Sign in to follow this  
Followers 0
drCronex

Hvað varð um Malaysíu flugvélina?

100 posts in this topic

En var þetta ekki fleiri en ein beygja? Að minnsta kosti þrjár. Radarsvörum er slegið út og öllum samskiptum lýkur skömmu eftir að flugstjórinn kveður malasísku flugumferðarstjórnina en hann setur sig aldrei í samband við víetnömsku flugumferðarstjórnina. Á ratsjánum sást vélin taka skarpa vinstri beygju, fljúga yfir Malakkaskaga og svo beygja meira til norðurs til að fylgja Malakkasundi til norðvesturs. Þar sást hún síðast á ratsjá en en önnur gögn ("handshake" merki frá INMARSAT-búnaði um borð til gervitungla) segja sögu um að vélin hafi síðan beygt til suðurs og haldið áfram yfir Indlandshaf þangað til eldsneyti kláraðist. Þessi flugleið hefur alltaf litið út eins og hún hafi verið hönnuð með tilliti til þess að það yrði ekki tekið eftir vélinni þar sem hún fylgir landamærum og mörkum flugumferðarstjórnsvæða.

Share this post


Link to post
Share on other sites
7 tímum síðan, Mastro Titta said:

En var þetta ekki fleiri en ein beygja? Að minnsta kosti þrjár. Radarsvörum er slegið út og öllum samskiptum lýkur skömmu eftir að flugstjórinn kveður malasísku flugumferðarstjórnina en hann setur sig aldrei í samband við víetnömsku flugumferðarstjórnina. Á ratsjánum sást vélin taka skarpa vinstri beygju, fljúga yfir Malakkaskaga og svo beygja meira til norðurs til að fylgja Malakkasundi til norðvesturs. Þar sást hún síðast á ratsjá en en önnur gögn ("handshake" merki frá INMARSAT-búnaði um borð til gervitungla) segja sögu um að vélin hafi síðan beygt til suðurs og haldið áfram yfir Indlandshaf þangað til eldsneyti kláraðist. Þessi flugleið hefur alltaf litið út eins og hún hafi verið hönnuð með tilliti til þess að það yrði ekki tekið eftir vélinni þar sem hún fylgir landamærum og mörkum flugumferðarstjórnsvæða.

Við stöndum saman við útsýnispall við Gullfoss ásamt fleirum þegar við sjáum ferðamann óvænt snúa við, taka nokkrar skarpar beygjur og falla svo í fossinn.   Þrátt fyrir mikla leit finnst hann aldrei.

Þú ert viss um að hann hafi skyndlega látið verða að því að fremja sjálfsmorð, ég er viss um að hann var hræddur við einhvern og var að reyna forða sér þegar hann féll.  Hjartalæknir sem hlustar á þetta er viss um að hann hafi fengið hjartaáfall og þess vegna fallið meðan heilaskurðlæknirinn hún segir ekki spurning hann fékk heilablóðfall og Magnús Skarphéðinsson er viss um að ósýnilegt geimskip hafi numið hann á brott. 

Hver okkar hefur rétt fyrir sér?  Sönnunargögnin passa við fleiri en eina kenningu og þegar ekkert finnst er erfitt að skilja á milli þeirra.

Sennilega á einhvað meira brak eftir að reka á fjörur en ólíklegt að flakið finnist úr þessu svo sennilega verður þessi gáta aldrei leyst.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Mjög áhugavert viðtal við flugslysasérfræðing á die spiegel. Allt sem hann segir hljómar mjög rökrétt. Mér finnst bara ekkert annað koma til greina nema að henni hafi verið grandað viljandi af flugstjóranum.

 

http://www.spiegel.de/international/world/mh370-disappearance-that-fuselage-is-in-one-piece-says-expert-a-1107149.html

 

 

Share this post


Link to post
Share on other sites
On 8/16/2016 at 4:53 AM, Gormurinn said:

Mjög áhugavert viðtal við flugslysasérfræðing á die spiegel. Allt sem hann segir hljómar mjög rökrétt. Mér finnst bara ekkert annað koma til greina nema að henni hafi verið grandað viljandi af flugstjóranum.

http://www.spiegel.de/international/world/mh370-disappearance-that-fuselage-is-in-one-piece-says-expert-a-1107149.html

Fróðleg lesning og virðist sannfærandi.  Vandinn er fyrir leikmann er að það er mikið af sannfærandi kenningum, þarna var farið yfir það hvernig vélinni hlyti að hafa verið stýrt á seinasta spölinum.   Hér er farið yfir það hvernig vélin hafi dottið af himnum ofan á mikilli ferð, http://www.theweek.co.uk/mh370/57641/mh370-plummeted-out-of-sky-at-up-to-20000ft-a-minute og þá splundrast.

Hérna er svo farið yfir það sjálfstýringin myndi virka á loka mínutunum ef enginn flugmaður kemur að stjórninni.    https://www.reddit.com/r/MH370/comments/226whe/what_happens_when_a_777_on_autopilot_runs_out_of/ Vissulega á umræðuvef frekar en á lærðum vettvangi en virðist skrifað af þekkingu og prófað í alvöru flughermi.   Í fljótu bragði væri ferlið svona.  Hreyflarnir brenna alltaf aðeins mismiklu af eldsneyti svo fyrst dettur annar hreifilinn út meðan hinn verkar enn, við það missir vélin nokkra hæð og hraða en sjálfstýringin réttir vélina af og missir ekki stjórn á þessu stigi.   Fyrir rest drepur hinn hreyfillinn á sér og þar með slær sjálfstýring út en vélin er áfram í beinu flugi.  Það er bara neyðarrafall eftir fyrir lágmarksstjórnbúnað, en þótt enginn sé við stjórn svífur vélin áfram.  Nefið fer niður, hún eykur hraðan þar til nefið fer aftur upp, þá minnkar hraðinn þar til nefið er aftur niður, hraðinnn eykst nefið upp, hægir á sér, nefið niður og svona gegnur þetta fyrir sig alla leiðina niður.   Þótt þetta verði auðvitað engin töfralending eins og hjá Sölla á Hudson ánni er leitt líkum að því að lendingn gæti verið nógu mjúk til þess að vélin splundrist ekki heldur haldist nokkuð heilleg þegar hún kemur niður.  Myndi þá líta svipað út þessi mynd nema hvað vélin missir hæð í hverri umferð og vel hægt að ímynda sér fremur mjúkalendingu. 

lift-small.jpg

Enn situr við það sama, við vitum sama og ekkert um þetta slys.  Af óþekktum ástæðum var slökkt á ýmsum búnaði svo tók hún nokkar snarpar beygjur og flýgur svo lengi í beina línu áður en eldsneyti þverr og hún hverfur í sjóinn.

Svo er bara að velja hvað skýringu maður vill á þessu, flugrán, sjálfsmorðsflug, eða neyðarástand um borð sem endar með meðvitundarlausri áhöfn.  Það eru dæmi þekkt um allt þetta og hægt að heimfæra það litla sem er vitað á hverja kenningu sem er.  

Hérna er til dæmis frægt slys, vél sem missir af óþekktum ástæðum loftþrýsting um borð, flugmenn hafa ekki nema 18sekundur til að setja á sig súrefnisgrímu ef þeir missa loftþrýsting í mikilli hæð.  Þarna virðist það hafa klikkað og vélin flýgur eldsneytið út og hrapar.  Munurinn er bara að þetta var yfir landi svo flakið fannst og það var hægt að komast að því nokkurn veginn hvað gerðist.  Í minni sófaspeki finnst mér það enn sennilegast, það er eldur um borð, flugmenn snúa við í átt að öruggum flugvelli en örmagnast áður en honum er náð og vélin hverfur í hafið.  Rakið hvernig þetta gæti hafa gerst hér.  http://www.mh370site.com/

 

Share this post


Link to post
Share on other sites
On 8/16/2016 at 4:53 AM, Gormurinn said:

Mjög áhugavert viðtal við flugslysasérfræðing á die spiegel. Allt sem hann segir hljómar mjög rökrétt. Mér finnst bara ekkert annað koma til greina nema að henni hafi verið grandað viljandi af flugstjóranum.

http://www.spiegel.de/international/world/mh370-disappearance-that-fuselage-is-in-one-piece-says-expert-a-1107149.html

Með þessu braki er þessi þýska kenning fallin, hluti af stélinu fundinn illa farinn.  Bendir til þess að vélin hafi splundrast í lendingu jafnvel á flugi og því ólíklegt að það hafi verið flugmaður við stjórn.

http://www.alltumflug.is/flugfrettir/10020/MH370:_Nýtt_brak_fundið_í_Mozambique 

Share this post


Link to post
Share on other sites
On 8/29/2016 at 11:37 PM, Breyskur said:

Með þessu braki er þessi þýska kenning fallin, hluti af stélinu fundinn illa farinn.  Bendir til þess að vélin hafi splundrast í lendingu jafnvel á flugi og því ólíklegt að það hafi verið flugmaður við stjórn.

http://www.alltumflug.is/flugfrettir/10020/MH370:_Nýtt_brak_fundið_í_Mozambique 

Las þessa grein, þeir vita reyndar ekki hvort þetta tilheyri MH370, en ég er ennþá mjög fastur á því að þetta hafi verið flugmaðurinn sem gerði þetta villjandi. Þeir fundu meira að segja heima hjá honum flugsimma sem búið var að prógramma þessa flugleið, sem vélin fór eftir að samband rofnaði.

Fyrir mig þýðir það bara eitt. Hann var að æfa sig hvernig hann ætlaði að granda vélinni þannig að það yrði sérstaklega erfitt að rannsaka þetta. Þess vegna magalending til þess að vélin myndi skilja sem minnst brak eftir sig, sem hægt væri að rannsaka.

Mér fannst rannsóknargaurinn sem ég minntist á koma því vel á framfæri að það er erfitt að gjörsamlega sanna eitthvað, en á sama tíma kom hann því fram, að það er eiginlega bara þessi eina lausn sem er raunhæf skýring og ég er er alveg sammála.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Eldur um borð getur tekið út allan mannskap á örskammri stundu. En flugvélin flogið áfram á sjálfsstýringu eða flogið einhverju rugli eftir sem flugstjóri er að gera sína síðustu tilraun. Þar sem er eldur er ekki endilega sprengja!

Brak, sem nýlega fannst við suðaustur strönd Madagaskar og virðist vera úr innréttingu Boeing 777 flugvélar, sömu gerðar og flugvélar malasíska flugfélagsins sem hvarf eftir flugtak 8. mars 2014, ber merki bruna.
"Blaine Gibson, áhugamaður um afdrif flugs MH370, fékk brakið frá heimamönnum sem fundu það og hefur nú komið því til flugmálayfirvalda í Ástralíu.

Brakið, sem Blaine finnst líklegt að sé úr innviðum vélarinnar, ber merki bruna, en málning þess er sviðin og bráðin að hluta. „Þetta er merkilegt því þetta lítur út fyrir að vera innan úr vélinni en ekki úr farþegarýminu, kannski lestinni, eða tækjarými vélarinnar,“ sagði Blaine Gibson. Ef rannsóknir staðfesta að brakið er úr vél Malasíska flugfélagsins, eru það fyrstu vísbendingarnar um að eldur, sem hugsanlega hafi kviknað út frá rafmagni, hafi grandað vélinni, en ekki að hvarf hennar sé sök flugstjórans, eins og talið hefur verið til þessa." ...

http://www.ruv.is/frett/grandadi-eldur-flugi-mh370

Share this post


Link to post
Share on other sites

Þessi fundur rennir stoðum undir það sem mér hefur alltaf þótt sennilegasta að eldur eða önnur meiriháttar bilun hafi orðið vélinni og farþegum að aldurtila.  Sprengin í súrefniskút getur slegið út samskiptakerfið https://zs6tw.wordpress.com/2014/03/20/oxygen-bottle-exploded-on-malaysia-airlines-flight-mh370/ og ef eldur brennur áfram verður áhöfnin ekki langlíf.

Þegar vélinni var snúið við snéri hún við á átt að löngum flugvelli með aðflugi yfir vatni akkúrat það sem vanur flugmaður myndi gera ef þeir væru að reyna lenda laskaðri vél með eld um borð.  Eftir að vélinni er snúið af þeim velli heldur hún hins vegar áfram án þess að breyta aftur um stefnu sem bendir til þess að flugmenn hafi misst meðvitund á tíman frá því að neyðarástand kemur þar til að henni var flogið yfir flugvöllinn.  https://www.wired.com/2014/03/mh370-electrical-fire/ 

Auðvitað eru þetta bara vangaveltur, en því meira brak sem finnst því sennilegra er þetta farið að verða.

  

Share this post


Link to post
Share on other sites

Hérna er afar einföld kenning til skýringar á hvarfinu.  Vélin er komin í flughæð, flugstjóri bregður sér á salernið meðan flugmaður með mun minni reynslu situr við stýrið. Þá missir vélin skyndilega þrýsting, flugmaðurinn byrjar að bregðast við með að snúa vélinni til baka, en lækkar ekki flugið rétt etv vegna ókunnugleika við þetta módel þar sem hann var bara á 38flugtíma.  Flugsstjórinn sem var þaulreyndur nær ekki til baka í stjórnklefann í loftleysinu enda reykingamaður, flugmaðurinn tekur að veikum mætti eina beygju í viðbót áður en hann missir alveg meðvitund og véln flýgur inn í eilífðina.  Lipur kenning sem setur fallega slaufu á þetta mál, bara erfitt án þess að vita meira hvort það er nokkuð vit í henni.  

http://www.theaustralian.com.au/life/weekend-australian-magazine/good-night-malaysian/news-story/806f5c53499ac9db4852050aca72d947

 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Svo það er alveg til í dæminu að eldur hafi orðið í farþegarými, allir misst meðvitund og flugvélin flogið þangað til hún krassaði lengst í suðri.

Í vélinni voru 11,000 kg af Lithium Ion batteríum, sem hafa áður grandað flugvélum og þær sem hafa kveikt í Samsung símum, #S6 og #7. 

https://en.wikipedia.org/wiki/UPS_Airlines_Flight_6

Share this post


Link to post
Share on other sites

Hefur alltaf þótt eldur einfaldasta skýring og þar með sú sennilegasta.  Það eru færri óvissir þættir þar en í öðrum skýringum.  Við vitum að það var í lagi með hreyfla, sjálfstýringu og vængi og helstu kerfi í vélinni miðað við hvað hún flaug langt.  Vitum líka að það var ekki vandi með magn eða gæði eldsneytis annars hefði vélin ekki náð að klára flugið.  Hvað svo sem gerðist var því ekki stór sprenging hvort sem er vegna bilunar eða af mannavöldum heldur einhvað smærra í sniðum sem gerði flugmönnum ókleyft að fljúga vélinni.

Það sem við vitum ekki er hvað var að gerast með skrokkinn á vélinn hvort hann hélt þrýstingi og svo ástand flugmanna.  Getur svo sem verið að illgjarn flugmaður hafi setið fyrir fram sjálfstýringuna í 6tíma og meðan vélin flaug á suður með sjó en hitt finnst mér líklegra að flugmenn hafi misst meðvitund fljótlega eftir að vélinni er snúið við og sjálfstýring sett á í átt að varaflugvelli.  Ólíklegt að flakið finnist úr þessu, en ekki útilokað að einhver hluti úr vélinni finnist rekinn sem gæti sýnt fram á eld eða skemmd á skrokk sem hefði valdið þrýstingsfalli án þess að granda vélinni beint, en nógu slæmt til að flugmennirnir misstu stjórn á vélinni.

Share this post


Link to post
Share on other sites
On 10/19/2016 at 8:05 PM, drCronex said:

Í vélinni voru 11,000 kg af Lithium Ion batteríum, sem hafa áður grandað flugvélum

Ja liklega var tad farmurinn sem banadi tessu veslings folki.Mikill reykur og eitur gufur sem tekur lif folks, en velin hinns vegar ennta ad virka.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Samkvæmt nýrri skýrslu var vélin ekki búin til lendingar þegar hún fer í sjónum.  Það var ekki búið að setja vængbörð niður til að hægja á vélinni og auka lyftingu eins og gert væri ef flugmaður væri að búa hana undir lendingu á hafinu.   Styður við þá kenningu að vélinni hafi verið flogið á sjálfstýringu allt þar til eldsneyti þraut og svo hrapað á miklu hraða í sjóinn frekar en að flugmaður hafi flogið henni eins langt og hægt var og smellt henni svo ljúflega niður á hafið þannig að vélin sykki í einu lagi.

Þegar búið er að reyna rekja brak með rekmódelum afturbak þéttist hringur um miðbik núverandi leytarsvæðis, hvort það er nóg til þess að geta fundið megin hluta braksins er svo allt annað mál.   http://www.nytimes.com/2016/11/02/world/asia/malaysia-flight-370-missing-search-debris.html?mabReward=A1&recp=0 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Formlegri leit neðansjávar lokið svo það er ólíklegt að gátan leysist úr þessu.  http://edition.cnn.com/2017/01/17/asia/mh370-search-suspended/index.html 

Gæti enn gerst að einhvern lykilhluta úr vélinn reki á land og leysi gátuna, en flakið er staðsett á svo miklu dýpi og á svo fáförnum slóðum að það er sama og útlokað að það finnist fyrir tilviljun við fiskveiðar, hafrannsóknir eða annað eins og stundum vill verða á grunnsævi.  Reyndar telja þeir sig nú hafa skilgreint nýtt svæði þar sem vélina ætti að vera finna en leggja ekki í að leita þar væntanlega vegna kostnaðar og þess að það er raunhæfur möguleiki að vél sé einfaldlega ófinnanleg, svo lítil nál í svo stórum heystakk að hún finnist aldrei.

Sorglegur dagur bæði fyrir ættingja og svo flugöryggi almennt fáum ekki á hreint úr þessu hvort þetta var bilun í vélinni eða flugmanninum.

Share this post


Link to post
Share on other sites
2 hours ago, Breyskur said:

Formlegri leit neðansjávar lokið svo það er ólíklegt að gátan leysist úr þessu.  http://edition.cnn.com/2017/01/17/asia/mh370-search-suspended/index.html 

Gæti enn gerst að einhvern lykilhluta úr vélinn reki á land og leysi gátuna, en flakið er staðsett á svo miklu dýpi og á svo fáförnum slóðum að það er sama og útlokað að það finnist fyrir tilviljun við fiskveiðar, hafrannsóknir eða annað eins og stundum vill verða á grunnsævi.  Reyndar telja þeir sig nú hafa skilgreint nýtt svæði þar sem vélina ætti að vera finna en leggja ekki í að leita þar væntanlega vegna kostnaðar og þess að það er raunhæfur möguleiki að vél sé einfaldlega ófinnanleg, svo lítil nál í svo stórum heystakk að hún finnist aldrei.

Sorglegur dagur bæði fyrir ættingja og svo flugöryggi almennt fáum ekki á hreint úr þessu hvort þetta var bilun í vélinni eða flugmanninum.

Hvad finnst þer liklegast ad hafi gerst, þu virdist þekkja nokkud til flugvela.

Share this post


Link to post
Share on other sites
5 hours ago, siggiandri said:

Hvad finnst þer liklegast ad hafi gerst, þu virdist þekkja nokkud til flugvela.

Mér finnst ennþá einfaldasta skýrining sú líklegasta.  Vélin leggur af stað og allt gengur vel fyrsta klukkutímann.  Þá kemur upp eldur í vélinn, flugmennirnir bregðast við honum meðal annars með því að slá út rafmagnskerfi til að hindra framgang eldsins, vélinni er snúið við með slökkt á flestum kerfum svo flugmenn hafa annað hvort ekki tíma eða möguleika á að senda neyðarkall.  Eftir að henni er snúið við vélinn er beint að mjög langri flugbraut með auðveldu aðflugi yfir sjó, nokkuð sem reyndur flugmaður myndi gera til að lenda þungri, laskaðri vél með takmaraðri stjórngetu.  Illu heilli magnast eldurinn, flugmennirnir missa meðvitund og vélin flýgur á sjálfstýringu yfir völlinn og suður með sjó þar til eldsneytið þverr og hún hrapar í hafið.

Hreifingar vélarinnar og hvernig slökkt er á kerfum styðja þetta, eftir að henni er snúið við í átt að neyðarbraut er ekkert gert framar við hana og hún er ekki búin undir lendingu áður en hún fer í hafið sem bendir til þess að flugmenn hafi ekki verið við stjórn eftir að henni var fyrst snúið við.  Farið vel yfir þetta hér. https://www.wired.com/2014/03/mh370-electrical-fire/ 

Vandinn er að þar sem flakið fannst aldrei og allt er byggt á smávegis að braki og svo hreyfingum á ratsjá þannig að það er allt eins hægt að semja sögu um trylltan flugmann sem snýr vélinn á haf út og flýgur henni þannig í eilífðina með manni og mús.  Sjálfum finnst mér það ekki eins sennilegt en eftir German Wings, Silk air eða Egyptair þar sem það er sannað að flugmenn grönduðu vélunum er það því miður ekki ólíklegt heldur.

Heldur ekki útlokað að þetta hafi verið einhvers konar flugrán sem mér finnst þó ósennilegast.  Mörgu ósvarað ef það var hvernig komst ræninginn inn í flugstjórnarklefann, hvað gekk viðkomandi til að fljúga henni út á reginhaf og ef af hverju lýsti enginn ábyrgð ef þetta var einhvers konar hryðjuverk?

 

Share this post


Link to post
Share on other sites
17 hours ago, Breyskur said:

Illu heilli magnast eldurinn, flugmennirnir missa meðvitund og vélin flýgur á sjálfstýringu yfir völlinn og suður með sjó þar til eldsneytið þverr og hún hrapar í hafið.

Þetta held eg lika,sorglegt slys.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Leitin hafin á ný.   Það er búið að þrengja mögulegt leitarsvæði byggt á gervihnattagögnum og hafstrauma módelum niður í 25þúsund ferkílómetra.  Fjórðung af flatarmáli Íslands mörg þúsund metra dýpi og úfinn sjór.  Nál í heystakki sem fyrr en heystakkurinn er allavegana minni en fyrr og meiri likur á að vélin sé þarna að finna en á hinu ógnarstóra svæði sem þegar er búið að skanna. 

Það er einkafyrirtæki sem tekur þetta að sér upp á greiðslu fyrir árangur.  Ef þeir finna brakið fá þeir greitt vel greitt annars ekki.   https://www.cbsnews.com/news/malaysia-airlines-flight-370-ocean-infinity-new-search-for-missing-plane/ 

 

 

Share this post


Link to post
Share on other sites
6 hours ago, Breyskur said:

Leitin hafin á ný.   Það er búið að þrengja mögulegt leitarsvæði byggt á gervihnattagögnum og hafstrauma módelum niður í 25þúsund ferkílómetra.  Fjórðung af flatarmáli Íslands mörg þúsund metra dýpi og úfinn sjór.  Nál í heystakki sem fyrr en heystakkurinn er allavegana minni en fyrr og meiri likur á að vélin sé þarna að finna en á hinu ógnarstóra svæði sem þegar er búið að skanna. 

Það er einkafyrirtæki sem tekur þetta að sér upp á greiðslu fyrir árangur.  Ef þeir finna brakið fá þeir greitt vel greitt annars ekki.   https://www.cbsnews.com/news/malaysia-airlines-flight-370-ocean-infinity-new-search-for-missing-plane/ 

 

 

Þetta er að verða 3ja malið sem maður hugsar stundum um og vill fa botn i svona þegar manni gengur illa að sofna, hin 2 eru hvernig JFK kvaddi þennann heim og svo hinsvegar Guðmundar og Geirfinns malin,annað þeirra mala er mer pinulitið tengt þo allveg obeint. En svona er maður nu skrytinn stundum. En eg vona auðvitað eins og flestir held eg að flakið finnist og þa kannski að einhverjum spurningum verða hugsanlega svarað.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.