Sign in to follow this  
Followers 0
Barði

Raforkusala til Bretlands stöðvuð af íslenskum öfgaöflum?

47 posts in this topic

Það er á margan hátt dýrt að búa á Íslandi. Til að koma vöru á markað þá þurfum við að flytja vöruna um langan veg. Við erum fámenn þjóð og því getur verið erfitt fyrir okkur að reka stjór fyrirtæki sem keppa á alþjóða markaði. Samgöngur innanlands eru erfiðar og dýrar, aðföng eru oft dýr hér, veðurfar erfitt og sumur stutt. Fiskistofnar full nýttir og landbúnaður erfiður. Með öðrum orðum, samkeppnishæfni okkar er ekkert sértaklega sterk.

Eitt eigum við þó sem getur styrkt samkeppnisstöðu okkar innlendu framleiðslu. Við eigum tiltölulega ódýra raforku. Sú auðlind er þó afar takmörkuð og í raun þegar búið að nýta stóran hluta hennar. Þá er þessi auðlind þannig að hún gengur úrsér, rétt eins og olíulindir. Lón fyllast og borholur kólna.

Nú kemur svo upp hugmynd um að nýta restina af þessari orku í rafmagnssnúru til Skotlands. Það þýðir að við verðum ekki með neitt að ráði óvirkjað. Það þýðir það að þetta mikilvæga hráefni til framleiðslu verður ekki notað hér til verðmætasköpunar. Það þýðir að markaðsverð á rafmagni hér verður svipað eða sama og í Evrópu, þar sem það er dýrast í heimi.

Þetta er svo mikil dauðans della að fara út í þetta að það þarf ekki að ræða það frekar.

Share this post


Link to post
Share on other sites

100 MW virkjun gæti fætt allan bílaflota landsmanna og vel það. Það þyrfti ekki að virkja neitt eins og staðan er í dag þar sem Landsvirkjun á hátt í þessa orku á lausu.

Þessi frétt að við getum skaffað Bretlandi 1/3 af þeirra rafmagnsþörf er einhver dellufrétt. Ef við mundum virkja allt sem hægt er að virka á Íslandi þá mundi orkan sem er hér duga til þess að fæða land eins og td Danmörk. Það er ekki neitt gríðarlega mikil orka á Íslandi ef miðað er við önnur lönd. Við höfum hinsvegar mjög mikla orku ef miðað er við fjölda íbúa.

Þjóðverjar eru að framleiða um 22 þúsund MW með sólarljósi. Heildarframleiðslugeta Íslands í dag er um 2 þúsund MW

http://visindavefur....ar.php?id=48282

http://eyjan.is/2012...kureikningum-2/

Við eigum næg orku fyrir okkur og hún er umhverfisvæn. En ég held að orka okkar sé nú ekki stórt hlutfall af heildarorku heimsins, eins og kemur fram í þráðunum hér að ofan.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ég bara skil ekki hvers vegna við viljum gefa útlendingum orkuna okkar hægri vinstri. Erlend stórfyrirtæki eru að græða á tá og fingri vegna heimsku fyrri stjórnenda Landsvirkjunnar, greinilega algjörir afglapar sem hafa stjórnað samninganefndum fyrirtækisins í gegnum tíðina.

Það væri miklu viturlegra að nýta orkuna betur fyrir okkur sjálf, rafmagnsvæða t.d. bílaflota landsmanna, breyta grindinni fyrir álverið í Helguvík í risastórt gróðurhús, stofna fleiri hugbúnaðar- og þekkingarfyrirtæki eins og CCP, Marel og Össur.

Við gætum haft það mjög gott með allri þeirri orku sem nú þegar er virkjuð en við sólundum því í spillingu og leyfum erlendum auðmönnum að njóta ávaxtanna í stórum stíl!

Share this post


Link to post
Share on other sites

Það hlýtur að teljast Súi Sædal, að vera flytja innlenda orku úr landi, sem síðan mun leiða til hækkunar fyrir alla landsmenn!

Því auðvitað má ekki mismuna notendum þegar við munum tengjast stærra orkuneti.

Held að menn ættu að slá þessum gölnu hugmyndum út af borðinu sem fyrst, og einbeita okkur við að framleiða rafmagn fyrir okkur sjálf!

Share this post


Link to post
Share on other sites

Þorbergur Steinn Leifsson skrifar:

Hinn ágæti jarðvegsfræðingur, Ólafur Arnalds, skrifar grein í Fréttablaðið 2. mars, þar sem hann finnur hugmyndinni um sölu á raforku til Evrópu flest til foráttu. Því miður eru slæmar villur, jafnvel öfugmæli í flestum töluliðum í greininni. Það er reyndar ekki skrítið þó leikmönnum skriki fótur því umræðan um orkumál er almennt mjög ómarkviss og lítt upplýsandi og engar tæknilegar forsendur liggja fyrir um þetta tiltekna mál. Ég ætla því að nýta tækifærið til að leiðrétta misskilning sem er í gangi um þessi mál með beinni tilvísun í töluliði Ólafs.

1. Með orkusölu um sæstreng verður Ísland eins og nýlenda. Nei, með sæstreng er flutt út fullunnin vara á margföldu kostnaðarverði af okkur og á okkar forsendum. Nær væri að kalla álverin nýlenduherra því þau borga einungis kostnaðarverð fyrir raforkuna, langt undir markaðsverði í Evrópu.

2. Raforkuverð til almennings mun margfaldast. Þetta er rétt, en íslenskur almenningur mun í framtíðinni aðeins nota um 5% heildarraforkunnar (1/20). Almenningur fær því hverja krónu sem hann greiðir aukalega vegna hærra verðs allt að 20 falda til baka, þ.e.a.s. ef orkuauðlindirnar verða í almenningseign, öfugt við t.d. sjávarauðlindina í dag. Það yrði stórkostlegur lífskjarabati að fá að borga t.d. hálfa milljón aukalega fyrir orkuna en fá þá jafnframt 5 til 10 milljónir til baka frá „nýlenduherrunum“, t.d. í formi lægri tekju- og virðisaukaskatts.

3. Orkutap um sæstrengi er of mikið. Tap við orkuflutning yfir hafið verður líklega 5 til 10%. Stærsti hluti orkunnar sem fluttur yrði út er hinsvegar umframorka sem annars rynni framhjá virkjunum hér á landi í flóðum og í góðum vatnsárum. Þar sem raforkumarkaðurinn hér á landi er takmarkaður að stærð og engin tiltæk varaorka er framleiðslugetan miðuð við þurrustu vatnsárin. Í um níu af hverjum tíu árum er því til umframorka sem hægt er að nýta með því að tengjast raforkukerfum sem reiða sig ekki að öllu leyti á jarðgufu eða vatnsafl. Orkutap við flutning um sæstreng er miklu minna en sú umframorka sem vinnst með betri nýtingu kerfisins hér á landi. Þannig myndi t.d. manngerði fossinn mikli í Hafrahvammagljúfri, sem myndast öll haust þegar Hálslón fyllist, nær hverfa og sú „orkusóun“ í staðinn nýtast í að lýsa upp stræti Evrópu. Þessi aukna nýting vatnsins í Hálslóni myndi auk þess hjálpa mjög til við að gera Jökulsá á Dal að einni stærstu og bestu laxveiðiá landsins.

4. Orka til útflutnings um streng er ekki til. Það er miklu meiri vatnsorka til en gert er ráð fyrir í t.d. Rammaáætlun. Fjölmargar endurbætur og viðbætur við núverandi kerfi eru ekki inni í neinum áætlunum, auk fjölda umhverfisvænna virkjanakosta sem enn hafa ekki verið skoðaðir, en verða hagkvæmir við hærra orkuverð. Þá mun sveigjanleiki útflutningsins valda því að núverandi kerfi getur framleitt mun meiri orku en það gerir nú inn á lokað takmarkað kerfi. Ef þetta dugar ekki, þá getum við eftir um 20 ár byrjað að loka einhverjum álverunum, þ.e.a.s. ef þau geta þá ekki geta borgað samkeppnishæft orkuverð. Ég held reyndar að sæstrengurinn muni valda því að raforkuverð álveranna margfaldist á næstu 20 til 40 árum, eftir að núverandi samningar renna út.

5. Þurfum að eiga til orku fyrir samgöngur og skipastól. Sjálfsagt er að eiga orku til þessa en þetta er mjög lítill hluti vatnsorkunnar og sæstrengur breytir þar engu um.

6. Nýta orkuna frekar hér á landi. Með lagningu sæstrengs yrði strax til mikil viðbótarorka og þar að auki yrði rafmagnið sennilega að mestu flutt út á daginn þegar þörfin er mest og orkuverðið margfalt hærra en um nætur, þegar jafnvel væri hagstætt að flytja inn rafmagn til Íslands. Nefna má að í mörgum árum flytja Norðmenn inn meiri raforku en þeir flytja út, en verðmunurinn er margfaldur. Í Evrópu er raforka að mestu framleidd með kjarnorku, kola og olíustöðum, auk vindmylla. Engin þessara orkuvera geta aukið eða minnkað framleiðslu sína eftir þörfum markaðarins. Því er sveiflum, t.d. milli dags og nætur, mætt með því að byggja dæluvirkjanir (e. pumped storage) sem framleiða rafmagn á daginn en nota rafmagn til að dæla vatni upp í lón á nóttunni. Þarna er tapið a.m.k. 20%, þ.e.a.s virkjanirnar skila 20% minni raforku en þær nota.

Íslensku vatnsaflsvirkjanirnar gætu hugsanlega komið í stað þessara „orkueyðingarstöðva“ í Evrópu. Eingöngu þarf þá að auka uppsett afl í núverandi virkjunum hér, en það er í flestum tilfellum mun ódýrara á hverja afleiningu (MW) en að byggja dælustöðvar í Evrópu. Aukið uppsett afl, sem hefur hverfandi umhverfisáhrif, myndi auk þess stórauka umframorkuna með því að gera kleift að nýta enn meira af því vatni sem nú rennur framhjá. Strengur með flutningsgetu upp á 500 til 1.000 MW hefur því líklegast óveruleg áhrif á mögulega framleiðslu til annarra nota, verði afl núverandi virkjana jafnframt aukið. Í Noregi er að jafnaði flutt út minna en 10% af þeirri orku sem hægt væri að flytja um strengina þaðan.

Ólafur nefnir réttilega að íslenska vatnsorkan sé ekki stór hluti raforkuþarfar Evrópu, en allir hlutir samanstanda af mörgum smáum. Allir jarðarbúar verða að leggja sitt lóð á vogarskálarnar, sérstaklega þegar það er þeim líka hagstætt efnahagslega, og bætir nýtingu takmarkaðra endurnýjanlegra orkulinda heimsins.

Auðvitað kunna að vera annmarkar á útflutningi um sæstreng, tæknilega, stofnkostnaður mikill, rekstur ótryggur og orkuverð óvissu háð. Það eru hins vegar líklega svo miklir hagsmunir fólgnir í þessum möguleikum fyrir almenning að rétt og skylt er að kanna þetta mjög vel. Þegar niðurstaða liggur fyrir tökum við ákvörðun út frá réttum forsendum. Það sem gerir þetta fyrst og fremst áhugavert er hið sérstaka eðli íslenska raforkukerfisins sem myndi hafa mikil jákvæð samlegðaráhrif, yrði það tengt við hið gjörólíka kerfi Evrópu. Þetta virðist Ólafur, eins og svo margir aðrir, því miður ekki hafa áttað sig á, enda liggja nær engar upplýsingar um þetta fyrir. Það er allt í lagi að láta sig dreyma stóra drauma um framtíðina, þó allir draumar rætist ekki, annars værum við sennilega enn á steinöld.

Þetta er líklega svolítið fært í stílinn, en hér koma fram þeir megin punktar sem gera sæstreng forvitnilegan kost sem vert er að skoða betur.

Hvað snertir orkuvæðingu íslenskra farartækja þá verðum við að láta okkur lynda að bíða eftir því að stórþjóðirnar leysi tæknilega hluta þess máls og smíði græjurnar. Hverjar sem þær verða - við höfum enga burði til þess og verðum að nýta þær lausnir sem við getum keypt og aðlagað að okkar þörfum.

Edited by Vinni

Share this post


Link to post
Share on other sites

Þorbergur Steinn Leifsson skrifar:

Þetta er líklega svolítið fært í stílinn, en hér koma fram þeir megin punktar sem gera sæstreng forvitnilegan kost sem vert er að skoða betur.

Hvað snertir orkuvæðingu íslenskra farartækja þá verðum við að láta okkur lynda að bíða eftir því að stórþjóðirnar leysi tæknilega hluta þess máls og smíði græjurnar. Hverjar sem þær verða - við höfum enga burði til þess og verðum að nýta þær lausnir sem við getum keypt og aðlagað að okkar þörfum.

Hann leggur til í þessari grein að loka öllum álverum og þar með gera þúsundir manna atvinnulausar. Frábært.

Svo talar hann um að orkuverðið hækki til neytenda Frábært.

Svo talar hann um að Ríkið lækki skatta. Sure.

Gerum Ísland að toppstöð fyrir evrópu segir hann (þarf ekki einsinni að lesa á milli lína til að skilja það)

Virkja hvera einustu sprænu og þá þarf enginn að vinna. Sure.

Edited by Agent Smith

Share this post


Link to post
Share on other sites

Hann leggur til í þessari grein að loka öllum álverum og þar með gera þúsundir manna atvinnulausar. Frábært.

Svo talar hann um að orkuverðið hækki til neytenda Frábært.

Svo talar hann um að Ríkið lækki skatta. Sure.

Gerum Ísland að toppstöð fyrir evrópu segir hann (þarf ekki einsinni að lesa á milli lína til að skilja það)

Virkja hvera einustu sprænu og þá þarf enginn að vinna. Sure.

Og ekki bara það..

Heldur og trúir hann því að þetta verði ekki einkavætt.. sem er að sjálfsögðu í andstöðu ESB og mun ekki ganga upp verandi í EES, hvað þá ESB

Share this post


Link to post
Share on other sites

Líklega á hellingur eftir að gerast í gróðurhúsamálum á næstu árum. Það er sífellt verið að rækta meira af erfðabreyttum plöntum til að ná sérstökum efnum úr þeim. Sú ræktun ætti öll að vera undir þaki. Þarna gætu verið stórir möguleikar í framtíðinni.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Bretum virðist alvara með þessu:

Icelandic volcanoes to power British homes

http://www.foxnews.c...-british-homes/

Mér sýnist bretar vera að nota um 28 sinnum meira rafmagn heldur en Landsvirkjun er að framleiða í dag. Ef ísland ætlar að skaffa bretum 1/3 af orkunni þá væri ágætt að einhver útskýrði hvar við ætlum að ná í þá orku.

Það er eftilvill raunhæft að selja út úr landinu 1000 MW í gegnum streng. Bretarnir eru ansi bjartsýnir miðað við fréttirnar.

http://www.landsvirkjun.is/starfsemin/raforkuvinnsla/

http://en.wikipedia.org/wiki/List_of_countries_by_electricity_consumption

Share this post


Link to post
Share on other sites

Þá orku, thokri, á að ná í með virkjun einhvers hinna öflugu vatnsfalla - eins og Gullfoss, Dettifoss eða annarra stórra vatnsfalla. Annað dugar ekki og það hefur margoft komið fram. - Gufuvirkjanir eru ekki nægjanlegar í meiriháttar fafmagnsframleiðslu. Gullfoss hefur t.d. verið í sigtinu hjá Orkustofnun fyrir þó nokkrum árum og bráðabirgða-hönnun hefur verið gerð að virkjun hans. - En auðvitað var plagginu stungið ofan í skúffu. - Sjálfskipaðir náttúrverndarsinnar ráða hér!! Þjóðfélaginu til vansa.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Einn kostur er að halda áfram með gagnaver. Þarf mikla orku en skapar verðmæti,vinnu og hugsanlega mikiið af afleiddum störfum og nýsköpun. Þarf engan hráefnisinnflutning að ráði og engan útflutning. Allt betra en að selja orkuna beint. Ansi hræddur um að Landsvirkjun vilji skapa forsendur til að hækka raforkuverð til almennings hér á landi.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Þá orku, thokri, á að ná í með virkjun einhvers hinna öflugu vatnsfalla - eins og Gullfoss, Dettifoss eða annarra stórra vatnsfalla. Annað dugar ekki og það hefur margoft komið fram. - Gufuvirkjanir eru ekki nægjanlegar í meiriháttar fafmagnsframleiðslu. Gullfoss hefur t.d. verið í sigtinu hjá Orkustofnun fyrir þó nokkrum árum og bráðabirgða-hönnun hefur verið gerð að virkjun hans. - En auðvitað var plagginu stungið ofan í skúffu. - Sjálfskipaðir náttúrverndarsinnar ráða hér!! Þjóðfélaginu til vansa.

Þótt við mundum virkja allt sem hægt er að virkja hér þá er sú orka örlítið brot af því sem evrópa er að nota. Það er ekki til endalaus orka á Íslandi.

Einn kostur er að halda áfram með gagnaver. Þarf mikla orku en skapar verðmæti,vinnu og hugsanlega mikiið af afleiddum störfum og nýsköpun. Þarf engan hráefnisinnflutning að ráði og engan útflutning. Allt betra en að selja orkuna beint. Ansi hræddur um að Landsvirkjun vilji skapa forsendur til að hækka raforkuverð til almennings hér á landi.

Raforkukostnaður er lítið brot af heimilsikostnaðinum. Þótt rafmagnsverðið mundi hækka talsvert mundi það hafa lítil áhrif á almenna notendur. Heimilisnotkun er einnig að lækka með betri perum og rafbúnaði sem eyðir minna rafmagni.

Það sem skiptir meira máli fyrir íslendinga er að kyndikostnaður hækki ekki mikið. Við erum að kaupa heitt vatn á mjög hagstæðu verði. Það þarf að passa uppá að það hækki ekki upp úr öllu valdi.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Þótt við mundum virkja allt sem hægt er að virkja hér þá er sú orka örlítið brot af því sem evrópa er að nota. Það er ekki til endalaus orka á Íslandi.

Hvað ætli Evrópa öll noti mikið rafmagn ? Vestur-Evrópa notaði 3000 teravattstundir hér áður. Það hefur verið talað um sem tæknilega mögulegt að virkja hér 30 í vatnsafli og 20 í jarðhita. Þegar er búið að virkja 17, þannig að þetta er eins og upp í nös á ketti.

Menn tala hér eins og Ísland geti bara séð Evrópu allri fyrir rafmagni.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Hvað ætli Evrópa öll noti mikið rafmagn ? Vestur-Evrópa notaði 3000 teravattstundir hér áður. Það hefur verið talað um sem tæknilega mögulegt að virkja hér 30 í vatnsafli og 20 í jarðhita. Þegar er búið að virkja 17, þannig að þetta er eins og upp í nös á ketti.

Menn tala hér eins og Ísland geti bara séð Evrópu allri fyrir rafmagni.

Akkúrat.

Svo hefur jú Ómar Ragnarsson réttilega bent á að þetta eru ekki "endurnýjanlegir" orkugjafar allt saman, t.d. jarðvarminn er takmörkuð þverrandi auðlind, og svo hverfa jöklarnir með tíð og tíma. Vindurinn er líklegast það sem er eina endurnýjanlegt hérna á þessum vindsveipta kletti.

Skárra væri að nýta orku innanlands. Bjóða fyrirtækjum upp á skattafríðindi vegna raforkukaupa, þannig að þau borga líklegast bara 10-20% af því sem er borgað erlendis. Erlend fyrirtæki myndu flytja starfssemi hingað að einhverju leyti, það myndi styrkja hagkerfið, velmegun og jú fjölga íslendingum.

Edited by appel

Share this post


Link to post
Share on other sites

Það er enginn aða tala u m "jarðvarma", appel í þeesu sambandi hvað varðar sölu á rafmagni til útlanda. Jarðvarmi er næsta ónýtur hvað varðar framleiðslu á raforku hér. Það ERU aðeins vatnsföllin sem geta dugað okkur til þess að geta haldið áfram í velferðarkerfinu okkar. Aukin virkjanakostur er málið - í Þjórsá og í hinum öflug vatnsföllunum.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Það er enginn aða tala u m "jarðvarma"

Það var það eina sem bretarnir skrifuðu um.

Aukin virkjanakostur er málið - í Þjórsá og í hinum öflug vatnsföllunum.

Ertu hættur að hugsa um Gullfoss?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Svo talar hann um að Ríkið lækki skatta. Sure.

Akkúrat. Þetta er einhver fáránlegasta fullyrðing sem ég hef heyrt lengi.

Edited by fleebah

Share this post


Link to post
Share on other sites

Þessi grein er í fréttablaðinu í dag eftir Jón Steinsson hagfræðing

Byggjum sæstreng til Bretlands

Ein mikilvægasta spurning sem við Íslendingar stöndum frammi fyrir frá efnahagslegu tilliti á næstu árum er hvernig við kjósum að nýta orkuauðlindir þjóðarinnar. Heimsmarkaðsverð á orku hefur hækkað verulega á síðustu árum og þá sérstaklega verð á endurnýjanlegri orku eins og þeirri sem við höfum upp á að bjóða. Þessi þróun hefur gert það að verkum að orkuauðlindir þjóðarinnar eru margfalt verðmætari en þær voru fyrir áratug.

Í þessu sambandi er mikilvægt að ríki Evrópusambandsins hafa sett sér markmið um stóraukna notkun endurnýjanlegra orkugjafa. Til þess að ná þessum markmiðum stefna Bretar meðal annars að því að byggja risavaxin vindorkubú á hafi úti með ærnum tilkostnaði. Yfirvöld í Bretlandi hafa nýlega tilkynnt að þau séu tilbúin að gera 15 ára samninga um kaup á orku frá aðilum sem byggja slík vindorkuver. Verðið sem bresk yfirvöld eru tilbúin að greiða er 135 sterlingspund fyrir hverja MWstund (u.þ.b. 200 Bandaríkjadali á MWstund). Til samanburðar greiða álverin á Íslandi um 30 dali fyrir hverja MWstund að meðaltali.

Fjárhagslegur ávinningur af sæstreng

Í þessu ljósi er athyglisvert að slá á hugsanlegan fjárhagslegan ávinning okkar Íslendinga af því að byggja sæstreng til Bretlands. Þær virkjanir sem líklegast yrði ráðist í á Íslandi ef sæstrengur væri byggður þyrftu að fá um 40 dali á MWstund til þess að standa undir sér. Þá þyrfti rekstrarfélag strengsins að fá um 40 dali á MWstund til þess að sú fjárfesting stæði undir sér. Ef við gefum okkur varfærnislega að Bretar væru tilbúnir að kaupa orkuna af okkur á 150 dali á MWstund (þ.e. 50 dölum minna en þeir kaupa vindorkuna á) væri hreinn hagnaður - þ.e. arður umfram eðlilega ávöxtun á það fé sem leggja þyrfti í verkefnið - um 70 dalir á MWstund.

Þær hugmyndir sem Landsvirkjun hefur lagt fram um byggingu sæstrengs gera ráð fyrir streng sem væri 700-1.000 MW. Ef við gefum okkur varfærnislega að við seldum árlega 5 TWstundir um strenginn (u.þ.b. 65% nýting) gæti hreinn hagnaður okkar af verkefninu verið um 42 ma. kr. ár hvert. Það gera 525.000 kr. á hverja fjögurra manna fjölskyldu í landinu ár hvert. Það munar um minna.

Þarf að virkja Dettifoss?

Nei, langt því frá. Stór hluti

þeirrar

orku sem við myndum selja um strenginn - líklega 30-40% - er umframorka sem nú þegar er til staðar. Þar sem álver eyðileggjast ef slökkt er á þeim í meira en örfáar klukkustundir hefur Landsvirkjun þurft að byggja virkjanir sem eru nægilega stórar til þess að geta annað orkuþörf álveranna jafnvel á versta tíma í afleitu vatnsári. Öll hin árin, þegar vatnsbúskapur Landsvirkjunar er betri, flæðir umtalsvert vatn framhjá núverandi virkjunum óbeislað. Verðmætin sem þannig fara forgörðum skipta tugum milljarða. Með sæstreng væri unnt að selja þessa umframorku með mjög litlum tilkostnaði.

Líklega þyrfti því einungis að virkja fyrir um 3 TWstundum á ári ef ráðist væri í byggingu sæstrengs. (Núverandi framleiðsla Landsvirkjunar er tæpar 13 TWstundir á ári.) Þeir virkjunarkostir sem rætt hefur verið um í neðri hluta Þjórsár myndu til dæmis fara langleiðina

með að mæta þessari orkuþörf. En margir aðrir fýsilegir virkjunarkostir eru mögulegir.

En hvað með öll störfin sem ekki skapast?

Það er rétt að ef 5 TWstundir eru seldar til Bretlands um sæstreng er ekki unnt að selja þessar sömu 5 TWstundir í álver sem skapa myndi nokkur hundruð störf á Íslandi. En á móti kemur að hagnaðurinn af sölu orkunnar um sæstreng væri líklega 42 ma. kr. meiri árlega. Þá þarf að velta fyrir sér hvað unnt er að skapa mörg störf með 42 ma. kr. árlega. Það væri til dæmis unnt að byggja hátæknisjúkrahús annað hvert ár. Eða lækka skatta umtalsvert og þannig kynda undir hagkerfinu og skapa störf. Eða senda hverju mannsbarni á landinu árlega ávísun upp á um 130.000 kr. Slíkt myndi kynda undir neyslu og þannig skapa umtalsverðan fjölda starfa. Mér er til efs að bygging álvera skapi fleiri störf en sala orku um sæstreng með 42 ma. kr. árlegum hagnaði.

Það að selja orku úr landi um sæstreng er ekki ósvipað því að selja olíu úr landi með flutningaskipi. Norðmenn gætu tekið þann pól í hæðina að þeir vildu ekki selja olíuna sem þeir framleiða úr landi þar sem iðnaðurinn sem notað gæti olíuna í Noregi myndi skapa störf. Það gera Norðmenn ekki og fyrir vikið fá þeir mjög hátt verð fyrir olíuna, sem gerir þá svo efnaða að ódýra vinnuaflið í Noregi kemur frá Svíþjóð (og Íslandi). Ég held við ættum að taka Norðmenn okkur til fyrirmyndar og hirða sem mestan arð af orkuauðlindum okkar og láta þá velmegun sem arðurinn skapar um að skapa störf.

Rafmagnsverð til almennings

Tenging íslenska rafmagnskerfisins við Evrópu myndi að öllum líkindum hækka verð á rafmagni innanlands. Hvað flest heimili varðar yrði slík

hækkun

líklegast óveruleg. Stór hluti verðs á raforku til heimila á Íslandi ræðst af flutningskostnaði sem ekki myndi breytast. Spurningin fyrir fjögurra manna fjölskyldu varðandi raforkuverð er þessi: Ertu tilbúin að borga kringum 1.500 kr. á mánuði aukalega fyrir rafmagn til þess að fá í staðinn árlega ávísun upp á 525.000 kr.?

En hvað með grænmetisbændur? Þeir geta ekki staðið undir hærra orkuverði. En það mætti tryggja rekstrarumhverfi þeirra með því að gera 25 ára (eða þess vegna 50 ára) samning um núverandi orkuverð (verðtryggt) og þannig hlífa þeim algerlega fyrir áhrifum sæstrengsins á innlent orkuverð.

Mikilvægt að sannreyna áhuga Breta

Það er lykilatriði ef ráðist verður í byggingu sæstrengs að gerður verði langtímasamningur við yfirvöld í Bretlandi um kaup á umtalsverðum hluta þeirrar orku sem strengurinn gæti flutt á verði sem myndi tryggja viðunandi arð af verkefninu. Af fréttum að dæma eru Bretar afskaplega áhugasamir um slíkan samning. En það er mikilvægt að sannreyna tölurnar sem um ræðir. Það verður einungis gert með viðræðum við Breta. Hefjum þær viðræður sem fyrst.

Edited by thokri

Share this post


Link to post
Share on other sites

Allt virkjað rafmagn á Íslandi myndi einungis duga fyrir .þ.b. 2% af breskum heimilum.

Nú, þegar búið er að leggja strenginn, þá er komið á viðskiptasamband í þessum geira, og hlýtir því samkeppnisreglum ESB.

Við verðum því að taka á okkur að selja orku til íslenskra neytenda á sama verði og Breta.

Og þar sem raforkuverð er vel rúmlega tvöfalt hærra í Bretlandi, þá er annað hvort að selja rafmagnið ódýrt, eða hækka á innlenda notendur.

Allt eðlilegt fólk kemst að þeirri eðlilegu niðurstöðu að þetta er algerlega út úr kortinu.

Hitt er, að við höfum ekki markað fyrir þá orku sem virkjanleg er, einfaldlega vegna þess að stórkaupendur hafa ákaflega takmarkaðan áhuga á rekstri á Íslandi.

Nema álverin, náttúrulega,

Það er því fátt annað í dæminu, ef við ætlum að virkja, en að selja orkuna til nýrra álvera.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.