Sign in to follow this  
Followers 0
Skrolli

GíslaMarteins-show!

119 posts in this topic

Þeir sem fylgdust með Sunnudagsmorgni í morgun voru ekki í vafa um hvern þessi þáttur snýst.

Gísli Marteinn var með Sigmund Davíð, forsætisráðherra, í viðtali.

Svona til að gera langa sögu stutta, þá var GM alveg fyrirmunað að spyrja nokkurra spurninga án þess að bíða eftir svari, hann spurði annað hvort leiðandi spurninga eða hélt einhverju fram og bað um samþykki. Hann spurði t.a.m. engra opinna spurninga.

Það var eiginlega of pínlegt að horfa á þetta viðtal. Aulahrollurinn hríslaðist stanslaust um mann.

Í guðanna bænum taktu þig á Gísli Marteinn!

Talandi sem Sjálfstæðismaður þá verð ég að viðurkenna að þetta var afspyrnuléleg frammistaða hjá Gísla. Ég hef kannast við Gísla lengi og hann á það til að missa sig, og þarna gerði hann það illilega.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Þessi árekstur sem þarna varð er eiginlega holdgervingur á þeim árekstri sem ég hef upplifað hér á vefnum í umræðum um þjóðhagsleg hagsmunamál.. ja, rétt eins og um landbúnað.

Gísli er gegnheill gutti og skilur bara alls ekki eitt eða neitt í þessu. Rétt eins og hann sagði sjálfur, "hvers vegna menn megi ekki flytja inn ódýrari osta frá Evrópu" með miklum sauðs-svip.

Eins skildi Gísli ekki þá samsvörun á erlendri fjárfestingu og erlendri lántöku.

Tek fram að bæði þessi atriði hef ég ítrekað rætt um hérna og rétt eins og með Gísla, með algjörlega engum skilningi sem endurspeglast í tómum augum.

Rökhyggja Gísla er mjög ábótavant. Sigmundur tætti í sundur málflutning Gísla sem réttilega var litaður af hans eigin skoðunum og túlkunum, flestar mjög barnalegar í gutta-gervi.

Veit að sumir eru hægt og rólega að skilja hvað gjaldeyrissparandi greinar geri fyrir landið, en Gísli skilur það ekki.. frekar en að hann skilji líkindin í erlendri skuldsetningu og erlendri fjárfestingu hérna.

Verð að játa að ég set upp sama sauðssvipinn þegar kemur að landbúnaðarmálunum. Öll aðföng fyrir lanbúnað, vélar, olíur, mikið af fóðri, áburður lyf osrfv er innfluttur með tilheyrandi gjaldeyriskostnaði. Í greininni starfa 4000 þúsund manns beint og um 10000 þegar afleidd störf eru talin með. http://hhi.hi.is/sites/hhi.hi.is/files/C-Series/2009/C09_01.pdf

Þetta er sem sagt fámenn atvinnugrein sem byggist á mikið til á innfluttum aðföngum sem allur þorri landsmanna niðurgreiðir beint og tekur svo aftur upp veskið þegar kemur að því að kaupa landbúnaðarvörur.

Það er heldur ekki eins og íslenskur landbúnaður myndi leggjast af ef innflutningur væri rýmkaður. Hesta, hobbý og ferðaþjónustubændur myndi engu tapa. Þeir sem framleiða gæðavöru, lambakjöt, sumar mjólkurvörur og sumt grænmeti myndu áfram hafa það af með því að selja sitt sem hágæðavörur.

Þeir einu sem myndu líklega leggjast af eru búskussar og ósmakeppnishæfi verksmiðjubú.

Er það verjandi að halda öllu landinu í fjötrum til að verja kannski þriðjung bændastéttarinnar?

PS: að efni þráðarins. Þetta kemur þetta ekki á óvart, Gísli Marteinn er dáldið fastur í Morfísgírnum þegar kemur að viðtalstækni og SDG er hrokafullur kjáni. Held ég leggi ekki í að horfa á þá takast á enda mun ekkert koma á óvart.

Edited by Breyskur

Share this post


Link to post
Share on other sites

Málið er eins og Sigmundur sagði.. við erum að spara 40-50miljarða á ári með því að framleiða þetta sjálf. Líklegast á hann samt við brúttótölur í innflutningi.

Annað sem ber að minnast á er að næstum öll þróuð lönd sem framleiða landbúnaðarafurðir niðurgreiða þær á einn eða annan hátt.

Þess vegna er verðið sem við borgum fyrir innflutt niðurgreitt að hluta. Svo ef við ætlum að reikna allt saman, þá getum við ekki gert eins og menn viðskiptalífsins þarna á fundinum, og reiknað þetta út 1:1 í krónum og Evrum.

Það er ekki bara beinn gjaldeyrissparnaður sem margfaldast upp í krónutölum, heldur líka helst svipaður kostnaður áfram, því eftir sem áður þarf að nýta þessi lönd á einn eða annan hátt og fólkið sem hefur vinnu af þessu í dag, þarf á annari vinnu að halda osfv.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Málið er eins og Sigmundur sagði.. við erum að spara 40-50miljarða á ári með því að framleiða þetta sjálf. Líklegast á hann samt við brúttótölur í innflutningi.

Annað sem ber að minnast á er að næstum öll þróuð lönd sem framleiða landbúnaðarafurðir niðurgreiða þær á einn eða annan hátt.

Þess vegna er verðið sem við borgum fyrir innflutt niðurgreitt að hluta. Svo ef við ætlum að reikna allt saman, þá getum við ekki gert eins og menn viðskiptalífsins þarna á fundinum, og reiknað þetta út 1:1 í krónum og Evrum.

Það er ekki bara beinn gjaldeyrissparnaður sem margfaldast upp í krónutölum, heldur líka helst svipaður kostnaður áfram, því eftir sem áður þarf að nýta þessi lönd á einn eða annan hátt og fólkið sem hefur vinnu af þessu í dag, þarf á annari vinnu að halda osfv.

Og gleymum ekki öryggis þættinum í því að rækta sjálfur matinn ofan í sig.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Þessi árekstur sem þarna varð er eiginlega holdgervingur á þeim árekstri sem ég hef upplifað hér á vefnum í umræðum um þjóðhagsleg hagsmunamál.. ja, rétt eins og um landbúnað.

Gísli er gegnheill gutti og skilur bara alls ekki eitt eða neitt í þessu. Rétt eins og hann sagði sjálfur, "hvers vegna menn megi ekki flytja inn ódýrari osta frá Evrópu" með miklum sauðs-svip.

Eins skildi Gísli ekki þá samsvörun á erlendri fjárfestingu og erlendri lántöku.

Tek fram að bæði þessi atriði hef ég ítrekað rætt um hérna og rétt eins og með Gísla, með algjörlega engum skilningi sem endurspeglast í tómum augum.

Rökhyggja Gísla er mjög ábótavant. Sigmundur tætti í sundur málflutning Gísla sem réttilega var litaður af hans eigin skoðunum og túlkunum, flestar mjög barnalegar í gutta-gervi.

Veit að sumir eru hægt og rólega að skilja hvað gjaldeyrissparandi greinar geri fyrir landið, en Gísli skilur það ekki.. frekar en að hann skilji líkindin í erlendri skuldsetningu og erlendri fjárfestingu hérna.

Algerlega sammála 100%.

Tók eftir þessu sama og merkilegt hvernig fólk sér þetta ekki.

Eftir að hafa lesið innlegg þín hér með gjaldeyri innflutning ofl. sé ég osthafana bara allt öðrum augum. Eða, má kalla þá osthafa?

Það er einmitt málið með stuttbuxnaguttana að þeir vilja opna allar viðskipta gáttir án hafta. Hjá þeim eru tollar og skattar eitthvað djöfullíki. En tollar í löndum eins og Japan eru til að vernda stóra hluta þjóðarinnar. Tollar eru einmitt til þess gerðir að vernda innanlandsstarfsemina.

Og ansi margir borgarbúar eru þannig innstilltir að þeir myndu glaðir greiða atkvæði með útrýmingu landbúnaðarins. Af því þá fengju þeir Franska osta eða whatever.

Edited by drCronex

Share this post


Link to post
Share on other sites

Sigmundur Davíð stóð sig vel sem Stjórmálamaður og spyrill. Gísli Marteinn líka. Viðtalið var mjög grautarlegt og ég spái því að margir muni skoða viðtalið aftur og aftur til að greina grautinn.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Það er svona fólk sem við þurfum á að halda til að leiða þjóðina fram af bjargbrúninni. Betra fyrr en seinna!

Share this post


Link to post
Share on other sites

Feu, þú ert að verja það að Sigmundur eigi að fá að níða niður menn með mjög harðorðum skeytum, ef þeir eru bara ekki nafngreindir.

Þetta er tækni sem Davíð Oddsson fullkomnaði.

Það var augljóst að Sigmundur var að beina mjög óvæginni gagnrýni sinni á Þórólf Matthíasson. Gagnrýnin er ekkiert kurteisar þó svo Þórólfur sé ekki nafngreindur, þegar augljóst er við hvern er átt.

Það að þú skulir meira að segja verja þetta útspil Simma sýnir mér að þú ert ekki fær um að meta þetta viðtal hlutlaust.

Það er svo sem alveg rétt að Gísli var ekkert brillera, en hann var þó bara að reyna að vinna vinnuna sína.


...

Það er stundum sagt að maður eigi ekki að deila við tröll.. sá sem það gerir setur niður við það hvernig sem á er tekið og hvernig sem þróast. Hugsa að alveg sama hvernig Sigmundur hefði reynt að snúa sér út úr þessu "stuði" hans Gísla.. Gísli hefði ekkert gefist upp við það og skíturinn loðað við báða jafnt sem áður. Gísli byrjar með að vitna í "heyrst hefur.." og bakkar út úr því og segir, "sér" þykir Eyjan vera Framsóknarmiðill. Hmmmm... Karl Th. Birgisson ritstjóri Eyjunnar er að því er mig minnir Samspillingarpési sem og langflestir pennar Eyjunnar sbr. Egil Helga ofl. enda varð Sigmundur hvumsa við þessu brilliant "mati" Gísla..

Sigmundur svarar einmitt að það sé ekki búið að ákveða þetta. Það séu bæði með rök og móti rök í þessu máli. Aftur eins og er erfitt að svara svona tröllalátum eins og Gísli var með. Þú sem forsætisráðherra segir ekki berum orðum í beinni að það sé þinn vilji að losna við Má sem Seðlabankastjórar, jafnvel þótt svo væri.. bara ekki hægt. Jafnvel fyrir utan allar lagaflækjur. Svona spurningar eru bara svo barnalegar og tröllslegar að það er eiginlega ekki hægt að svara þeim.

Hvaða máli skiptir það hver ritstýrir Eyjunni?

AF HVERJU þurfti Simmi að fara að rausa um það?

Gísli gekk á hann (skiljanlega) því Simmi vildi hvorki staðfesta eða afneita fréttinni á Eyjunni. Simmi hefðu AUÐVELDLEGA getað svarað því að fréttin væri orðum aukin og svo hefði hann getað sagt að EF bankastjórar yrðu aftur þrír þá yrðu þeir auðvitað EKKI "pólitískt handvaldir yfirfrakkar" - en hann NEITAÐI ÞVÍ EKKI heldur fór að rausa um Eyjuna og Fréttablaðið! Hvað áttu áhorfendur að halda?!

Maðurinn er amatör, reynlsulaus, vænisjúkur, og ofmetur svo í þokkabót getu sína í rökræðum.


Hér er "yfirfrakka"-atriðið greint:

GMB: Ok. Þannig að þú sem sagt, þú neitar því ekki að þessi frétt, að, hún birtist á Eyjunni, sem stundum, eða sem sumir sjá sem svona ákveðna málpípu Framsóknarflokksins

SDG: Er þér alvara? (hlátur)

GMB: Sumir sjá það þannig, að fyrst að það birtist þar frétt að það verði þrír bankastjórar, og þá einhverjir tveir sem að þið handveljið, sem yfirfrakka á Má Guðmundsson, að, ég heyri á þér að þú ert ekki að neita þeim fréttaflutningi.

SDG: Nei. Talandi um fréttaflutning, ...þá eru fréttir, jafnvel hér, farnar að byrja á á 'Sumir segja'. Þetta var alveg bannað í gamla daga, að byrja fréttir á 'sumir segja'. Og nú segir þú mér að einhver vefmiðill sé …

http://patent.blog.is/blog/patent/entry/1356111/

Edited by skeggi

Share this post


Link to post
Share on other sites

Lykillinn að skilningi á Sigmundi Davíð er að hann er snýttur út úr pabba sínum, einum mesta "gutta" landins, svo bruggðið sé fyrir sig feu-ísku.

Hrokinn og sjálfumgleðin ágerist ef eitthvað er milli kynslóða.

Eyjunni er mikið beitt í smáskotum fyrir Framsókn, það sér maður oft og iðulega, einkum Orðið á götunni, sem manni skilst að snillingurinn sem nefndur er Bingi skrifi einna helst.

Hélt svo að feu fylgdist betur með, það eru ár og dagar síða Karl Th. Birgisson var ritstjóri Eyjunnar.

Edited by Keops

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ef við viljum spara gjaldeyri, er þá ekki nær að banna innflutning á 20 milljón króna lúxusjeppum, en leyfa manni að kaupa innfluttan geitaost?

Ef menn vilja á annað borð fara 50 ár aftur í tímann og setja kvóta á innflutning.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ef við viljum spara gjaldeyri, er þá ekki nær að banna innflutning á 20 milljón króna lúxusjeppum, en leyfa manni að kaupa innfluttan geitaost?

Ef menn vilja á annað borð fara 50 ár aftur í tímann og setja kvóta á innflutning.

Ef þetta væri bara spurning um geitaost.

Það má alveg reikna smá. Ímyndum okkur að við lækkum alla tolla og hættum niðurgreiðslum á landbúnaði. Ok.. eftir 10 ár þá verður landbúnaðarframleiðsla aðeins 1/10 af því sem hún er í dag. Þjóðin flytur inn landbúnað fyrir 45 miljarða á ári.

Segjum að það sé nettó 30 miljarðar sem þjóðin er að tapa á því að leggja landbúnað niður. Að 15 miljarðar sé sá innflutningur sem landbúnaðurinn þarf til að búa til 50miljarða brúttó verðmætin.

Nú er orðið dálítið liðið síðan ég skoðaði hagtölur okkar, en minnir að innflutningur sé á bilinu 5-600 miljarðar á ári. Og þjóðarframleiðsla um tæpir 2.000 miljarðar. Hlutfallið 1 á móti 4.

Þetta þýðir að landsframleiðsla þarf að dragast saman um sirka 150 miljarða eða um 10%

Hvað þýðir það?

Jú, kostnaðurinn við það að fá frelsi til að kaupa landbúnaðarvörur "ódýrt" frá ESB mun kalla fram launaleiðréttingu upp á -10% og ekki nóg með það. Kostnaðurinn fyrir ríkið að brauðfæða 10.000 manns (hið minnsta sem hafa tekjur af landbúnað í dag) kallar á hækkun á sköttum. Þetta fólk yrði ekki lengur sjálfbært enda býður þetta land ekki upp á að allir geti verið sjálfbærir.. aðeins lítill hluti í raun, þess vegna erum við skilgreind sem jaðarsvæði.

Svo.

Man aldrei til þess að nokkur forsætisráðherra hafi gagnrýnt með nafni fræðimenn í svona viðtölum, kannski farið fram hjá mér?

Það er bara fyrir neðan virðingu svona embættis. En auðvitað geta menn í þessu embætti gagnrýnt ákveðna gerð af umræðu og nákvæmlega það gerði Sigmundur. Það að Þórólfur sé næstum einn í þessum fílabeinsturni sínum er ekki Sigmundi að kenna. Hann notar bara sömu prótókol og allir hans forverar. Gísli reynir hinsvegar að draga Sigmund ofan í skítasvaðið.. að hætti trölla.

Í því samhengi má til dæmis ímynda sér að Jóhanna hefði getað sagt ýmislegt vorið 2009 um menn eins og Hannes Hólmstein ofl. gutta.. en ekki gert, ekki sem forsætisráðherra allavega og í svona drottningarviðtali.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Hver er að tala um að leggja niður íslenskan landbúnað?

Íslenskir bændur framleiða ekki geitaost.

Þú ert að segja að við eigum bara að borða íslenskan kúaost í staðinn. Sem er svona álíka og að segja að við eigum bara að ganga í íslenskum fötum, borða íslenska sultu, o.s.fr. o.s.fr.


Man aldrei til þess að nokkur forsætisráðherra hafi gagnrýnt með nafni fræðimenn í svona viðtölum, kannski farið fram hjá mér?

Það er bara fyrir neðan virðingu svona embættis.

Órökstutt skítkast sem er beint að tilteknum manni eða mönnum er ekkert skárra þó svo viðkomandi sé ekki nafngreindur.

Ég er sammála því að það er fyrir neðan virðingu svona embættis.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Það að viðskiptalífið geti ekki flutt inn ótakmarkað magn af geitarosti hefur allt með landbúnaðarframleiðslu hér á landi að gera.

Nema þú sért að tala um sértækar aðgerðir og bara fyrir geitaost?


Og.. varðandi Þórólf. Sigmundur gagnrýnir umfjöllun fræðimanna um þessi þjóðþrifa mál sem sjálfbærni og vægi gjaldeyris er á fundi með mönnum úr viðskiptalífinu.

Það er Gísli sem dregur þá gagnrýni fram í þessum þætti. Það er Gísli sem heimtar að fá að nafngreina þann mann sem gagnrýnin á helst við.

Edited by feu

Share this post


Link to post
Share on other sites

Nú er ég vissulega ekki nándar nær eins klár og feu í hagfræði, en er ekki þessi hagfræðistefna hans um norður-kóreanska viðskiptaeinangrun landsins kölluð kaupauðgisstefna? Eitthvað sem var viðtekin sannindi hagfræðinga á árunum fyrir frönsku stjórnarbyltinguna og áður en Adam Smith birti rít sín?

Edited by Keops

Share this post


Link to post
Share on other sites

Nú er ég vissulega ekki nándar nær eins klár og feu í hagfræði, en er ekki þessi hagfræðistefna hans um norður-kóreanska viðskiptaeinangrun landsins kölluð búauðgisstefna? Eitthvað sem var viðtengin sannindi hagfræðinga á arunum fyrir frönsku stjórnarbyltinguna og áður en Adam Smith birti rít sín?

Hmmm.. ef svo er, þá þarftu að senda Ameríku og ESB skeyti. Þessi tvö lönd standi í samningum sem heita, viðskiptasamningar eða á ensk-saxnesku, "Transatlantic Trade and Investment Partnership"

Það að þessi lönd séu að ræða niðurfellingu á tollum í dag hlýtur að þýða að þessi lönd eru að verja sig með tollum, ekki satt?

Og ef sterkustu löndin í heiminum þurfa að nota tolla til að verja sig.. hvers vegna í andskotanum ætti veikustu löndin ekki að þurfa þess?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Gúglaði þetta, rétta orðið er kaupauðgisstefna, mercantilism:

Sýnist þetta vera nákvæm lýsing á feuískri hagfræði!!!

Kaupauðgisstefna, kaupskaparstefna, merkantílismi: ríkjandi efnahags- og stjórnmálastefna í Evrópu frá lokum miðalda til loka 18. aldar; beindist einkum að eflingu ríkisvalds og miðstýringu innlends efnahagslífs í stað þeirrar valddreifingar, sem ríkti á lénstímanum. Í utanríkisverslun var lögð áhersla á að koma á hagstæðum viðskiptajöfnuði með innflutningshöftum, verndartollum og ríkisstyrkjum til útflutningsframleiðslu. Skv. kenningunni átti hagstæður viðskiptajöfnuður að leiða til innstreymis dýrra málma, en magn þeirra í þjóðfélaginu var mælikvarði á hagsæld þess. Meðal kunnra stjórnmálamanna, sem aðhylltust kaupauðgisstefn. var O. Cromwell á Engl. og J B Cotbert á Frakkl. Á Ísl. kom kaupauðgisstefnan fram í einokunarverzluninni. Í lok 18. og byrjun 19. aldar vék merkantílisminn úr vegi fyrir áhuga manna á frjálsum viðskiptum og kapítalískum viðskiptaháttum.

Úr alfræðiorðabók Arnar og Örlygs.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Keops enn í guttafílingnum og enn ekki búinn að fatta að hér hrundi þetta mjög svo frjálsa kapitalíska hagkerfi sem Árni Matt boðaði með látum þegar hann varð fjármálaráðherra árið 2000 og EES lagði grunninn að árið 1995.

Hrunið varð ekki bara hér á landi, heldur líka í næstum helmingi allra EMU landanna. Aðeins örfá ár sem það tók að rústa þessum svæðum.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Held bara að þú komir öllum í kringum þig í ofsalegan "guttafíling"... LOL.gifLOL.gifLOL.gif

P.S. Árni Matt varð ekki fjármálaráðherra fyrr en 2005, en getur vel hafa boðað "kapítalískt hagkerfi með látum" frá og með árinu 2000. :)

Edited by Keops

Share this post


Link to post
Share on other sites

Það er Gísli sem dregur þá gagnrýni fram í þessum þætti. Það er Gísli sem heimtar að fá að nafngreina þann mann sem gagnrýnin á helst við.

Mjög gott hjá Gísla.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Árni var líklegast sjávarútvegsráðherra þegar hann ritað þá annars mjög svo mikið innblásna grein..

Hið nýja Hagkerfi

15.9.2000

"Nýja hagkerfið" og aðstæður á Íslandi

Ræða sjávarútvegsráðherra flutt á ráðstefnu Euro-Ice
(samtökum fyrirtækja með starfsemi í Evrópu)


"Nýja hagkerfið" er nýjasta birtingamynd breytinga á þeirri þjóðfélagsgerð sem maðurinn hefur í aldanna rás þróað með sér. Þjóðfélög safnara, veiðimanna og akuryrkju hafa þekkst í árþúsundir en iðnaðarsamfélagið og þjónustuþjóðfélagið eru nýrri gerðir sem fylgt hafa þróun mannsins síðustu aldirnar og fram að lokum þessarar aldar.

Upplýsingaþjóðfélagið er það þjóðfélag sem við upplifum núna og á því grundvallast "nýja hagkerfið." Upplýsingar og þekking ásamt verslun og viðskiptum hafa auðvitað skipt miklu máli sama hvernig þjóðfélagsgerðin var skilgreind, en sú nýjung að hraði og flæði upplýsinga ráði ákvörðunartöku í hefðbundum atvinnugreinum hefur gert þekkinguna miðlæga. Það að hafa þekkinguna t.d. sem einkaleyfi eða sérstaka vinnsluaðferð hefur skapað verðmæti eða vald og jafnvel það að hafa þekkinguna á undan öðrum er metið til verðmæta. Því hafa sprottið upp atvinnugreinar ekki bara til þess að búa til þekkingu heldur einnig til þess að vinna úr upplýsingum, flokka og greina og síðan miðla þeim á réttan stað á réttum tíma eða eins fljótt og mögulegt er.

Þessi staða hefur gert áður ógerlega hluti mögulega og tengt afskekktustu staði við miðstöðvar þess sem gera skal. Á Íslandi verðum við aðallega vör við þetta í fjármálageiranum, fjölmiðlaheiminum, tölvu- og tæknibransanum og hjá líftæknifyrirtækjunum.

En þetta vissuð þið nú öll saman og þurftuð ekki mig til þess að segja ykkur.

Spurningin sem mér er væntanlega ætlað að svara er, hvaða möguleika ég sé á því að við á Íslandi eða við Íslendingar, hvort heldur sem við búum á Íslandi eða erlendis, getum nýtt "nýja hagkerfið" okkur til hagsbóta.

Upplýsingatæknin gerir það að verkum að við getum í æ ríkari mæli tekið fullan þátt í heimsviðskiptum þó við séum stödd á Íslandi. Dæmi eru um það að íslensk fyrirtæki með útibú erlendis reki öll sín viðskipti í gegnum tölvukerfi sem staðsett eru heima á Íslandi. Þetta sýnir okkur þá möguleika og þau tækifæri sem "nýja hagkerfið" gefur okkur.

En hvar eru tækifærin?

Við skulum ekki líta langt yfir skammt. Í sjávarútvegi liggja mörg tækifæri. Sjávarútvegur á Íslandi hefur verið fljótur að nýta sér tækninýjungar og tækninýjungar sem myndu flokkast undir hið nýja hagkerfi hafa verið þróaðar á Íslandi vegna þess að þar er sjávarútvegur. Þar á ég við hátæknifyrirtæki á borð við Marel og Tölvumyndir svo ég nefni sem dæmi fyrirtæki úr tveimur geirum.

Grunnatvinnugreinarnar, fiskveiðar og fiskvinnsla, hafa talist til gamla hagkerfisins en þær eru nú á fullri ferð í hinu nýja hagkerfi. Enda hefur hið "nýja hagkerfi" haft áhrif á hefðbundnar atvinnugreinar. Fiskiskip eru í dag fljótandi hátæknifyrirbæri, meira eða minna tölvustýrð og frystiskip eru með tiltölulega fullkomna vinnslusali um borð.

Fiskvinnslan er ekki síður tæknivædd, í dag eru skráningar- og nýtingarkerfi í frystihúsum flóknar samstæður af vélbúnaði og tölvukerfum. Einnig er þekking Íslendinga á rekstri sjávarútvegsfyrirtækja orðin söluvara.

Fyrirtæki sem byggja nær eingöngu á mannauði einstaklinga eru dæmigerð fyrir fyrirtæki í nýja hagkerfinu. Ný fyrirtæki á Íslandi á þessu sviði eru einkum í líftæknigeiranum og á hugbúnaðarsviðinu.

Fjármögnun þessara fyrirtækja byggist á því að fjárfestar eru að fjárfesta í væntingum. Áhættufjármögnun er auðveldari nú en áður og sífellt algengara er að slíkt fjármagn sé sótt út fyrir landsteinana. Uppgangur verðbréfafyrirtækja er enda mikill og bankakerfið hefur tekið miklum breytingum á síðustu árum.

Fjármálafyrirtæki eiga líka mikla möguleika í "nýja hagkerfinu"og banka-, verðbréfa -og tryggingastarfsemi á alþjóðlegum vettvangi, en með höfuðstöðvar á Íslandi, er mjög raunhæfur kostur.

Íslenska hagkerfið er hins vegar mjög lítið sem auðvitað hefur áhrif á gjaldmiðilinn en einnig eru heimamarkaðir litlir og fjármagn til þess að fjárfesta í nýrri starfsemi takmarkað. Breytingar á starfsumhverfi sjávarútvegs með tilkomu kvótakerfisins og breytingar á fjármálamarkaði hafa þó bæði í senn losað verðmæti úr læðingi og skapað ný. Því hefur hagkerfið stækkað, fjármagn í umferð aukist og það ásamt erlendum stóriðjufjárfestingum, nýrri starfsemi og einfaldlega betri hagstjórn hefur staðið undir hagvexti síðustu ára. Fjármálakerfið er þó ennþá, því miður, að talsverðum hluta í eigu hins opinbera en það hefur verið að breytast ört síðustu árin.

Sjávarafurðir hafa verið og eru enn meginuppspretta útflutningsframleiðslu okkar og gjaldeyrisöflunar. Hagkerfi okkar er einhæft hvað þetta varðar, en þó hafa orðið breytingar á síðustu árum og hlutur sjávarafurða hefur minnkað. En þrátt fyrir góðan gang í ferðaþjónustu undanfarin ár, aukið vægi iðnaðar og mikinn uppgang nýrra fyrirtækja þá eru sjávarafurðir ennþá tæplega 70% af vöruútflutningi og tæp 50% af útflutningi vöru og þjónustu. Þar af leiðandi verða hagsmunir sjávarútvegsins áfram mjög mikilvægir þegar kemur að stóru ákvörðununum.

En þótt okkur hafi vegnað vel síðustu árin viljum við alltaf gera betur. En til þess að ná meiri og viðvarandi hagvexti þurfum við að horfa út fyrir landsteinana eftir nýjum tækifærum og fjármagni en spyrja okkur sjálf á móti upp á hvað við höfum að bjóða umfram aðrar þjóðir?

Á undanförnum árum hafa stjórnvöld markvisst unnið að því að bæta samkeppnisumhverfið á Íslandi. Enda er þetta nýja umhverfi drifkrafturinn í hinu "nýja hagkerfi".Tæknilega má segja að við stöndum framarlega á flestum þeim sviðum sem drífa áfram "nýja hagkerfið." Fjarskiptakerfi okkar eru mjög fullkomin og við stöndum jafnfætis þeim þjóðum sem komnar eru hvað lengst í að tileinka sér internetið. Menntunarstig í landinu er hátt og við getum boðið upp á mikla og breiða þekkingu á sviði sjávarútvegs, viðskipta - og fjármála og öll vitum við um sérstöðu okkar þegar kemur að líftækni. Tungumálakunnátta Íslendinga er mikil og við gætum á skömmum tíma nánast orðið tvítyngt þjóðfélag á sviði viðskipta.

Pólitískur og efnahagslegur stöðugleiki á Íslandi er mikill. Við höfum sterk tengsl við Norðurlöndin, erum í Nato og EES samningurinn hefur reynst okkur mjög vel á flestum ef ekki öllum sviðum, ekki síst í sjávarútvegi.

En dugar þetta til þess að draga að okkur erlend fyrirtæki, ný verkefni og meira fjármagn? Þarf eitthvað meira að koma til?

Þrátt fyrir að við höfum upp á margt að bjóða, eins og ég kom að hér áðan, þá standa t.d. Norðurlandaþjóðirnar okkur jafnfætis á flestum sviðum og ýmis smærri ríki Evrópu eins og t.d. Írland, Holland og Lúxembúrg. Við hljótum því að spyrja okkur er eitthvað fleira sem við getum gert eða þurfum að hafa í huga?

Hvað með gjaldmiðilinn? Skiptir það máli að við erum með íslensku krónuna? Ég held ekki að það þurfi að skipta máli, svo fremi sem krónan er nógu stöðug til þess að hið daglega umhverfi sé í lagi þá mun tilvist krónunnar ekki hamla okkur í hinu "nýja hagkerfi." Alþjóðleg viðskipti munu líklegast eiga sér stað í öðrum gjaldmiðlum en krónunni á sama hátt og stór hluti viðskipta í London fer fram í öðrum gjaldmiðlum en pundi nú til dags.

Staða og framtíð krónunnar mun hins vegar auðvitað hafa áhrif á sjávarútveg og aðrar útflutningsgreinar en gangi okkur vel í því að nýta okkur ný tækifæri í "nýja hagkerfinu" mun krónan væntanlega verða bæði stöðug og tiltölulega sterk. Það getur þá sett þrýsting á sjávarútveginn. En hlutfallslegur styrkur annara gjaldmiðla sem við höfum ekkert með að gera hefur ekki síður mikil áhrif, jafnvel miklu meiri, eins og dæmin sanna með evruna síðustu misserin. Við slíkum breytingum er aftur á móti erfitt að sjá sérstaklega í ljósi þess að þeir gjaldmiðlar sem hafa styrkst á móti þ.e. dollar og pund vega jafnmikið ef ekki ívið meira í gjaldeyrisvog sjávarútvegsins. Breytingar eins og þessar skapa þó klárlega vandamál fyrir þá sem kaupa inn í sterku gjaldmiðlunum en selja í þeim veiku.

Margir munu nú eflaust spyrja: En hvað ef Bretar taka upp evruna? Sumir mundu segja: Þegar Bretar taka upp evruna. Það mun að sjálfsögðu endurspeglast í því að gengi krónunnar mundi fylgja evruni mun meir en í dag og jafnvel kæmi til álita einhverskonar tenging við evru. Evruna gætum við þó ekki tekið upp nema að ganga í Evrópusambandið eins allir vita. Hvort eða hvenær Bretar taka upp evruna er hins vegar algjörlega óljóst. Það er meira að segja óvissa um hvað Danir gera, en úr því fáum við skorið fyrir lok þessa mánaðar.

En hvað með ESB? Eigum við einhverja möguleika á þessu sviði ef við erum fyrir utan ESB? Það veltur auðvitað á ýmsu en staðan er hins vegar sú að fiskveiðistefna ESB er þannig að við gætum ekki við hana unað að óbreyttu. Fiskveiðistefnan er þó til endurskoðunnar, en ég hef því miður engin teikn séð á lofti um það að hún verði endurskoðuð á þann hátt að breytt gæti afstöðu okkar. Einstök ríki eru þó að gera breytingar í átt að okkar skipulagi hjá sér, s.s. Holland og Bretland, en það getur gert það að verkum að þessi ríki verða erfiðari keppinautar í framtíðinni. Þá er eðlilegt að menn spyrji hvort við gætum ekki fengið undanþágur á sama hátt og til er skilgreindur heimskautalandbúnaður og að Miðjarðarhafið er ekki undir sameiginlegu fiskveiðistefnuna selt. Þessu er því til að svara að enginn ráðamaður hjá Evrópusambandinu sem ég veit um hefur gefið nokkurn ádrátt um það að þetta komi til greina . Þvert á móti hafa allir sagt að við yrðum að gangast undir sameiginlegu fiskveiðistefnuna. Og þrátt fyrir góðan vilja og áhuga á samstarfi Evrópuríkja getum við ekki tekið áhættu með helming gjaldeyristekna þjóðarinnar.

Eru okkur þá allar bjargir bannaðar? Það held ég alls ekki.
Þróun Evrópusambandsins mun halda áfram og hafa í för með sé aukin samruna sem við verðum sem betur fer þátttakendur í að stórum hluta fyrir tilstilli EES- samningsins. Það er þó einn þáttur sem virðist ætla að verða á dagskrá ESB innan tíðar sem við þurfum ekki að taka þátt í en það er samræmd skattastefna. Ef slík hugmynd nær fram að ganga má telja næsta víst að skattar í Evrópu hækki. Samræmdir skattar eru ávísun á hærri skatta.

Þá gæti Ísland verið í nær einstakri stöðu, með aðgang að hinum sameiginlega innri markaði í gegnum EES-samninginn annars vegar en sjálfstæða skattastefnu sem laðað gæti að fyritæki og verkefni hins vegar. Samtímis gætum við styrkt samkeppnisstöðu grunnatvinnugreina okkar eins og sjávarútvegs og gert þeim kleift að skapa sér stökkpall til þess að auka starfsemi sína annarsstaðar í heiminum.

Þróun í þessa veru getur verið jákvæð fyrir Ísland og íslensk fyrirtæki ef við viljum taka þátt í samkeppni þjóða um að laða að fyrirtæki með því að lækka skatta þeirra.

Og hvort sem samræmd skattastefna verður ofan á hjá Evrópusambandinu eða ekki þá gefa lægri skattar okkur ákveðið sóknarfæri. Nú þegar eru skattar á fyrirtæki á Norðurlöndunum næst hæstir á Íslandi en það er einungis í Danmörku sem skattar á fyrirtæki eru hærri en hér á landi. Staða ríkissjóðs er mikilvæg í þessu sambandi en hún hefur sennilega aldrei verið sterkari. Við höfum verið að greiða niður skuldir á undanförnum árum og er óhætt að segja að skuldastaða ríkissjóðs sé að komast á viðunandi stig. Okkur er því hugsanlega að gefast einstakt tækifæri til að nota afganginn í ríkissjóði, haldist hann næstu árin, til þess að lækka skatta.

Um síðustu helgi var sagt frá skýrslu Davosstofnunarinnar um samkeppnnisstöðu hinna ýmsu landa. Verðskuldar sú skýrsla eflaust alveg sérstaka umfjöllun. Ég vil þó draga fram eitt atriði sem þar kemur fram sem ég held að sé grundvallaratriði varðandi það hvort við náum árangri í því að nýta okkur möguleika "nýja hagkerfisins." Það er gagnrýnin á innherja viðskipti á Íslandi. Gagnrýni af þessu tagi höfum við verið að sjá heima talsvert mikið að undanförnu. Ég vil helst ekki setja mig í eitthvert dómarasæti í þessum efnum en get þó ekki orða bundist því ég tel einfaldlega þær breytingar sem við höfum verið að gera og erum enn að gera á fjármálakerfinu svo mikilvægar að við megum alls ekki láta ofurkapp "áhugasamra" starfsmanna eyðileggja tiltrú á fjármálakerfi landsins. Það verður aldrei hægt að setja reglur um alla skapaða hluti á markaðnum. Til þess er hraðinn of mikill og gráu svæðin of mörg. Þess vegna verða fyrirtækin sjálf að hafa vit fyrir sér og sínum og skapa andrúmsloft þar sem traust er ríkjandi. Það þýðir það að stjórnendur verða að setja sér háleit siðferðisleg viðmið og fylgja þeim fast eftir gagnvart sínu starfsfólki. Ef við gerum þetta ekki eigum við enga möguleika á því að nýta okkur tækifærin sem "nýja hagkerfið" býður upp á.

Ágætu ráðstefnugestir eins og við mörg hér munum þá hefur á undanförnum árum af og til komið upp umræða um að koma á fót einhverskonar "frísvæði" á Íslandi. Mér þótti sú hugmynd á margan hátt mjög spennandi. Ein stærsta spurningin sem stjórnmálamenn stóðu frammi fyrir var hvort slíkt "frísvæði" mismunaði ekki fyrirtækjum með óeðlilegum hætti. Minn boðskapur hér er hins vegar sá að hið "nýja hagkerfi" ásamt árangri okkar í hagstjórn og ríkisrekstri síðustu árin geti gert okkur kleift að nýta okkur EES-samninginn og sérstöðu okkar utan Evrópusambandsins til þess að gera Ísland allt að einskonar "frísvæði" eða miðstöð hins " nýja hagkerfis" með háu tækni- og menntunarstigi en lágum sköttum.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.