Sign in to follow this  
Followers 0
Herkúles

Viltu vera nýfætt barn löngu látins föður?

8 posts in this topic

Mál konunnar sem missti manninn og sæði hans var fargað og fjallað um í Kastljósi kvöldsins

er ekki einfalt

Hvað með hlið barnsins? Á það rétt á lifandi föður?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Þetta er nefnilega mjög góð spurning. Á látinn maður að geta eignast barn?

Til að svara þessari spurningu, þá þurfum við að gera greinamun á getnaði lifandi manns sem deyr síðan áður en barnið fæðist eða getnaði sem á sér stað eftir að maðurinn deyr.

Við verðum einnig að gera greinamun á þessu tiltekna máli sem þú ert að vísa í og hins vegar skoðun okkar almennt séð. Það er mjög lélegt að hafa ekki greint fólki frá helstu lögum og reglum í svona málum. Auðvitað á að vera einhver formfesta þar sem viss atriði eru rædd og svo á að gefa þeim útprentuð lög og reglur sem gilda.

Vissulega er ábyrgðin væntanlegra foreldra og áhættan þeirra. En upplýsingaskylda til þeirra hlýtur þó að vera einhver.

Ég vil helst ekki svara þessari með þetta tiltekna mál í huga. Ég vil frekar svara þessari spurningu almennt.

Ég sé ekki að svarið við þessari spurningunni sé augljóst.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Sá ekki Kastljósið, þannig að ég treysti mér ekki til að svara einhverju tilteknu máli.

En varðandi það almennt, að löngu látnir menn geti "eignast" börn, þá spyr ég sjálfan mig: Hver er munurinn á því að vera einstaklingur, getinn úr gjafasæði ókunnugs manns úti í heimi, sem ekki vill láta nafns síns getið (og vita jafnvel ekki hvort hann sé lífs eða liðinn), eða að vita að "pabbi" þinn var sæðisgjafi sem dó fyrir áratugum síðan? Væri viðkomandi kannski ekki bara lukkulegastur með að hafa fengið að fæðast í þennan heim?

Þekki mann sem er eineggja tvíburi. Þegar hann var alltaf spurður hér í denn, hvernig væri að vera tvíburi, spurði hann alltaf á móti: Hvernig er að vera ekki tvíburi?

Share this post


Link to post
Share on other sites

<p>Það furðulega í Kastljósdæminu er að sæði hins látna manns hefði verið óþarfi að eyða ef það hefði breytt um nafn og verið kallað ,,gjafasæði"

sem síðan aðeins ekkjan hefði haft leyfi til að nýta sér!? Eða svo var að heyra...

Þá er spurning hvort nýtingin er skilyrt því að barnið fái aldrei að vita hver faðirinn%

Edited by Herkúles

Share this post


Link to post
Share on other sites

<p>Það furðulega í Kastljósdæminu er að sæði hins látna manns hefði verið óþarfi að eyða ef það hefði breytt um nafn og verið kallað ,,gjafasæði"

sem síðan aðeins ekkjan hefði haft leyfi til að nýta sér!? Eða svo var að heyra...

Þá er spurning hvort nýtingin er skilyrt því að barnið fái aldrei að vita hver faðirinn%

When the bureaucrats take over....

Share this post


Link to post
Share on other sites

Það gilda auðvitað mjög strangar reglur um meðhöndlun kynfrumna. Ég þekki þetta aðeins, þegar karlmaður afhendir sýni af sæði er mjög skýrt hvað skuli og megi gera, t.d. hvort eigi bara að mæla virkni, hvort nota skuli sæðið í tæknisæðingu eða tæknifrjóvgun, hvort notað skuli með gjafaeggi o.s.fr. Bæði karl og kona þurfa ða undirrita pappíra sem heimilar notkun í frjósemisaðgerð.

Þannig að þó svo að sæðinu hefði ekki verið eytt í dæmi sem þessu, er ekki þar með klárt að konan hefði mátt brúka sæðið til getnaðar, EF ekki lægi fyrir samþykki hins látna gjafa fyrir slíkri notkun.

Þ.e.a.s. maður sem gefur sæði til að hann og kona hans geti eignast barn er ekki þar með endilega búinn að heimila að konan geti notað það ein löngu seinna. Ég myndi halda að slíkt þyrfti ða hafa hugsað fyrir fyrirfram og karlinn gefið til þess heimild.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Já það þarf að setja einhverjar reglur um þetta það er ljóst en ég hugsa samt til þessa sem talinn er "réttur barns til foreldris". Þannig er bara lífið ekki. Mörg börn í þessari veröld missa móður sína þegar þau fæðast. Mörg börn missa foreldra sína á unga aldri. Ég missti minn föður 7 ára og litli bróðir missti þann sama föður tveim vikum áður en hann leit dagsins ljós. Þetta er ekki spurning um að eiga rétt á einhverju. Þetta er bara lífið svo grimmt sem það kann að vera, eða bjart, einsog það kann að vera í einhverjum tilvikum þegar börn missa foreldra sína. Veröldin er ekki svart-hvít.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Mál konunnar sem missti manninn og sæði hans var fargað og fjallað um í Kastljósi kvöldsins

er ekki einfalt

Hvað með hlið barnsins? Á það rétt á lifandi föður?

Reindar finst mjer máliþ mjög einfalt.

mjer væri svo sannarlega skítsama þóht jeg væri nífæht bardn lönqu látins mans. þessi reqla (um aþ eiða skuli ervðaebni látins mans) er alqjörlega ástæðulöís, og ekki aðeins þaþ heldur er hún beinlínis skaðleg. bardn á einqan sjersdakan rjett á livandi föður.

Kver er munurinn á því að vera einstaklingur, getinn úr qjavasæði ókunnugs manns úti í heimi, sem ekki vill láta nafns síns getið (og vita jafnvel ekki hvort hann sé lífs eða liðinn), eða að vita að "pabbi" þinn var sæðisgjafi sem dó fyrir áratugum síðan?

nákvæmlega. þaþ er einqinn munur

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.