Sign in to follow this  
Followers 0
sóla

Sultugerð

10 posts in this topic

Jæja þá er mín búin að gera bæði bláberja og rifsberjahlaup.

Á eftir að ráðast á rabarbarann í garðinum og svo stela :ph34r: sólberjum einhversstaðar.

Það skal verða til nóg af sultu með ostunum hjá mér og mínum í vetur :flower4:

Share this post


Link to post
Share on other sites

Váá, rosa ertu myndarleg, á ekki að skella uppskriftunum inn. Væri alveg til í að sjá uppskrift að bláberjasultu.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ég var með ca 2 kg af blandi af blá og aðalbláberjum og svona gerði ég.

2 kg af berjunum í pott

500 gr af sykri í pottinn

Hleypti upp suðunni

Þegar berin vour byrjuð að sjóða sundur setti ég eitt blátt bréf af Melatin (sultuhleypir).

Hrærði vel.

Lét svo malla þar til mér fannst þetta vera orðið hæfilega maukað. Ég vil hafa heilleg ber innanum.

Hellti í krukkur sem ég var búin að skola innan með Benson-nat (hreinsiefni) og setti lokin strax á.

Set engin rotvarnarefni í sjálfa sultuna. Ef henni er hellt sjóðandi heitri í krukkurnar og lokin sett strax á þá lofttæmast þær og sultan geymist vel.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Uhhmmm hljómar vel, kanski maður ætti að íhuga að skella sér í sultugerð.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Jæja þá er mín búin að gera bæði bláberja og rifsberjahlaup.

Á eftir að ráðast á rabarbarann í garðinum og svo stela :ph34r: sólberjum einhversstaðar.

Það skal verða til nóg af sultu með ostunum hjá mér og mínum í vetur  :rolleyes:

Þú verður að fá þér göngutúr um nágrennið einhverja nóttina og athuga hvort þú finnir ekki Sólber :)

Þú gætir líka skrifað í velvakanda á Mogganum það eru örugglega margir sem geta útvegað Sólber :love:

Share this post


Link to post
Share on other sites

Þú verður að fá þér göngutúr um nágrennið einhverja nóttina og athuga hvort þú finnir ekki Sólber :rolleyes:

Þú gætir líka skrifað í velvakanda á Mogganum það eru örugglega margir sem geta útvegað Sólber :rolleyes:

Sjáiði mig ekki í anda með bankaræningja lambhúshettu :ph34r: með vasaljós í annarri hendinni og körfu í hinni, skríðandi um runna í einkagörðum borgarinnar :lol:

Share this post


Link to post
Share on other sites

Sjáiði mig ekki í anda með bankaræningja lambhúshettu  :ph34r: með vasaljós í annarri hendinni og körfu í hinni, skríðandi um runna í einkagörðum borgarinnar :rolleyes:

:rolleyes::lol::stressed:

Share this post


Link to post
Share on other sites

Veit einhver hvernig á að búa til krækiberjasultu? Er það bara sama aðferð og við bláberin, eins og lýst var hér að ofan?

Er "Black currant" sultan, sem er víða til, sama og krækiberjasulta? Tölvuorðabókin segir að krækiber sé "Northern Crowberry". Ég hef aldrei séð (hvorki hér né erlendis) Northern Crowberry Jam/Marmelade til sölu. Veð ég í villu?

Share this post


Link to post
Share on other sites
Veit einhver hvernig á að búa til krækiberjasultu? Er það bara sama aðferð og við bláberin, eins og lýst var hér að ofan?

Er "Black currant" sultan, sem er víða til, sama og krækiberjasulta? Tölvuorðabókin segir að krækiber sé "Northern Crowberry". Ég hef aldrei séð (hvorki hér né erlendis) Northern Crowberry Jam/Marmelade til sölu. Veð ég í villu?

Neh - orðabókin í tölvunni hjá mér segir að "blackcurrant" sé sólber. Aldrei að vita nema útlendingar borði ekki krækiber? Útlendingar eru nú svo vitlausir - flestir hrækja útúr sér bláum ópal ef þeir fá að smakka hann <_<.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Veit einhver hvernig á að búa til krækiberjasultu? Er það bara sama aðferð og við bláberin, eins og lýst var hér að ofan?

Er "Black currant" sultan, sem er víða til, sama og krækiberjasulta? Tölvuorðabókin segir að krækiber sé "Northern Crowberry". Ég hef aldrei séð (hvorki hér né erlendis) Northern Crowberry Jam/Marmelade til sölu. Veð ég í villu?

Ég myndi frekar gera saft úr krækiberjunum og svo hlaup úr saftinni. Bláberin eru kjötmeiri en krækiber. Inní krækiberjunum eru bara fræ og safi.

Þá er soðið upp á berjunum, þau sprengd og svo er þessu ausið upp í sýju og saftin látin leka úr hratinu. Gjarnan yfir nótt.

Svo er soðið upp á saftinni, sykur saman við og sultuhleypir. Ætli 500 gr af sykri sé ekki nótí móti hverjum lítra af saft.. Helt heitu í krukkur og lokið skrúfað strax á.

Namm nú langar mig í krækiberjahlaup líka.

:rolleyes:

Share this post


Link to post
Share on other sites
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.