Sign in to follow this  
Followers 0
Newton

Kjúklingabringur

14 posts in this topic

Nammi namm... uppáhaldið mitt, kjúklingabringur. Kaupi þær oft, en ég er svolítið forviða á hvernig allir framleiðendur pakka kjúklingabringunum eins... 4 saman í pakka, bara standardinn, ekki hægt að fá ferskar bringur öðruvísi.

Nú er það svo að heimili eru misstór, sumir búa einir, sumir eru 2, 3, og alveg upp í 10 eða 12, allur skalinn á þessu. Samt virðast framleiðendur pakka þessu bara fyrir eina stærð heimilis.

Vissulega er hægt að frysta bringur, en það er óhentugt. Sumir vilja ekki standa í því að afþýða.

Hví er ekki hægt að kaupa 1 eða 2 bringur?

Þetta er svolítið einsog aðeins er hægt að kaupa 4 fiskflök saman, og þannig sé það allsstaðar.

Spurning hvort þetta sé samkeppnismál?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Þetta á nú við fleiri vörur en bara kjúklungabringur. Framleiðendur eru alltaf með 3-4 manna fjölsjylduna í huga.

Það þarf meiri fjölbreytni í þessu. Ég myndi kaupa svona vörur oftar ef það væri hægt að kaupa minna í einu.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Kaupa bara frosið, það geri ég a.m.k.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Kaupa bara frosið, það geri ég a.m.k.

Tók úr frysti í gær bringur, ætlaði að elda þær í kvöld, búinn að setja hrísgrjón í pottinn og svo fer ég að sækja bringurnar úr ísskápnum. Enn frosnar. Vanalega hefur rúmlega sólarhringur í kæli dugað til að afþýða þær, en eitthvað var kælirinn kaldari en vanalega.

WTF.

Ástæðan fyrir því að ég átti bringur í frysti var að síðast þegar ég keypti bringur gat ég bara keypt 4, en þurfti bara að elda tvær, og ekki nenni ég að éta bringur marga daga í röð. En ég hefði viljað bara kaupa tvær, það sem ég þurfti þá.

Bölvað rugl.

Edited by appel

Share this post


Link to post
Share on other sites

Alltaf böggandi þegar maður vill breytingar á einhverju og fær svo bara "þú getur bara gert þetta svona"...

Auðvitað getur maður bara fryst... en það breytir því ekki að söluaðilar mættu hafa meira úrval í skammtastærðum.

Nánast allar pakkaðar kjötvörur eru sirka 400-600 gr.

Það væri meira vit í því að selja minna, t.d. eina eða tvær bringur. Þá getur einstaklingur eða par keypt eina pakkningu og fjölskyldan kaupir þá bara 2-3.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Alltaf böggandi þegar maður vill breytingar á einhverju og fær svo bara "þú getur bara gert þetta svona"...

Auðvitað getur maður bara fryst... en það breytir því ekki að söluaðilar mættu hafa meira úrval í skammtastærðum.

Nánast allar pakkaðar kjötvörur eru sirka 400-600 gr.

Það væri meira vit í því að selja minna, t.d. eina eða tvær bringur. Þá getur einstaklingur eða par keypt eina pakkningu og fjölskyldan kaupir þá bara 2-3.

Akkúrat. Ég er líka með nautahakk í frystinum, hver veit hvenær ég nenni að afþýða þetta.

Eitt sem ég þoli líka alls ekki er að sjá 4 paprikur pakkaðar saman í plasti, eða 10 tómata í pökkum, þegar maður þarf bara eina papriku og 2 tómata. Maður endar á því að henda a.m.k. helmingnum af þessu. Maður getur þó fryst kjötið, en ekki ávexti og grænmeti.

Edited by appel

Share this post


Link to post
Share on other sites

Verður bara að koma þér upp stærri fjölskyldu. Ná sér í konu sem er með tvo krakka.(eða karl).

Setningin;

Frelsi frá fjölskyldu ER frelsi!

er bara röng - sannast í matvörubúðum.

Edited by Neisti

Share this post


Link to post
Share on other sites

Eru frosnu kjúklingabringurnar seldar eftir vigt?

Þá ætti maður að mæta með hárblásara, hita kjúklinginn aðeins og bræða frosna vatnið.

Það er skylst mér um 20% af heildarþyngd.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Þetta á við allar frystivörur. Líka t.d. frosið grænmeti.

Frekar pirrandi að sjá magnið minnka töluvert á pönnunni.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Tók úr frysti í gær bringur, ætlaði að elda þær í kvöld, búinn að setja hrísgrjón í pottinn og svo fer ég að sækja bringurnar úr ísskápnum. Enn frosnar. Vanalega hefur rúmlega sólarhringur í kæli dugað til að afþýða þær, en eitthvað var kælirinn kaldari en vanalega.

WTF.

Ástæðan fyrir því að ég átti bringur í frysti var að síðast þegar ég keypti bringur gat ég bara keypt 4, en þurfti bara að elda tvær, og ekki nenni ég að éta bringur marga daga í röð. En ég hefði viljað bara kaupa tvær, það sem ég þurfti þá.

Bölvað rugl.

Settu frosnu bringurnar í vatnsskál og svo í ísskápinn. Úff. Karlmenn!

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ég set þær altaf bara á borðið eða í vaskinn í pakkningunni að morgni til og þá eru þær fínar um kvöldið.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ég hef nú bara skellt þeim aðeins í örbylgjuna, ekkert mál.

kv Laplace

Share this post


Link to post
Share on other sites

Uss þessir vesalings stórmarkaða kjúkklingar, maður veit sko aldrei hvað þeir hafa étið.

Mikklu betra að hafa bara sinn eiginn kjúkkling útí garði eða á svölunum.

Étur kartofluskræl og afganga, og svo kemur dýrið með tvær bringur eins og óskað er eftir.

Eina vandamálið við þetta er að það er smá sjúsk að reyta kvikindið.

En í staðinn fær maður að murka lífið út eymingjanum sjálfur, og getur ímyndað sér að það sé tengdó eða sá pólitíkus sem maður elskar að hata.

laugh.png

Share this post


Link to post
Share on other sites

Kjúklingabringur var bara það sem pirraði mig akkúrat á þessu augnabliki, en málið er að þetta á við um svo margar "perishables" matvörur.

T.d. einsog með vínber eða jarðaber, og önnur ber, stundum eru þau í öskju í sumum verslunum, og alltaf sama magnið, líklegast um hálft kíló. Hví er ekki hægt að kaupa 3 jarðarber? Hví þarf ég að kaupa 30? Ég verð bara dapur að hugsa um öll þessi bláber sem er hent því þeim er pakkað saman í alltof stórum öskjum og þá kostar pakkinn alveg 500-700 kr., auðvitað alltof mikið ef maður vill bara bragðbæta smoothies eða álíka.

Svo er það blessaða nautahakkið, alltaf í 500 gr. pökkum, sama magn, óháð framleiðanda. Sama með kjúklingabringurnar, 4 bringur í pakka, óháð framleiðanda, og öllum pakkað í sömu umbúðir meira að segja.

Og þá er það salatið. Alltaf í einhverjum risapokum einsog maður sé alltaf með 6 manns í mat hjá sér. Er oft bara með 2 eða 3, og þá klárast kannski bara tæp 1/3 af salatpokanum. Maður kaupir aldrei salat út úr búð útaf því, því ef ég geri það þá enda ég á að henda rúmlega helmningnum í ruslið.

Svo er skondið að sjá chilli einhverjar 5-6 saman í pakkningum, einsog maður sé að elda chilli veislu fyrir 50 manns. Hví er ekki hægt að kaupa EINN chilli? Maður þarf bara smá bút af einum chilli til að matur verði anskoti sterkur.

Svo hef ég aldrei skilið afhverju matvöruverslanir sem selja heitan grillaðan kjúkling, einsog t.d. Krónan, geta ekki drullast til að vera með franskar kartöflur með.

En já, ég hef komist að því að það er bara ekki mjög ódýrt að kaupa mat út úr búð miðað við t.d. veitingastaði, þ.e. vilji maður ekki borða sama mat fimm daga í röð.

Edited by appel

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.