Sign in to follow this  
Followers 0
Barði

Raforkusala til Bretlands stöðvuð af íslenskum öfgaöflum?

47 posts in this topic

Allt virkjað rafmagn á Íslandi myndi einungis duga fyrir .þ.b. 2% af breskum heimilum.

Nú, þegar búið er að leggja strenginn, þá er komið á viðskiptasamband í þessum geira, og hlýtir því samkeppnisreglum ESB.

Við verðum því að taka á okkur að selja orku til íslenskra neytenda á sama verði og Breta.

Og þar sem raforkuverð er vel rúmlega tvöfalt hærra í Bretlandi, þá er annað hvort að selja rafmagnið ódýrt, eða hækka á innlenda notendur.

Allt eðlilegt fólk kemst að þeirri eðlilegu niðurstöðu að þetta er algerlega út úr kortinu.

Hitt er, að við höfum ekki markað fyrir þá orku sem virkjanleg er, einfaldlega vegna þess að stórkaupendur hafa ákaflega takmarkaðan áhuga á rekstri á Íslandi.

Nema álverin, náttúrulega,

Það er því fátt annað í dæminu, ef við ætlum að virkja, en að selja orkuna til nýrra álvera.

Þetta er ansi brött fullyrðing sem ég efast um að sé rétt.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Þetta er ansi brött fullyrðing sem ég efast um að sé rétt.

Ég er einn eðlilegasti náungi sem fyrirfinnst.

Ég, svona eðlilegur, greiði um 15.000 krónur á mánuði fyrir heimilisrafmafmagnið, en myndi greiða 30-35 þúsund á bresku verði.

Nú veit ég ekki um aðra, en mér finnast aukaálögur upp á 180-250 þús á ári ansi mikið.

Menn geta svo sem skemmt sér og skrattanum með því að stinga upp á skattalækkunum á móti, en auðvitað er það fullkomlega út í hött.

Ef eitthvað er öruggt, þá er það að stjórnvöld myndu vera fljót að finna leið til að hækka þá aftur.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ég er einn eðlilegasti náungi sem fyrirfinnst.

Ég, svona eðlilegur, greiði um 15.000 krónur á mánuði fyrir heimilisrafmafmagnið, en myndi greiða 30-35 þúsund á bresku verði.

Nú veit ég ekki um aðra, en mér finnast aukaálögur upp á 180-250 þús á ári ansi mikið.

Menn geta svo sem skemmt sér og skrattanum með því að stinga upp á skattalækkunum á móti, en auðvitað er það fullkomlega út í hött.

Ef eitthvað er öruggt, þá er það að stjórnvöld myndu vera fljót að finna leið til að hækka þá aftur.

Inni í þessum 15 þús sem þú ert að greiða fyrir rafmagnið er sala, dreyfing og skattur. Söluþátturinn eða framleiðsluþátturinn er mikið lægri. Það er sá þáttur sem gæti hækkað eitthvað hjá almenningi en sú hækkur er ekki stór miðað við ávinningin sem ríkið fengi.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Þessi grein er í fréttablaðinu í dag eftir Jón Steinsson hagfræðing

Jón Steinsson spyr: "Ertu tilbúin að borga kringum 1.500 kr. á mánuði aukalega fyrir rafmagn til þess að fá í staðinn árlega ávísun upp á 525.000 kr.?"

Er þetta rétt upphæð?

Rafmagnskostnaður er nokkurn vegin 50/50 rafmagnsverð og svo flutningskostnaður.

Rafmagnsreikningur upp á 15.000 á mánuði væri þá 7.500 kr. á mánuði rafmagnskostnaður. Ef sá kostnaður hækkar um 100% við streng, þá er mánaðarlegur kostnaður við rafmagn orðinn 22.500 kr. Ég veit, þetta er einföldun, og óvissa um þessar stærðir er mikil, sem setjum þetta bara upp svona að gamni.

Þannig að það er líklegra en ekki að verð hækki við streng. En hvað með það sem Jón er að segja? Að við getum fullnýtt betur okkar núverandi framleiðslu og skapað þar verðmæti sem annars renna út í sjó, ónýtt.

Og lækkað skatta á almenning fyrir tugi/hundruðir þúsunda per haus á ári?

Ég hef verið beggja blands í minni afstöðu í langan tíma, en þessi umræða er farin að þroskast aðeins og þetta hljómar alls ekki svo vitlaust. En stjórnvöld og Landsvirkjun verða að klára alla stefnumótun um þessi mál áður en lengra er haldið, minnka eins og kostur er að þessi breyting hækki kostnað heimila upp úr öllu valdi, að heimilin fái notið góðs af þessu (að njóta auðlyndanna, muniði) og að framleiðsla fyrir okru fari ekki úr landi, við verðum bara hráefnisframleiðendur.

Edited by fleebah

Share this post


Link to post
Share on other sites

Inni í þessum 15 þús sem þú ert að greiða fyrir rafmagnið er sala, dreyfing og skattur. Söluþátturinn eða framleiðsluþátturinn er mikið lægri. Það er sá þáttur sem gæti hækkað eitthvað hjá almenningi en sú hækkur er ekki stór miðað við ávinningin sem ríkið fengi.

Eitt aðalatriðið í frábærum rökstuðningi manna við sölu til útlanda, er "öryggið" fyrir Íslendinga. Við fengjum orku til baka frá Evrópu.

Og sú dreifing kostar.

Auðvitað myndi heildarpakkinn hækka, og skiptir þá engu máli hvort smurt er á dreifikerfið eða smásöluna.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Tvær spurningar:

1) Hvað á að framleiða? Það nægir ekki að tala um að "framleiða og græða!!" Menn verða að segja meira konkrete hvað þeir eru að tala um að framleiða. Svona eitt sem er vandamál eru laun. Framleiðsla á vörum byggir mikið á láglaunavinnu. Þar í eru sem dæmi taldar Macintosh tölvur þar sem starfskrafti er þrælað út til að þið getið montað ykkur af öppum. Menn mega ekki gleyma að laun eru ekki nógu lág á íslandi til að hægt sé að fara út í almenna framleiðslu, nema á einhverju undantekninga-dótaríi. Og hvað er það nákvæmlega? Og stendur því eitthvað til fyrirstöðu að fyrirtæki komi til að bjarga horrenglunum á skerinu Í DAG með framleiðslu? og af hverju halda menn að 66N sé framleitt í Austur-Evrópu eða hvar það er nú búið til? Talið um þessa framleiðslu byggðri á raforkunni er 99% fabúlering út í loftið hjá þeim hóp sem mest talar um hana. Þá er 1% eftir og hvað er það?

2) Ef flytja á út rafmagn í gegnum sæstreng, er þá allt í einu í himnalagi að virkja hvað sem er? Menn ræða um að virkja Gullfoss og Dettifoss... Er það þá allt í einu í lagi af því það kemur strengur? Ég er alfarið á móti því að virkja Gullfoss og Dettifoss. Slíkt mun skemma ásjón fossanna og ef halda á einhverju eins og það er, þá eru þessir tveir fossar fremst í röð þess sem ber að vernda algerlega. Það er nefnilega eintóm steypa að virkjun þeirra "hafi engin áhrif" á þá. Og Niagara fossar eru einmitt gott dæmi um hvernig virkjun HEFUR áhrif á fossa.

Er talið um streng ekki bara enn ein gullgrafardellan? Það má vel vera að strengur geti borgað sig. En hann verður engin allsherjar lausn á einu eða neinu, bara enn eitt prik í kladdann og ekki vitlausara en hvað annað -ef hann er gerður rétt.

Edited by drCronex

Share this post


Link to post
Share on other sites

Slökkvum á álverunum þegar orkusamningar við þau renna út og seljum orkuna til heimilisnota í Evrópu um streng. Við það tapast örfá hundruð starfa á vegum erlendra risafyrirtækja sem litlu skila til samfélagsins en arðsemi auðlinda almeninngs eykst verulega. Sú örvun efnahagslífsins skapar margfalt fleiri störf en þau sem tapast í nokkrum álbræðslum.

Það væri auðvitað magnað ef "eitthvað annað" gæti notað þessa orku innanlands og búið til geðveikt mikið af kúl störfum en það er eins og fólk fatti ekki alveg að hnattstaða Íslands langt frá bæði helstu hráefnisuppsprettum og helstu mörkuðum vinnur mjög gegn öllum framleiðsluiðnaði á Íslandi.

Plís hættið svo þessu gróðurhúsabulli. Ef það væri arðbær iðnaður að framleiða hitabeltisgrænmeti í gróðurhúsum á Íslandi, þá væru þau löngu komin. Slíkt mun aldrei gerast nema með gríðarlegum niðurgreiðslum. Hvað í ósköpunum gefur mönnum þá hugmynd að bananarækt á Íslandi í þar til gerðum gróðurhúsum sem þarf að byggja utan um starfsemina og hita og lýsa með keyptri orku sé samkeppnisfær við bananaframleiðslu undir berum himni þar sem hiti og lýsing er til staðar frá náttúrunnar hendi?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.