka upp ríkisdal á mismunandi skiptigengi svipuð útfærsla og Lilja Mós hefur talað um.

Þetta hljómar vel og eflaust koma einhverjir til með að kaupa svona málflutning og kjósa Hægri græna.

Vandamálið sem við erum að glíma við í dag eru háar gjaldeyrisupphæðir sem vilja fara úr landi. Einnig er ríkissjóður rekinn með halla og skuldir ríkissins hafa hækkað verulega eftir hrun.

Ef Guðmundur mundi lækka skattana eins mikið og hann boðar þá eykst kaupmátturinn verulega. Það mundi verða til þess að innflutningurinn mundi aftur aukast og viðskiptajöfnuðurinn mundi lækka. Þetta mundi valda því að gjaldeyisskuldir mundu aukast og gengið á krónunni falla meira. Verðbólgan yrði meiri og sfrv.

Það eru enga forsendur fyrir því að hægt verði að auka kaupmátt mikið næstu ár. Nú erum við að taka til eftir partíið og það tekur nokkur ár enn. Það hafa komið inn í landið um 450 milljarðar af gjaldeyrir frá 1 jan 2009 vegna vöru og þjónustuviðskipta. Við verðum að hafa svona afgang áfram af vöruviðskiptum næstu ár og síðan smá saman að auka kaupmátt með sterkari krónu. Þetta tekur tíma en er allt að koma smá saman.

http://www.ruv.is/sarpurinn/flokkar/silfur-egils

Share this post


Link to post
Share on other sites

nú var Gummi Franklín hjá Aqli í dag og þegar hann var spurður um inflitjendastebnuna sagði hann aþ hann vildi hava opin landamæri. var hann ekki einkvaþ aþ tala um aþ halda afdur af endalausum múslimaflutninqum sem eru á góðri leiþ meþ aþ leqqja undir sig holland og frakkland. mig minnir að helminqur nífæddra í hollandi sjeu múslimar og 30 % í frakklandi.

svo er eins og hann fatti ekki að inflitjendur kjósa upp til hópa vinsdri flokka.

Hann er að tala þá inn til sín. Mér finnst margt ágætt sem hann segir. En hann er líka mikill verðbréfasali. Hann segir það sem þú vilt heyra. Margt í hans málflutningi finnst mér stinga í stúf, það sem hann hefur sagt.

Hann talar um frjálsar handfæraveiðar nálægt landgrunni, en vill síðan óbreytt kvótakerfi hjá stórútgerðinni, ef ég hef skilið hann rétt í silfrinu í kvöld.

Semsagt hann er að gleðja báða hópa, gleðja alla. Ekta verðbréfasali.

Guðmundur Franklín er mælskur og kom vel fyrir í Silfrinu í dag. Hinsvegar er mun auðveldara að lofa öllu og koma með einfaldar lausnir heldur en að framkvæma þær.

Guðmundur vill setja á flatann skatt 20% og afnema tolla. Hann vill líka taka upp ríkisdal á mismunandi skiptigengi svipuð útfærsla og Lilja Mós hefur talað um.

Þetta hljómar vel og eflaust koma einhverjir til með að kaupa svona málflutning og kjósa Hægri græna.

Vandamálið sem við erum að glíma við í dag eru háar gjaldeyrisupphæðir sem vilja fara úr landi. Einnig er ríkissjóður rekinn með halla og skuldir ríkissins hafa hækkað verulega eftir hrun.

...

http://www.ruv.is/sa...ar/silfur-egils

Ég er hrifinn af verulegri skattalækkun, amk til skamms tíma til að örva hagkerfið. Gallinn við skattalækkun er að skatttekjur lækka vissulega og þar með þarf að skera báknið niður.

Vissulega má skera niður útgjöld, en spurning hversu harkalega við viljum lenda. Við eigum að hætta 110% leiðinni. Við eigum að afnema verðtryggingu, hækka barnabætur og hugsanlega lækka skatta eitthvað. Þetta er betri leið til að örva hagvöxt.

Mér finnst hann tala svolítið út og suður í gjaldmiðlamálum. Hann vill ríkisdal en ekki nýkrónu Lilju, ok mér er alveg sama hvað myntin heitir. Hann er sammála Lilju að taka upp nýja mynt.

Guðmundur vill hins vegar skilja eftir 1000 milljarða í gömlu krónunni og hafa höft á henni. Fjármagnseigendur geta síðan ákveðið sjálfir hvort þeir vilji sitja með gömlu krónuna eða skipta henni fyrir nýja krónu/ríkisdal. Mér finnst þetta fín hugmynd og athyglisverð.

Hér er hann að bjóða mönnum upp á val en ekki þvinga. Hvort viltu sitja á peningnum og innleysa hann hægt, eða taka allt út strax á lægra gengi?

Share this post


Link to post
Share on other sites

93 prósent múslima í Franslandi kusu sósjalisdann Oland.

fjölmiðlar hava látiþ eins og aþ óánæja meþ ebnahagsmál og ebnahacs-sdebna sarkósí havi verið ásdæðan firir kvernig fór en ekki sú einfalda sdaðreind aþ líðfræði landsins hevur breist og auðvitað kjósa múslimar ekki qjiðinq til að vera forsetisráþherra

http://www.lavie.fr/...012-27212_3.php

Share this post


Link to post
Share on other sites

Eitt mikilvægasta hjá stjórnmálamönnum er að þeir hafi góða dómgreind. Þessi Guðmundur Franklín tók nýlega allan vafa um hversu góða dómgreind hann hefur. Það þykir kannski bara flott hjá hlustendum Útvarps Sögu en flokkur með þennan mann í forsvari fær ekki mitt atkvæði.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Þessi Gvuðmundur Franklín tók nýlega allan vafa um hversu góða dómgreind hann hefur.

til kvers ert þú hjer aþ vísa?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ég er hrifinn af verulegri skattalækkun, amk til skamms tíma til að örva hagkerfið.

Þú övar ekkert á Íslandi nema gjaldeyriseyðslu og veikir þar með gengið og hækkar allt verðlag

Share this post


Link to post
Share on other sites

Þú övar ekkert á Íslandi nema gjaldeyriseyðslu og veikir þar með gengið og hækkar allt verðlag

Það er reyndar rétt að neysla mun þá aukast og innflutningur líka. Hins vegar mun hluti af þessum aukapeningum fara í greiðslu skulda og styrkja þá eiginfjárstöðu heimilanna. Skattalækkun er ekki gallalaus leið.

Ef skattalækkun yrði veruleg, kannski of mikil, þá væri hægt að taka upp sparimerki. Þessi sparimerki væru svo bundin nema hægt væri að nýta þau í ákveðin mál. Þetta var gert fyrir nokkrum árum.

Annars er ég á því að skattar eigi að vera háir og notaðir til að bæta hag þá sem verst hafa. En ég velti því þó fyrir mér hvort við eigum að fara í skattalækkun til skamms tíma.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.