Sign in to follow this  
Followers 0
Ingimundur Kjarval

Bústaðir í geimnum, hönnunartillaga.

199 posts in this topic

Hvað á þessi geimstöð að gera? Þarftu ekki að senda allar vistir frá jörðu hvort sem er? Það er ekki einsog geimstöð fljótandi í geimi geti framleitt eitthvað.

Gera lengri ferðir mögulegar. Ég sé ekki hvernig það á að halda úti reglulegum ferðalögum út í sólkerfið öðruvísi. Það verður ekki gert með því að skjóta fólki á loft frá jörðu í sama farartæki og á að ferja það til annara reikistjarna. Það þarf millistopp.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Gera lengri ferðir mögulegar. Ég sé ekki hvernig það á að halda úti reglulegum ferðalögum út í sólkerfið öðruvísi. Það verður ekki gert með því að skjóta fólki á loft frá jörðu í sama farartæki og á að ferja það til annara reikistjarna. Það þarf millistopp.

Lastu ekki póstinn minn um Mars Cyclerinn?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Lastu ekki póstinn minn um Mars Cyclerinn?

Jú akkúrat. Það er geimstöð á sólbraut sem er einn möguleiki.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Jú akkúrat. Það er geimstöð á sólbraut sem er einn möguleiki.

Nei, þú skilur ekki. Mars-cycler fer fram og til baka milli jarðar og mars. Þessi mars-cycler gæti verið stórt geimskip með stóru rými, gerviþyngdarafli, o.s.frv. En þú notar þyngdarkraft plánetanna til þess að slingshotta farinu alltaf á milli, þannig að þú þarft ekkert eldsneyti, nema smá til að stabilisa og gera leiðréttingar á stefnu.

Eina sem þú þarft að senda út í geim er fólkið, og vistir.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Jú ég skil þetta mjög vel. Geimstöð sem er sett saman úti í geimi og svífur á ákveðinni braut um sólu. Hún er ekki geimfar sem fer frá A til B og búið.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Hvað á þessi geimstöð að gera? Þarftu ekki að senda allar vistir frá jörðu hvort sem er? Það er ekki einsog geimstöð fljótandi í geimi geti framleitt eitthvað.

Hvers vegna í ósköpunum að fara til Mars? Hugmyndin er að bústaðir í geimnum gætu verið sjálfbær, búið til eigin orku, framleitt allt sem þeir þurfa og búið til fleiri bústaði og þar með numið geiminn. Best að byrja í sporbaug í kringum jörðina, svo sólina og áfram. Rugl að hugsa um Mars sem einhvern áfangastað á þessu stigi. Málið að komast sem ódýrast út í geiminn, koma sér fyrir og þá má hugsa lengra. Getum hugsað okkur þetta eins og landnám hvíta mannsins í Ameríku, byrjaði á austurströndinni.

Ég tel mig vera búinn að leysa hönnuna á slíkum bústað, ekki pulsuhugmyndina sjálfa, hún gömul, heldur hvernig hún er búinn til úr einskonar segldúk, ekki séð það annarsstaðar.

Síðan er hvernig á að komast sem ódýrast út í geiminn, ég með hugmyndir að geimstöð sem ég veit ekki einusinni hvort ganga upp. Geimstöð í lágum sporbaug með streng út í geiminn og að jörðinni. Annað hvort að skjóta upp geimfari með raffallbyssu sem gæti svo tengst við þennan streng sem hangir niður, eða að skutlu yrði flogið upp á flugvél sem væri knúin rafhreiflum sem fengu rafmagnið frá laser geislum frá jörðinni, einskonar sólarcellur undir vængjunum sem gætu tekið við orkunni, geislinn frá jörðiinn myndi elta flugvélina og stöðugt hlaða hana (flugvélin flygi jú bara í hringi). Hvað svona flugvél kæmist hátt í andrúmsloftinu veit ég bara ekki, annarra að reikna út, þess vegna þessa geimvisindastofnun í Keflavík.

Geimskutlan myndi svo fara í gang þegar flugvélin hefur náð hæstu hæð (með því að fljúga í hringi upp og frá orkuna senda til sín). Skutlan myndi svo fljúga síðasta spölin að strengnum sem hangir niður. Tengjast strengnum (auðveldlega leyst tækniatriði) og vera dregin upp að geimstöðinni þar sem hún yrði tæmd og gæti svo flogið aftur til jarðar og lent á flugvellinum.

Eða eins og ég segi, eina vitlausa hugmyndin, sú ekki hefur verið hugsuð, málið að koma vöru sem ódýrast út í geiminn og þá til jarðar hvernig sem það yrði gert.

Ég er ekki að segja að þetta geti virkað, en eitthvað svona verður að hugsa upp til þess að gera tilveru okkar í geimnum mögulega, geimlyftan ekki raunverulegur möguleiki að mínu mati, en hvað veit ég.

Eitt smáatriði sem ég hef hugsað um. Hvorki geimskutlan né þessi flugvél þyrfti að vera með lendingarstell ,skutlan til þess að lenda og flugvélin til þess að fara í loftið og lenda aftur. Sérstök kerra sem myndi keyra eftir flugvellinum þangað til flugvélin væri á nógum hraða til þess að fara í loftið og svo lenda aftur á þessari kerru. Kerran færi þá eftir flugvellinum á lendingarhraða flugvélarinnar og hún lenti á kerrunni (auðveldlega leysanlegt tækniatriði).

Svona mætti auðvitað hanna farþegaflugvélar, sleppa lendingastellinu, sparaði jú ótŕúlega mikið í þyngd. Mætti auðveldlega hanna slíka vél svo að hún gæti magalent í neyð, samanber svifflugvélar. Væri gaman að sjá hvað svoleiðis vél gæti sparað í þyngd, eitthvað sem svona vísindastofnun á Keflavík gæti gert og jafnvel fengið einkaleifi fyrir, orðið sjálfbær.

Svona geimvísindastofnun gæti nefnilega staflað upp einkaleifum og orðið sjálfbǽr, hægt að hafa tekjur af menntun og tækniþróun. Og ekki bara í því sem tengist bara geimnum, heldur hluti sem tengist tækniframförum á jörðinn. Tildæmis með því að hugsa um hvernig á að komast sem ódýrast út í geiminn, væri hægt að endurbæta farþegaflutninga á jörðinni. Icelandair gæti svo notað þessa stofnun sem auglýsingu með því að styrkja hana.

Edited by Ingimundur Kjarval

Share this post


Link to post
Share on other sites

Fyrst að framleiðslu í geimnum bar á góma þá verð ég lika að benda á að geimstöð í grennd við Tunglið eða t.d. á L2-punkti í kerfi Jarðar og Sólar væri mjög heppileg til þess að styðja við námavinnslu á smástirnum. Við getum ekki lagst í eitthvað stórt landnám í geimnum með því að treysta á að skjóta öllu sem þarf frá Jörðu. Forsenda fyrir stórum nýlendum á öðrum stöðu í sólkerfinu er að byggja upp framleiðslu í geimnum þannig að það þurfi ekki að senda annað en geimfarana sjálfa í lágmarkshylki. Dýrasti og erfiðasti þröskuldurinn á öllum geimferðum er að sleppa úr þyngdarbrunni Jarðar þannig að það er lykilatriði að draga úr þeim massa sem þarf að skjóta á loft.

Edited by Mastro Titta

Share this post


Link to post
Share on other sites

Fyrst að framleiðslu í geimnum bar á góma þá verð ég lika að benda á að geimstöð í grennd við Tunglið eða t.d. á L2-punkti í kerfi Jarðar og Sólar væri mjög heppileg til þess að styðja við námavinnslu á smástirnum.

Sammála, eitthvað í þessa áttina, ekki að fara yfir lækinn til þess að ná í vatnið.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ef maður hugsar þetta í samhengi við heimspólitíkina, þá til býsna mikils að vinna fyrir þann aðila sem kemur upp þessum nauðsynlega infrastrúktur í geimnum sem þarf til að þjónusta langferðir til Mars og annara staða. Sá aðili yrði allsráðandi í sólkerfinu líkt og Bretar byggðu sitt heimsveldi á að ráða yfir höfunum. Það er bara spurning hver sá aðili verður og hvort að það verður ríki, alþjóðastofnun eða einhvers konar einkaaðilar.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Sammála, eitthvað í þessa áttina, ekki að fara yfir lækinn til þess að ná í vatnið.

Mars er lækurinn, þar er vatnið, kolefnið, málmarnir og annað sem þarf til að búa til byggilegan stað fyrir menn til langstíma. Það er ekki verið að fara yfir lækinn það er verið að fara að honum því þar er vatnið.

Lífhvolf eins og þetta

http://www.ted.com/talks/jane_poynter_life_in_biosphere_2.html

95995_389x292.jpg

er það sem þyrfti til að sjá jafnvel litlum hópi geymfara fyrir því sem þeir þurfa til langstíma. Í pylsuhvolinu eða einhverri annar geimstöð þyrfti að taka allt með. Á Mars væri hægt að nota það sem er fáanlegt á staðnum til að byggja og reka lang, lang stærstan hluta þess sem þarf í slíkt lífhvolf.

Veit ég sannfæri þig ekki um eitt né neitt en skil samt ekki af hverju bóndanum þykir ekki vænlegt að setja upp bú þar sem hægt er að nálgast flest það sem vantar í nágreninu frekar en þar sem þarf að panta allt með geimflaug úr kaupstað.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ég held að þessu sé reyndar öfugt farið og að það sé auðveldara að afla hráefna með námavinnslu á smástirnum heldur en á Mars. Mun auðveldari tilfæringar í þyngdarleysi heldur en að festa sig í þyngdarbrunni á Mars.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ég held að þessu sé reyndar öfugt farið og að það sé auðveldara að afla hráefna með námavinnslu á smástirnum heldur en á Mars. Mun auðveldari tilfæringar í þyngdarleysi heldur en að festa sig í þyngdarbrunni á Mars.

Á mars er hægt að nota útfærslu á allri þeirri námavinnslu sem við þekkjum af jörðinni, nema hvað sú vinna verður drýgri af því að þyndgaraflið er bara þriðjungur af því sem það er á jörðinni.

Það er hægt að byggja hella og jarðhús með einföldum hætti, breiða úr sér með sólarsellum til orkuöflunar, grafa sig í jörð til að standa af sér sólgos alls kyns hlutir sem væru óhenntugri á þyndgarlausum smástirnum þar sem allt þyrfti að gera með eldflaugum.

Vandinn við Mars er vissulega sá að þangað er langt að fara og tekur tíma að byggja upp þá innviði sem sæmilega sjálfbær nýlenda þyrfti en þegar hún væri kominn væri líka allt mun þjálla en það væri í geimstöð eða á smástirni.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Á mars er hægt að nota útfærslu á allri þeirri námavinnslu sem við þekkjum af jörðinni, nema hvað sú vinna verður drýgri af því að þyndgaraflið er bara þriðjungur af því sem það er á jörðinni.

Það er hægt að byggja hella og jarðhús með einföldum hætti, breiða úr sér með sólarsellum til orkuöflunar, grafa sig í jörð til að standa af sér sólgos alls kyns hlutir sem væru óhenntugri á þyndgarlausum smástirnum þar sem allt þyrfti að gera með eldflaugum.

Vandinn við Mars er vissulega sá að þangað er langt að fara og tekur tíma að byggja upp þá innviði sem sæmilega sjálfbær nýlenda þyrfti en þegar hún væri kominn væri líka allt mun þjálla en það væri í geimstöð eða á smástirni.

Já vissulega. Ég er sammála um að endamarkmiðið er sjálfbær nýlenda á Mars (og víðar) en það er spurning hvaða leið er best að fara þangað. Það er sjálfsagt hægt að útfæra svona ævintýri eins og Mars One sem byggir á að senda einhver smáhylki beint frá Jörðu á hrjóstuga plánetu þar sem ekkert bíður landnemanna og þeir þurfa að treysta á birgðasendingar frá Jörðu. Líklegra til árangurs er að byggja upp infrastrúktúrinn í útgeimi fyrst sem auðveldar flutninga til og frá Mars.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Veit það ekki þessar geimstöðvar hugmyndir er svona eins og hugmyndir forseta vors um að allar norðurhafs siglingar leggi á sig krók og komi til hafnar á Íslandi til, tja veit eiginlega ekki hvers, kaupa sér pylsu kannski, umskipa einhverju af varningi eða mögulega skipta um áhöfn.

Þyrfti að vera mjög verulegur ávinningur af því til að réttlæta að þurfa að taka á sig krók, leggjast að bryggju sem er flókið og áhættusamt í geimnum, starta og stoppa.

Það væri helst ef það væri hægt að vinna vatn, og svo vetni og súrefni sem eldsneyti úr ís á einhverjum smástjörnum sem þetta gæti farið að borga sig. Annars verður þetta bara eins og stórskipaferðir sem reyna að sigla sem mest beina leið frá A til B án þess að taka á sig krók til smáhafna af þarflitlu.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Þetta er frekar eins flugvöllur eða lestarstöð þar sem við skiptum úr einum fararmáta í annan, eða bara bensínstöð. Í staðinn fyrir að eyða ógeðslega miklu púðri í skjóta massa eins og eldsneyti og vatni upp úr djúpum þyngdarbrunni Jarðar er hægt að afla þessara hluta með námavinnslu á smástirnum. Það getur ómögulega gengið upp til lengri tíma að birgðir til t.d. Marsnýlendu séu sendar frá Jörðinni.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ég myndi segja að stóra markmið mannkynsins væri að geo-engineera mars, terraforma mars, gera lofthjúpinn þykkari.

Það þarf ekki að taka langan tíma, 5-10 kynslóðir. Fyrsta markmiðið væri að gera lofthjúpinn nægilega þykkan, fyrir ofan Armstrong-skilin, sem myndi gera okkur kleift að vera á Mars án þess að hafa áhyggjur af loftþrýstingi, þannig gætum við unnið á Mars eingöngu í hlýjum galla með súrefnisgrímu. Við það eykst framleiðni og áhætta minnkar. (það þyrfti að auka loftþrýsting úr c.a. 0.087 psi í 5.0 psi svo það væri nægilega gott)

Það er alveg hægt að nýta loftsteina úr loftsteinabeltinu í námavinnslu, en stóra markmið mannkynsins hlýtur alltaf að vera það að eigna sér Mars sem vistvænlega plánetu.

Mars er áfangastaðurinn og markmiðið.

Málið er að það er allt á Mars til að gera þetta, eina sem þarf að taka með sér frá Jörðu eru tól og tæki, en efnin eru öll þarna.

Edited by appel

Share this post


Link to post
Share on other sites

http://news.nationalgeographic.com/news/2014/03/140306-space-elevator-partial-orbit-science/

Ég kom með hugmynd hérna sem ég hafði ekki séð annars staðar, vissi auðvitað um Clark lyftuna sem er fest við jörðina og teigir sig út í geiminn. En þegar maður byrjar að pæla í sþeim tærðum og vegalengdum virðist það ekki framkvæmanlegt. Ég fékk þessa hugmynd út frá geimstöðinni, gerði mér grein fyrir hvað hún er nálægt jörðinni og þarf að fara hratt í kringum jörðina til þess haldast á sporbaug. Líka að hún er svo neðarlega að það þarf að ýta henni upp á stundum vegna viðnáms við andrúmsloftisins. Örugglega búið að hugsa ótengda geimlyftu annars staðar, bara að ég hafði ekki séð hugmyndina, fékk hana upp á mína eigin.

Helstu viðbrögðin hér voru svo að skjóta þetta niður, ekki vissi ég að Feu væri hálærður geim-verkfræðingur en fékk að vita frá Feu, hver vegna þetta væri bull. Fann þessa grein í National Geoprapic fyrir slysni í gærkvöldi og þessi hugmynd þar. Það sem er meira, tölurnar sem þar er hugsuð um sparnaðinn í orku nokkuð nálægt minni niðurstöðu. Talað um 40%, miklu meira ef að hægt væri að framleiða orku í þessari geimlyftu, ég hafði hugsa um kjarnorkuver og skrifað um það.

Í þessu karpi við Feu meðal annars, hélt ég því fram að ég teldi mig hafa sérstaka hæfileika að sjá hið mögulega þó ég sé engin sérfræðingur í einu eða neinu, ég væri bara þannig. Þessi grein sýnir svo að ég var ekki að pæla út í loftið, raunveruleiki á bak við.

Sem leiðir að öðru, upphaflegu hugmyndinni á þessum þræði um að byggja bústaði í geimnum og trú minni að við verðum sem mannkyn að einbeita okkur að þvi, annars munum við tortíma okkur, ef ekki út af Úkraínu þá í einhverri annarri vitleysu. Ég hef talað um að það eigi að stofna geimvísindastofnun á Íslandi, Keflavík góðut staður, einkaleifi sem slík stofnun gæti aflað jafnvel staðið undir kostnaði.

En auðvitað, engin hlustar, ganga bara út frá því að ég sé einn sérvitingurinn. Allt í lagi betra að hugsa rétt, þó að engin hlusti, en að rugla og vera hampað af heiminum eins og Forsetanum með veðrið, eða er honum ekki hampað lengur?

Manni getur samt sárnað segi ég bara. Sagði ekki einhver, að henda perlum fyrir svín :-) Alla veganna, ég á réttum kúrs með þessa lausu geimlyftu, Feu, núna máttu biðjast afsökunar á að hafa ekki séð það.

Ekki að ég geti kvartað, get stundað minn búskap, ræktað mitt búfé og gert mitt, bara að stundum finnst manni að það hefði verið gaman að vera hampað af heiminum.

En auðvitað, hefur að gera með hið skítlega eðli í okkur Íslendingum yfirleitt, kallað "Jante loven" annars staðar. Ég mun svo halda áfram að skrifa hér af öllum lífs og sálar kröftum, passar vel við búskapinn og það sem ég er að gera hér, tel mig vera að gera góða hluti.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Þetta kom til mín í draumi í nótt, eða um leið og ég vaknaði, flækst fyrir mér hvernig ætti að koma þessu fyrir í geimnum, ekkert gaman að vera með dúkdrusslu í geimnum og reyna að koma réttu lagi á hana svo að hægt sé að láta hana snúast og gera þyngdarafl innaná sér.

Mjög einföld lausn, pulsan mörg stykki sem eru svo saumuð eða brædd saman, einfalt tækniatriði.

Hugsum okkur bút úr þessari pulsu á jörðinni. Brotin saman og settur í eldflaug og skotið út í geiminn. Á bútinn eru saumaðar einskonar dekkjablöðrur, dælt í þær lofti út í geimnum og dúkurinn tekur á sig rétta mynd alveg eins og björgunarbátur.

Það eina sem þarf svo, að fá réttan snúning á allt til þess að búa til rétt þyngdarafl innan á dúkknum. Síðan er hægt að skjóta mörgum bútum út í geiminn og sauma eða bræða þá saman að vild, margra kílómetra langa pulsu, sem í gætu þá verið þúsundir ef ekki milljónir manna í þúsundum ef ekki milljónum pulsna á sporbaug um jörðina ef ekki bara sólina, ótatakmarkað pláss fyrir óendanlega marga um alla framtið!

Ég trúi að þetta sé framtíðin og að það eigi að stofna vísinda- tækni stofnun á Íslandi, má nota Keflavíkurflugvöll, til þess að vinna að þessu. Nemendur myndu koma allstaðar frá úr heiminum og orðið tekjulind fyrir Ísland og menntastofnanir á Íslandi. Ætla að bjóða mig fram til Forseta til þess að vinna að þessu. inlove.gif

Rugl að ætla að koma sér fyrir á plánetum með vitlausu þyngdarafli eins og Mars eða þá bara tunglinu. Allt í lagi að ná i hráefni á þessa staði, smástirnum lofteinum eða hvar sem er. Gengur bara ekki upp að koma sér fyrir nema plánetan sé alveg eins og jörðin.

Edited by Ingimundur Kjarval

Share this post


Link to post
Share on other sites

Eins og ég sagði við konuna, ef þeir gátu smíðað Brooklyn brúnna þá er hægt að setja svona bústað saman út í geimnum, verður bara að prófa sig áfram með stærðirnar, efni og annað. Ef að þið teljið að svona dúkur geti ekki haldið bæði þyngdaraflinu og loftþrýstingnum í geimnum, þá yrði hann í mörgum lögum og bil á milli, loftþrýstingnum jafnað á milli laganna og jafnvel mismunandi lofttegundir eða þéttari efni á milli til þess að stöðva geislun. Jarðlag innan á pulsunni og ræktun þar. Einnig ef að pulsan er í mörgum lögum þá myndi loftsteinn eyðileggja minna, fara í gegnum lögin og fljótandi tappar á milli þeirra laga sem stöðvaði útstreymið, en þetta aðeins einföld tæknivandamál.

Hugmyndafræðin á bak við að mannkynið þarf alltaf meira pláss. Þó að það sé kannski pláss fyrir helmingi fleiri af okkur á jörðinni, kemur að því að það verður ekki pláss. Verra, að okkur finnist ekki nógu mikið pláss og þá voðinn vís. Ef að mannkynið allt einbeitti sér að þessari framtíð, að leysa tæknivandamál og annað, yrði friður í heiminum að mínu áliti.

Ég er á því að alþjóðlega geimstöðin hafi þannig áhrif.

Svo mín hugmynd að Ísland gæti verið ágætis staður að hafa mennta-tækni stofnun sem ynni að hugmyndum um hvernig ætti að framkvæma þetta. Einnig hugmyndafræðinni á bak við, hvernig á að reka svona þjóðfélög etc. etc. Færa þetta af sviði vísindaskáldsögunnar yfir í raunveruleika framtíðarinnar.

Eitt sem ég hef ekki minnst á, ef að nógu stór loftsteinn rekst á jörðina gæti hann útrýmt okkur. Ef að við erum í geimum, meiri líkur á því að við komust af. Ef að ísöld er á leiðinni, meiri líkur á að menning okkar kæmist af ef að við höfum komið okkur fyrir í geimnum.

En það sem skiptir mestu máli, meiri líkur á friði ef að mannkynið allt einbeitir sér að þessu í staðinn fyrir að drepa hvert annað. Eitt sem við vitum, tækninþróunin heldur áfram samkvæmt sínum eigin náttúrulögmálum, með því að vinna að þessu er líklegra að við getum komið henni í farveg þar sem hún eyðileggur okkur ekki.

Edited by Ingimundur Kjarval

Share this post


Link to post
Share on other sites

Mannkynið þarf að skilja hvað orka er.

Það er sambandið á milli hreifingar og kyrrstöðu.

Það þýðir ákveðna sjálfbærni.

Lokað vistkerfi.

Allt er endurunnið og endurskipulagt.

Allt er raunverulega hringrás.

Þar fyrir uta byggðist svona á ofur gerfigreind og vélmennum sem ynnu verkin í geimnum.

Jörðin elur til dæmis af sér ákveðið magn af lífmassa. Mannkynið er síðan einhver prósenta af þeim lífmassa.

Það er einfaldlega staðreind.

Edited by afleiða

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.