Sign in to follow this  
Followers 0
Barði

Raforkusala til Bretlands stöðvuð af íslenskum öfgaöflum?

47 posts in this topic

Vitað er fyrir löngu síðan að sala á rafmagni með sæstreng til Bretlands er möguleg og nú er komið að því að Bretar munu leita hófanna hér um málið. Ekki er nokkur vafi á að öfgaöflin hér sem stjórna með velvild ríkisstjórnarinnar (les andstæðingar Þjórsárvirkjuna og fleiri vatnssvæða) mun reyna að klúðra þessu.

Reynt verður að komast hjá því að selja svona orku með því að segja að hægt sé að virkja gufuaflið en sleppa vatnsvirkjunum. Sala á rafmagni til útlanda verður aldrei möguleg nema með því að virkja og virkja stórt. - Virkjun Gullfoss er einn möguleikinn og með virkjun hans myndum við ekki þurfa að virkja annað vatnsfall í bráð. Um þetta verður n ú barist á þingi og í almennri umræðu, líkt og venjulega. - Fríðlegt verður að sjá og heyra hvernig Landsvirkjun tekur á málinu.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Rafmagnið á ekki að flytja erlendis heldur nota í innlenda framleiðslu. Til dæmis að rækta banana í gróðurhúsum.

Ekki hjálpuðu Bretar okkur í þroskastríðunum! Nei, þeir léku ljónið gegn músinni (okkur).

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ég er orðinn þreyttur á því hversu mikið hráefnaland Ísland er.

Af hverju notum við ekki bara orkuna í eitthvað sjálf? Við þurfum að fjölga störfum.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Held að feu hafi fært fyrir því ágætis rök að ef við getum framleitt það sjálf þá sé sama þó að það kosti fjórfalt á við að flitja það inn. Þar sem störf og vinna í kring um framleiðsluna væri annars óbeinn kostnaður sem atvinnuleysi.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ég er orðinn þreyttur á því hversu mikið hráefnaland Ísland er.

Af hverju notum við ekki bara orkuna í eitthvað sjálf? Við þurfum að fjölga störfum.

Held að feu hafi fært fyrir því ágætis rök að ef við getum framleitt það sjálf þá sé sama þó að það kosti fjórfalt á við að flitja það inn. Þar sem störf og vinna í kring um framleiðsluna væri annars óbeinn kostnaður sem atvinnuleysi.

Sammála síðustu ræðumönnum. Við eigum frekar að vinna störfin sjálf.

Hins vegar ef menn vilja orkuna okkar, þá á að verðleggja hana mjög hátt. Það hátt að við getum leyft okkur ýmislegt hér sem við gátum ekki leyft okkur áður.

En það mun ekki verða þannig, því er ég ekki of spenntur fyrir svona raforkusölu.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Sammála síðustu ræðumönnum. Við eigum frekar að vinna störfin sjálf.

Hins vegar ef menn vilja orkuna okkar, þá á að verðleggja hana mjög hátt. Það hátt að við getum leyft okkur ýmislegt hér sem við gátum ekki leyft okkur áður.

En það mun ekki verða þannig, því er ég ekki of spenntur fyrir svona raforkusölu.

Segjum að það sé hægt að selja Kwh af rafmagni á X krónur. Framleiðsla hér á landi þýðir að við framleiðum vörur sem hægt er að selja á X mínus 100.

Hvort ættum við nú að selja rafmagnið eða vörur framleiddar úr þessu rafmagni?

Ef við ákveðum að selja rafmagnið og greiðum þessu atvinnulausu 100 og það án þess að þeir þurfi að gera nokkuð, hvorn valmöguleikann eigum við þá að velja?

Það verður að hafa það í huga að framleiðsla hér á landi þýðir að flytja þarf bæði hráefnið til landsins og svo framleiðsluna frá landinu aftur.

Já, veljum endilega það óskynsamlega sem skilar minna til þjóðarinnar. Framleiðum hér á landi.

Sjálfur hefði ég valið þá leið sem gefur mest fyrir þjóðarbúið í stað að sóa verðmætum í þjóðarrembing og illa upplýstum ákvörðunum.

Munum í því sambandi hver á rafmagnið, jú þjóðin sjálf.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Segjum að það sé hægt að selja Kwh af rafmagni á X krónur. Framleiðsla hér á landi þýðir að við framleiðum vörur sem hægt er að selja á X mínus 100.

Hvort ættum við nú að selja rafmagnið eða vörur framleiddar úr þessu rafmagni?

Ef við ákveðum að selja rafmagnið og greiðum þessu atvinnulausu 100 og það án þess að þeir þurfi að gera nokkuð, hvorn valmöguleikann eigum við þá að velja?

Það verður að hafa það í huga að framleiðsla hér á landi þýðir að flytja þarf bæði hráefnið til landsins og svo framleiðsluna frá landinu aftur.

Já, veljum endilega það óskynsamlega sem skilar minna til þjóðarinnar. Framleiðum hér á landi.

Sjálfur hefði ég valið þá leið sem gefur mest fyrir þjóðarbúið í stað að sóa verðmætum í þjóðarrembing og illa upplýstum ákvörðunum.

Munum í því sambandi hver á rafmagnið, jú þjóðin sjálf.

Þetta sem er bold hér að ofan eru einhver fáránlegustu rök sem sést hafa. Jafnvel stjórnmálamenn vanda sig betur en þetta þó vitlausir séu.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Sammála síðustu ræðumönnum. Við eigum frekar að vinna störfin sjálf.

Sama hér.

En rök fyrir strengnum hafa verið að selja umframorkuna í kerfinu úr landi, orku sem annars verður að engu, gerir ekkert fyrir okkur. Eins og að horfa á ferskvatn renna til sjávar án þess að nýta það til neins.

Aftur á móti, EF strengurinn er á annað borð kominn, og aðeins umframorka væri seld úr landi, hvað kemur í veg fyrir að orkusala til útlanda fari að keppa um almenn orkukaup hér innanlands og þar með hækka verð til almennings stórlega?

Ég lít svo á að það að kaupa rafmagn á 1/3 - 1/4 þess verðs sem gerist í Evrópu sé í raun það sem margir hafa verið að kalla eftir, að þjóðin njóti auðlindarinnar.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Þarf að flytja inn mikið af hráefnum til þess að koma upp gróðurhúsum?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Til hvers að senda orku til Bretlands sem er í eilífu stríði við okkur? Hvernig væri að við hættum að vera að mestu leyti hráefnisþjóð og verða fullvinnsluþjóð sem skilar miklu meira af sér. Ætli þetta raforkuævintýri myndi ekki enda eins og með lambakjötið, Íslendingar myndu enda á því að niðurgreiða rafmagnið fyrir Breta.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Við þurfum ekki streng út til að nýta umframorku. Gerum heldur ráð fyrir mikilli umframorku frá vindmyllum og sjávarfallavirkjunum td.

Það eru margar leiðir til að geyma orku í skamman tíma og tel ég að vatnsmiðlun væri einna hagkvæmust fyrir okkur.

Sem sagt að dæla vatni í lón til fjalla þegar ekki er þörf á örkunni og virkja síðan eftir þörfum.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Sama hér.

En rök fyrir strengnum hafa verið að selja umframorkuna í kerfinu úr landi, orku sem annars verður að engu, gerir ekkert fyrir okkur. Eins og að horfa á ferskvatn renna til sjávar án þess að nýta það til neins.

Aftur á móti, EF strengurinn er á annað borð kominn, og aðeins umframorka væri seld úr landi, hvað kemur í veg fyrir að orkusala til útlanda fari að keppa um almenn orkukaup hér innanlands og þar með hækka verð til almennings stórlega?

Ég lít svo á að það að kaupa rafmagn á 1/3 - 1/4 þess verðs sem gerist í Evrópu sé í raun það sem margir hafa verið að kalla eftir, að þjóðin njóti auðlindarinnar.

Já og svo kemur krafan að ekki megi mismuna íbúum eftir þjóðerni. Það er algjört frumskilyrði að raforka verði ódýr til einstaklinga.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Einhvern vegin finnst mér hlutunum snúið dálítið á haus hér í fyrirsögninni. Í mínum huga eru það öfgamenn sem vilja virkja til að flytja orku út til Bretlands en hitt hófsemdarfólk sem setur spurningamerki við slíkar hugmyndir.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Þetta er nú ljóta bullfréttin. Hvar er umframorka til þess að þjóna þriðjungi Breta eða um 20 milljón manns? Hefur einhver reiknað orkutapið á svona löngum streng?

Setjum allan bílaflota landsins (og helst bátaflotann líka) á innlenda orku áður en við ræðum svona bull.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Til hvers að senda orku til Bretlands sem er í eilífu stríði við okkur? Hvernig væri að við hættum að vera að mestu leyti hráefnisþjóð og verða fullvinnsluþjóð sem skilar miklu meira af sér. Ætli þetta raforkuævintýri myndi ekki enda eins og með lambakjötið, Íslendingar myndu enda á því að niðurgreiða rafmagnið fyrir Breta.

Það máttu veðja á, karlinn minn. Niðurgreiðsla.

Einhver sagði að við ættum rafmagnið og ættum ekki að selja það í álver og svoleiðis.

Þó ég sé nú óttalegur api, þá veit ég að virkjanir hafa verið byggðar af því verksmiðjur (kúnnar) voru í ráðgerð á sama tíma. Sem sagt fylgist að. Byggir ekki virkjun nema hægt sé að selja rafmagnið.

Enginn orkufrekur iðnaður=Engin virkjun.

Þetta er nú ljóta bullfréttin. Hvar er umframorka til þess að þjóna þriðjungi Breta eða um 20 milljón manns? Hefur einhver reiknað orkutapið á svona löngum streng?

Setjum allan bílaflota landsins (og helst bátaflotann líka) á innlenda orku áður en við ræðum svona bull.

Hvað kostar einn floti af rafmagnsbílum?

Þarf að skipta um batterí í svoleiðis dóti? Og hversu oft?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Það þarf að skoða þessa hluti vel. Ég vil sjá úttekt á þessu gerða áður en ég get myndað mér skoðun. En það kemur ekki mikið á óvart hvað sumir málverjar eru fljótir að mynda sér eindregnar skoðanir á þessu. Staðreyndir eða skynsemi ræður ekki alltaf för hjá fólki.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Það er deginum ljósara að orka er að verða vandfundnari og vandfundnari.. og á sama tíma eru takmörk á því hversu mikið og sérstaklega, hversu auðveldlega við Íslendingar getum virkjað eða nýtt varmaorkuna.

Þetta er nefnielga alls ekki ótæmanleg auðlind..

Þar fyrir utan. Það að leggja svona streng er í ofanálag ákveðin takmörkun á valkostum. Strengur er það dýr að ef til dæmis Bretar ákvæðu einn daginn að kaupa ekki orku fyrir okkur nema undir ákveðnu verði, þá yrðum við að taka því.. sama hvað, þennan streng yrði að nýta sama hvað.

Það er allavega ljóst að farartæki framtíðarinnar verða ekki keyrðir á því eldsneyti sem þeir eru keyrðir á í dag. Raforka eða umbreyting á henni er nokkuð örugglega í það minnsta milliskref sem við verðum að taka og þá er betra að vera búin að gera ráð fyrir að við getum annað þeirri orkuþörf.

Annars..

Gaman væri ef einhver Málverjinn gæti annaðhvort linkað á eða sýnt útreikninga hversu mikla orku við þyrftum að virkja til að anna allri eftirspurn á jarð-eldsneytisþörf okkar Íslendinga, skip, flugvélar, bílar og öll önnur notkun innifalin. Umreiknað yfir raforku að sjálfsögðu út frá nýtni, það er, nettó orka báðum megin í jöfnunni.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Það máttu veðja á, karlinn minn. Niðurgreiðsla.

Einhver sagði að við ættum rafmagnið og ættum ekki að selja það í álver og svoleiðis.

Þó ég sé nú óttalegur api, þá veit ég að virkjanir hafa verið byggðar af því verksmiðjur (kúnnar) voru í ráðgerð á sama tíma. Sem sagt fylgist að. Byggir ekki virkjun nema hægt sé að selja rafmagnið.

Enginn orkufrekur iðnaður=Engin virkjun.

Hvað kostar einn floti af rafmagnsbílum?

Þarf að skipta um batterí í svoleiðis dóti? Og hversu oft?

CARBON RECYCLING er nú þegar tekin til starfa hér á landi notar co2 vatn og rafmagn til að búa til eldsneiti. Þurfum ekkert endilega að rafbílavæðast.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Það þarf að skoða þessa hluti vel. Ég vil sjá úttekt á þessu gerða áður en ég get myndað mér skoðun. En það kemur ekki mikið á óvart hvað sumir málverjar eru fljótir að mynda sér eindregnar skoðanir á þessu. Staðreyndir eða skynsemi ræður ekki alltaf för hjá fólki.

Vissulega þarf að skoða þetta mjög vel. En ef ég svara fyrir mig þá líst mér engan veginn á þetta. Þar spilar tvennt inn í, annarsvegar það að ég hef trú á að við getum nýtt þessa orku betur og hins vegar óstjórnlega mikla vantrú á að stjórnmálamenn heimti mikla arðsemi.

Í stuttu máli

  • Mikil vantrú, af minni hálfu, á að við krefjumst góðrar arðsemi. Ég hef trú á að við viljum 3-5% arðsemi en við ættum á mun hærri arðsemi. Kannski 20-25% Annaðhvort förum við í þetta og græðum vel á því, eða sleppum þessu.
  • Mikla vantrú, af minni hálfu, að við krefjumst þess að Bretar leggi í allan kostnað við streng en greiði síðan mjög gott verð til mjög langs tíma svo við náum arðsemi eins og ég nefni hér að ofan.
  • Mikil vantrú, af minni hálfu, að við skoðum fórnarkostnaðinn. Ég hef trú á að við sleppum fórnarkostnaðnum í útreikningum. Þ.e. skoða hvað næstbesti kostur gæfi okkur. (Næstbesti kostur, er besti kostur sem við fórnum við það að leggja sæstreng).
  • Ég hef trú á að annarskonar rekstur gefi fleiri störf. Fleiri störf eru þjóðhagslega hagkvæm.
  • Ef við förum í sæstreng þá mun það skapa fá en mjög sérhæfð og dýr störf. Við viljum frekar skapa fleiri störf á hófsamari launum. Gefum okkur að heildarlaun þessara tveggja hópa sé sá sami: Hvort viljum við 10 tæknimenn á mjög háum launum eða 100 starfsmönnum við landbúnaðarstörf á mun lægri launum?
  • 100 störf hafa áhrif á 400 manns, en 10 störf hafa áhrif á 40 manns (fjórir í fjölskyldu). 100 starfsmenn kaupa 100 fjölskyldubíla en 10 starfsmenn 10 bíla og svo framv.
  • Ef næstbesti kostur er massív tómatarækt, blómarækt, bananarækt þá er minni áhætta fyrir þjóðina að stuðla að slíkri atvinnusköpun. Ef einn fer á hausinn, þá tekur annar við. Ef sæstrengsviðskiptin detta uppfyrir, þá er erfiðara að finna annan kúnna.

Ég veit ekki hvort við eigum að fara að rækta blóm eða tómata í massavís, en einhvernveginn finnst mér gáfulegra að stuðla að slíkum rekstri. Að auki getum við leyft bóndanum að selja kjötið beint, sem eykur fjölbreytni og lækkar kostnað heimilanna auk þess að auka tekjur bóndans. Þriðja atriðið sem við ættum að gera er að auka kvóta og auka smábátaútgerð.

Aðgerðir eins og þessar auka atvinnu og fjölbreytni á landsbyggðinni og bætir þar af leiðandi lífskjör í landinu.

Edited by Kjosandi

Share this post


Link to post
Share on other sites

100 MW virkjun gæti fætt allan bílaflota landsmanna og vel það. Það þyrfti ekki að virkja neitt eins og staðan er í dag þar sem Landsvirkjun á hátt í þessa orku á lausu.

Þessi frétt að við getum skaffað Bretlandi 1/3 af þeirra rafmagnsþörf er einhver dellufrétt. Ef við mundum virkja allt sem hægt er að virka á Íslandi þá mundi orkan sem er hér duga til þess að fæða land eins og td Danmörk. Það er ekki neitt gríðarlega mikil orka á Íslandi ef miðað er við önnur lönd. Við höfum hinsvegar mjög mikla orku ef miðað er við fjölda íbúa.

Þjóðverjar eru að framleiða um 22 þúsund MW með sólarljósi. Heildarframleiðslugeta Íslands í dag er um 2 þúsund MW

http://visindavefur....ar.php?id=48282

http://eyjan.is/2012/04/12/bretar-horfa-til-islenskrar-orku-segja-eldfjollin-skila-theim-odyrari-orkureikningum-2/

Edited by thokri

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.