Sign in to follow this  
Followers 0
drCronex

Hvað varð um Malaysíu flugvélina?

122 posts in this topic

Hvernig getur verið að flugvél hverfi svona sporlaust? Eru ekki GPS tæki í þeim sem gefa til kynna hvar þær eru nákvæmlega?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Nei þær eru ekki með tækni til að senda það jafnóðum. Þetta er óvenjulegt atvik, felst flugslys verða í lendingu eða flugtaki. Það að vél verði fyrir einhverjum svo svakalegum skakkaföllum að hún geti ekki sent frá sér neyðarkall og hverfi úr fullri flughæð er sem betur fer óalgengt.

Hvað gæti hafa komið fyrir, miðað við það sem hefur gerst áður dettur manni sjálfsmorð flugmanns í hug.

Smávægileg bilun ásamt röngum viðbrögðum hjá flugmanni

http://www.youtube.com/watch?v=8dBa5_yGs64

Bilun á súrefniskerfi

Sprengja um borð

Eða mögulega bilun í skrokk

Þanngað til flakið af vélinni finnst eru þetta auðvitað allt getgátur.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Hreyflarnir sendu frá sér gögn í fimm tíma eftir að síðast heyrðist frá vélinni en það segir ekkert um stefnu eða staðsetningu. Þetta verður bara skrýtnara og skrýtnara. Þetta gæti bent til einhvers konar slyss eins og Helios slysið þar sem þrýstingur féll og flugmenn misstu meðvitund en það útskýrir ekki af hverju það var slökkt á transponder eða af hverju vélin hefur greinilega breytt um stefnu frekar en að halda áfram yfir Víetnam og inn í kínverska lofthelgi þar sem hún hefði örugglega sést á radar.

Leitarsvæðið verður býsna stórt ef við miðum við þá vegalengd sem vélin gæti hafa komist á 5 tímum:

pvttVsr.png

Share this post


Link to post
Share on other sites

Merkilegt að flugvélar séu ekki í betra sambandi við umheiminn en þetta, og að þær séu ekki trackaðar. Ég hélt að við værum á öld gervihnatta, internets o.s.frv.

Svo virðist ekkert "fail safe" tæki sem getur látið vita um staðsetningu vélarinnar ef hún hrapar, t.d. í sjó. Það var vandamál að finna Air France sem hrapaði í atlantshafið. Maður skilur ekki hví þetta er svona vandamál.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ætli það kosti ekki bara peninga og þyki ekki sérlega brýnt í daglegum rekstri þó að það komi upp mál á nokkurra ára fresti þar sem það hefði gagnast.


Malasísk yfirvöld vísa orðrómi á bug um hreyflar hafi sent frá sér merki eftir að vélin hvarf og einnig gervihnattamyndunum sem áttu að sýna brak. Enn er i raun ekkert vitað.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Fjölmiðlar og sóðar af sama sauðahúsi fljótir að nýta sér ástandið og fabrikera sögur.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Jæja það er búið að færa leitina að mestu yfir Indlandshaf. Nú virðast menn komnir á þá niðurstöðu að loftfarið sem sást á ratsjá yfir Malakkasundi, lang vestan við þann punkt þar sem slökkt var á ratsjársvaranum, hafi líklega verið vélin. Enn er það óljóst hvort að vélin sendi frá sér gögn í 4-5 tíma eftir að sambandið við hana rofnaði, malasísk yfirvöld gáfu ekkert fyrir það í gær en Boeing og Rolls Royce vilja lítið tjá sig og bandarískir embættismenn segja það ekki útilokað.

http://edition.cnn.com/2014/03/13/world/asia/malaysia-airlines-plane/index.html?sr=reddit

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ef flugvélin hefur farið niður þar sem hún hvarf af radar má gera ráð fyrir að hún hafi splundrast við að fara í sjóinn eða splundrast á flugi. Nema við nauðlendingu, þá væru líkur á að hún hefði marað í hálfu kafi í töluverðann tíma.

Ef fyrra tilvikið er rétt, þá myndi finnast brak, ferðatöskur, lík ofl.

Ef eldur eða sprenging hefur orðið um borð án þess að búkurinn gæfi sig, þá gæti vélin hafa flogið þar til eldsneytið er búið. Allir dauðir um borð...

Share this post


Link to post
Share on other sites

757

Share this post


Link to post
Share on other sites

http://www.pressan.is/Frettir/Lesafrett/er-20-ara-haskolanemi-buinn-ad-leysa-radgatuna-um-flug-mh370

Svo ég tali um sjálfan mig, ég get bara ekki munað tölur, eitthvað meiri háttar að þarna upp. Hvaða flugvélar er Icelandair mest með, eru það ekki 777? Ef svo er, meiriháttar vandamál í uppsiglingu hjá þeim.

Skemmtilegt að Pressan styrkir lögmálið um fyrirsagnir sem enda á spurningamerki. Semsagt að iðulega sé svarið við spurningunni "nei". Kenningin er ekki vitlausari en hvað annað og var komin fram strax á fyrsta degi að eitthvað hafi valdið þrýstingsfalli um borð og þannig tekið áhöfnina úr umferð.

Hingað til hefur aðeins orðið eitt dauðaslys í rekstri 777 véla þannig að þær þykja hafa mjög góða sögu í öryggismálum.

Share this post


Link to post
Share on other sites

http://www.nytimes.com/2014/03/15/world/asia/missing-malaysia-airlines-flight-370.html?smid=fb-nytimes&WT.z_sma=WO_SFS_20140314&bicmp=AD&bicmlukp=WT.mc_id&bicmst=1388552400000&bicmet=1420088400000&_r=0

Nú eru gögn frá Inmarsat sögð styðja við það að vélin hafi verið á flugi í nokkurn tíma eftir að samband við hana rofnaði. Líkt og GSM símar þurfa reglulega að tala við mastur til að kerfi og sími viti af hvort öðru þá gera gervihnattasímar eitthvað svipað. Það er mögulega hægt að áætla einhverja staðsetningu út frá þeim merkjum.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Merkilegur annskoti að vélin geti mögulega hafa flogið klukkutímum saman fyrir yfir einhverjum fjölförnustu skipaleiðum heims og enginn tekið eftir nokkru óvenjulegu og því síður séð þegar hún fór niður.

Svo eru menn þarna í endalausu herbrölti og stælum á þessum svæðum, en allir flugherir allra þjóða sofa yfir radarskjánum og taka ekki neitt eftir neinu þegar óþekktri vél fer hjá.

Edited by Breyskur

Share this post


Link to post
Share on other sites

Merkilegur annskoti að vélin geti mögulega hafa flogið klukkutímum saman fyrir yfir einhverjum fjölförnustu skipaleiðum heims og enginn tekið eftir nokkru óvenjulegu og því síður séð þegar hún fór niður.

Svo eru menn þarna í endalausu herbrölti og stælum á þessum svæðum, en allir flugherir allra þjóða sofa yfir radarskjánum og taka ekki neitt eftir neinu þegar óþekktri vél fer hjá.

Sjórinn er dáldið stór...

Share this post


Link to post
Share on other sites

Sjórinn er stór og bull mannanna er ansi víðáttumikið líka.

Við svona viðburði er gott að sjá hvaða blöð eru ómarktæk og hver ekki. Satt að segja finnst mér Wikipedia með einu skrifin sem eitthvað meika sens! Þetta Huffington Post er álíka vangefið og Fox News! Og Wall Street Journal staðið að því að bulla líka. Kannski getum við Íslendingar sent Halldór Ásgrímsson til að finna vélina, hann lýsti yfir miklum efnavopnafundi Íslendinga í Írak á sínum tíma.

Það er margt sem getur hafa skeð. Eldur í vélinni sem tekur út tæki, innvols og mannskap. Misheppnað flugrán. Sprengja sem tekur út tæki og áhöfn og farþega. Hlutur af búk sem rifnað hefur af og valdið skemmdum á tækjum og tekið út alla innanborðs á augabragði með þrýstingsfalli en samt flýgur vélin áfram. Þar til hún finnst eru allir þessir hlutir getgátur einar.

Edited by drCronex

Share this post


Link to post
Share on other sites

Safn af kenningum um það hvað gæti hafa orðið af vélinni.

http://www.slate.com/topics/m/malaysia_flight_370.html

Merkilegt það sem sett fram þarna um hversu óburðug radsjárkerfi þarna eru í raun. Flugvél í lágufulgi með slökkt á radarsvara gæti hafa farið alla leið að Tyrklandi án þess að sjást. Leitarsvæðið er því í raun orðið meira og minna öll Asía á láði og legi.

Ekkert útilokað enn þótt mér þyki líklegast að þetta hafi verið eitthvað svipað og Helios vélin. Missir þrýsting án þess að flugmenn nái að bregðast við, flugvélin flýgur áfram nokkra tíma áður en hún klárar eldsneyti og ferst.

Þetta kort er byggt á seinusta boðum sem voru send í gegnum gerfihnött. Stefna og fjarlæg frá seinast punkti er þekkt en ekki í hvort áttina var farið og svo er línan dregin áfram í þá átt sem vélin gæti haft eldsneyti til að fljúga.

Color%20MH370%20location%20map.jpg.CROP.

Edited by Breyskur

Share this post


Link to post
Share on other sites

Greinilegt að það þarf GPS sendi í svarta kassann!

Share this post


Link to post
Share on other sites

Tíminn líður og kenningarnar verða geggjaðri. Hefði vélin farið niður í Tælandsflóa eða á Malakkasundi þá væri hún löngu fundin auk þess sem samskipti við gervihnött útiloka þær slóðir. Nú er orðið mjög hæpið að þetta hafi getað verið slys. Malasíumenn hafa gefist upp og Ástralía tekið við rannsókninni (uppfært: reyndar bara á suðursvæðinu). Fór vélin langt út á Indlandshaf og fórst þar eða fór hún norður, mögulega í kjölfar annarar vélar til þess að sjást síður á radar? Stendur hún kannski á flugvelli í Afganistan?

Edited by Mastro Titta

Share this post


Link to post
Share on other sites

Einhver síða er núna að halda því fram að hún hafi brotlent við Ítalíu. Líklega er það bara bull.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Já hún hefði þurft að taka eldsneytisstopp á leiðinni til að ná til Ítalíu, eða finna ormagöng.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.